Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020 www.kofaroghus.is - sími 553 1545 339.000 kr. Tilboðsverð 518.000 kr. Tilboðsverð 389.000 kr. Tilboðsverð 34mm 34mm44mm Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik má finna á vef okkar SUMARTILBOÐÁGARÐHÚSUM! Afar einfalt er að reisa húsin okka r Uppsetning teku r aðeins einn da g BREKKA 34 - 9 fm STAPI - 14,98 fm NAUST - 14,44 fm 25% afsláttur 25% afsláttur 30% afsláttur VANTAR ÞIGPLÁSS? Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Akureyrarbær fagnar í dag 158 ára afmæli sínu og af því tilefni eru ýmsir viðburðir í bænum um helgina. Í gærkvöldi var boðið upp á bílabíó á at- hafnasvæði Bílaklúbbs Akureyrar. Fjölmargir gestir skemmtu sér yfir hinni sígildu gam- anmynd Stellu í orlofi. Bílabíó í tilefni afmælis Akureyrarbæjar Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fjárhagsleg staða Herjólfs ohf. er alvarleg vegna tekjufalls vegna kórónuveirufaraldursins. Þá telur félagið að ríkið hafi ekki greitt styrki sína til rekstursins að fullu sam- kvæmt þjónustusamningi. Gerir Herjólfur ohf. um eða rúmlega 400 milljóna króna kröfu á ríkið vegna þessa. Vestmannaeyjabær fjár- magnar tapreksturinn í bili með eiginfjárframlagi. Krafa Herjólfs ohf. á hendur rík- inu er tvíþætt, eins og fram kemur hér að framan. Annars vegar vegna vanefnda á þjónustusamningi og hins vegar vegna lækkunar sértekna vegna kórónuveirufaraldursins. Guðbjartur Ellert Jónsson, fram- kvæmdastjóri Herjólfs, segir að rík- ið og Vestmannaeyjabær hafi gert þjónustusamning um reksturinn 16. maí 2018. Þá var skipið í smíðum í Póllandi og afhending þess dróst. Guðbjartur segir að í viðauka hafi komið fram viðmið um mönnun skipsins og tekið fram að ef mönn- unarskírteini Samgöngustofu yrði á annan veg bæri að leiðrétta fyrir því. Niðurstaða Samgöngustofu hafi ver- ið að hafa fleira fólk í áhöfn en gert var ráð fyrir. Þá var ákvæði um að styrkir ríkisins væru bundnir vísi- tölu. Segir Guðbjartur að ríkið miði útreikning þeirra við aðra dagsetn- ingu en samning. Herjólfur krefjist leiðréttingar á þessu tvennu. Varðandi lækkun sértekna segir Guðbjartur að félagið hafi verið í mikilli óvissu með tekjumyndun í fé- laginu frá því í vor, vegna kórónu- veirufaraldursins. Tekjur hafi fallið verulega vegna minni viðskipta, ekki síst vegna fækkunar ferðafólks. Nefnir hann að Þjóðhátíð og fleiri stórir viðburðir sem skilað hafi Herj- ólfi góðum tekjum hafi fallið niður í ár. „Þetta setur okkur í erfiða stöðu þar sem Herjólfur er ekki aðeins ferðaþjónustufyrirtæki heldur ekki síður samgöngukerfi fyrir íbúa og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og þarf að geta veitt ákveðna þjónustu allt árið,“ segir Guðbjartur þegar hann er spurður hvort ekki hafi verið hægt að draga úr kostnaði á móti tekjubresti. Hann tekur fram að gripið hafi verið til ýmissa sparnað- arráðstafana, svo sem með nýtingu hlutabótaleiðar, fækkun ferða í samkomubanni og fækkun í áhöfn. Slíku séu þó skorður settar, bæði vegna nauðsynlegrar þjónustu við íbúa og fyrirtæki og hlutverks skips- ins í almannavörnum Eyja. Telur Guðbjartur að reksturinn myndi ná jafnvægi ef samkomulag næðist um 400 milljóna króna kröfu Herjólfs en tekur fram að enn sé óvissa vegna seinni bylgju kórónuveirunnar. Nauðsynlegt að fá svör Fjárhagsstaða Herjólfs ohf. var til umræðu á fundi bæjarráðs Vest- mannaeyja á dögunum. Bókað var að leita þyrfti allra leiða til að koma rekstrinum á réttan kjöl þannig að fyrirtækið verði fjárhagslega sjálf- bært án þess að til komi skerðing á ferðatíðni. Vestmannaeyjabær er eigandi félagsins og skellurinn lendir á bæjarsjóði ef illa fer. Íris Róberts- dóttir bæjarstjóri segir það alvarlegt mál ef félagið fái ekki þær greiðslur sem það telji sig eiga rétt á, sam- kvæmt þjónustusamningi. Hún segir að gerð fjárhagsáætlunar bæjar- félaga sé flókin á tímum kórónuveir- unnar og ekki hjálpi þetta mál til. Nauðsynlegt sé að fá svör frá ríkinu. Krefja ríkið um 400 milljónir króna Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ferja Herjólfur siglir inn til hafnar í Vestmannaeyjum á björtum degi.  Mikill taprekstur á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi vegna kórónuveirufaraldurs og meintra vanefnda ríkisins á þjónustusamningi  Skellurinn myndi lenda á bæjarsjóði Vestmannaeyja Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur falið Ríkiseignum að hefja áætlunargerð vegna gamla yfir- læknisbústaðarins á Vífilsstöðum, sem staðið hefur auður og ónotaður í um 20 ár og liggur undir skemmd- um. Er stofnuninni falið að leggja mat á kostnað við að verja húsið að utan og kanna hvort mögulegt sé að ráðast í viðhald á ytra byrði strax á þessu ári. Þetta segir Elva Björk Sverris- dóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneyt- isins, í skriflegu svari við fyrirspurn Morgunblaðsins um málefni húss- ins. Fjallað var um ástand gamla yfirlæknisbústaðarins, sem teiknað- ur var af Guðjóni Samúelssyni og tekinn í notkun árið 1920, hér í blaðinu á fimmtudaginn. Í svarinu segir að Landspítalinn hafi farið með umsjón eigna ríkisins á Vífilsstöðum til þessa. Ráðuneytið hafi tekið ákvörðun um að færa þær eignir á Vífilsstöðum, sem spítalinn þarf ekki fyrir sína starfsemi, til Ríkiseigna. Það á m.a. við umrædd- an yfirlæknisbústað. „Það hefur hins vegar dregist nokkuð að ganga frá stofnun lóða um þessar eignir, sem er ein for- sendan fyrir því að hægt verði að skrá eignirnar á Ríkiseignir. Þá tel- ur ráðuneytið einnig tímabært að huga að skipulagi á svæðinu í sam- starfi við skipulagsyfirvöld, sem er í raun forsenda þess að ákvarða nýt- ingu bygginganna.“ Kanna hvort mögulegt sé að hefja viðhald á þessu ári  Yfirlæknisbústaðurinn á Vífilsstöðum færður til Ríkiseigna Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Yfirlæknisbústaður Nú eru auknar líkur á því að húsinu verði bjargað. Þótt enn séu skráðar átján komur skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur það sem eftir er árs er ekki búist við að af þeim verði. Skipafélögin eru jafnt og þétt að afbóka skipa- komur í september og október. Þannig á Erna Kristjánsdóttir, markaðs- og gæðastjóri Faxaflóa- hafna, von á fleiri afbókunum strax eftir helgi. 190 skemmtiferðaskip komu til hafna Faxaflóahafna á síðasta ári, flest til Reykjavíkur, með nærri 189 þúsund farþega. Var það metár og áður en kórónuveirufaraldurinn byrjaði að herja var búist við nýju metári í ár. Fá skip komu í sumar, flest í smærri kantinum. Fólk hafði lítinn áhuga á þessum ferðamáta á tímum kórónuveiru. helgi@mbl.is Fleiri af- bókanir eftir helgi Tómlegt Fá skemmtiferðaskip í ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.