Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020 Með sorg og eft- irsjá kveð ég frænda minn og vin, Sigurð Helgason, eða Sigga frænda eins og við kölluðum hann. Sem lítill strákur í sveitinni var alltaf mikil tilhlökkun þegar Siggi frændi var væntanlegur. Ég hef frá unga aldri verið mikið fyrir tæki og tól. Þegar Siggi frændi kæmi vissi ég að þá yrði gaman því við vorum svipaðir hvað þetta varðar. Eins var Siggi þannig að ef eitthvað átti að gerast þá þurfti það að gerast hratt. Ýmis uppátæki koma í hugann. Ég man þegar Willysinn var notaður til að raka saman, bindivélin var látin draga rakstrarvélina eða þegar heyvagnarnir voru tengdir saman. Alls konar tilraunir voru gerðar. Þetta þótti strák með tækjadellu stórkostlegt. Ekki skemmdi heldur að ég vissi að ef Siggi frændi væri á staðnum yrði eitthvað skemmtilegt gert í lok dags. Þetta voru t.d. ferðir í Seljavallalaug eða í búðina á Núpi. Oft lét hann mig einnig hafa lykla að bílnum sínum og sagði mér að æfa mig á túninu. Man að mér fannst Volgan hans vera stórkostlegur bíll og voru margir hringir á túninu farnir á þeim bíl. Siggi vann við rútuakst- Sigurður Guðberg Helgason ✝ Sigurður Guð-berg Helgason fæddist 27. nóv- ember 1933. Útför hans fór fram 28. ágúst 2020. ur um tíma og eina helgina kom hann í sveitina á henni. Fór hann með mig í smá bíltúr á rútunni og síðan sat ég í henni heima á hlaði mestalla helgina. Mér fannst þetta vera magnað tæki og hugsaði með mér að þegar ég yrði stór ætlaði ég að vinna á svona tæki eins og Siggi frændi. Það varð síðan raunin og þegar ég byrjaði kölluðu af- greiðslukonunnar á Umferðar- miðstöðinni mig alltaf litla Sigga. Þeim þótti við svo líkir bæði í út- liti og töktum. Undi ég því vel. Þegar árin liðu vildi Siggi alltaf vita af mér og mínu fólki og þeg- ar ég hugsa til baka höfum við sennilega verið í einhverju sam- bandi í hverri viku. Við vorum svo miklu meira en frændur, við vorum líka bestu vinir. Þegar einhverjar framkvæmdir voru á döfinni hjá mér og fjölskyldunni, eins og að skipta um húsnæði, var hann mættur til að mála eða aðstoða. Margar bílferðir höfum við farið saman. Þetta hafa verið ferðir um sveitina okkar, fjöru- ferðir eða bara bílasölurúntur. Eins höfum við farið ferðir sam- an sem hafa verið erfiðar en þá var gott að vera með Sigga sem alltaf var traustur og ábyrgur. Í sumar höfum við fjölskyldan ver- ið í framkvæmdum við sumar- húsið okkar í Nátthaga, reit stór- fjölskyldunnar sem Siggi hafði mikinn áhuga fyrir, en þar voru Siggi og Ragna löngum stundum meðal ættingja og höfðu komið sér vel fyrir. Siggi fylgdist vel með mínum framkvæmdum og hringdi oft til að athuga hvernig gengi. Við vorum búnir að ákveða að fara í bílferð saman og skoða hvernig til hefði tekist þegar framkvæmdum væri lokið. Þeim var svo lokið núna í ágúst og þegar við ætluðum að fara austur hafði veiran tekið sig upp aftur svo við frestuðum ferðinni. Af þeirri ferð verður ekki að sinni. Ég kveð einstakan frænda og vin með miklum söknuði en um leið þakklæti fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig og mína. Elsku Ragna, guð gefi þér styrk á þessum erfiðu tímum. Við fjölskyldan sendum þér og þinni fjölskyldu innilegustu sam- úðarkveðjur. Knútur Sæberg Halldórsson. Sigurður Helgason, eða Siggi Helga eins og hann var alltaf kallaður, fv. nágranni okkar fjöl- skyldunnar og góður vinur, er látinn. Siggi og Ragna bjuggu við hlið okkar öll okkar fyrstu ár á Hjallabrautinni, við á 12 og þau á 14. Þau voru góðir nágrannar sem gott var að leita til, ekki síst við garðræktina. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar maður rifjar upp árin með Sigga og Rögnu. Þegar við keyptum húsið okkar var þar aðeins grasi gróinn garður, engin tré eða runnar. Okkur hafði verið sagt að það væri erfitt að rækta garða í Þorlákshöfn. Siggi var fljótur að breyta þeirri skoðun okkar. Hann kom og benti okkur á sinn flotta garð og sagði okkur að byrja bara að planta en það þyrfti að hugsa vel um trén, „spúlaðu vel yfir tré og runna eftir vonda suðaustanátt eða suð- vestan,“ sagði hann. Hann var vakinn og sofinn með okkur fyrstu árin í garðræktinni og fylgdist vel með vexti trjánna. Eitt sinn kom hann að kveldi dags og sagði, „Halldór, það er komin lús í brekkuvíðinn og það þarf að úða hann. Ég veit Hall- dór minn að þú átt ekki græjur til þess svo ég rauk bara í að úða hann fyrir þig. Var það ekki í góðu lagi?“ Svona var Siggi, allt- af að hjálpa til og segja óreynd- um til verka. Oft yfir vetrarmán- uðina sátum við hjónin með þeim Rögnu og Sigga inni í sólstofunni þeirra og nutum þess sem þau buðu okkur upp á. Þetta voru notalegar stundir sem gott er að minnast nú og yljar manni þegar komið er að kveðjustund. Eins eru góðar minningar frá því þau hjónin buðu okkur í bústað sinn undir Eyjafjöllum, en þar áttu þau sinn unaðsreit. Siggi var for- stöðumaður íþróttamiðstöðvar- innar á fyrstu árum mínum sem skólastjóri grunnskólans og því voru samskipti okkar mikil. Ekki aðeins vorum við nágrannar heldur einnig samstarfsmenn. Áttum við farsælt samstarf öll árin og leystum sameiginlega úr þeim málum sem upp komu. Siggi var hagleiksmaður og útbjó skartgripi og ýmsa hluti. Eitt sinn var ég að taka upp kartöflur og var með gamlan gaffal þegar Siggi, sem var að klára að taka upp úr sínum garði, kom til mín með sérsmíðaðan gaffal fyrir kartöfluupptöku sem hann hafði sjálfur smíðað og sagði mér að nota hann frekar. Og þvílíkur munur var að taka upp kartöfl- urnar. Þegar ég kom síðan til að skila honum töfragripnum sagði Siggi, „nei þú mátt eiga hann Halldór minn, ég er hættur að setja niður kartöflur“. Ég mun varðveita þennan úrvalsgrip vel. Nú þegar við kveðjum Sigga Helga, okkar góða vin og ná- granna, sendum við Ester Rögnu og fjölskyldunni innilegar sam- úðarkveðjur með þökk fyrir öll árin sem við áttum með Sigga Helga. Halldór Sigurðsson, fv. skólastjóri. Með söknuði og sorg í huga kveðjum við kæran vin Sigurð Helgason eða Sigga Helga eins og hann var alltaf kallaður. Samfylgdin er orðin löng eða rúm 60 ár. 6 ára gamall kom ég fyrst í fal- legu sveitina undir Fjöllunum með kaupfélagsbílnum og tók ferðin austur margar klukku- stundir, var það æði langt fyrir lítinn dreng. Ég var mjög heppinn að fara að Seljalandsseli, æskuheimili Sigga, þar var gott að dvelja og fólkið kærleiksríkt. Dýrin og náttúran urðu strax hluti af líf- inu. Margar eru minningarnar frá Selinu sem tengjast Sigga. Mér er minnisstætt þegar hann setti saman nýja múgavél og dáðist ég að því hvað allt lék í höndunum á honum. Ég var handlangarinn hans við það verk. Það var svo fyrir hans atbeina að ég fékk að vera lengur í Sel- inu, sumrin þar urðu alls 10 tals- ins, dásamlegur tími. Siggi var velgjörðarmaður minn ásamt gömlu hjónunum, Boggu og öðru heimilisfólki. Tíminn leið og ég óx úr grasi og fór að læra smíðar í Áhalda- húsi Reykjavíkur. Þegar ég lenti í vinnuslysi 1978 var það enn Siggi sem sýndi mér og fjölskyldu minni sömu umhyggjuna og hvatninguna. Þegar Átthagafélagið Nátt- hagi var stofnað urðu „Siggarn- ir“ Siggi Helga, Siggi Sigurþórs- son ásamt þeim Rögnu og Imbu fyrst til að flytja sumarhús sín á staðinn. Þau sýndu okkur hinum gott fordæmi, hvernig á að njóta og hafa gaman. Eftirminnileg er fjölskyldu- rútuferðin með Knút austur að Steinum, fæðingarstað Guðlaug- ar, móður Sigga, þar sem við hlýddum á fróðleik hans um for- tíðina og flóðin miklu sem þar komu. Síðan lá leiðin austur að Skammadal í Mýrdal þaðan sem Helgi gamli faðir hans var fædd- ur, þetta var mjög góður dagur og samvera. Það má með sanni segja að Siggi hafi verið ættarhöfðingi, stórir sem smáir virtu hann og dáðu. Hann var vel lesinn, átti mikið bókasafn og fróðleiksbrunnur og var gaman að hlusta á hann segja frá og þá var nú oft hlegið. Við vorum saman á bókbands- námskeiði í nokkur ár undir stjórn Kristínar Guðmundsdótt- ur hjá Kvöldskóla Kópavogs í góðum félagsskap, þar var skemmtilegt og stutt í brosið. Við þökkum Sigga alla velvild sem hann sýndi Sinnu og fjöl- skyldu, Vesturgötu 16b. Elsku Siggi, takk fyrir allt. Góða ferð í sumarlandið, sjáumst síðar þegar þar að kemur. Ragna okkar, Linda Björg, Guðlaug, Jónas og fjölskyldan öll, við, dætur okkar og fjölskyld- ur sendum ykkur innilegar sam- úðarkveðjur. Jens og Þóra. Í síðustu viku bárust þær fréttir að góður vinur okkar og mikill höfðingi, Sigurður Guð- berg Helgason, Siggi Helga frá Við kveðjum í dag föðurömmu okkar, ömmu Gullu. Í huga okkar systra tilheyra ömmu minningar um blíðan málróm, hlýtt bros og hjónabandssælubragð í munni – hún uppfyllti ömmuhlutverkið eins og það hefði verið skrifað fyrir einmitt hana. Nokkrum dögum áður en hún dó höfðum við rætt þá hneisu að hvorug okk- ar systra kynni á saumavél en Guðrún Hafliðadóttir ✝ Guðrún Haf-liðadóttir fæddist 15. desem- ber 1932. Hún lést 17. ágúst 2020. Útför Guðrúnar fór fram 28. ágúst 2020. þyrftum þó að stytta gardínur, hún ætlaði að taka okkur í tíma – sem hefði þó trúlega endað með því að við sætum og gæddum okkur á heimabakstri og hún stytti gardín- urnar fyrir okkur. Elsku amma. Að löngu lífi loknu er þó vert að staldra við og velta fyrir sér þeirri persónu sem hún var, ekki bara bakandi ömmuímyndinni heldur konunni, Guðrúnu Haf- liðadóttur. Hún tók ung við búi í Þykkvabæ og saman fylltu þau afi Kristinn heimilið af börnum. Í barnsminninu var Dísukot stór- býli, það rúmaði enda svo margar sálir og mikið líf. Seinna áttuðum við okkur á að grunnflötur húss- ins, sem var reyndar á þremur hæðum, var bara 40 fermetrar. Svona er stærð afstæð. Á neðstu hæðinni var eldhúsið og þar var ríki ömmu. Þangað söfnuðust all- ir saman og nutu gestrisni ömmu og afa, hún var af þeirri kynslóð kvenna sem aldrei virtist setjast niður. Fræg í fjölskyldunni er mynd af þeim afa Kidda, þar sem hann situr við eldhúsborðið í Dísukoti og réttir upp kaffiboll- ann og amma er að hella í hann. Þar ríkti þegjandi samkomulag, engin orð voru þörf. Sagan segir að ungum og kvenréttindasinn- uðum tengdadætrum hafi ekki hugnast þetta fyrirkomulag við fyrstu sýn, vongóðir synirnir fengu strangt augnaráð og jafn- vel hvíslað orð í eyra um að þeir gætu gleymt slíkri lúxusmeðferð. Hvort hugsjónaeldmóðurinn hafi með árunum rjátlast af tengda- dætrunum og þær gerst sekar um að hella óbeðnar í bolla manna sinna skal ósagt látið en amma lét í það minnsta æsing ungdómsins lítið á sig fá. Hún vissi snemma sem var og er, að hamingjuna er að finna í kær- leiksríkri þjónustu við náungann, innri friði og sátt við Guð og menn. Amma virtist þó aldrei týna sjálfri sér í öllu amstrinu sem lífi hennar fylgdi, hún átti alltaf mjög ríkt innra líf og var sjálfri sér næg. Guðrún frænka mín og alnafna hennar man ömmu skýrt í eldhúsinu sínu, þegar allir voru háttaðir en litla borgarbarnið gat ekki sofnað í ærandi sveitakyrrð- inni. Þá var gott að læðast niður og heyra í ömmu bardúsa við verkin sín, spjallandi við sjálfa sig og Jesú, jafnvel raulandi sálma. Alltaf fór hún síðust allra að sofa, mörg voru verkin. Ömmu fylgdi einhver heilög kyrrð og friður, hún gaf af sér og þjónaði öðrum alla ævi án þess að það minnkaði hana sjálfa, þvert á móti. Hún stóð föst á sínu, bjarg- föst í sinni trú og skoðunum, ein- stök blanda af styrk og mildi. Okkur systrum er á þessum tímamótum efst í huga virðing og þakklæti, fyrir þessa hæglátu en mögnuðu ættmóður sem ávallt hafði hag okkar í huga og um- vafði okkur væntumþykju og bænum í öllum aðstæðum. Megi englarnir hennar ömmu aldrei yfirgefa okkur. Elsku amma Gulla, takk fyrir allt. Við biðjum að heilsa heim. Bryndís, Tinna og fjölskylda. Í dag kveðjum við mikla kjarnakonu, Guðrúnu Hafliða- dóttur frá Dísukoti í Þykkvabæ. Gulla eins og hún var oftast köll- uð bjó yfir einstaklega góðri nær- veru, róleg, traust og yfirveguð svo eftir var tekið. Á heimilinu hennar í Dísukoti var oft margt um manninn, ekki nóg með að hún ætti sín 11 börn, þá tók hún að sér börn sem þurftu að komast í skjól frá borgarlífinu og komu til sumardvalar hjá þeim hjónum. Auk þess var frændfólk þeirra hjóna sumarlangt hjá þeim, oft sumar eftir sumar. Alltaf var pláss fyrir alla. Við Gulla unnum saman í Afurðasölu Fr.Fr í Þykkvabæ í mörg ár og aldrei bar skugga á vináttu okkar og samvinnu þau góðu ár. Eftir að við fluttum til Reykjavíkur hitt- umst við sjaldnar en við hefðum kosið, en töluðum reglulega sam- an í síma. Fyrir þennan tíma er ég full þakklætis. Fyrir hönd barna minna sendi ég börnum Gullu og fjölskyldum þeirra inni- legar samúðarkveðjur og þakka þau Gullu samfylgdina í sveitinni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Fanney frá Skarði. Þá lýkur sameiginlegu göng- unni okkar, Guðrún mín, hér á þessari jörð. Fréttirnar um and- lát þitt urðu mér þungbærar, við vorum nánar vinkonur. Þegar ég flutti í Búðagerðið þá komstu einn daginn gangandi yfir og bankaðir á dyr hjá mér, með kleinupoka í hendi. Ég var glöð að sjá þig og bauð þér inn. Þá byrjaði vinkonusamband okkar strax að þróast og það óx með ári hverju. Þetta voru ekki mörg ár sem við áttum saman, en inni- haldsrík. Einn daginn sagðir þú mér að ég væri svar við bæn þinni. Þú hafðir verið að biðja Guð að gefa trúaða konu í götuna þína. Þú sagði við mig: „Þú ert hún!“ Ég var djúpt snortin að vera bænasvarið þitt og eins fannst mér Guð vera nákvæmur, þar sem Búðagerðið er mjög lítil gata og jafnvel ein sú minnsta í borginni. Þú varst alltaf þarna, ég gat komið og bankað eða hringt. Við borðuðum stundum saman og þá nutum við þess best að borða svið, saltað hrossakjöt eða þorra- mat en ekki fór biti upp í munn- inn fyrr en borðbæn var lokið. Eftir að Covid-19 skall á hringdi ég daglega í þig. Þér þótti vænt um það, einlægni þín tjáði það. Það voru dýrmæt símtöl, stund- um lásum við saman úr Biblíunni eða báðum saman. Það kom fyrir að þú kvaddir mig snöggt og allt- af sama ástæðan – fréttir að byrja. „Ég er kannski fréttafík- ill,“ sagðir þú við mig einn dag- inn. Ég skellihló og gat ekki ann- að en játað að svo væri. Í anda mínum finnst mér að þú hafir tekið bænarefnin mín með þér og ég er fullviss að þeim verður svarað. Hér á jörðu niðri komum við með þau fram fyrir Frelsarann okkar og ég veit að þú afhendir honum þau þar sem þú ert núna farin til hans. Ég er svo óendanlega þakklát að hafa fengið að biðja með þér fyrir þín- um bænarefnum, fyrir öllum þín- um sem voru þér svo ástfólgnir. Að fá að hafa þig og hlýjuna þína og notalegheitin, það var svo ljúft. Það er enginn sem biður eins og þú, röddin þín breyttist í englahljóm og þitt einlæga ákall til Almættisins var svo fallegt. Þú minntir mig alltaf á að Guð er meiri en allt, meiri en allar að- stæður. Við fögnuðum bænasvör- um saman vegna þess að Guð var með okkur í för. Ég man sérstak- lega eftir einu skipti þegar ég var mjög þreytt og sagði við þig: „Þetta er einfaldlega ekki að ganga upp!“ Þú svaraðir mér ekki. Ég fór inn að sofa og gat ekki sofnað. Ég kom fram aftur og þú sast með Biblíuna við eldhús- borðið og sagðir: „Ég bað Guð um að gefa mér orð til þín.“ Þú last fyrir mig úr 2. Mósebók 14:14, Drottinn mun berjast fyrir yður, en þér skuluð vera kyrrir. „Guð er með þér, hann berst fyrir þér, vertu ekki áhyggjufull,“ sagði þín milda fallega rödd. Þetta reyndist vera rétt. Guð svaraði á sinn yfirnáttúrulega hátt. Þú hafðir einstakt jafnaðar- geð, ætíð ljúf og innileg við mig. Ég þarf aðra Guðrúnu eins og þig, þú ert bara ómissandi, mín kæra. Svona voru frækornin þín sem þú sáðir, óeigingjörn og falleg. Ég elska þig Guðrún og þú átt alltaf stað í hjarta mínu. Þakka þér fyrir allt! Þín vinkona og nágranni, Þórdís (Dísa). Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna. Eftir kynni afargóð ég alltaf mun þín sakna. (Guðrún V. Gísladóttir) Við Gulla hittumst fyrst í Þykkvabænum í Djúpárhreppi þegar ég starfaði þar í leikskól- anum. Þá var leikskólinn og grunnskólinn í sama húsnæðinu. Ég var nýkomin til starfa í ágúst 1996. Oft vantaði fólk þegar leið á veturinn, alltaf varst þú tilbúin að koma þegar vantaði starfsfólk. Það var gott að vera í návist þinni þig, þú hafðir góða nærveru, varst fróð um alla hluti, kunnir allt, auk þess sem þú þekktir vel flesta krakkana. Þér þótti einnig gaman í söng- tímunum en þeir voru í „ gryfj- unni“ sameiginlegir stundir með krökkunum í grunnskólanum. Þér fannst einnig gott að „raula“ við dagleg störf. Krakkarnir voru alltaf glöð og örugg hjá þér. Ég man þegar Elsku stóri bróð- ir minn, þín er sárt saknað. Takk fyrir allar þessar góðu og huggulegu minningar sem þú skilur eftir, allt sem þú kenndir mér og allar þær pælingar sem við höfðum. Þessa tíma sem við vorum bara tveir saman og hvernig áhrif Þorlákur Anton Holm ✝ Þorlákur Ant-on fæddist 17. febrúar 1982. Hann lést 30. júlí 2020. Þorlákur var jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju 13. ágúst. Hann var jarðsettur 20. ágúst 2020 í Fossvogs- kirkjugarði. þú hafðir á líf mitt. Ferðin sem við fórum til Bandaríkj- anna, til Los Angel- es og keyrðum það- an til Las Vegas, var ómetanleg og skemmtileg. Þú átt stórt pláss í hjarta mínu, ég gæti ekki fundið betri bróður/vin en þig. Falleg minning þín á eftir að koma fram í sögum sem ég segi syni mínum sem verður nefndur Axel Þór, seinna nafnið er í höf- uðið á þér. Ég elska þig mikið og mun allt- af minnast þín. Sindri Freyr Holm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.