Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020
Klettagörðum 11 | 104 Reykjavík | Sími 568 2130 | verslun@et.is | Opið mánud.-föstud. kl. 8.00-18.00
Mikið úrval af
KÖSTURUM OG AUKALJÓSUM
fyrir allar gerðir bíla
ur 1.600 áhorfendur. Góðir gras-
æfingavellir verða einnig á svæðinu,
en útiaðstaðan er að nokkru leyti
tilbúin.
„Við höfum í þessu ferli horft til
margra þátta. Flókin framkvæmd
kallar á víðtækt samráð milli borg-
arinnar sem verkkaupa og svo hönn-
uða, verktaka og þeirra sem húsið
eiga að nota í framtíðinni. Mitt er að
halda utan um alla þræði svo dæmið
gangi upp,“ segir Kristjana Ósk
Birgisdóttir tæknifræðingur sem er
fyrir hönd Reykjavíkurborgar verk-
efnisstjóri við íþróttamannvirkin. Í
framkvæmd þessari segir Kristjana
að aðstæður breytist sífellt og því
þurfi hönnuðir og verktakar að
bregðast við. Til alls sé vandað í
þessari framkvæmd, sem er ein sú
umfangsmesta sem borgin hefur
ráðist í um langt skeið. Áætlaður
kostnaður við verkefnið verður um
13,5 milljarðar króna. Starfsemi í
húsinu er einkum ætlað að þjóna
íbúunum í byggðunum bæði í Úlf-
arsárdal og Grafarholti sem nú
nálgast að vera um 8.000.
Skóli, menning, sund og íþróttir
Stórhýsi í smíðum í Úlfarsárdal Tilbúið að hluta Undir sama þaki Reykjavíkurborg byggir
Ný aðstaða Fram Kostar 13,5 milljarða kr. Flókin framkvæmd sem kallar á víðtækt samráð
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skólastúlkur Gert er ráð fyrir allt að 500 nemendum í Dalsskóla, sem spann-
ar allt grunnskólastigið frá 1.-10. bekkjar og svo eldri deild leikskólans.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sund Hér verður gott að busla og baða sig á útisvæði sundlaugarinnar sem
verður væntanlega tilbúið að um það bil einu ári liðnu héðan í frá.
Ljósmynd/VA-arkitektar
Drónamynd Næst eru hús þar sem aðstaða Fram verður. Byggingin verður um 17.600 fermetrar að flatarmáli og þegar eru leik- og grunnskóli tilbúnir.
BAKSVIÐ
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Góður gangur er í framkvæmdum
við byggingu í Úlfarsárdal í Reykja-
vík sem hýsir skóla hverfisins og í
framtíðinni íþróttir og menningar-
starfsemi. Alls verður byggingin um
17.600 fermetrar að flatarmáli og
fyrir ári voru tilbúnir 1.-2. áfangi,
hvar eru leik- og grunnskóli og frí-
stundaaðstaða
Aðstaða Fram
tilbúin eftir tvö ár
Í Dalsskóla er gert ráð fyrir allt
að 500 nemendum á aldrinum 6-15
ára auk þess sem í leikskólanum
verða allt að 120 börn 4-5 ára. Í dag
stendur yfir innanhússvinna í tveim-
ur hlutum bygg-
ingarinnar,
áfanga þar sem
eru menningar-
hús, bókasafn og
innisundlaug – og
svo við 25 metra
útisundlaug og
potta.
Menningar-
húsið og útisvæði
sundlaugar verða
tilbúin í lok næsta
árs. Íþróttamiðstöðin sem verður
framtíðaraðstaða Fram á að vera
tilbúin eftir tvö ár héðan í frá, það
er seinni hluta árs 2022. Arkitektar,
fulltrúar borgarinnar og fleiri voru
á svæðinu í vikunni og kynntu sér
framgang mála.
Íþróttaaðstaðan verður 7.300 fer-
metrar að flatarmáli; bygging á
þremur hæðum með aðalinngang við
sameiginlegt hverfistorg. Íþrótta-
húsið verður handboltahöll, keppn-
isvöllur með áhorfendapöllum fyrir
1.300 manns. Vellinum má skipta
upp í tvo handboltavelli í fullri
stærð – auk þess sem í húsinu verð-
ur æfingaaðstaða fyrir til dæmis
lyftingar og bardagaíþróttir. Þá
verður útbúinn nýr knattspyrnuvöll-
ur með gervigrasi og stúku sem tek-
Kristjana Ósk
Birgisdóttir
Heba Hertervig og Magdalena Sig-
urðardóttir frá VA arkitektum eru
arkitektar byggingarinnar í Úlfars-
árdal. Vinna þeirra við hönnun
hófst árið 2015, þá að undangeng-
inni arkitektasamkeppni þar sem
tillaga þeirra þótti best. „Verk-
efnið er áhugavert og byggingin
þörf fyrir samfélagið í Úlfarsárdal.
Mér fannst til dæmis afar gaman
að fara þarna um nú á dögunum og
hitta krakkana í Dalsskóla sem
greinilega hafa verið skapaðar
góðar aðstæður til náms og leiks,“
segir Heba í samtali við Morgun-
blaðið.
Fyrirmynda við hönnun hússins
var víða leitað; við skólahlutann
hafa byggingar víða í Skandinavíu
verið hafðar til hliðsjónar. Íþrótta-
miðstöðin var svo byggð sam-
kvæmt því sem gert er í Holllandi
og Kanada. Arkitektarnir útfæra
málið svo eftir sinni eigin sýn og
hugmyndafræði – og í skólahlut-
anum er húsið brotið upp í ein-
ingar og afmörkuð rými til að
skapa manneskjulegt umhverfi.
„Leiðarljósið hefur alltaf verið,
forsendum borgarinnar sam-
kvæmt, að hanna miðstöð skóla,
menningar og íþrótta. Byggingin
hefur fjölþætt hlutverk sem gerði
hönnunina flókna og vandasama
en umfram allt skemmtilega,“ seg-
ir Magdalena.
Húsið þarft fyrir samfélagið
STÓRT VERKEFNI ARKITEKTANNA TVEGGJA
Arkitektar Heba Hertervig og Magdalena Sigurðardóttir hér í Úlfarsárdalnum.
Hönnun flókin og vandasöm en umfram allt skemmtileg, segir Magdalena.