Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020 Klettagörðum 11 | 104 Reykjavík | Sími 568 2130 | verslun@et.is | Opið mánud.-föstud. kl. 8.00-18.00 Mikið úrval af KÖSTURUM OG AUKALJÓSUM fyrir allar gerðir bíla ur 1.600 áhorfendur. Góðir gras- æfingavellir verða einnig á svæðinu, en útiaðstaðan er að nokkru leyti tilbúin. „Við höfum í þessu ferli horft til margra þátta. Flókin framkvæmd kallar á víðtækt samráð milli borg- arinnar sem verkkaupa og svo hönn- uða, verktaka og þeirra sem húsið eiga að nota í framtíðinni. Mitt er að halda utan um alla þræði svo dæmið gangi upp,“ segir Kristjana Ósk Birgisdóttir tæknifræðingur sem er fyrir hönd Reykjavíkurborgar verk- efnisstjóri við íþróttamannvirkin. Í framkvæmd þessari segir Kristjana að aðstæður breytist sífellt og því þurfi hönnuðir og verktakar að bregðast við. Til alls sé vandað í þessari framkvæmd, sem er ein sú umfangsmesta sem borgin hefur ráðist í um langt skeið. Áætlaður kostnaður við verkefnið verður um 13,5 milljarðar króna. Starfsemi í húsinu er einkum ætlað að þjóna íbúunum í byggðunum bæði í Úlf- arsárdal og Grafarholti sem nú nálgast að vera um 8.000. Skóli, menning, sund og íþróttir  Stórhýsi í smíðum í Úlfarsárdal  Tilbúið að hluta Undir sama þaki  Reykjavíkurborg byggir  Ný aðstaða Fram  Kostar 13,5 milljarða kr.  Flókin framkvæmd sem kallar á víðtækt samráð Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skólastúlkur Gert er ráð fyrir allt að 500 nemendum í Dalsskóla, sem spann- ar allt grunnskólastigið frá 1.-10. bekkjar og svo eldri deild leikskólans. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sund Hér verður gott að busla og baða sig á útisvæði sundlaugarinnar sem verður væntanlega tilbúið að um það bil einu ári liðnu héðan í frá. Ljósmynd/VA-arkitektar Drónamynd Næst eru hús þar sem aðstaða Fram verður. Byggingin verður um 17.600 fermetrar að flatarmáli og þegar eru leik- og grunnskóli tilbúnir. BAKSVIÐ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Góður gangur er í framkvæmdum við byggingu í Úlfarsárdal í Reykja- vík sem hýsir skóla hverfisins og í framtíðinni íþróttir og menningar- starfsemi. Alls verður byggingin um 17.600 fermetrar að flatarmáli og fyrir ári voru tilbúnir 1.-2. áfangi, hvar eru leik- og grunnskóli og frí- stundaaðstaða Aðstaða Fram tilbúin eftir tvö ár Í Dalsskóla er gert ráð fyrir allt að 500 nemendum á aldrinum 6-15 ára auk þess sem í leikskólanum verða allt að 120 börn 4-5 ára. Í dag stendur yfir innanhússvinna í tveim- ur hlutum bygg- ingarinnar, áfanga þar sem eru menningar- hús, bókasafn og innisundlaug – og svo við 25 metra útisundlaug og potta. Menningar- húsið og útisvæði sundlaugar verða tilbúin í lok næsta árs. Íþróttamiðstöðin sem verður framtíðaraðstaða Fram á að vera tilbúin eftir tvö ár héðan í frá, það er seinni hluta árs 2022. Arkitektar, fulltrúar borgarinnar og fleiri voru á svæðinu í vikunni og kynntu sér framgang mála. Íþróttaaðstaðan verður 7.300 fer- metrar að flatarmáli; bygging á þremur hæðum með aðalinngang við sameiginlegt hverfistorg. Íþrótta- húsið verður handboltahöll, keppn- isvöllur með áhorfendapöllum fyrir 1.300 manns. Vellinum má skipta upp í tvo handboltavelli í fullri stærð – auk þess sem í húsinu verð- ur æfingaaðstaða fyrir til dæmis lyftingar og bardagaíþróttir. Þá verður útbúinn nýr knattspyrnuvöll- ur með gervigrasi og stúku sem tek- Kristjana Ósk Birgisdóttir Heba Hertervig og Magdalena Sig- urðardóttir frá VA arkitektum eru arkitektar byggingarinnar í Úlfars- árdal. Vinna þeirra við hönnun hófst árið 2015, þá að undangeng- inni arkitektasamkeppni þar sem tillaga þeirra þótti best. „Verk- efnið er áhugavert og byggingin þörf fyrir samfélagið í Úlfarsárdal. Mér fannst til dæmis afar gaman að fara þarna um nú á dögunum og hitta krakkana í Dalsskóla sem greinilega hafa verið skapaðar góðar aðstæður til náms og leiks,“ segir Heba í samtali við Morgun- blaðið. Fyrirmynda við hönnun hússins var víða leitað; við skólahlutann hafa byggingar víða í Skandinavíu verið hafðar til hliðsjónar. Íþrótta- miðstöðin var svo byggð sam- kvæmt því sem gert er í Holllandi og Kanada. Arkitektarnir útfæra málið svo eftir sinni eigin sýn og hugmyndafræði – og í skólahlut- anum er húsið brotið upp í ein- ingar og afmörkuð rými til að skapa manneskjulegt umhverfi. „Leiðarljósið hefur alltaf verið, forsendum borgarinnar sam- kvæmt, að hanna miðstöð skóla, menningar og íþrótta. Byggingin hefur fjölþætt hlutverk sem gerði hönnunina flókna og vandasama en umfram allt skemmtilega,“ seg- ir Magdalena. Húsið þarft fyrir samfélagið STÓRT VERKEFNI ARKITEKTANNA TVEGGJA Arkitektar Heba Hertervig og Magdalena Sigurðardóttir hér í Úlfarsárdalnum. Hönnun flókin og vandasöm en umfram allt skemmtileg, segir Magdalena.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.