Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Mótmælendur söfnuðust saman í Washington, höfuðborg Bandaríkj- anna, í gær til þess að mótmæla kyn- þáttamisrétti, en mótmælunum var ætlað að minnast þess að í gær voru 57 ár liðin frá „milljón manna göng- unni“, en hápunktur hennar var ræða Martins Luthers King um þann draum sem hann átti um jafn- ræði kynþáttanna. Al Sharpton, prestur og baráttu- maður fyrir réttindum blökku- manna, flutti ræðu við minnismerki Lincolns, á sama stað og King flutti ræðu sína, en Sharpton og elsti son- ur Kings skipulögðu gönguna í sum- ar, þegar mál George Floyds var í hámæli. Búðareigendur byrgðu fyrir glugga og lögreglan lokaði götum í gær vegna ótta um að mótmælin muni fara úr böndunum, en gert var ráð fyrir að allt að 50.000 manns myndu koma til Washington-borgar í gær til að mótmæla. Reiði vegna árásarinnar Talið er að mótmælin hafi orðið fjölmennari en ella vegna skotárásar lögreglunnar á Jacob Blake síðast- liðinn sunnudag, en hún hefur vakið mikla reiði meðal minnihlutahópa vestanhafs. Blake lifði árásina af, en mun líklega ekki ganga aftur. Það hefur því vakið athygli, að lögreglan í Kenosha, sem skaut Blake, ákvað að hann skyldi handjárnaður við sjúkrarúm sitt. Tony Evers, ríkis- stjóri Wisconsin, hefur sagt að hann geti ekki ímyndað sér hvers vegna þörf sé á slíku í ljósi þess ástands sem Blake er í. Mannréttindahópar í Bandaríkj- unum hafa krafist þess að bæði lög- reglustjóri og fógeti Kenosha segi af sér vegna málsins. Þá var 17 ára unglingur handtekinn í Illinois-ríki fyrir að hafa myrt tvo mótmælendur í vikunni. Stendur til að framselja hann til Wisconsin, og verður réttað yfir honum sem fullorðnum. Fjölmenni kom til mótmæla  Minntust ræðu Martins Luthers King við Lincoln-minnismerkið  Blake í járnum AFP Bandaríkin Mótmælendur komu saman við minnismerki Lincolns. Tónlistarunnendur í Bítlaborginni Liverpool gátu tekið gleði sína á ný í fyrrakvöld þegar hinn sögufrægi Cavern-klúbbur fékk að opna dyr sínar fyrir gestum á ný. Klúbburinn neyddist til að loka líkt og aðrir skemmtistaðir í kórónuveirufaraldrinum, en fær nú að hleypa inn 150 manns í einu. Opnun klúbbsins helst í hendur við alþjóðlega Bítla-viku, þar sem aðdáendur hljómsveitarinnar fagna ferli hljómsveitarinnar. AFP Rokkað á ný í Cavern-klúbbnum Utanríkis- ráðherrar Evr- ópusambandsins vöruðu í gær Tyrki við því að sambandið kynni að leggja við- skiptaþvinganir á landið, náist ekki árangur í fyrirhuguðum viðræðum þeirra við Grikkland og Kýpur um nátt- úruauðlindir í austurhluta Miðjarð- arhafs. Sögðu ráðherrarnir að þeir vildu gefa viðræðunum tækifæri, en að sambandið myndi styðja við bakið á Grikkjum og Kýpverjum, en báðar þjóðir eru innan ESB. Nikos Dendias, utanríkis- ráðherra Grikklands, sagði að Grikkir hefðu náð þeim árangri á fundinum sem hægt var, en þeir höfðu krafist þess að gripið yrði til aðgerða strax. Sagðist Dendias vona að Tyrkir myndu láta af ögr- unum sínum á Miðjarðarhafi. Hóta Tyrkjum viðskiptaþvingunum Nikos Dendias TYRKLAND Evrópusam- bandið hvatti Rússa í gær til þess að grípa ekki inn í ástand- ið í Hvíta- Rússlandi, eftir að Vladimír Pút- ín hét hvítrúss- neskum stjórn- völdum hernaðarlegum stuðningi ef ástandið versnaði. „Ég hef heyrt Rússa halda því fram margoft að þetta sé innanrík- ismál fyrir Hvít-Rússa og að þeir vilji ekki að utanaðkomandi skipti sér af. Ég býst við að það gildi einn- ig um þá sjálfa,“ sagði Josep Bor- rell, utanríkismálastjóri Evrópu- sambandsins, í gær. Sagði Borrell að Hvít-Rússar ættu sjálfir að fá að ákveða framtíð sína og hvaða stjórnarhættir eigi að ríkja í landi sínu. Biður Rússa um að skipta sér ekki af Josep Borrell HVÍTA-RÚSSLAND Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilkynnti í gær að hann myndi segja af sér embætti af heilsufarsástæðum. Greindi Abe frá því að hann væri aft- ur kominn með sáraristilbólgu, colitis ulcerosa, en hún neyddi hann einnig til þess að láta af embætti forsætis- ráðherra árið 2007. „Nú þegar ég get ekki uppfyllt um- boð þjóðar minnar hef ég ákveðið að sitja ekki lengur í embætti forsætis- ráðherra,“ sagði Abe í tilkynningu sinni, en enginn hefur gegnt embætt- inu lengur samfleytt. Afsögn Abes kom nokkuð á óvart, en vangaveltur voru komnar á kreik um heilsufar forsætisráðherrans eftir að hann fór tvisvar á sjúkrahús með stuttu millibili í skoðun. Hylltur af öðrum leiðtogum Abe hyggst gegna embættinu áfram þar til eftirmaður hans er fund- inn, og bað hann japönsku þjóðina af- sökunar á að hafa ekki getað klárað kjörtímabil sitt í miðjum kórónu- veirufaraldrinum. Ekki leið á löngu áður en aðrir þjóðarleiðtogar sendu Abe batakveðj- ur sínar og hylltu hann fyrir þann ár- angur sem hann hefur náð í embætti. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, sagði að Abe hefði sýnt mikla visku og stuðlað að bættum samskiptum Indlands og Japans, og rússnesk stjórnvöld sögðu hann hafa átt ómetanlegan þátt í að bæta sam- skipti ríkjanna. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, sagði Abe hafa afrekað mikið í embætti og suðurkóresk stjórnvöld tóku í sama streng. Kínversk stjórn- völd neituðu hins vegar að tjá sig og sögðu ákvörðun Abes vera innanríkis- mál Japana. Abe segir af sér ráðherradómi  Greindist með sáraristilbólgu í annað sinn AFP Abe Enginn hefur setið lengur í stóli forsætisráðherra Japans. Hollenskur karlmaður á fertugs- aldri lést í gær eftir að hvítabjörn réðst á hann á tjaldsvæði í ná- grenni Longyearbæjar. Þetta er sjötta dauðsfallið á Svalbarða af völdum hvítabjarnar á und- anförnum 50 árum. Maðurinn, sem var 38 ára, fannst alvarlega særður í tjaldi sínu og lést hann af sárum sínum stuttu síðar, en hann vann við tjaldsvæðið. Þeir sem komu að manninum skutu á hvítabjörninn og fannst hann síðar dauður á bílastæði flug- vallar Longyearbæjar. „Birnirnir halda sig venjulega fjarri mönnum. Við erum ekki efst- ir á matseðlinum, þar sem þeir vilja frekar éta seli,“ sagði Jon Aars, vísindamaður við norsku heimskautastofnunina, við AFP- fréttastofuna. Bætti hann við að birnirnir létu þó til skarar skríða gegn mönnum ef þeir væru nægi- lega hungraðir. Lést eftir árás hvíta- bjarnar  Sjötta dauðsfallið á Svalbarða frá 1971 Boðið er upp á einkaskoðun og fólk vinsamlegast beðið um að hafa samband í síma 898-9396 eða á hakon@valfell.is og panta tíma til skoðunar. Kirkjubraut 2, 300 Akranesi | Sími: 570 4824 | hakon@valfell.is | valfell.is Þingvangur ehf byggir 10 hæða lyftuhúsnæði á góðum stað miðsvæðis á Akranesi. Staðsett við verslunarkjarnann Dalbraut 1, Akranesi. STILLHOLT 21 - AKRANESI Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar og seljast fullbúnar án gólfefna nema forstofa, þvottahús og baðherbergi flísalagt. Öllum íbúðum fylgir kæliskápur og uppþvottavél í eldhúsinnréttingu. Sýningaríbúð á 1. hæð. Innréttingar og fataskápar frá danska framleiðandanum HTH Innhurðir og flísar frá Parka Heimilistæki frá Ormsson Aðeins örfáar íbúðir eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.