Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020 Björn Bjarnason víkur í pistli ávef sínum að viðbrögðum pírat- ans Smára McCarthy við svari Ás- geirs Jónssonar seðlabankastjóra við spurningu Smára þar sem Ásgeir sagði það „stórundarlegt og ámæl- isvert að Sundabraut hafi ekki verið byggð“. Smári býsnaðist yfir þessu á Facebook og Björn segir: „Ef Ásgeir Jónsson hefði nefnt hjólastíg til marks um mikilvæga opinbera fram- kvæmd hefði Smári glaðst en að nefna Sundabraut til sögunnar er „galið“ að mati þingmannsins enda í andstöðu við bíllausan lífsstíl – höfuðbaráttumál Pírata, flokks sem vill núll-stilla eigið samfélag.“    Björn rifjar það líka upp að pírat-inn Sigurborg Ósk Haralds- dóttir, formaður skipulags- og sam- gönguráðs Reykjavíkur, hafi nýlega sagt að hún hygðist halda „ótrauð áfram að útrýma fjölskyldubílnum“.    Þá bendir Björn á að rætt hafiverið um Sundabraut sem brýna framkvæmd í meira en tvo áratugi en að framkvæmdir strandi á því „að borgarstjórn Reykjavíkur veit ekki hvernig brautin á að tengj- ast umferðaræðum borgarinnar þegar hún kemur yfir Elliðaárvog- inn“.    Loks segir hann að í nýgerðumsamgöngusáttmála segi að við útfærslu eigi að huga að greiðri tengingu „aðliggjandi stofnbrauta svo sem Sundabrautar inn á stofn- brautir höfuðborgarsvæðisins“. Þetta sé skipulagsverkefni sem Sig- urborgu Ósk beri að leysa áður en nokkuð gerist varðandi fjármögnun borgarlínu. „Þetta þola Píratar ekki og því má ekki minnast á Sunda- braut,“ segir Björn. Píratar æfir yfir Sundabraut STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Tilboð hafa nú borist Ríkiskaupum í uppsteypuframkvæmd við nýtt þjóð- arsjúkrahús frá fjórum af þeim fimm fyrirtækjum sem hæfust voru metin til framkvæmdarinnar. Eykt bauð lægst þeirra fimm fyrirtækja sem hæf þóttu eða rúma 8,5 milljarða króna, eða 82% af kostnaðaráætlun sem hljóðar upp á rétt rúma 10,5 milljarða króna. Íslenskir aðal- verktakar buðu hæst eða tæpa 12,5 milljarða, það gera tæp 118% af kostnaðaráætlun. Tilboð barst of seint frá ÞG Verki en heimildir Morgunblaðsins herma að tilboð þess hefði ekki ráðið úrslitum út- boðsins. Gunnar Svavarsson, fram- kvæmdastjóri NLSH ohf., segir í samtali við Morgunblaðið að nú liggi lægsta tilboð fyrir og að stefnt sé á að framkvæmdir hefjist eftir um tvo mánuði. Þá muni samningar um verkið vonandi liggja fyrir. Í tilkynn- ingu Gunnars til fjölmiðla segir jafn- framt að góður hugur sé í þeim sem að verkefninu koma og að stefnt sé að því að nýtt þjóðarsjúkrahús verði tekið í notkun árið 2026. Egill Skúlason, verkefnastjóri hjá Ríkiskaupum, staðfesti það við blaðamann Morgunblaðsins að ÞG Verk hefði skilað inn tilboði of seint og á vitlausu rafrænu formi og að Ríkiskaup hefðu ekki séð sér fært að taka tilboðið gilt. oddurth@mbl.is Lægsta tilboð um 8,5 milljarðar króna  Fimm verktakar valdir hæfir í forvali  ÞG Verk skilaði tilboði of seint Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Landspítali Uppsteypa hefst senn. „Um leið og aukið er við kennslu í einni grein er tekið af einhverri annarri,“ sagði Þorgerður Diðriks- dóttir, formaður Félags grunn- skólakennara, þegar leitað var álits hennar á áformum Lilju Alfreðs- dóttur menntamálaráðherra um að fjölga kennslustundum í íslensku og raungreinum í grunnskólum frá og með haustinu 2021. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í gær. „Viðmiðunarstundaskrá er stefna landsins um hvernig námstíma nemenda er skipt milli námsgreina í grunnskóla. Þess vegna hefur stefna menntamálaráðherra um að auka tíma í íslensku og náttúru- fræði strax bein áhrif á tíma ann- arra námsgreina,“ segir Þorgerður. Hún segir að viss skilningur sé á því að auka þurfi tíma í íslensku og náttúrufræði til að koma betur út í alþjóðlegum samanburði, en jafnframt séu uppi miklar umræð- ur um að það megi ekki bitna á tíma sem ætlaður er til annarra greina sem ekki séu síður mikil- vægar, þó árangur í þeim komi ekki fram í alþjóðlegum mæling- um. „Þetta er vandfarinn vegur og mikilvægt að passa upp á það sem vel er gert í skólum landsins og að notaðar verði gagnreyndar aðferð- ir til þess að ná því markmiði sem að er stefnt, sem er að búa nem- endur sem best fyrir lífið,“ segir Þorgerður. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Grunnskólar Menntamálaráðuneytið ætlar að fjölga kennslustundum í ís- lensku og raungreinum frá og með haustinu 2021 á kostnað annarra greina. Aukningin tekin af öðrum greinum  Viss skilningur á tillögu ráðherra TUDOR rafgeymar TUDOR TUDOR Stórir traustir TUDOR rafgeyma fyrir öll atvinnutæki Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.