Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020
Björn Bjarnason víkur í pistli ávef sínum að viðbrögðum pírat-
ans Smára McCarthy við svari Ás-
geirs Jónssonar seðlabankastjóra
við spurningu Smára þar sem Ásgeir
sagði það „stórundarlegt og ámæl-
isvert að Sundabraut hafi ekki verið
byggð“. Smári býsnaðist yfir þessu á
Facebook og Björn segir: „Ef Ásgeir
Jónsson hefði nefnt hjólastíg til
marks um mikilvæga opinbera fram-
kvæmd hefði Smári glaðst en að
nefna Sundabraut til sögunnar er
„galið“ að mati þingmannsins enda í
andstöðu við bíllausan lífsstíl –
höfuðbaráttumál Pírata, flokks sem
vill núll-stilla eigið samfélag.“
Björn rifjar það líka upp að pírat-inn Sigurborg Ósk Haralds-
dóttir, formaður skipulags- og sam-
gönguráðs Reykjavíkur, hafi nýlega
sagt að hún hygðist halda „ótrauð
áfram að útrýma fjölskyldubílnum“.
Þá bendir Björn á að rætt hafiverið um Sundabraut sem
brýna framkvæmd í meira en tvo
áratugi en að framkvæmdir strandi
á því „að borgarstjórn Reykjavíkur
veit ekki hvernig brautin á að tengj-
ast umferðaræðum borgarinnar
þegar hún kemur yfir Elliðaárvog-
inn“.
Loks segir hann að í nýgerðumsamgöngusáttmála segi að við
útfærslu eigi að huga að greiðri
tengingu „aðliggjandi stofnbrauta
svo sem Sundabrautar inn á stofn-
brautir höfuðborgarsvæðisins“.
Þetta sé skipulagsverkefni sem Sig-
urborgu Ósk beri að leysa áður en
nokkuð gerist varðandi fjármögnun
borgarlínu. „Þetta þola Píratar ekki
og því má ekki minnast á Sunda-
braut,“ segir Björn.
Píratar æfir
yfir Sundabraut
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Tilboð hafa nú borist Ríkiskaupum í
uppsteypuframkvæmd við nýtt þjóð-
arsjúkrahús frá fjórum af þeim fimm
fyrirtækjum sem hæfust voru metin
til framkvæmdarinnar. Eykt bauð
lægst þeirra fimm fyrirtækja sem
hæf þóttu eða rúma 8,5 milljarða
króna, eða 82% af kostnaðaráætlun
sem hljóðar upp á rétt rúma 10,5
milljarða króna. Íslenskir aðal-
verktakar buðu hæst eða tæpa 12,5
milljarða, það gera tæp 118% af
kostnaðaráætlun. Tilboð barst of
seint frá ÞG Verki en heimildir
Morgunblaðsins herma að tilboð
þess hefði ekki ráðið úrslitum út-
boðsins.
Gunnar Svavarsson, fram-
kvæmdastjóri NLSH ohf., segir í
samtali við Morgunblaðið að nú liggi
lægsta tilboð fyrir og að stefnt sé á
að framkvæmdir hefjist eftir um tvo
mánuði. Þá muni samningar um
verkið vonandi liggja fyrir. Í tilkynn-
ingu Gunnars til fjölmiðla segir jafn-
framt að góður hugur sé í þeim sem
að verkefninu koma og að stefnt sé
að því að nýtt þjóðarsjúkrahús verði
tekið í notkun árið 2026.
Egill Skúlason, verkefnastjóri hjá
Ríkiskaupum, staðfesti það við
blaðamann Morgunblaðsins að ÞG
Verk hefði skilað inn tilboði of seint
og á vitlausu rafrænu formi og að
Ríkiskaup hefðu ekki séð sér fært að
taka tilboðið gilt. oddurth@mbl.is
Lægsta tilboð um 8,5 milljarðar króna
Fimm verktakar valdir hæfir í forvali ÞG Verk skilaði tilboði of seint
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Landspítali Uppsteypa hefst senn.
„Um leið og aukið er við kennslu í
einni grein er tekið af einhverri
annarri,“ sagði Þorgerður Diðriks-
dóttir, formaður Félags grunn-
skólakennara, þegar leitað var álits
hennar á áformum Lilju Alfreðs-
dóttur menntamálaráðherra um að
fjölga kennslustundum í íslensku
og raungreinum í grunnskólum frá
og með haustinu 2021. Fjallað var
um málið í Morgunblaðinu í gær.
„Viðmiðunarstundaskrá er stefna
landsins um hvernig námstíma
nemenda er skipt milli námsgreina
í grunnskóla. Þess vegna hefur
stefna menntamálaráðherra um að
auka tíma í íslensku og náttúru-
fræði strax bein áhrif á tíma ann-
arra námsgreina,“ segir Þorgerður.
Hún segir að viss skilningur sé á
því að auka þurfi tíma í íslensku
og náttúrufræði til að koma betur
út í alþjóðlegum samanburði, en
jafnframt séu uppi miklar umræð-
ur um að það megi ekki bitna á
tíma sem ætlaður er til annarra
greina sem ekki séu síður mikil-
vægar, þó árangur í þeim komi
ekki fram í alþjóðlegum mæling-
um.
„Þetta er vandfarinn vegur og
mikilvægt að passa upp á það sem
vel er gert í skólum landsins og að
notaðar verði gagnreyndar aðferð-
ir til þess að ná því markmiði sem
að er stefnt, sem er að búa nem-
endur sem best fyrir lífið,“ segir
Þorgerður.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Grunnskólar Menntamálaráðuneytið ætlar að fjölga kennslustundum í ís-
lensku og raungreinum frá og með haustinu 2021 á kostnað annarra greina.
Aukningin tekin
af öðrum greinum
Viss skilningur á tillögu ráðherra
TUDOR rafgeymar
TUDOR TUDOR
Stórir traustir TUDOR rafgeyma
fyrir öll atvinnutæki
Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is
Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta
r