Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Þetta voru ansi vel heppnaðir tón- leikar þótt ég segi sjálfur frá,“ segir Tómas R. Einarsson, kontrabassaleik- ari og tónskáld, um latíntónleika sem haldnir voru í félagsheimilinu í Búð- ardal árið 2014, þar sem hann lék fyrir fullu húsi með níu manna hljómsveit. Nú eru upptökur frá tónleikunum komnar út á plötu sem ber titilinn Latínball í Búðardal. „Um svipað leyti var verið að undir- búa heimildarmynd um latíntónlist mína. Þá kom upp þessi hugmynd að halda tónleika á heimaslóðum mínu, vestur í Dölum, og það varð úr. Ég valdi úrvalsfólk með mér, sumir hverj- ir höfðu verið að spila með mér í 20 ár og þekktu vel þessa tónlist,“ segir Tómas. Her tæknimanna sá um upp- tökur á mynd og hljóði. „Svo það var stillt upp fyrir mikla hátíð.“ „Krafturinn víða rosalegur“ Hluti af þessum upptökum var not- aður í heimildarmyndinni Latínbónd- inn sem fjallar um Tómas og latín- tónlist hans. Það var hins vegar ekki upphaflegt markmið að gefa út plötu með upptökunum. „Þessi árin var ég á kafi í öðrum verkefnum og var að gefa út aðrar plötur. Svo ég lagðist ekkert í upptök- urnar af þessari tónlist með plötuút- gáfu fyrir augum. Ég fór hins vegar að hlusta svolítið vel á þetta fyrir um tveimur árum og þá sá ég að þarna var nú ansi gott efni á ferðinni. Allt eru þetta toppmúsíkantar en þeir höfðu sprungið einstaklega fallega út á þessu kvöldi. Þetta var frábær flutn- ingur og krafturinn víða rosalegur.“ Hann segist því hafa hugsað með sér að hann yrði að kíkja betur á þessar upptökur. „Svo fórum við Kjartan Kjartansson hljóðmaður í saumana á þessu og völdum fimmtán lög sem eru á plötunni.“ Tómas segir frá því að Jón Karl Helgason hafi einnig klippt myndbönd frá tónleikunum sem finna má á You- tube. ,,Og þar má sjá okkur svitna og hrópa og hlæja.“ Dáði tónlistarmenn á böllunum  Plata Tómasar R. Einarssonar, Latínball í Búðardal, er komin út  Upptökur frá tónleikum á heimaslóðunum árið 2014  Tónleikar á Jazzhátíð í kvöld Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Latíntónlist Kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson hefur gefið út nýja plötu með upptökum frá latínballi í anda sveitaballa æskunnar í Dölunum. Lög og ljóð á plötunni eru öll eftir Tómas sjálfan, að undanskildum tveimur textum, „Hjarta mitt“ eftir Halldór Laxness og „Þú ert“ eftir Sig- urð Guðmundsson myndlistarmann. Urðu að enda á vangalagi Tómas segir að lögin fimmtán megi öll flokka sem latíntónlist nema loka- lagið, „Stolin stef“. „Þetta er mitt elsta lag, orðið 40 ára gamalt og búið að koma út í fimmtán útgáfum með fjöl- breyttum hópi flytjenda. En sam- kvæmt ströngustu skilgreiningum er það ekki latínmúsík, vegna þess að það er vals.“ Tómas segist myndu kalla lagið norrænan tregavals ef hann ætti að skilgreina það frekar.„Í gamla daga þegar ég var að alast upp í Dölunum var mín mesta hátíð alltaf ef ég fékk að fara á böll og samkomur og sjá lif- andi tónlist flutta. Það var það merki- legasta í lífinu. Öll böll enduðu á vangalagi. Þá spilaði hljómsveitin mjög hægt, þakkaði fyrir sig og það fólk sem hafði náð saman það kvöldið lagði kinn við kinn. Með þennan titil á plötu, Latínball í Búðardal, þá urðum við að enda á vangalagi og „Stolin stef“ lá beint við.“ Góðir músíkantar guðlegir Þótt hann hafi ekki órað fyrir því að hann myndi gerast tónlistarmaður þegar hann sótti sveitaböllin sem strákur þá viðurkennir hann að það hafi verið sérstök stund að standa á sviðinu í Félagsheimilinu í Búðardal hálfri öld síðar. Hann minnist tónlist- armannanna á böllunum og þeirrar lotningar sem hann bar fyrir þeim. „Ég stóð alla jafna rétt við sviðið og horfði dáleiddur á þessa menn sem stóðu þarna og spiluðu á hljóðfæri. Tónlistin var það merkilegasta í ver- öldinni og góðir músíkantar voru guð- legar verur í mínum augum. Svo end- aði ég löngu löngu síðar uppi á sviði í Búðardal og það var náttúrlega stór- kostlegt.“ Útgáfunni verður fagnað í kvöld, laugardag, með tónleikum á Jazzhátíð Reykjavíkur, í Norðurljósasal Hörpu. Þar kemur fram sama hljómsveit og lék með Tómasi á tónleikunum í Búðardal árið 2014. Auk Tómasar til- heyra hljómsveitinni ýmsir merkir listamenn: Kjartan Hákonarson, Ósk- ar Guðjónsson, Samúel Jón Samúels- son, Ómar Guðjónsson, Davíð Þór Jónsson, Matthías MD Hemstock, Sigtryggur Baldursson og Sigríður Thorlacius. Útlit er fyrir að uppselt sé á tón- leikana enda reglur í gildi sem tak- marka fjölda tónleikagesta. „Tónlistin mun óma fyrir útvalda á laugardaginn en diskurinn er kominn út og er aðgengilegur í stafrænni útgáfu á Spotify svo þessir tónleikar í Búðardal eru ekki lengur prívat leyndarmál Dalamanna,“ segir Tómas að lokum. Skógar/Jöklar er yfirskrift ljós- myndasýningar sem opnuð var í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í gær. Verkin á sýningunni eru eftir margverð- launaðan, jap- anskan ljós- myndara, Takashi Nakagawa. „Á meðan skóglendi eykst hopa jöklar á ógnarhraða og myrkustu spár vísindamanna benda til þess að með sama framhaldi verði engir jöklar eftir á Íslandi eftir 200 ár. Í verkefninu nota ég myndblöndun til að draga fram hið viðkvæma samband skóga og jökla en þessi ólíku landsvæði setja sterkt mark á umhverfið. Það er von mín að myndaröðin veki athygli á áhrif- unum sem hlýnun jarðar hefur á Ís- landi sem og á heiminn allan,“ segir Nakagawa um sýninguna. Takashi Nakagawa sýnir Skóga/Jökla Takashi Nakagawa Hafdís Bjarna- dóttir og spuna- tríóið Parallax halda útgáfu- tónleika á Jazz- hátíð Reykjavík- ur í Hörpu á morgun, 30. ágúst, kl. 20.45. Verður útgáfu plötunnar Light- house fagnað en hún kemur út sama dag. Platan er samstarfsverk- efni tónskáldsins og rafgítarleikar- ans Hafdísar Bjarnadóttur og Par- allax en tríóið skipa Are Lothe Kolbeinsen á gítar, Stian Omenås á trompet og slagverk og Ulrik Ibsen Thorsrud á slagverk. Tónleikarnir verða með óvenju- legu sniði þar sem Norðmennirnir komast ekki til landsins sökum ferðatakmarkana en þeirra fram- lag verður sýnt á stórum skjá með gæðahljómburði og Hafdís leikur á sviðinu. Á tónleikunum og plötunni eru áhorfendur leiddir í hljóðferða- lag um náttúru Íslands. Hafdís á sviði og tríó í beinni Hafdís Bjarnadóttir „Það er nú ekkert mikið sem á að gera, bara að panta inn þessar sér- stöku Record Store Day-útgáfur og bjóða fólki upp á þær,“ segir Reynir Berg Þorvaldsson, eigandi plötubúð- arinnar Reykjavík Record Shop, þeg- ar hann er spurður að því hvað hann ætli að gera í tilefni dagsins en í dag er Alþjóðlegi plötubúðadagurinn. Upphaflega átti að halda hann í apríl en vegna Covid-19 var honum frestað og er nú ekki um einn dag að ræða heldur þrjá. Sá fyrsti er í dag, annar 26. september og sá þriðji 24. októ- ber. Mörg hundruð platna koma út í sérútgáfu af þessu tilefni um allan heim en hjá Reyni verða um 40 er- lendir titlar til sölu. En hvernig gengur að reka plötu- búð á tímum stafrænnar tónlist- arneyslu og streymis? „Þetta gengur ágætlega, maður saknar ferðamanna pínulítið en Íslendingar hafa verið duglegir eftir að túristinn hvarf,“ svarar Reynir. Plötusala hafi á sumr- in verið 30-40% til erlendra ferða- manna og segir Reynir líklegt að Ís- lendingar hafi aðeins gefið í hvað plötukaup varðar nú eftir að ferða- mönnum tók að fækka. Reynir selur nær eingöngu vínyl- plötur, er með örlítið af geisladiskum sem hann segir seljast lítið sem ekk- ert eftir að ferðamenn hættu að streyma til landsins. Vínylsala hefur aukist víða erlendis undanfarin ár og staðfestir Reynir það og segir víny- linn hafa selst á kostnað geisla- disksins. Hann veltir fyrir sér hvort geisladiskurinn muni einn daginn snúa aftur líkt og vínyllinn gerði. Það skyldi þó aldrei vera. Frá fermingarbörnum til gamalla jálka –Íslenskir viðskiptavinir þínir, eru þeir mikið til sama fólkið, vínylplatna- safnarar? „Já, þetta er stór kúnnahópur en svo er alltaf sérstaklega skemmtilegt þegar maður fær unga krakka sem hafa keypt sér plötuspilara og eru að byrja að kaupa plötur,“ segir Reynir. Kúnnahópurinn sé allt frá börnum á fermingaraldri yfir í „gamla jálka“ sem komnir eru á eftirlaun. –Hvernig á að halda upp á daginn? „Ja, ég ætla bara að standa vaktina frá opnun til lokunar. Þetta er alltaf skemmtilegur dagur því fólk hefur verið að mæta og ekki endilega til að kaupa Record Store Day-plöturnar heldur til að kaupa eitthvað og styðja plötubúðirnar. Margir fara á milli og kaupa eitthvert smáræði í öllum búð- unum. Fólk sem vill að plötubúðirnar á Íslandi lifi.“ Fræðast má um plötubúðadaginn á vef hans recordstoreday.com/. helgisnaer@mbl.is Vilja að plötubúðirnar lifi Ljósmynd/Juliette Rowland Á vaktinni Reynir í plötubúðinni sinni Reykjavík Record Shop.  Alþjóðlegi plötubúðadag- urinn er í dag Þórdís Erla Zoëga opnar einkasýninguna Hyper Cyber í Þulu við Hjartatorgið í miðbæ Reykjavíkur í dag kl. 13. Hyper Cyber er „rannsókn á stafrænni fagurfræði í daglegu lífi þar sem ýmis tákn með skírskotun í staf- rænt myndmál eru krufin og sýnd á kunnuglegan en óhlutbundinn hátt,“ segir í tilkynningu. Á sýningunni er skjám og tölvumyndmáli gert hátt undir höfði, staf- rænir hlutir einfaldaðir með því að taka út hið staf- ræna og það eina sem eftir situr er kunnuglegt mynd- mál og lýsandi skjáir með enga virkni, segir enn fremur um sýninguna. Stafrænir hlutir einfaldaðir Þórdís Erla Zoëga Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.