Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020 Þegar ekið er inn eftir Hvalfirði, sunnan megin, líður ekki á lönguþar til komið er að skilti sem á stendur: Velkomin í Kjósina. Þettaer hefðbundið skilti að flestu leyti, en það sem vekur athygli erákveðni greinirinn. Umrætt svæði heitir á flestum kortum Kjós, en það hefur þótt hljóma kumpánlegra að samræma skiltið þeirri málvenju sem hefur skapast, að vera á leið „í Kjósina“. Án efa hafa fleiri sömu sögu að segja úr sínu nærumhverfi, um ákveðinn greini sem hefur húkkað sig á opinber nöfn, og ég geri ráð fyrir að þeir hafi á því sterka skoðun – í það minnsta ef haft er í huga uppistandið sem verður einatt þegar vinir tónlistar- og ráðstefnuhúss- ins Hörpu heyra aðra segjast hafa farið „í Hörpuna“. Þá fara þeir alveg á líming- unum, hrylla sig og jesúsa, en þeir sem fóru „í Hörpuna“ eru vísast ekki að gera annað en tjá væntumþykju sína með því að „þúa“ húsið – þeir eru vanir að fara í Perluna og Þjóðleikhúsið (þar sem greinirinn er reyndar hluti nafnsins, eins og hinir fyrri benda æstir á). Sumsé, hvernig skapast slík málvenja og hvað merkir hún? Er þetta svip- að og að kalla Sigurð Sigga, því þannig þumlungast hann nær hjartanu? Eða er þetta sjálfvirk sótt? Sumir skeyta hinum ákveðna greini beinlínis við allt; þeir sigldu með Fagranesinu, eru fluttir í Hafnarfjörðinn og vinna í Ármúl- anum – elska þeir þá Ármúla? – en þegar allt kemur til alls er þetta nú ekki háskalegri farsótt en svo að við erum öll hamingjusamlega smituð: „Amma á Melteignum sendi okkur alltaf jólagjafir í Skipasundið.“ Alþekkt. Ákveðin heiti virðast samt liggja betur við höggi en önn- ur, eða er ekki minna gert af því að krýna fleirtöluorð ákveðnum greini, svo sem Kjarvalsstaði eða Ýdali? Og þó: Dalirnir! Það er hinn besti samkvæmisleikur að máta siðinn við ólík sérnöfn og rýna í hvað gerist. Ákveðinn greinir breytir jafnvel merkingu þess sem við segjum, enda ekki það sama að vera ættaður af Skaga eða af Skaganum. Þekkt er líka að greinirinn spari langar romsur, dæmi: Samband ís- lenskra samvinnufélaga = Sambandið. Mörgum blæddi þó í augum – í al- vöru, ég man eftir slíkum umræðum – þegar fram stigu fyrirtæki með sam- nöfn sem heiti, og „hertóku“ þannig með aðstoð greinisins heilu uppfinningarnar (Síminn, Skjárinn ). Ennfremur er margreynt trix að þykj- ast vera sá eini í tilteknum bransa, í það minnsta aðal, með svipaðri aðferð (Apótekið, Forlagið, Krambúðin). Ákveðni greinirinn (ath., þarna setti ég ákveðinn greini á hann sjálfan) er þannig til ýmissa hluta nytsamlegur, bæði í markaðssetningu og skemmti- legum málvenjum. Og óvæntastur – en um leið skiljanlegastur – er hann á nýjasta rétti Hamborgarafabrikkunnar (já, ákv. greinir lengir gjarnan orð- in) þar sem mætast í einum skurðpunkti hjartkæra, kumpánlega og sölu- vænlega virknin: Nýjasti borgarinn er kominn á matseðilinn. Hann heitir Laddinn. Hver elskar ekki Ármúlann? Tungutak Sigurbjörg Þrastardóttir sitronur@hotmail.com Morgunblaðið/Árni Sæberg Málvenjur Harpan eða Harpa? Eitt af mikilvægustu verkefnum ríkisstjórn-arinnar um þessar mundir er að leiðaþjóðina saman til sáttar og samstöðu. Þaðer áreiðanlega rétt, sem Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í fyrradag, að við stöndum líklega frammi fyrir „dýpstu efnahags- lægð í heila öld“. Þessi djúpa efnahagslægð er óvenjuleg á allan hátt. Hún nær til heimsbyggðarinnar allrar. Hún er ekki til komin vegna mistaka í efnahagsstjórn ein- stakra ríkja. Hún á sér aðrar rætur en þær, sem við þekkjum bezt, svo sem þegar síldin hvarf aftur og aftur eða vegna verðfalls á íslenzkum sjávarafurðum. Það er ekki hægt að rífast um hana á venjulegum pólitískum forsendum. En efnahagslegar afleiðingar hennar eru svo alvar- legar að þær geta kallað fram sundrungu og rifrildi af margvíslegu tagi, auk enn alvarlegri afleiðinga, svo sem að þeir sem minnst mega sín í samfélaginu eigi ekki fyrir mat eða fyrir vetrarfatnaði fyrir börn- in sín. Og vegna þess að þessi djúpa efnahagslægð er svo óvenjuleg kallar hún á pólitíska nálgun í lýðræðisríkjum, sem við erum ekki endilega vön. Og meðal þess er að ríkisstjórnir vinni markvisst að því að skapa sem víðtækasta sam- stöðu um viðbrögð. Það gengur misjafnlega og sums staðar hörmulega eins og sjá má í Bandaríkjunum, þar sem forseti landsins sér þá von helzta til að ná endurkjöri að ýta undir sem mesta sundrungu. Við erum svo heppin hér á Íslandi, að hafa nú ríkisstjórn, sem spannar hið pólitíska litróf í ríkara mæli en nokkur ríkisstjórn í rúmlega 70 ár. Og það út af fyrir sig ætti að stuðla að sáttum og samlyndi. En það má líka merkja á málflutningi fulltrúa ein- stakra stjórnarandstöðuflokka að þeir skilja og skynja mikilvægi þess að ná slíkri samstöðu. Það mátti m.a. heyra á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, í RÚV í fyrrakvöld og reyndar líka á Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylk- ingar, í Kastljósi sama kvöld. Viðfangsefnin eru svo alvarleg að hefðbundið flokkspólitískt japl og jaml á einfaldlega ekki við um þessar mundir. Það er alveg ljóst að í öllum flokkum er að finna þingmenn, sem hafa ekki áttað sig á þessum breyttu viðhorfum. Þeir hinir sömu eiga eftir að finna að á þá er ekki hlustað og verður ekki hlust- að. Eðli málsins samkvæmt er það ríkisstjórnarinnar að hafa forystu um samráð, bæði innan og utan þings. Í síðara tilvikinu á það auðvitað við um aðila vinnumarkaðar og einstök félagasamtök og þar á meðal Hagsmunasamtök heimilanna vegna þess, að fjölmörg heimili standa nú þegar frammi fyrir erf- iðum vandamálum, eins og m.a. mátti sjá á forsíðu Fréttablaðsins fyrr í þessari viku, þar sem fram kom, að bæði Hjálparstofnun kirkjunnar og Fjöl- skylduhjálpin verða þess vör, að meiri eftirspurn er eftir mat og fatnaði fyrir börn fyrir veturinn. Mikilvægi þess að fólk hafi í sig og á og geti klætt börnin sín við hæfi að vetri til er slíkt að um það er áreiðanlega enginn ágreiningur í okkar litla samfélagi og þess vegna á að vera auðvelt að ná pólitískri sam- stöðu um aðgerðir til þess að tryggja það. Þroskuð pólitísk forysta skiptir máli á tímum sem þessum. Komi hún ekki til getur það leitt til óróa í sam- félaginu, sem gæti jafnvel orðið meiri en við kynnt- umst á fyrstu árunum eftir hrun. Atvinnuleysi er þegar orðið mikið og á eftir að aukast. Atvinnulaust fólk sem á ekki fyrir mat fyrir sig og börnin sín næsta dag getur gripið til örvæntingarfullra ráða. Það er hlutverk stjórnmálamanna, hvort sem er í stjórn eða stjórnarandstöðu, að stuðla að því að slíkt ástand skapist ekki. Á fyrri hluta síðustu aldar og fram yfir miðja öldina voru átök á vinnumarkaði svo hörð að það lá við handalögmálum og stundum kom jafnvel til þeirra. Harkan var svo mikil, að dæmi voru um að verk- fallsverðir stöðvuðu mjólkurbíla, sem voru á leið til höfuðborgarinnar með mjólk, og helltu henni niður. Bjarni heitinn Benediktsson, þá forsætisráðherra, átti á Viðreisnarárunum manna mestan þátt í að skapa traust á milli stjórnvalda og verkalýðsleiðtoga, sem var lykillinn að því að við náðum okkur skjótt upp úr djúpri efnahagslægð á árunum 1967-1969. Með því hafði hann varanleg áhrif á viðhorf yngri kynslóða, sem á þeim tíma störfuðu innan Sjálfstæð- isflokksins, til verkalýðshreyfingarinnar og leiðtoga hennar. Tveimur áratugum síðar hafði Einar Oddur Krist- jánsson forystu um að leiða vinnuveitendur til sam- starfs við verkalýðshreyfinguna um svonefnda þjóð- arsáttarsamninga á vinnumarkaðnum. Í báðum tilvikum kom skýrt í ljós, að sátt og sam- staða skipti máli og var farsælli leið fyrir samfélag okkar í erfiðum aðstæðum en endalausar deilur og pólitískt orðaskak. Nú stöndum við á ný á áþekkum tímamótum og hér hafa verið nefnd. Það sem skiptir mestu máli nú er víðtæk samstaða á milli ólíkra þjóðfélagsafla um við- brögð og aðgerðir vegna veirunnar og efnahagslegra áhrifa hennar. Það skiptir máli að koma atvinnuveg- unum og einstökum fyrirtækjum til hjálpar en það skiptir ekki minna máli að standa vörð um heimilin í landinu, þá þjóðfélagshópa, sem minna mega sín, og börnin, hinar uppvaxandi kynslóðir Íslendinga. Þess vegna er það eitt mikilvægasta verkefni kjör- inna fulltrúa þjóðarinnar nú að stuðla að þjóðarsátt og samstöðu. Þjóðarsátt og samstaða … … ekki sundrung og rifrildi Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Eftir því sem ég skoða betur rit-höfundarferil Snorra Sturlu- sonar myndast skýrar tilgáta um hann í mínum huga. Hún er þessi: Snorri semur Eddu, áður en hann fer á fund Noregskonungs, í því skyni að endurvekja skáldskap- arlistina, hefðbundna aðferð Íslend- inga til að afla sér fjár og frama í konungsgarði. Þegar hann kemur til Noregs 1218 eru þeir Hákon kon- ungur og Skúli jarl ævareiðir Íslend- ingum fyrir átök við norska kaup- menn. Hafa þeir við orð að senda her til Íslands. Snorri verður þess áskynja, að þeir ætli raunar að ganga lengra og leggja undir sig Ís- land. Hann vill sjálfur, að Íslend- ingar séu vinir konungs, ekki þegnar. Nærtækt er því að friða konung með blíðmælum, en setjast við það, þegar heim kemur 1220, að semja sögu þess konungs, sem áður hafði árang- urslaust seilst til mannaforráða á Ís- landi, Ólafs digra, núverandi konungi til eftirbreytni. Snorri semur þessa sögu, Ólafs sögu helga, fyrst allra kon- ungasagna, og er ris hennar, þegar Einar Þveræingur flytur ræðu sína á Alþingi 1024 og minnir á, að kon- ungar séu misjafnir, sumir góðir og aðrir vondir, og sé því best að hafa engan konung. Í henni er líka ræða Þórgnýs lögmanns til Svíakonungs 1018 um, að hann skuli settur af, haldi hann ekki frið og lög við bænd- ur. Snorri hefur frjálsari hendur um að bera Svíakonungi illa söguna en Ólafi digra, dýrlingi norsku kirkj- unnar. Síðan ákveður Snorri að teygja verkið í báðar áttir, skrifa heild- arsögu Noregskonunga, Heims- kringlu. Hann gerir þar greinarmun á hinum góðu konungum, sem héldu sköttum í hófi og virtu hin fornu lög, og hinum vondu, sem voru ágjarnir og ófriðsamir. Framarlega í Heims- kringlu setur hann sögu, sem hann hefur eflaust samið sjálfur eins og ræður Einars og Þórgnýs. Hún er um landvættirnar, sem verja Ísland, en með henni er Snorri að segja Noregskonungi, að erfiðara kunni að vera að leggja Ísland undir sig með hervaldi en hann haldi. Snorri er eins og Sighvatur Þórðarson á undan honum hinn fullkomni hirðmaður. Hann segir konungi óbeint hug sinn í ræðum Einars og Þórgnýs og sög- unni um landvættirnar. Heims- kringla er Bersöglismál í óbundnu máli. Jafnframt er Heimskringla í raun um árekstur tveggja stjórnmála- hugmynda, hinnar fornu germönsku hugmyndar um Genossenschaft, lýð- vald, jafningjasamband, eins og var á Íslandi, og hinnar nýju hugmyndar, sem kemur frá Róm, um Herrschaft, drottinvald, konungsstjórn, eins og hafði myndast í Noregi, en um þann árekstur mætti segja margt. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Hvað skýrir rithöf- undarferil Snorra? Um er að ræða tvær samliggjandi jarðir. Á hvorri jörð eru fjós og ágæt íbúðarhús. Framleiðsluréttur í mjólk er um 492.935. Ræktað land er talið vera um 160 ha. Ekki er mjólkurframleiðsla á jörðunum sem stendur og seljast jarðirnar án bústofns og véla. Nánari upplýsingar veitir Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali 862 1996 steindor@log.is Steindór Guðmundsson | Löggiltur fasteignasali | Fasteignasala Lögmanna Suðurlandi ehf. 802 Selfoss | sími 480 2901 | steindor@log.is | www.log.is LÖGMENN SUÐURLANDI Akurey 2 og Akurey 3, Rangárþingi eystra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.