Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 37
Seljalandsseli, væri látinn. Við hjónin kynntumst þeim Sigga og Rögnu, konu hans, í gegnum Guðlaugu dóttur þeirra en hún og Hildur hafa verið góðar vin- konur í um 30 ár. Þegar við hitt- um Sigga fyrst í afmælum í þeirra fjölskyldu varð hann strax forvitinn um uppruna Ragga þar sem hann er fæddur og uppalinn í Vík. Við nánari skoðun á ætt- artölum kom í ljós að langafar Ragga og Sigga voru bræður, þeir Þórður „yngri“ og Þor- steinn, kenndir við Skammadal í Mýrdal. Segja má að frá þessum tíma höfum við átt okkar gæða- stundir saman í fjölskylduboðum þar sem við gátum skipst á fróð- leik og sögum af fólki úr Mýr- dalnum. Siggi var hafsjór af fróðleik, sterkminnugur og víðlesinn. Við ræddum um heima og geima og hann fylgdist vel með verkefnum okkar í Vík. Honum þótti líka sérstaklega áhugavert þegar við Guðlaug vorum búin að ná utan um sameiginlega frændgarð okk- ar vestur í Point Roberts. Siggi Helga var mikill fjölskyldumaður og okkur sýndi hann hlýju eins og við værum hluti af fjölskyld- unni. Við kveðjum þennan mikla vin okkar með söknuði og þykir okk- ur leiðinlegt að hafa ekki náð að heimsækja hann í nýju huggu- legu íbúðinni í Hveragerði vegna Covid-smithættunnar sem sett hefur mikinn svip á líf margra undanfarna mánuði. Ragna, Linda, Guðlaug, Jónas og fjölskyldur, við vottum ykkur öllum okkar dýpstu samúð um leið og við þökkum fyrir þann tíma sem við fengum að vera samferða Sigga Helga. Hvíl þú í friði, kæri vinur og frændi. Ragnar og Hildur. MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020 Kristinn maðurinn þinn sagði; ertu bara mætt hingað í þetta „bæli“,; Þykkvabæinn, bændur þar höfðu jú skoðun á öllu. Kannski fannst honum bærinn vera „bæli“ miðað við önnur svæði á landinu, en þú komst þangað ung að árum úr Skaga- firðinum ráðin sem ráðskona í Dísukot. Þú sagðir mér frá að þú saknaðir fallega landslagsins og fjallana þegar þú fórst suður. Hvað ég skil það vel, enda fer ég á hverju ári í Skagafjörðinn. Svo strandaði Víkartindur á þessu tímabili, alltaf eitthvað óvenjulegt að gerast með alls- konar í kringum það, björgun manna, dót og rusl í fjörunni, og ýmislegt að ræða um enda stór- tíðindi á litlum stað. Þú varst svo flink í mörgu, kenndir mér að baka flatkökur sem þú varst snillingur í. Þá var aldeilis gaman í niðri í kjallara í Dísukoti í allri brælunni. Flat- kökurnar voru síðan í ferming- arveislu dóttur minnar sem fermdist þennan vetur, þvílíkt góðgæti með hangikjöti, heima- bakað alvöru bakkelsi. Síðan kom bil í okkar kynnum og við hittust aftur seinna. Þá varstu búin að ákveða að flytja úr Þykkvabænum í Búðargerði 108 Reykjavík. Alltaf var heimili þitt opið, og ég velkomin, þakka þér endalaust fyrir það. Það var gam- an að hitta afkomendur þína sem voru margir enda áttir þú mörg börn með honum Kristni þínum. Takk fyrir allar stundir, kær- leika þinn, vináttuna, hlýjuna og góða samveru, já og allar kvöld- stundirnar. Þér þótti ekki leiðinlegt að spjalla stundum langt fram eftir á kvöldin, eins og unglingur, fórst aldrei snemma að sofa, heldur var spallað minnst fram að mið- nætti. Ég votta aðstandendum inni- legar samúðar og kveð þig í beinni á netinu á Youtube. Haf þökk fyrir allt og allt. Hvíl í friði. Kærleikskveðja Þín vinkona Áslaug Reynisdóttir. ✝ Sigurlín Sig-urðardóttir (Lína) fæddist 22. ágúst 1932 í Selár- dal í Súgandafirði. Hún lést 27. mars 2020 á hjúkrunar- heimilinu Höfða á Akranesi. Móðir Sigurlínar var Guð- mundína Jespers- dóttir, f. 24. júli 1908, d. 24. maí. 1987. Fóstursystkini Línu voru tvö: Jensína Ólafía Sigurðardóttir, fædd 26. september 1921, d. 7. júlí 2013. Hennar maður var Einar Þórðarson, f. 7. júní 1923, d. 12. júlí 2011. Börn þeirra: Guðlaug Þóra, f. 1945, Auðunn, f. 1947, og Bríet, f. 1957. Guð- bjartur Gunnarsson, f. 11. febr- úar 1928, d. 23. ágúst 2019. 17. október 1954 giftist Sig- exander Óðinn, f. 13. nóvember 2009, og Hrafnhildur Freyja, f. 7. nóvember 2016. Sambýlis- maður Pálínu er Hjörtur Dav- íðsson, f. 13. janúar 1966. Lína ólst upp í Selárdal til 15 ára aldurs, er móðir hennar, afi og amma fluttu á Suðureyri. Lína var nemi í grunnskóla Suð- ureyrar 13 og 14 ára eins og kennsla var á þeim tíma, og var í Húsmæðraskólanum Ósk á Ísa- firði veturinn 1951-1952. Hún hóf búskap á Norðureyri með Garðari 1949-1956, einnig bjuggu þau í Önundarfirði og Dýrafirði, svo á Brimilsvöllum á Snæfellsnesi. Hættu búskap 1972 og fluttu á Suðureyri, hóf þá Lína að vinna í fiski og vann allflest árin í fiski á Hellissandi, Þorlákshöfn og Rifi með öðrum störfum til 70 ára aldurs. Útför og bálför var í Akra- neskirkju 3. apríl 2020. Minningarathöfn um Sigurlín Sigurðardóttur verður í dag, 29. ágúst 2020, kl. 14 í Suðureyrar- kirkju og verður duftker jarð- sett hjá móður hennar við Stað- arkirkju í Staðardal í Súgandafirði. urlín Garðari Þor- finnssyni, f. 8. júlí 1925, d. 30. október 1994, þau skildu 1974. Sigurlín og Garðar eignuðust tvö börn, Sigurð Kristján Garðars- son, f. 25. nóvem- ber 1961, og Pálínu Kristínu Garðars- dóttur, f. 1. ágúst 1963, barn hennar og Gísla Guðnasonar er Óskar Gíslason, f. 10. júní 1980, unnusta hans er Jóhanna Kristín Aðalsteins- dóttir, sonur hans Garðar Orri, f. 30. júni 2013. Pálína giftist Jóni Maríasi Arasyni, þau skildu. Börn þeirra: Steinunn Jónsdóttir, f. 6. ágúst 1983, og Arnar Jónsson, f. 23. júní 1989. Börn hans og Sjafnar Sæmundsdóttur eru Al- Mamma ólst upp í Selárdal með móður sinni Guðmundínu Jespersdóttur og ömmu sinni, Rósinkrönsu Sveinbjarnardótt- ur, og fósturafa, Sigurði Samson- arsyni. Henni þótti mjög vænt um fjölskylduna sína, hún elskaði Selárdalinn sinn og þó að lífsbar- áttan á þessum árum væri hörð var alltaf nóg til af mat í sveitinni að hennar sögn, en á heimilið komu oft börn frá Suðureyri og dvöldu hjá gömlu hjónunum, en svo voru þar tvö börn til lang- dvalar, sem voru hennar fóstur- systkini sem henni voru mjög kær, Jensína alltaf kölluð Jenný og Guðbjartur kallaður Baddi Selli. Mamma kynntist pabba á Norðureyri í Súgandafirði enda stutt á milli bæjanna, þau giftu sig 17. október 1954 heima hjá prestinum á Suðureyri, en þá voru þau byrjuð að búa á Norð- ureyri 1949-1956. Mömmu líkaði ekki tvíverkn- aður, maður ætti að skipuleggja sig vel svo ekki þyrfti að gera hlutina oftar en einu sinni, alltaf svo hjálpsöm þegar þurfti á því að halda, bara drífa hlutina af, ekkert hangs. Mamma var alltaf best að hjálpa mér í flutningum, fékkst ekki betri manneskja í það, því- líkur skipulagsfræðingur að pakka og munaði sko ekki um það að keyra dót fyrir mig alla leið vestur á firði er ég flutti þangað í nokkur ár, hún var sá mesti dugnaðarforkur sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Mamma var alltaf svo góð við barnabörn- in sín og alltaf að gefa þeim skó- fatnað, reiðhjól eða húsgögn í herbergið og bara nefndu það. Hún vildi að þau lærðu á hljóð- færi, sem þau gerðu, Óskar og Arnar á gítar og Steinunn á trompet, og skutla þeim á fót- boltaæfingu. Þau muna það með ást og hlýhug og í veikindum Steinunnar var mamma strax bú- in að kaupa dúnsæng fyrir hana þegar fóturinn var kaldur og dof- inn, einnig gaf hún henni hæg- indastól svo hún ætti auðveldara með að standa upp. Einnig var mamma mjög stolt af langömmu- börnum sínum og spurði t.d. 2 dögum áður en hún lést hvort Garðar Orri væri orðinn læs enda í 1. bekk er ég var að segja henni að ég hefði sótt hann eftir skóla. Elsku mamma, þú ert fyrir- myndin mín, íslenska konan sem í mínum huga hefði átt skilið fálkaorðu fyrir sinn mikla dugn- að. Ég sakna þín alla daga, svo erfitt að kveðja ástvin í þessu co- vid-ástandi eins og var í útförinni 2. apríl í Akraneskirkju, aðeins 11 aðstandendur og vinir – fá- mennt og góðmennt og mjög fal- leg athöfn, en núna í dag komum við saman aðeins fleiri í Suður- eyrarkirkju og minnumst þín, kjarnakona mamma mín, og verður þú jarðsett hjá mömmu þinni og við hliðina á ömmu þinni og afa sem voru þér svo kær. Elsku mamma, nú fékkstu loks frið, eftir stutta en jafnframt erfiða bið. Ég veit að þú horfir á okkur, niður, ég veit að í hjartanu ríkir nú friður. Nú tómið í myrkrinu hræðist ei lengur, ég veit það ert þú sem þarna gengur. Ég gleðst yfir ótal minningum af þér, ég veit að þú munt ávallt vaka yfir mér. ( Hulda Þórarinsdóttir) Elsku mamma, hvíldu í friði. Minning þín lifir í hjarta mínu. Þín dóttir, Meira: mbl.is/andlat. Pálína Kristín. Sumt fólk lifir endalaust þótt það deyi. Sigurlín Sigurðardóttir eða Lína, eins og hún var alltaf kölluð og ég hélt lengi að hún héti, er í þeim hópi. Þó sam- bandið hafi verið lítið undanfarna áratugi hefur þráðurinn aldrei slitnað og þegar við töluðum saman í síma á liðnu ári var eins og það væri daglegt brauð. Í minningunni var fyrst og fremst spennandi að fara vestur í Önundarfjörð til Línu og Gæja, hvort sem það var með strand- ferðaskipunum Heklu eða Esju eða í fyrstu rútuferðinni, sem farin var frá Reykjavík til Ísa- fjarðar og tók 24 tíma, en þegar grannt er skoðað áttu þessi ungu hjón stóran þátt í að gera sex ára dreng, sem stóð vart fram úr hnefa, að því sem síðar varð. Fyrst var ég hjá þeim í nokkr- ar vikur í hjáleigu í Holti áður en þau fluttu inn að Kotum. Allt þeirra hafurtask komst fyrir í litlum vagni, en veraldleg gæði voru ekki til í orðasafninu og gleðin skein úr hverju andliti, ekki síst innan um dótið á vagn- inum. Síðar flutti ég með þeim að Hvammi í Dýrafirði og var þar eitt sumar. Heimsótti þau að Brimilsvöllum á Snæfellsnesi og sá þá að sumir draumar þeirra höfðu ræst. Því fylgdi gleði. Þó sameiginlegt líf okkar hafi hafist í Holti varð guttinn að ung- um manni á Kotum. Gæi tók mér sem jafningja og eitt af fyrstu verkunum fyrir utan að reka kýrnar var að laga girðingu í vor- rigningunni. Fljótlega lét hann mig keyra traktorinn, í óþökk Línu, sem varaði við hættunni en lét annars aksturinn afskipta- lausan, þar til ég tók í jeppann á flötu túninu í Hvammi. „Hann má ekki keyra bíl,“ sagði hún þá og þar við sat. Akstursreynslan kom sér engu að síður vel. Þegar Gæi bauð mér í nefið með hreppstjóranum, sem leit við á Kotum upp úr hádegi einn sunnudaginn skömmu eftir flutn- inginn þangað, var Línu hins vegar nóg boðið. „Læturðu strákinn fá í nefið, “ sagði hún höstug. „Ertu frá þér maður.“ Mikill hnerri minn á sömu stundu gaf til kynna að hún hafði lög að mæla, ég lét mér þetta að kenningu verða og hef látið nef- tóbakið vera síðan. Ef lýsa á reynslu minni af sveitalífinu á sjötta áratug liðinn- ar aldar í einu orði kemur kotbú- skapur fyrst upp í hugann. Ekk- ert var rafmagnið, ekkert salerni, ekki einu sinni kamar en lítil olíutunna þess í stað og Tím- inn í stað salernispappírs. Engin sturta og ekkert baðkar en bæj- arlækurinn alltaf laus. Enginn sími í Holti en þrjár langar og tvær stuttar á Kotum. Bara fyrir fullorðna. Sex eða sjö kýr og nokkrar skjátur. Tuddinn á Hesti. En þetta var nóg. Lína og Gæi voru sjálfum sér næg og gerðu vel við okkur börnin, sem vorum hjá þeim í sveitinni á sumrin. Ólu okkur upp og settu okkur lífsreglurnar. Leyfðu mér að taka þátt í héraðsmóti í íþrótt- um og það var neistinn sem kveikti íþróttabálið sem enn log- ar glatt. Lína var reyndar ekki kát, þegar ég braut hvert hrífu- skaftið af öðru í fyrstu tilraunum mínum við stangarstökk, en virt- ist mun sáttari við fótbolta- áhugann og hlaup mín um allar grundir. Nú eru engin tengsl eftir vest- ur á firði en minningin um gott fólk gleymist ekki. Blessuð sé minning Línu. Steinþór Guðbjartsson. Sigurlín Sigurðardóttir Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, RAGNHILDAR STEINUNNAR JÓNSDÓTTUR, Kirkjuvegi 11, Keflavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki heimahjúkrunar og D-deildar HSS. Drífa Maríusdóttir Guðni Jóhann Maríusson Guðrún Guðmundsdóttir Jón Þór Maríusson Marta Sigurðardóttir Alba Lucia Alvarez barnabörn og barnabarnabörn Þökkum kærlega vinarhug, stuðning og samúð vegna andláts okkar ástkæra ÁRNA BJÖRNS JÓNASSONAR verkfræðings, Skjólbraut 18, Kópavogi. Sérstakar þakkir fá björgunarsveitir á Norðurlandi, Hjálparsveit skáta Reykjadal og Landhelgisgæsla Íslands. Fjölskylda Árna Björns Elskulegi sonur okkar, bróðir, mágur og frændi JÓN EINARSSON, (Nonni), Laugarbraut 8, Akranesi, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 23. ágúst. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 3. september klukkan 13. Athöfninni verður streymt á www.akraneskirkja.is. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök HVE. Einar Jónsson Guðrún Kristín Guðmundsd. Gyða Einarsdóttir Guðjón Skúli Jónsson Einar Karl Einarsson Kristrún Bára Guðjónsdóttir Elvar Logi Guðjónsson Hugrún Helga Guðjónsdóttir Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR MAGNÚS GUÐMUNDSSON leikari, vélsmiður, kennari og ljóðasjóður, lést þriðjudaginn 4. ágúst á hjúkrunar- heimilinu Hömrum í Mosfellsbæ. Útförin hefur farið fram í kyrrþey í ljósi aðstæðna í samfélaginu. Þökkum sýndan samhug. Jóhann, Gunnlaugur Axel, Heiða, Júlíana Rannveig tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Elsku pabbi okkar, afi og bróðir, STEFÁN RICHTER GUNNLAUGSSON, lést þriðjudaginn 10. mars á hjartadeild Karlskrona í Svíþjóð. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju, miðvikudaginn 2. september klukkan 15. Ástvinir Ástkær vinkona okkar, LOVÍSA MARÍA ERLENDSDÓTTIR, Jóla frá Sólheimum, lést á hjartadeild Landspítalans laugardaginn 22. ágúst. Útför fer fram frá Sólheimakirkju þriðjudaginn 8. september klukkan 14. Í ljósi aðstæðna verður einungis nánustu aðstandendum og vinum boðið að vera viðstaddir útförina. Vinir og fjölskylda á Sólheimum Víglundur Þorsteinsson og fjölskylda Ástkær dóttir okkar, unnusta og systir, ÁGÚSTA ERLA ÞORVALDSDÓTTIR, Hörgsholti 23a, lést á Landspítalanum sunnudaginn 23. ágúst. Hún verður jarðsungin 2. september frá Lindakirkju. Vegna aðstæðna verða fjöldatakmarkanir í kirkjunni en athöfninni verður streymt: www.facebook.com/groups/AgustaErla. Þorvaldur Kjartansson Ingibjörg Þórarinsdóttir John M. Doak Reynir Þorvaldsson Linda Þorvaldsdóttir Leifur Þór Þorvaldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.