Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020
Eiríkur
Brynjólfsson, góður
félagi, samstarfs-
maður til áratuga,
skyndilega horfinn
á braut eftir skammvinn veikindi,
mikil sorg og við sitjum eftir
hljóð.
Við Eiríkur hittumst fyrst
þegar hann vann fyrir Hið ís-
lenska kennararfélag 1988 en ár-
ið eftir kem ég til starfa við Fjöl-
brautaskólann við Ármúla þar
sem Eiríkur kenndi íslensku. Ei-
ríkur kenndi við grunnskóla Ár-
múlaskóla 1974-1979 en við FÁ
1979 til 1999 en kom síðan aftur
2007. Hann var þá ráðinn
kennslustjóri almennrar náms-
brautar og framhaldsskólabraut-
ar og starfaði við það alla tíð síð-
an.
Eiríkur var mjög öflugur fé-
lagsmálamaður. Hann var rit-
stjóri Kennarablaðsins fyrir Hið
íslenska kennarafélag 1988-2000.
Vann ýmis störf fyrir Hið ís-
lenska kennarafélag og Bandalag
háskólamanna á árunum 1990-
2000. Var foringi Hins íslenska
glæpafélags frá árinu 2007. Hið
íslenska glæpafélag er félag rit-
höfunda og fróðra manna um
glæpasögur.
Eiríkur var einstaklega laginn
skólamaður og öflugur talsmaður
nemenda sinna. Tillögugóður,
ákveðinn og náði sérlega vel til
nemenda. Byrjaði strax sem
kennslustjóri að boða nýnema og
foreldra í viðtal og skoða skólann
að hausti áður en kennsla hófst.
Það kom enda í ljós að þetta
skipti miklu máli, hér mynduðust
tengsl sem reyndust vel og brott-
hvarf minnkaði umtalsvert. Hafði
samband við nemendur sem voru
að gefast upp og komu stopult í
skólann, þetta reyndist vel og við
höfum fjölmörg dæmi um hvað
nemendum þótti þetta mikils
virði.
Í FÁ er starfandi tippklúbbur,
meðlimir hans hafa farið á fót-
boltaleiki í London og Liverpool.
Það var nú ekki leiðinlegt að hafa
Liverpool-mann með í svona ferð.
Andúð á leyndarhyggju og
undirferli, kröftug barátta fyrir
jöfnuði og betra samfélag var alla
tíð kjarni í viðhorfum Eiríks og
fyrir það vil ég þakka.
Sem dæmi má taka að fyrir
fáum árum var fyrirhuguð sam-
eining Fjölbrautaskólans við Ár-
múla og Tækniskólans. Eiríkur
sagði í blaðaviðtali:
„Það er alrangt að það hafi
verið blendnar tilfinningar hjá
kennurum og öðrum starfsmönn-
um FÁ, þar eru einfaldlega allir á
móti þessu og mönnum var veru-
lega brugðið. Kennarar og starfs-
menn höfðu ekki hugmynd um
þessar bollaleggingar ráðherrans
fyrr en í morgunfréttum RÚV í
dag. Leyndin hefur verið alger og
starfsmönnum er verulega mis-
boðið yfir þessari lágkúrulegu að-
ferð við einkavæðinguna, Þetta
er einkavæðing og ekkert annað,
ég fullyrði að allir starfsmenn FÁ
eru andsnúnir þessari svokölluðu
sameiningu sem heitir á íslensku
einkavæðing, fólkið verði að
koma að stofnun alvörustofnana,
slíkt sé ekki gert með gerræðis-
legum hætti.“
Sendi Steinunni og fjölskyldu
innilegar samúðarkveðjur
Ólafur Hjörtur Sig-
urjónsson fyrrverandi
skólameistari FÁ.
Árið 1999 kom saman hópur
áhugamanna um glæpasögur og
Eiríkur
Brynjólfsson
✝ Eiríkur Brynj-ólfsson fæddist
19. maí 1951. Hann
lést 23. ágúst 2020.
Útför Eiríks fór
fram 28. ágúst
2020.
stofnaði með sér
Hið íslenska glæpa-
félag. Á stofnfundi
var var kosinn for-
ingi Kristinn Krist-
jánsson og undirrit-
aður var kosinn
ritari. Markmið fé-
lagsins var að stuðla
að viðgangi íslensku
glæpasögurnnar
sem hafði átt undir
högg að sækja í um-
ræðu og á bókamarkaði. Ekki
voru miklar vonir um mikinn vöxt
þessarar bókmenntagreinar en
við félagarnir höfðu væntingar
um að geta vakið athygli á þeim
fáu glæpasögum sem komust á
prent.
Fljótlega eftir stofnun félags-
ins lét féhirðirinn af embætti en
Kristinn lagði til að samkennari
hans úr Fjölbrautaskólanum við
Ármúla, Eiríkur Brynjólfsson,
yrði kosinn í hans stað og varð
það svo. Félagið fór kröftuglega
af stað, skipulagði upplestra og
ráðstefnur með fjölda erlendra
gesta. Fjölmiðlar höfðu gaman að
þessu brölti og það var auðvelt að
fá athygli. Félagið tilnefndi bæk-
ur til norrænu glæpasagnaverð-
launanna Glerlykilsins og með
tímanum varð þessi tilnefning að
íslensku glæpasagnaverðlaunun-
um Blóðdropanum. Kristinn lést
snemma árs 2008 en skömmu áð-
ur hafði Eiríkur tekið við sem
foringi og var í því embætti alla
tíð síðan.
Það má segja að Hið íslenska
glæpafélag hafi snemma orðið
fórnarlamb eigin velgengni. Öll
markmiðin rættust langt umfram
væntingar. Í dag eru glæpasögur
mjög áberandi á íslenskum bóka-
markaði og koma fjölmargar
bækur út á hverju ári. Eldmóður
félagsmanna dvínaði því snemma
og það var aðeins fyrir atorku Ei-
ríks að það lifði áfram með árlegu
upplestrarkvöldi, vali á bestu ís-
lensku glæpasögunni ár hvert og
afhendingu Blóðdropans. Glæpa-
félagið hefur einnig komið að vali
á bestu norrænu glæpasögunni
sem er verðlaunuð með Glerlykl-
inum. Ég er löngum hættur að
sinna félaginu og við Eiríkur höf-
um verið í litlu sambandi undan-
farin ár. Öðru hvoru hefur hann
leitað til mín með smá viðvik sem
ég hef getað annast fyrir Glæpa-
félagið og svo höfum við hist á
öðrum vettvangi sem var okkur
báðum mjög kær, þ.e.a.s. heima-
leikir KR. Það var ávallt gott að
hitta Eirík, hann hafði góða nær-
veru. Ég votta fjölskyldu hans
mína innilegustu samúð.
Viktor Arnar Ingólfsson.
Það er oft erfitt að útskýra til-
finningar með orðum – en ég
reyni samt. Að vera heil mann-
eskja og að hafa sterka réttlæt-
iskennd – eru þau orð sem mér
finnst lýsa Eiríki Brynjólfssyni
best.
Ég þakka þér vináttuna.
Agnar Kristinsson.
Það er stríð í þagnar rann,
þulinn sjóður af vilja,
að missa þann,
sem mikið er við að skilja.
segir í eldgömlu viðlagi. Við
kynntumst á upphafsárum FÁ
þar sem við kenndum íslensku.
Þetta var áhugaverður tími,
bjartsýni réð ríkjum og við litum
á erfiðleika sem snurður á þræði
en ekki óríðandi vað. Við vorum
að móta nýjan skóla og sjón-
hringur nýr fyrir augum. Ís-
lenskudeildin var vel með á nót-
um og við gengum ótrauð til
verka og skemmtum okkur vel.
Oft var tekist á um efni og aðferð-
ir en jafnan komist að niðurstöðu.
Eiríkur var þrautreyndur í
þrætubókarlist eftir að hafa tekið
þátt í margvíslegum klofnings-
brotum á ysta væng til vinstri.
Deildin var framsækin og frjó-
söm, leyfi ég mér að segja. En nú
hefur fækkað í hópnum sem mót-
aðist fyrstu áratugina í sögu skól-
ans, Gerður Magnúsdóttir, Krist-
inn Kristjánsson, Una Þóra
Steinþórsdóttir og nú Eiríkur
hafa gengið um kvölddyr sínar,
öll fyrir aldur fram. „Mörg er
heims mæða /og mannraunin
sár.“ Við sem eftir lifum af sam-
starfsfólki þeirra getum hermt
upp á okkur annað viðlag: „Kóln-
ar mér á kinnvöngunum mínum.“
Eiríkur var lipur starfsbróðir,
verkhygginn og einstaklega geð-
góður, kærulaus með köflum og
ýtti þá undan sér viðfangsefnum
eins og hendir okkur öll, hafði lif-
andi áhuga á samtíð sinni, hrær-
ingum hennar og háskaleik, rót-
tækur í skoðunum alla tíð en sá
hlutina mildari augum eftir því
sem árin liðu. Hann átti skáld-
lega æð, skrifaði smásögur og
orti ljóð og birti á prenti, notin-
virkur á þeim vettvangi og veitti
forstöðu Hinu íslenska glæpa-
félagi langa hríð og sinnti útgáfu-
málum. Hann var góður heim að
sækja, greiðvikinn og hlýr í við-
kynningu. Hinir minnstu þegnar
í skólasamfélaginu áttu hann að
vini og talsmanni. Eiríkur var tví-
kvæntur, átti fyrst Ingibjörgu
Einarsdóttur, þau skildu. Hann
kvæntist hið síðara sinni heim í
Skagafjörð, henni Steinunni sinni
Hafstað, sveitunga mínum. Þau
voru einstaklega sæl og samhent
á lífsgöngunni og tókust á við þau
viðfangsefni sem veröldin fékk
þeim í faðm. Börnum sínum og
stjúpbörnum var hann þolinmóð-
ur og óbilandi bakhjarl. Nú er
skarð fyrir skildi. Við Magnea
sendum Steinunni og öðrum ást-
vinum samúðarkveðju.
Sölvi Sveinsson.
Hann var einn þeirra fáu kenn-
ara í Fjölbrautaskólanum við Ár-
múla sem voru þar þegar ég kom
til skólans og allt til þessa tíma.
Hann gekk hnarreistur um gang-
ana og fyrstu viðbrögð mín voru
að þar færi montrass. Fljótlega
komst ég þó að því að sú lýsing
átti allra síst við hann. Hann var
auðmjúkur maður sem var slæm-
ur í baki.
Eiríkur Brynjólfsson var mað-
ur margra verka. Hann var skáld
og þýðandi, pistlahöfundur og rit-
stjóri og svo var hann foringi
Hins íslenska glæpafélags. Hann
var vinur minn bæði í starfi og
einkalífi. Hann var þó fyrst og
fremst kennari bæði að lífsstarfi
og í samskiptum við aðra.
Þegar ég kynnist honum fyrst
í Fjölbrautaskólanum við Ármúla
þá kenndi hann þar íslensku.
Hann var þó ekki maður formsins
og gerði litlar athugasemdir við
að nemendur segðu að þeim lang-
aði eða að þeim hlakkaði til. Hann
lét sér aðallega annt um nemend-
ur sem áttu undir högg að sækja
og kennsla hans miðaði að því að
slíkir nemendur næðu sér á strik.
Hann fór enda frá því að vera ís-
lenskukennari í framhaldsskóla
og í að verða sérkennari í grunn-
skóla.
Síðar kom hann aftur í Ár-
múlaskóla og tók að sér að stýra
þar sérúrræðum fyrir nemendur.
Þar var honum umhugað um að
skólinn gæti verið opnari foreldr-
um og byrjaði á því að kalla for-
eldra til viðtals um nám
barnanna. Á sínum tíma var okk-
ur, sem vildum sem minnst ut-
anaðkomandi afskiptasemi, ekki
skemmt.
Við erum margir kennararnir
sem finnst starfið skemmtilegast
þegar við erum með nemendur
sem standa vel að vígi. Þeim nem-
endum þarf hins vegar oft lítið að
kenna.
Við samstarfsmenn Eiríks
Brynjólfssonar höfum misst góð-
an vin allt of fljótt. Nemendur
sem eiga í erfiðleikum með nám
hafa misst bakhjarl.
Hannes Ísberg Ólafsson.
Það leið ekki langur tími á milli
þess að þú fórst á sjúkrahúsið til
myndatöku og þar til sjúkdóm-
urinn sigraði. Við fengum ekki
tíma til að kveðjast og það er
margt sem ég hefði viljað segja
þér. Við vorum lengst af nánir en
fjarlægðumst á síðustu árum.
Við kynntumst á fyrsta kenn-
arafundi við stofnun Fjölbrauta-
skólans við Ármúla og urðum
strax góðir vinir. Þú varst mikill
baráttumaður í kjarabaráttu
kennara og báðir aðhylltumst við
sósíalískt raunsæi. En við kunn-
um einnig að skemmta okkur. Þú
lánaðir mér bindi til að komast
inn á ballstað. Ég man þegar við
dönsuðum saman, tveir karlar að
dansa saman var ekki algeng sjón
á þeim árum. Svo fórum við sam-
an í bústaðarferðir. Þér fannst
alltaf skondið hvað mér tókst að
finna margar krókaleiðir. Einu
sinni vorum við fimm klukkutíma
á leiðinni í bústað HÍK í Brekku-
skógi. Mig minnir að það hafi ver-
ið 30. apríl og daginn eftir fórum
við tveir saman í kröfugöngu í
Brekkuskógi og sungum Nall-
ann. Þú máttir aldrei missa af 1.
maí göngu verkalýðsins. Svo
varðstu ástfanginn af nýjum
kennara í skólanum og komst til
mín til að spyrja mig ráða. Úr því
varð hjónaband ykkar Steinunn-
ar og var brúðkaupið haldið í
sveitarsælunni að Reykjafelli. Ég
saumaði fána fyrir þessa stund
með sigð og hamar og risandi sól.
Manstu?
Þú vildir ekki staðna og próf-
aðir sífellt nýjar leiðir. Þú ortir
ljóð, skrifaðir smásögur og þýdd-
ir skáldsögur. Ég gat hjálpað þér
með umbrot á fyrstu ljóðabókinni
þinni. Þú fórst í framhaldsnám í
sérkennslu, skiptir um vinnustað
og kenndir við grunnskóla. Þér
var alltaf hugleikið að aðstoða
nemendur sem eiga erfitt með
nám. En svo komstu til baka og
sást um almenna námsbraut
Fjölbrautaskólans við Ármúla.
Það var mikill fengur að fá þig,
bæði fyrir nemendur sem þú
hafðir umsjón með og fyrir skól-
ann. Sagði ég þér það einhvern
tímann?
Fyrir son minn, Húna, varstu
eins og frændi. Nú kemur að því
að kveðja kæri vinur og vildi ég
gjarnan taka utan um börnin þín
til að að tjá þeim væntumþykju
og samúð mína. En á þessum
skrítnu tímum veirusóttar verð
ég að láta þessar línur duga.
Ég kveð þig vinur.
Helmut Helgi Hinrichsen.
Kæra Steinunn Hafstað,
gamla bekkjarsystir frá MA; leitt
er að frétta að maðurinn þinn, Ei-
ríkur Brynjólfsson, er nú allur!
Ég hitti hann nokkrum sinnum í
tengslum við skólamál og fylgdist
líka með blaðaskrifum hans.
Hann virtist hafa mikinn metnað
sem fulltrúi menntafólks.
Þið virðist nú bæði hafa náð
fullri starfsævi við kennslustörf
og hann náði næstum sjötugs-
aldri!
Ég þakka þér fyrir strjálu
kynnin gegnum árin, sem og
blaðaskrif þín um samstúdenta
okkar sem féllu frá fyrir tímann.
Á þeim tíma hef ég kynnst
ýmsum öðrum ættmennum þín-
um, í tengslum við ritstörf og
menningarmál, og vænti að svo
verði lengi enn.
Við höfum raunar alltaf talað
saman af einlægni. Og mig minn-
ir að ég hafi gefið ykkur ljóðabók
eftir mig á einu útskriftarafmæli
MA-stúdenta fyrir norðan. Því vil
ég nú bæta í þá einlægni og láta
hér fylgja með ljóð sem ég orti
eftir móður mína, en við höfum
nú víst flest kynnst sorginni eink-
um gegnum okkar foreldramissi.
Það heitir Flatlendisljóð II og er
svona:
Upp á fjall ég hingað fló,
fékk að hitta skáld: Lí Pó.
Sagði mína för ei slétta,
bað hann mig úr harmi slétta:
„Aldrei aftur verði stríð;
né hverfi’ af jörðu móðir blíð.“
Tryggvi V. Líndal.
Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
GERÐAR STEFANÍU ELIMARSDÓTTUR
frá Hólmum í Austur-Landeyjum,
Stóragerði 7, Hvolsvelli.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á gjörgæsludeild
Landspítalans við Hringbraut fyrir einstaka alúð, aðgætni
og virðingu.
Kristján Ágústsson
Ágúst Kristjánsson Gunnhildur E. Kristjánsdóttir
Hrafnhildur Rósa Kristjánsd. Fannar Jónasson
Haukur Guðni Kristjánsson Guðmunda Þorsteinsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og fjölskyldur
Elskuleg eiginkona mín, móðir, dóttir, systir,
mágkona og tengdadóttir,
REYNHEIÐUR ÞÓRA
GUÐMUNDSDÓTTIR,
Sólarsölum 7, Kópavogi,
andaðist á heimili sínu laugardaginn 22.
ágúst. Útför verður frá Hafnarfjarðarkirkju
mánudaginn 31. ágúst klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað. Þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Samferða góðgerðarsamtök.
Svanur Örn Þrastarson
Hafrós Lilja Svansdóttir
Hrafn Elís Svansson
Sigurbjörg Gunnarsdóttir
Arnar Jakob Guðmundsson Þorgerður Egilsdóttir
Ingiríður Karen Jónsdóttir Þröstur G. M. Eyjólfsson
Okkar ástkæri faðir, afi og langafi,
GUÐJÓN S. ÞÓRARINSSON,
Stekkjargötu 55, Njarðvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
sunnudaginn 12. júlí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Fjölskylda hins látna
Við fráfall Gerðar
Pálsdóttur, hús-
stjórnarkennara og
fyrrverandi for-
manns Félags eldri
borgara í Eyjafjarðarsveit, reikar
hugurinn rúm 30 ár aftur í tímann.
Okkur verður hugsað til þess góða
fólks sem þá kom saman til að
kanna áhuga eldri borgaranna á
stofnun félagsskapar sem hefði
þann tilgang að efla andlega, fé-
lagslega og líkamlega velferð
þeirra sem komnir voru á efri ár,
svo og að auðvelda fólki að koma
saman því að maður er manns
gaman. Er skemmst frá því að
segja að hugmyndinni var vel
fagnað og félagið stofnað 1989.
Strax á fyrsta ári voru félagar
orðnir 60 talsins. Gerður var í
þeim hópi sem leiddi „hjörðina“ og
er óhætt að segja að hún ásamt
nokkrum fleirum eigi stærstan
þátt í því að félagið var stofnað.
Hún var kosin formaður 1994 og
gegndi því embætti í 11 ár, og
Kolfinna Gerður
Pálsdóttir
✝ Kolfinna Gerð-ur Pálsdóttir
fæddist 12. ágúst
1924. Hún lést 6.
ágúst 2020.
Útförin fór fram
25. ágúst 2020.
vann félaginu af alúð
og fórnfýsi. Þegar
blaðað er í fundar-
gerðabók félagsins
má sjá nafn Gerðar
æði oft í sambandi
við leit félagsins að
samastað fyrir starf-
semina, hún stjórn-
aði öllum fundum ár-
um saman, fór á
fundi hjá Landssam-
bandinu, leitaði að
hæfileikafólki til að leiðbeina við
handmennt og létta leikfimi. Fé-
lagsmenn sýndu gömul vinnu-
brögð í og við Laufásbæinn svo
eitthvað sé nefnt. Síðast en ekki
síst hélt hún stjórnarfundi árum
saman með veislukaffi á heimili
þeirra Friðriks manns hennar.
Hann studdi hana með ráðum og
dáð í félagsstörfunum og var alltaf
hjálplegur við hvaðeina sem félag-
ið vanhagaði um.
Á þessum tímamótum vilja fé-
lagarnir senda ástvinum Gerðar
innilegustu samúðarkveðjur. Við
minnumst hennar með virðingu og
miklu þakklæti fyrir hið fórnfúsa
starf sem hún innti af hendi til
hagsbóta fyrir okkur öll.
Fyrir hönd í Félags eldri borg-
ara í Eyjafjarðarsveit,
Valgerður Schiöth.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar