Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 49
þjóðfélasumræðu um kynþáttamis-
rétti og lögregluofbeldi – og 400
ára baráttu fyrir almennum borg-
araréttindum svartra afkomenda
þræla – finnst mörgum blökku-
mönnum að tími orða sé á enda og
að tími aðgerða sé kominn.
„Leikmennirnir hafa tekið fyrsta
skrefið með því að beina sviðsljós-
inu að þessu vandamáli. Sögulega
höfum við farið í milljón mótmæla-
göngur, en ekkert virðist breytast.
Okkur er sagt að kjósa og enn
breytist ekkert í fátækrahverfum
okkar. Það er kominn tími aðgerða
núna,“ sagði Chris Webber, fyrr-
verandi NBA-stjarna og nú þulur
hjá TNT-sjónvarpsstöðinni. „Ég
beini orðum mínum nú til ungs
fólks. Þótt lítið hafi gerst getum
við ekki gefist upp. Ekki hlusta á
þá sem segja að hlutirnir muni
aldrei breytast. Leikmennirnir hafa
tekið mikilvægt skref og ég fagna
því.“
Þessi ákvörðun leikmanna var
erfið fyrir þá sem einstaklinga.
Samkeppnisandinn er sterkur í
þessum leikmönnum, sérstaklega í
úrslitakeppninni. Marga þeirra hef-
ur dreymt um að vinna titilinn.
Fyrir leikmenn eins og LeBron
James er tíminn til að vinna enn
einn titilinn farinn að þrengjast.
Hann verður bráðum 36 ára. Hver
veit hvort Anthony Davis muni
halda áfram hjá Lakers eftir að
samningur hans rennur út eftir úr-
slitakeppnina? Hann var samt
tilbúinn að yfirgefa svæðið og fara
heim.
Sterlig Brown, leikmaður Mil-
waukee Bucks, orðaði það vel þeg-
ar hann var að tala fyrir hönd liðs-
ins þegar leikmenn voru að
tilkynna að þeir myndi ekki leika á
miðvikudag. „Þrátt fyrir yfirgnæf-
andi óskir um breytingar, hefur
ekkert gerst, svo við getum einfald-
lega ekki einbeitt okkur í dag. Þeg-
ar við leikum fyrir Milwaukee
Bucks er ætlast til þess að við leik-
um í háum gæðaflokki, að við gef-
um allt okkar í leikjum, og að við
séum ábyrgir hver öðrum. Við ætl-
umst til mikils af hver öðrum og á
þessari stundu erum við að ætlast
til hins sama af löggjafarvaldinu og
lögregluyfirvöldum.“
Raunsæið vann á endanum
Þrátt fyrir þunga málsins á mið-
vikudagskvöld og fimmtudags-
morgun stóðu leikmenn frammi
fyrir raunsæisspurningum. Þeir og
eigendur liðanna myndu tapa millj-
örðum dala í innkomu og launum,
auk þess sem leikmenn myndu
missa sviðsljósið í fréttafjömiðlum
sem hafa nóg að gera með að
skrifa um forsetann og baráttuna
fyrir kosningarnar í nóvember.
Leikmenn hefðu einnig verið að
brjóta kjarasamning sinn við deild-
ina, en hann er óvenjugóður fyrir
leikmenn.
Það voru víst ákafar samræður
leikmanna á miðvikudagskvöld eftir
frestun leikjanna, en í þeim um-
ræðum ráðlögðu forystumenn stétt-
arfélagsins – Chris Paul og And-
rew Iguodala – að ákvörðun um að
halda áfram leik yrði betri að öllu
leyti, þrátt fyrir skiljanlega reiði.
Þeir Paul og Iguodala lögðu hins
vegar til að leikmenn einbeittu sér
í staðinn að því að setja þrýsting á
eigendur að nota stjórnmála-
sambönd sín til að styðja þetta
málefni.
Aðrar íþróttadeildir fylgdu síðan
á eftir með frestun leikja til stuðn-
ings leikmanna NBA.
NBA-liðin hafa nú ákveðið að
hefja leik að nýju, en óvíst er
hversu mikil áhrif gerðir þeirra
muni hafa á kynþáttamisrétti og
lögregluofbeldi. Flestir sem til
þessara mála þekkja telja að mik-
ilvægi þessara aðgerða sé fyrst og
fremst að ýta við þeim þjóðfélags-
öflum sem geti haft áhrif hér – að
gefa byr til þeirra sem hafa og eru
að vinna að þessum málum dag-
lega.
Þetta atvik gæti orðið sögulegt í
framtíðinni, sérstaklega ef það hef-
ur áhrif á kosningabaráttuna sem
er nú komin á fullt hér vestra.
„Þegiði og rekið boltann“ er nú
orðið gamaldags skoðun og tími
kominn til breytinga. gval@mbl.is
FRÉTTASKÝRING
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í knatt-
spyrnu verður án margra af reynslu-
mestu leikmönnum liðsins þegar það
mætir Englandi og Belgíu í 2. riðli
Þjóðadeildar UEFA í byrjun sept-
ember en þetta kom fram á blaða-
mannafundi KSÍ í Laugardalnum í
gær.
Erik Hamrén, þjálfari íslenska
liðsins, valdi 25 manna hóp fyrir
verkefnin tvö en Ísland mætir Eng-
landi á Laugardalsvelli 5. september
næstkomandi og svo Belgíu í Brussel
8. september.
Ragnar Sigurðsson (94 lands-
leikir), Aron Einar Gunnarsson (87
landsleikir), Jóhann Berg Guð-
mundsson (75 landsleikir), Gylfi Þór
Sigurðsson (74 landsleikir) og Alfreð
Finnbogason (57 landsleikir) eru allir
fjarverandi. Ragnar Sigurðsson er að
jafna sig á meiðslum og Aron Einar
Gunnarsson landsliðsfyrirliði fékk
ekki leyfi frá félagsliði sínu Al-Arabi í
Katar til þess að taka þátt í verkefn-
inu.
Vegna kórónuveirufaraldursins
hafa félagslið heimild frá FIFA til
þess að meina leikmönnum sínum að
taka þátt í landsliðsverkefnum ef það
þýðir að þeir missi af leikjum með fé-
lagsliðum sínum en Aron hefði þurft
að fara í sóttkví við komuna til Katar
eftir landsleikina og því misst af
næstu leikjum liðsins.
Þá gáfu þeir Alfreð Finnbogason,
Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg
Guðmundsson ekki kost á sér í verk-
efnið. Bæði Alfreð og Jóhann Berg
hafa verið afar óheppnir með meiðsli
undanfarin tímabil. Alfreð byrjaði
einungis tíu leiki í þýsku 1. deildinni á
síðustu leiktíð og Jóhann Berg var
sex sinnum í byrjunarliði Burnley í
ensku úrvalsdeildinni. Af hverju
Gylfi Þór er ekki í hópnum skal látið
ósagt en það er ljóst að hans bíður
ærið verkefnið að berjast fyrir sæti
sínu í byrjunarliði Everton á kom-
andi keppnistímabili.
Þá munu þeir Hannes Þór Hall-
dórsson (69 landsleikir), Kári Árna-
son (83 landsleikir) og Kolbeinn Sig-
þórsson (57 landsleikir) ekki taka
þátt í síðari leiknum gegn Belgíu í
Brussel.
Kári og Kolbeinn eru báðir að
koma til baka eftir meiðsli. Þá vildi
landsliðsþjálfarinn Hamrén ekki
setja Valsmenn í þá stöðu að meina
markverðinum að fara til Belgíu þar
sem Hannes Þór hefði þurft að fara í
sóttkví við komuna til Íslands sem
hefði gert það að verkum að hann
hefði misst af næstu tveimur leikjum
liðsins.
Það er því ljóst að ungir og
óreyndir leikmenn gætu fengið
tækifæri í leikjunum tveimur en
fjórir leikmenn gætu leikið sína
fyrstu keppnisleiki með A-
landsliðinu; þeir Alfons Sampsted,
Andri Fannar Baldursson, Hólm-
bert Aron Friðjónsson og Patrik
Örn Gunnarsson.
Bæði Andri Fannar og Hólmbert
verða í hópnum sem mætir Englandi
á Laugardalsvelli en Alfons og Pat-
rik Örn verða með U21 árs landslið-
inu sem mætir Svíþjóð í und-
ankeppni EM á Víkingsvelli í
Fossvogi 4. september. Þeir Alfons
og Patrik munu svo koma til móts
við A-landsliðið að þeim leik loknum.
Landsliðshópinn og fréttir
tengdar honum má sjá á mbl.is/
sport/efstadeild.
Saknar sinna bestu manna
Morgunblaðið/Eggert
Þjálfarinn Erik Hamrén í gær.
ÍÞRÓTTIR 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020
Sara Björk Gunnarsdóttir,
landsliðsfyrirliði í knattspyrnu,
er í sérkennilegri stöðu. Hið nýja
lið hennar Lyon mætir Wolfsburg
í úrslitaleik Meistaradeildar Evr-
ópu á morgun.
Hjá Wolfsburg eru ekki bara
fyrrverandi samherjar Söru held-
ur lék hún með liðinu fyrri hluta
þessarar sömu keppni. Á það
hefur verið bent að sama hvernig
úrslitaleikurinn fer hafi Sara tek-
ið þátt í því að vinna Meist-
aradeildina árið 2020.
Taki Sara þátt í leiknum, sem
verður að teljast líklegt, þá verð-
ur það væntanlega einkennilegt
fyrir hana. Í það minnsta þegar
gengið verður inn á völlinn en
þegar adrenalínið fer að flæða
skiptir ekki öllu hver andstæð-
ingurinn er.
Sara lék lengi með Wolfsburg
og hjá þýska félaginu hafði fólk
augun á bikarnum í Meist-
aradeildinni. Hindrunin var hins
vegar Lyon og það oftar en einu
sinni. Næst komst Sara því að
vinna keppnina þegar Wolfsburg
tapaði fyrir Lyon í úrslitaleiknum
fyrir tveimur árum. En nokkrum
sinnum hefur Lyon auk þess
slegið Wolfsburg út úr keppninni.
Ekki mun því vanta hvatn-
inguna fyrir leikmenn Wolfsburg.
Söru vegna heldur sigurganga
Lyon vonandi áfram en yfirburðir
liðsins í Evrópu hafa verið miklir.
Kannski eru þeir meiri en hollt er
fyrir íþróttina.
Sara leikur nú í annað sinn til
úrslita í sterkustu félagsliða-
keppni í Evrópu. Takist henni að
sigra í keppninni hefur hún nán-
ast náð eins langt og hægt er í
íþróttinni. Það eina sem væri eft-
ir væri þá að komast í lokakeppni
HM með íslenska landsliðinu. En
ekki er nú beinlínis hlaupið að
því.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Sara Björk Gunnarsdóttir verður í
eldlínunni á sunnudag er Lyon og
Wolfsburg mætast í úrslitaleik
Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á
Anoeta-vellinum í San Sebastán á
Spáni.
Sara lék í fjögur ár með Wolfs-
burg, áður en hún skipti yfir til Lyon
í sumar. Lék Sara með Wolfsburg í
Meistaradeildinni á leiktíðinni og því
um afar sérstakan úrslitaleik að
ræða hjá landsliðsfyrirliðanum.
Sara hefur áður leikið í úrslitaleik
Meistaradeildarinnar á milli þessara
liða en hún var leikmaður Wolfsburg
er liðin mættust í Kænugarði 2018.
Hafði Lyon þá betur eftir fram-
lengdan leik, 4:1. Sara lék fyrstu 57
mínúturnar og fór meidd af velli.
Varð Lyon Evrópumeistari í fimmta
sinn það ár, en franska liðið hefur
orðið Evrópumeistari sex sinnum,
þar af síðustu fjögur ár.
Sérstakur úrslita-
leikur hjá Söru
Ljósmynd/Lyon
Úrslit Sara Björk Gunnarsdóttir
leikur til úrslita í Meistaradeildinni.
Leiknir Reykjavík gerði sér lítið fyr-
ir og vann 5:1-heimasigur á toppliði
Keflavíkur í Lengjudeild karla í fót-
bolta í gærkvöld. Daníel Finns Matt-
híasson, Árni Elvar Árnason og Vuk
Óskar Dimitrjevic komu Leikni í 3:0
í fyrri hálfleik áður en Dagur Ingi
Valsson minnkaði muninn í uppbót-
artíma fyrri hálfleiks. Leiknismenn
voru hins vegar sterkari í seinni
hálfleiknum og Sævar Atli Magn-
ússon gulltryggði 5:1-sigur með
tveimur mörkum um miðbik seinni
hálfleiks og þar við sat. Keflavík er
enn í toppsætinu með 24 stig og
Leiknir í 3. sæti með 23.
Toppliðið fékk
stóran skell í
Breiðholti
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skellur Leiknismenn skelltu Keflvíkingum í Breiðholti í gærkvöld.
FÓTBOLTINN
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Valskonur eru komnar aftur á topp-
inn í Pepsi Max-deild kvenna í fót-
bolta eftir 2:0-útisigur á Þór/KA á
Akureyri í 12. umferðinni í gær.
Landsliðsframherjinn Elín Metta
Jensen var hetja Vals en hún gerði
bæði mörk liðsins í seinni hálfleik.
Þór/KA hefur tapað þremur leikjum
í röð og aðeins unnið einn af síðustu
níu. Er Akureyrarliðið í sjötta sæti
með ellefu stig, fjórum stigum fyrir
ofan fallsæti. Valur er með 28, einu
stigi meira en Breiðablik sem á leik
til góða. Breiðablik vann sannfær-
andi 4:0-sigur á Val er liðin mættust
í síðasta mánuði, en Valur hefur
svarað með fjórum sigrum í röð.
„Valskonur geta verið hæst-
ánægðar með þrjú stig úr leiknum.
Liðið þurfti að hafa fyrir sigrinum
og þrátt fyrir að skapa ekki mörg
færi þá skipti það ekki máli þegar
liðið hefur leikmenn eins og Elínu
Mettu innanborðs. Elín sást ekki
mikið í leiknum en sýndi gæðin sem
hún hefur þegar það skipti máli,“
skrifaði Baldvin Kári Magnússon
m.a. um leikinn á mbl.is.
Karen María Sigurgeirsdóttir
lék sinn 50. deildarleik hér á landi.
Af þeim eru 39 í efstu deild og 11 í B-
deild.
Elín Metta Jensen er komin
með tólf deildarmörk í sumar, jafn
mörg og Berglind Björg Þorvalds-
dóttir og eru þær markahæstar,
með fjórum mörkum meira en næstu
leikmenn.
Valskonur aftur í toppsætið
Elín Metta sá
um Þór/KA á
Akureyri Fjórði
sigur Vals í röð
Morgunblaðið/Þórir Tryggvason
Tækling Málfríður Anna Eiríksdóttir
og Madeline Gotta eigast við í gær.
ÞÓR/KA – VALUR 0:2
0:1 Elín Metta Jensen 69.
0:2 Elín Metta Jensen 90.
M
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA)
Heiða Ragney Viðarsd. (Þór/KA)
Hulda Karen Ingvarsd. (Þór/KA)
Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Hallbera Guðný Gísladóttir (Val)
Elín Metta Jensen (Val
Ásdís Karen Halldórsdóttir (Val)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Val)
Dómari: Sveinn Arnarsson – 8.
Áhorfendur: Ekki leyfðir.
Liðsuppstillingar, gul spjöld,
viðtöl og greinar um leikina – sjá
mbl.is/sport/fotbolti.