Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020 Fjárhagsstaða Reykja- víkurborgar er graf- alvarleg, útgjöld borg- arinnar halda áfram að vaxa og skuldasöfnun hef- ur aukist um 33 milljarða á aðeins sex mánuðum. Heildarskuldir og skuld- bindingar samstæðna borgarinnar eru komnar í 378 milljarða í júnílok. Það sjá það allir að vand- inn er gríðarlegur og hann varð ekki til á nokkrum mánuðum. Vissulega hefur CO- VID-19 áhrif á stöðuna en því miður var Reykjavík- urborg það illa rekið sveitarfélag fyrir CO- VID-19 að búið var að senda ósk um neyð- araðstoð til ríkisins strax á vordögum. Enda aug- ljóst að fjárhagsleg óstjórn hefur verið í sveit- arfélaginu um langt skeið. Ríkið nýtti uppsveiflu síð- ustu ára til að greiða skuldir verulega niður, en á sama tíma hefur borgin aukið skuldir sínar um meira en milljarð á mánuði þrátt fyrir einstakt góðæri. Nú eru liðin tvö ár frá því að Viðreisn komst í meiri- hluta með vinstri flokkunum í borginni. Þá var gerður sáttmáli um að greiða niður skuldir á meðan efnahags- ástandið væri gott en á það lögðu fulltrúar Viðreisnar þunga áherslu. Það hefur gjörsamlega brugðist. Algerlega ósjálfbær rekstur til margra ára Reykjavíkurborg skýrir stöðu sína best út sjálf í umsögn sem borgin sendi frá sér í vor til Alþingis vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar og áhrifa COVID-19. Þar óskaði Reykjavíkurborg eftir tug- um milljarða bæði frá ríkinu og Seðla- banka Íslands. Niðurstöður starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar fylgja um- sögninni og þar segir meðal annars: „Vandinn snýst hins vegar ekki aðeins um skammtíma fjármögn- unarvanda heldur stefnir í algerlega ósjálfbæran rekstur til margra ára. Þessa ósjálfbærni er ekki hægt að leysa með hækk- un leyfilegrar skattlagn- ingar eða þjónustugjalda eða með stórfelldum nið- urskurði í útgjöldum borgarinnar sem varða að langmestu leyti leik- og grunnskóla og velferð- arþjónustu. Hefðbundnar aðferðir eru ekki í boði. Þá er ekki hægt að leysa þetta með stórfelldum lánveitingum þar sem veltufé frá rekstri mun ekki til margra ára fram undan standa undir af- borgunum.“ Ekki er hægt að hækka skatta og gjöld sem nú þegar eru í botni. Fjárhagsstaða borg- arinnar getur ekki verið skýrð út betur, því miður. Niðurskurður hjá börnum Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks hefur allt frá kosningum verið að benda á það að fjárhagsstaða borg- arinnar sé ekki ásættanleg. Því hefur ávallt verið haldið fram af meirihlut- anum að allt sé í himnalagi og allar ábendingar okkar um slaka rekstr- arstöðu hafa verið slegnar út af borð- inu. Meirihlutinn hefur samt byrjað að spara og það hjá börnum með því að loka grunnskóla. Á tímum þessa meiri- hluta þar sem borgin er að eigin sögn að stefna í algerlega ósjálfbæran rekst- ur er byrjað á því að skera niður í grunnþjónustunni sem hefur ekki frá hruni fengið það bætt sem þá var skorið niður. Það er ljóst að næstu mánuðir verða erfiðir fyrir meirihlutann í Reykjavík þar sem komið er að skuldadögum eftir margra ára skuldasöfnun. Eftir Valgerði Sigurðardóttur » Því miður var Reykja- víkurborg það illa rekið sveit- arfélag fyrir COVID-19 að búið var að senda ósk um neyðaraðstoð til ríkisins strax á vordögum. Valgerður Sigurðardóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. valgerdur.sigurdardottir@reykjavik.is Reykjavíkurborg óskar eftir neyðaraðstoð „Það sem gerist er að það verður þessi gríð- arlega samvinna og samskipti. Okkar fremstu vísindamenn á alþjóðavísu og fyrirtæki á þessum markaði fara að deila upplýsingum. Þetta er einstakt – sigur fyrir mannkynið, ef ég má orða það sem svo,“ var haft eftir Birni Rúnari Lúðvíkssyni, yf- irlækni ónæmisdeildar Landspítalans í frétt Vísis í síðustu viku. Það viðhorf er orðið ríkjandi að samvinnan og samskiptin muni leiða okkur út úr þessu ástandi sem ríkir í heiminum um þessar mundir. Þetta er viðhorf sem er inngróið í stefnu Framsóknar enda hefur flokkurinn í gegnum tíðina verið boðberi samvinnunnar sem leys- ir úr læðingi helstu framfaramál í sögu þjóðarinnar. Leiðin til eðlilegs lífs Þegar þessi orð eru rituð stöndum við enn í ströngu við að koma í veg fyrir vöxt veirunnar á Íslandi eftir að hafa lifað tiltölulega eðlilegu lífi fram- an af sumri. Barátta okkar gegn veir- unni hafði gengið vel en eins og sótt- varnalæknir hefur ítrekað í máli sínu frá upphafi faraldursins verðum við að læra að lifa með veir- unni í mánuði eða ár áð- ur en við getum aftur snúið til eðlilegs lífs. Hagur heimilanna Veiran hefur haft áhrif á líf okkar allra. Ríkisstjórnin hefur auk baráttunnar við heil- brigðisvána komið fram með umfangsmiklar að- gerðir til að milda efna- hagslegt högg á fjöl- skyldur og fyrirtæki. Þær aðgerðir hafa verið mikilvægar en áfram verður unnið að frekari viðbrögðum til að vernda hag heimilanna, til þess að skapa ný störf og auka verðmætasköpun svo sam- félagið nái sínum fyrri styrk. Uppgangur öfga Á síðustu misserum höfum við upp- lifað uppgang öfga í heiminum og við förum ekki varhluta af því hér á Ís- landi. Leiðtogar stjórnmálaafla hafa sumir stigið fram með lýðskrumið að vopni og höggvið skörð í samfélagið til þess eins að ná aukinni áheyrn og með það að markmiði að öðlast meiri völd. Það gera þeir með því að etja hópum gegn hver öðrum, skapa óánægju og fylla fólk þannig van- mætti. Það er öndvert við það sem ég trúi að stjórnmál eigi að gera því ég lít á stjórnmál sem tæki til að efla fólk og samfélög og til að búa til betri og ham- ingjuríkari heim. Samvinnuleiðin í stjórnmálum Öfgar til hægri og vinstri eru okkur vel kunnar í samtímasögunni og hafa þær ekki fært okkur betri samfélög. Það hefur hins vegar samvinnan gert. Ef við lítum yfir sögu Íslands sem lýð- veldisins sjáum við að stjórn landsins hefur verið í höndum samsteypu- stjórna og þar hefur Framsókn oftar en ekki verið þátttakandi. Þessi sam- vinnuleið í íslenskum stjórnmálum hefur getið af sér samfélag sem ætíð er ofarlega ef ekki efst á listum þjóða sem þykja skara fram úr þegar kemur að almennum lífsgæðum í heiminum. Þau stjórnmálaöfl sem við sjáum nú yst til hægri og yst til vinstri bjóða engum til samtals heldur miða að því að níða skóinn af öðrum, oft með því að hafa uppi stór orð um svik, prin- sippleysi og jafnvel landráð ef það ylj- ar eigin sjálfsmynd þá stundina. Skynsemin sigrar alltaf að lokum Yfirlýsingar sem eingöngu er ætlað að ögra og etja fólki saman eru að sönnu ekki mikils virði en þær eru eyðileggjandi. Segja má að öfgarnar næri hvor aðra en leiði aldrei til nið- urstöðu því það eru aðrar og skyn- samari stjórnmálahreyfingar sem leiða fólk saman og hreyfa samfélagið til betra horfs. Samtal, samvinna: framfarir Á síðasta degi þingsins voru sam- þykkt lög og þingsályktanir sem gera fjárfestingu í samgöngum upp á 900 milljarða króna mögulega. Í þeim pakka var, auk fjölmargra brýnna verkefna um allt land, samgöngu- sáttmáli um uppbygginu á höfuðborg- arsvæðinu. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að algjör stöðnun hefur ríkt í samgöngum á höfuðborg- arsvæðinu síðustu ár og áratugi. Það var eitt af helstu markmiðum mínum þegar ég settist í stól samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að stórauka samgönguframkvæmdir og þar með talið að höggva á þann hnút sem hefur verið í samskiptum ríkis og sveitarfé- laganna á höfuðborgarsvæðinu. Með markvissu samtali og samráði tókst það og íbúar höfuðborgarsvæðisins sjá fram á bjartari tíma í samgöngum og á það jafnt við um þá sem nota fjöl- skyldubílinn, almenningssamgöngur eða eru gangandi og hjólandi. Sundrað samfélag er veikt samfélag Stjórnmál verða alltaf samvinna og samkomulag nema við viljum búa í sundruðu samfélagi. Þeir sem mest níða niður stjórnmálin virðast líta svo á að málamiðlanir milli ólíkra sjón- armiða séu óásættanlegar og að öll samvinna sé svik. Þegar þessar radd- ir verða ráðandi í umræðunni, hjá fjölmiðlum og álitsgjöfum, þá eykst krafan um að enginn flokkur gefi neitt eftir og þá verður ekkert sam- tal, engin samvinna og þar af leiðandi engin framþróun; bara stöðnun, tor- tryggni og ófullnægja allra. Allra nema þeirra sem njóta þess að segja að allir séu prinsipplausir; allir nema þeir sjálfir. Heimsfaraldurinn getur leitt til sundrungar og átaka en líkt og þegar kemur að því að ráða niðurlögum veirunnar sjálfrar þá þurfum við samvinnu til að byggja upp sterkara samfélag. Framsókn mun hér eftir sem hingað til vinna að sátt um framþróun samfélagsins. Sú sátt verður ekki til með öfgum til hægri eða vinstri. Framtíðin ræðst á miðj- unni. Eftir Sigurð Inga Jóhannsson » Framsókn mun hér eftir sem hingað til vinna að sátt um framþróun samfélags- ins. Sú sátt verður ekki til með öfgum til hægri eða vinstri. Framtíðin ræðst á miðjunni. Sigurður Ingi Jóhannsson Höfundur er formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra. Samvinna er lykillinn að árangri Efnahagsleg áhrif kórónufaraldursins má sjá hjá heimilum og hinu opinbera, bæði ríki og sveitar- félögum. Helsta ógn- in sem við stöndum frammi fyrir í dag er vaxandi atvinnuleysi sem leggst þungt á þá sem verða því fyr- ir og getur orðið mjög dýrt fyrir sam- félagið allt. Seðlabankinn sagðist í vikunni gera ráð fyrir 10% atvinnu- leysi á þessu ári, sem þýðir að um 20 þúsund manns verða án atvinnu. Markmið þessa hausts hlýtur að vera að milda höggið fyrir þá sem verða fyrir atvinnumissi með áframhaldandi hlutabótum og leng- ingu á tekjutengdum bótum, líkt og ríkisstjórnin hefur þegar tilkynnt um. Markmið hins opinbera hlýtur líka að vera að koma í veg fyrir at- vinnuleysi eftir því sem kostur er, með því að styðja við fólk og fyrir- tæki og halda uppi atvinnustigi. Grænar áherslur Reykjavíkurborgar Frá því að faraldurinn hófst hef- ur Reykjavíkurborg lagt annars vegar áherslu á heilbrigði og varnir gegn dreifingu veirunnar og hins vegar á efnahagslega viðspyrnu í þágu borgarbúa. Strax í vor kynnt- um við aukna innspýtingu t.d. í við- haldsverkefni og sumarstörf nema. Við kynntum líka Græna planið, um grænar áherslur upp úr efnahags- áfallinu, þar sem eru tekin mik- ilvæg skref til framtíðar, skref sem við þurfum að taka til að bæta lífs- gæði, loftgæði og loftslag. Græna planið þarf að byggjast á sjálf- bærni, þar sem vandamálum er ekki ýtt áfram til komandi kyn- slóða, heldur sé það á okkar ábyrgð að bregðast við þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir. Mikill tekjusamdráttur Ársreikningur Reykjavíkurborg- ar 2019 sýndi sterkan fjárhag borg- arinnar og rými til að takast á við komandi þrengingar. Nú hefur sex mánaða uppgjör borgarinnar verið lagt fram og sýn- ir glögglega að tekjur eru að dragast hratt saman á meðan út- gjöld aukast vegna kórónuveiru- faraldursins, líkt og sést hjá öðrum sveit- arfélögum og ríkinu. Það var við því að bú- ast að tekjur A-hluta borgarinnar yrðu mun lakari en fjár- hagsáætlun gerði ráð fyrir. Skuldir samstæðu Reykjavíkur hafa aukist á þessu ári, til að geta brugðist við efnahagssamdrætt- inum og minnkandi tekjum borg- arinnar og fyrirtækjum hennar. Staðgreiðsla skatta er t.a.m. tæpum 3 milljörðum, eða 6,6%, lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrstu sex mánuðum ársins. Minni umsvif í efnahagslífinu sjást einnig í minni tekjum Strætó og Faxaflóahafna. Þá hefur lækkun á álverði og veik- ing krónunnar frá áramótum haft töluverð áhrif á rekstrarniðurstöðu Orkuveitunnar. Strax í vor lagði Reykjavík- urborg fram sviðsmyndir um efna- hagsleg áhrif kórónuveirufarald- ursins og hefur hún því verið undirbúin fyrir samdrátt. Áfram mun Reykjavíkurborg byggja á greiningu fagmanna borgarinnar til að bregðast við á traustum og fag- legum grunni. Sjálfbærni til framtíðar Vinnumarkaðsaðgerðir hins opinbera þurfa að gera ráð fyrir að- gerðum strax, til að stuðla að aukn- um tekjum og lækkun kostnaðar til framtíðar litið. Hinn kosturinn er að flýta framkvæmdum sem þegar hafa verið ákveðnar. Í áætlunum til næstu fimm ára ætti því að stefna að því að færa meginþunga framkvæmda eins framarlega í tíma og kostur er. Slík- ar framkvæmdir geta t.d. lotið að uppbyggingu mikilvægra innviða eða að flýta snjallvæðingu ferla sem mun spara til framtíðar. Við þurfum þó að fara gætilega og tryggja að um tímabundnar aðgerðir verði að ræða og að þær leiði ekki til þess að hið opinbera bólgni út á þann hátt að erfitt verði að skera niður þegar betur árar. Flýtum umhverfisvænum innviðum Nú eru sveitarfélög á höfuð- borgarsvæðinu og ríkið að sam- þykkja stofnun opinbers hluta- félags sem mun bera nafnið Góðar samgöngur ohf. og mun sjá um framkvæmd samgöngusáttmálans. Stærsti eigandinn verður ríkið með 75% hlut og svo Reykjavík með 14% en önnur sveitarfélög á höfuð- borgarsvæðinu með minna. Með stofnun Góðra samgangna gefst ríkinu og sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu tækifæri til þess að flýta framkvæmdum sem þegar er búið að ákveða að ráðast í, til að bæta samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Til dæmis væri hægt að flýta framkvæmdum upp á 8,2 milljarða sem búið er að eyrnamerkja göngu- og hjólastíg- um, göngubrúm og undirgöngum. Þrátt fyrir lægri tekjur þarf Reykjavíkurborg, líkt og öll sveitar- félög í landinu, að vera þess reiðubúin að veita góða grunnþjón- ustu og sveitarfélögin mega ekki verða til þess að magna niðursveifl- una með því að fara í harkalegan niðurskurð núna. Það er skyn- samlegra, fyrir alla, að halda uppi öflugu framkvæmdastigi og reyna að flýta framkvæmdum sem reyn- ast hagkvæmar og þarf að fara í. Þó svo að það þýði tímabundið aukna skuldsetningu, sem Reykjavík get- ur staðið undir. Skynsamlegar fjárfestingar til framtíðar Eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir » Vinnumarkaðs- aðgerðir hins opin- bera þurfa að gerast strax, þær stuðla að auknum tekjum og lækkun kostnaðar til framtíðar litið. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.