Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
2020 GMC Denali
Litur: Silver/ Dark walnut að innan.
2020 GMC Denali, magnaðar breytingar
t.d. 10 gíra skipting, auto track millikassi,
multipro opnun á afturhlera, flottasta
myndavélakerfið á markaðnum ásamt
mörgu fleirra. Skjáir í hauspúðum,
gúmmimottur, sóllúga.
VERÐ
13.290.000 m.vsk
ATH. ekki „verð frá“
2020 GMC Denali Ultimate
Litur: White frost/svartur að innan.
Magnaðar breytingar t.d. 10 gíra
skipting, auto track millikassi,
multipro opnun á afturhlera, flottasta
myndavélakerfið á markaðnum ásamt
mörgu fleirra. Skjáir í hauspúðum,
gúmmimottur, sóllúga. Samlitaðir
brettakantar. Tveir alternatorar.
VERÐ
13.875.000 m.vsk
ATH. ekki „verð frá“
2020 GMC Denali Ultimate
Litur: Svartur/ Svartur að innan.
Magnaðar breytingar t.d. 10 gíra
skipting, auto track millikassi,
multipro opnun á afturhlera, flottasta
myndavélakerfið á markaðnum ásamt
mörgu fleirra. Skjáir í hauspúðum,
dráttarbúnaður í palli, motta í palli,
samlítaðir brettakantar, sóllúga.
VERÐ
13.875.000 m.vsk
ATH. ekki „verð frá“
2020 Ford F-350 XLT
Litur: Silver/ Grár að innan. 6,7L Diesel,
450 Hö, 925 ft of torque, 4X4, 10-speed
Automatic transmission, 6-manna.
Heithúðaður pallur.
VERÐ
11.290.000 m.vsk
ATH. ekki „verð frá“
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Miklu meira veiðist í Eystri-Rangá en
öðrum laxveiðiám landsins þessa dag-
ana; síðustu vikuna veiddust 1.470
laxar í ánni sem er meira en heildar-
veiði sumarsins í öllum öðrum ám en
Ytri-Rangá og er þó ekki mikið
minna en veiðst hefur þar, munar
ekki nema um 350 löxum. Á mið-
vikudagskvöldið höfðu veiðst nær
6.800 laxar í Eystri-Rangá og fellur
veiðimetið í ánni eflaust á næstu dög-
um en það er frá 2007, 7.473 laxar.
Mesta sumarveiði í ár hérlendis var
þó í Ytri-Rangá ári síðar, 14.315 lax-
ar.
Veiði í Rangánum byggist á haf-
beitarlaxi og hefur veiðst afar vel í
þeirri eystri í allt sumar. Meðalveiði á
stöng þessa síðustu viku var rúmir 11
laxar á dag en þetta var aflahæsta
vika sumarsins og skiptir þar miklu
að 20. ágúst var leyft að byrja að
veiða með maðki og spún sem er nú
beitt auk veiðiflugnanna sem réðu
ríkjum fram að því.
Að sögn Gunnars Skúla Gunn-
arssonar staðarhaldara eru leið-
sögumenn við ána orðnir vanir því að
þurfa sífellt að vera að háfa laxa fyrir
viðskiptavini. „Það var sérstakalega
mikil veiði fyrstu dagana eftir maðka-
opnun en síðan róaðist það og núna er
flugan að gefa best og er mjög sterk.
Það er kvóti, má halda fjórum smá-
löxum á vakt.“
Gunnar segir öll svæði árinnar
vera virk. „Þau eru misgóð eins og
gengur en það veiðist á öllum svæð-
um,“ segir Gunnar. Og veiðimenn eru
lukkulegir. „Heldur betur,“ segir
hann. „Og líka allir þeir erlendu
veiðimenn sem komu þrátt fyrir Co-
vid. Þeir sem komu fengu fína veiði
og voru hamingjusamir yfir að hafa
tekið sénsinn á að koma.“ Veitt er í
Eystri-Rangá til 15. október.
Rúmlega 11 laxar á stöng
á dag í Eystri-Rangá
Fádæma góð laxveiði í Eystri-Rangá 1.470 laxa vika
Morgunblaðið/Einar Falur
Háfað Nú hafa laxarnir víðast tekið lit og líkur aukast á að pirraðir hæng-
ar, sem orðnir eru heimaríkir í hyljum, endi í háfum vonglaðra veiðimanna.
Afl ahæstu árnar
Heimild: www.angling.is
0 3.500 7000
Staðan 26. ágúst 2020
Veiðistaður
Stanga-
fjöldi Veiði
28. ágúst
2019
29. ágúst
2018
Eystri-Rangá 18 6.791 2.652 3.344
Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki 18 1.820 1.184 2.774
Miðfjarðará 10 1.283 1.193 2.201
Affall í Landeyjum 4 1.192 185 590
Selá í Vopnafi rði 6 1.022 1.300 1.222
Urriðafoss í Þjórsá 4 954 735 1.243
Haffjarðará 6 918 530 1.435
Hofsá og Sunnudalsá 6 830 583 602
Norðurá 15 829 413 1.498
Þverá – Kjarrá 14 826 787 2.369
Jökla (Jökulsá á Dal) 8 795 339 402
Langá 12 734 349 1.339
Laxá í Kjós 8 636 172 790
Laxá á Ásum 4 565 617 624
Laxá i Dölum 6 501 353 879
Reiknað er með að flugtíma lúsmýs
ljúki á næstunni, en flugtíminn er
talinn vera frá júní og til loka ágúst,
samkvæmt upplýsingum Matthíasar
Alfreðssonar, skordýrafræðings á
Náttúrufræðistofnun. Nokkrar vik-
ur eru síðan stofnuninni bárust til-
kynningar um lúsmý eða sýni, en
þau eintök sem bárust fyrr í sumar
voru flest úr Árnessýslu, Borgarfirði
og frá Akureyri. Matthías segir að
reikna megi með að lúsmý verði við-
varandi næstu ár.
Á Facekbook-síðunni Lúsmý á Ís-
landi kemur fram að farið er að
draga úr lúsmýi þetta sumarið.
Nokkur dæmi eru þó nefnd um að
hið hvimleiða lúsmý hafi gert vart
við sig um síðustu helgi. Á síðunni er
að finna m.a. fréttir af lúsmýi víða
um land, reynslusögur, lýsingar á
bitum, útbreiðslu og aðgerðir til að
verjast biti. Á tímabili í sumar voru
færslur mjög líflegar í hópnum.
Nýr landnemi birtist
vart með slíkum hvelli
Fyrr í sumar fjallaði Erling Ólafs-
son skordýrafræðingur um lúsmý á
Facebook-síðunni Heimur smádýr-
anna, sem hann hefur haldið úti um
árabil. Þar segir meðal annars:
„Ef ég horfi aftur í tímann tel ég
mig hafa vísbendingar frá níunda
áratug síðustu aldar sem benda ein-
dregið til bita lúsmýs í sumarhúsum
á Suðurlandi. Síðan gerist það fyrir
fimm árum að lúsmýið blossar upp
svo almennt verður eftir tekið. Kann
það að stafa af breytingum á
ríkjandi loftslagi sem náðu á þeim
tímamótum að losa um hömlurnar
sem héldu aftur af kvikindunum.
Sumarið 2015 varð mestallt Suðvest-
urland undir. Ólíklegt er að nýr
landnemi birtist með slíkum hvelli á
stórum landshluta. Annað þarf til.
Mest lítið er vitað um lífshætti og
uppeldisstöðvar. Því hefur verið
haldið fram að uppeldisstöðvar séu í
vatni þótt ekkert staðfesti það. Ég
tel að frekar megi finna lirfurnar í
rökum rotnandi gróðursverði þótt
ekki hafi ég það staðfest. Stundum
er lúsmý ágengt víðs fjarri stand-
andi vatni eða lækjum. Ólíklegt er að
það berist langar vegalengdir frá
uppeldisstöðvum í miklum fjölda til
að finna sér blóðgjafa,“ skrifar Er-
ling. aij@mbl.is
Flugtíma lúsmýs
í sumar lýkur senn
Líflegar umræður
á samfélagsmiðlum
Ljósmynd/Vísindavefurinn
Sýni Lúsmý úr gildru í Kollafirði.
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auð-
lindamála hefur vísað frá kæru Mos-
fellsbæjar vegna malbikunarstöðvar
sem Reykjavíkurborg hefur heimil-
að á lóð borgarinnar við Esjumela á
Kjalarnesi. Segir nefndin að Mos-
fellsbær geti ekki talist aðili að mál-
inu í skilningi laga. Um er að ræða
malbikunarstöðina Höfða sem er í
eigu borgarinnar.
Mosfellsbær hafði bent á að verið
væri að gera breytingar á landnotk-
un, sem ákveðin hefði verið í aðal-
skipulagi, með deiliskipulagstillögu
sem ekki hefði verið kynnt sveitar-
félaginu þótt hún gæti haft mengun í
för með sér. Lóð malbikunarstöðv-
arinnar sé nálægt sveitarfélaga-
mörkunum og í næsta nágrenni við
stóra íbúðabyggð Mosfellsbæjar.
Aðeins sé um einn km milli nýrrar
malbikunarstöðvar og þéttrar
byggðar. Starfsemin hafi einnig í för
með sér neikvæð sjónræn áhrif auk
neikvæðra umhverfisáhrifa sem
gætu skert gæði útivistar fyrir nær-
liggjandi svæði sem margir höfuð-
borgarbúar nýti sér.
Úrskurðarnefndin taldi að máls-
rök Mosfellsbæjar lytu fyrst og
fremst að gæslu hagsmuna sem ekki
teldust til einstaklingsbundinna
hagsmuna kæranda eins og lög
kveða á um. Gæti kærandi því hvorki
talist aðili að hinni kærðu ákvörðun í
skilningi 1. mgr. 26. gr. stjórnsýslu-
laga nr. 37/1993 né átt þá einstaklega
lögvörðu hagsmuni tengda hinni
kærðu ákvörðun sem eru skilyrði
kæruaðildar skv. 3. mgr. 4. gr. laga
nr. 130/2011.
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi
Miðflokksins, gagnrýndi áformin um
malbikunarstöðina á Kjalarnesi
harðlega fyrr á þessu ári. Lét hún
svo ummælt að markmið sameining-
ar Kjalarness og Reykjavíkur í eitt
sveitarfélag hefði verið það eitt að
koma þungaiðnaði og sorpi út úr
Reykjavík og drekkja Kjalarnesi í
úrgangi sem enginn annar vilji.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Kærumál Mosfellingar fá malbikunarstöðina Höfða, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, í næsta nágrenni við sig.
Vísuðu kærunni frá
Mosfellsbær lagðist gegn malbikunarstöð á Esjumelum