Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020 Vinnuvélar hófu í vikunni að rífa niður gamla húsnæði Hitaveitu Reykjavíkur, á horni Grens- ásvegar og Suðurlandsbrautar, gegnt Glæsibæ. Þar munu rísa 183 íbúðir og sjö hæða skrifstofubygg- ing á vegum Fasteignafélagsins G1. Lengi voru aðalstöðvar hitaveit- unnar þarna til húsa, síðar nýtti Mannvit húsnæðið en nú síðast Kvikmyndaskóli Íslands. Gert er ráð fyrir að niðurrifinu verði lokið um mánaðamótin sept- ember/október og byggingar- framkvæmdir geta þá hafist í kjöl- farið. Útboð hefur farið fram og er verið að ganga frá samningum við verktaka þessa dagana, að sögn Jóns Þórs Hjaltasonar hjá G1. Áður voru uppi áform um að reisa þarna 300 herbergja hótel en hætt var við þau á síðasta ári og ákveðið að fara í byggingu á íbúð- um og skrifstofuhúsnæði. Mið- svæðis á lóðinni er dælustöð en þar sem hún er friðuð verður hún áfram í notkun um sinn. Senn munu 183 íbúðir og sjö hæða skrifstofubygging rísa á horni Grensásvegar og Suðurlandsbrautar Hitaveitu- húsin rifin fyrir íbúðir Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Isavia, rekstraraðili Keflavíkurflug- vallar, hefur sagt upp 133 starfs- mönnum frá og með næstu mánaða- mótum. Tólf starfsmönnum til viðbótar verður boðið lægra starfs- hlutfall. Í tilkynningu Isavia til fjöl- miðla í gær segir, að þetta sé gert vegna aðgerða stjórnvalda við landa- mæri. Vel hafi gengið í sumar eftir að ferðamönnum var hleypt aftur til landsins, en ákvörðun um tvöfalda skimun við landamærin hafi veitt náðarhöggið. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, segir að staðan muni vera endurskoðuð reglulega. Óvissa á flugmarkaði sé mikil en Isavia sé reiðubúið að bregðast hratt við ef glæða tekur í rekstri félagsins. Frá því kórónuveirufaraldurinn hófst hefur stöðugildum hjá Isavia fækkað um 40%. Isavia sagði 101 starfs- manni upp í vor þegar kórónuveiru- faraldurinn braust fyrst út. Svein- björn óskar starfsfólki sem sagt hefur verið upp velfarnaðar og segist vona að leiðir þess við Isavia liggi saman á ný fyrr en síðar. Hópuppsögn hjá Isavia Morgunblaðið/Eggert Flugrekstur Lítil umferð hefur verið um Leifsstöð að undanförnu.  Segja 133 upp  Sögðu 101 upp í mars  12 manns boðið lægra starfshlutfall  40% stöðugilda lögð niður síðan í vor 35 cm verð 169.000,- 50 cm verð 229.000,- 70 cm verð 329.000,- Atollo Vico Magistretti 1977 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (meðVisa / Euro) í allt að 6 mánuði. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, Akureyrarbær og Vegagerð- in hafa komist að samkomulagi um uppsetningu hraðamyndavéla við gangbrautarljós á Hörgárbraut. Settur verður upp myndavélabúnað- ur sem er hraða- og rauðljósamynda- vél við gangbrautarljós á Hörgár- braut skammt norðan við Tryggvabraut og við Stórholt. Aðgerðin er liður í bættu umferð- aröryggi á umræddum vegkafla, ekki síst fyrir börn sem leggja leið sína yf- ir Hörgárbraut á leið sinni til og frá skóla. Talsvert hefur verið fjallað um umferðaröryggi á Hörgárbraut og markmiðið með aðgerðinni er að tryggja að hámarkshraði sé virtur. Um er að ræða nýja tegund myndavélar sem ekki hefur verið tek- in í notkun hérlendis áður. Hún er útbúin radartækni til hraðamælinga og verður vélin beintengd umferðar- ljósunum og mun nema stöðu ljós- anna hverju sinni. Reiknað er með því að hafist verði handa við uppsetn- ingu á búnaðinum eftir um tvær vik- ur. Morgunblaðið/Margrét Þóra Hörgárbraut Þar hafa verið tíð slys síðustu ár. Nú á að gera bragarbót á. Hraðamyndavél- ar á Hörgárbraut  Bætt umferðaröryggi fyrir gangandi Svandís Svavarsdóttir heilbrigð- isráðherra hefur tilkynnt að kaup ís- lenskra stjórnvalda á bóluefni gegn kórónuveirunni fari fram á grund- velli samninga Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur. Svíþjóð hef- ur heimild til þess að áframselja bóluefni til ríkja innan EES, t.a.m. Íslandi og Noregi. Gert er ráð fyrir að hér á landi muni þurfa um 550 þúsund skammta af bóluefni. Er þá miðað við að hver bólusettur íbúi verði bólusettur tvisvar. Með þeirri aðferð næst að bólusetja 75% þjóðarinnar og þar með ná fullnægjandi hjarðónæmi. Evrópusambandið gerði saming við sænsk-breska fyrirtækið Astra- Zeneca og standa viðræður ESB við fleiri lyfjaframleiðendur yfir. Bólu- efni fyrirtækisins er ekki komið með markaðsleyfi í Evrópu enn þá en lokaprófanir standa nú yfir. Bundn- ar eru vonir við að hægt verði að taka það í notkun í lok þessa árs eða byrjun þess næsta. Hér þurfi 550 þúsund skammta af bóluefni  Svíar með heimild til að selja Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.