Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020 Sighvatur Bjarnason sighvaturb@mbl.is Mikið fjárhagslegt tjón hefur orðið í kjölfar þess að pakkaferðum til út- landa hefur verið aflýst eða þær styttar vegna áhrifa kórónuveir- unnar. Nokkur áhöld hafa verið um hver skuli bera skaðann og segir Þór- unn Anna Árnadóttir, forstjóri Neyt- endastofu, að þangað hafi borist mik- ill fjöldi fyrirspurna frá neytendum sem vilja kanna rétt sinn. Breki Karlsson, formaður Neytenda- samtakanna, segir nýlega úrskurði fordæmisgefandi og hvetur fólk til að leita réttar síns. Ekki rétt á þóknun Í byrjun mars þegar faraldurinn spratt upp á Tenerife var eyjan skil- greind sem hááhættusvæði og þar síðar sett á útgöngubann. Fjölmargir ferðamenn sem keypt höfðu pakka- ferðir þangað töldu forsendur brostn- ar og settu sig í samband við Neyt- endastofu vegna tilvika þar sem ferðaskrifstofur vildu halda eftir þóknun og neituðu að endugreiða ferðina að fullu. Neytendastofa brást við og gaf út stjórnvaldsákvörðun sem beint var gegn þremur skrif- stofum. Með vísan til laga var kveðið á um að ekki mætti halda eftir þókn- un af hendi ferðamanna, þrátt fyrir að um „óvenjulegar og óviðráð- anlegar aðstæður“ hafi verið að ræða. Í kjölfar þess gaf Neytendastofa út sérstakar leiðbeiningar til ferðaskrif- stofa um „Endurgreiðslu pakkaferða vegna COVID-19“. Bætur vegna neyðarfluga Margir ferðamenn voru komnir til Tenerife þegar að ósköpin dundu yfir. Ferðaskrifstofur brugðust við með þeim hætti að bjóða viðskiptavinum sínum að stytta ferðina og þiggja far aftur heim með flugvélum sem sér- staklega voru sendar á staðinn. Skil- málarnir voru þeir að sú ráðstöfun átti að marka lok ferðarinnar og hraðar hendur þurfti til að koma ferðunum á legg. Í kjölfarið hafa tveir aðilar leitað á náðir kærunefndar vöru- og þjón- ustukaupa, sem hefur úrskurðað svo að þrátt fyrir að hafa ekki getað efnt samning sinn vegna þeirra aðstæðna sem sköpuðust, beri ferðaskrifstofum að veita afslátt og endurgreiða þann hluta ferðar sem ekki var nýttur. Breki segir að í vor hafi tugir ein- staklinga sett sig í samband við sam- tökin í kjölfar þessara „neyðarfluga“ og viljað kanna rétt sinn. Hann segir marga hafa talið sig bundna af þeim skilmálum sem settir voru en „ekki megi gera samninga sem tryggi neyt- endum lakari rétt en lögum sam- kvæmt“. Hann telur úrskurðina for- dæmisgefandi og hvetur hlutaðeigandi til að leita réttar síns. Sérstakar lánveitingar Eftir að ljóst var að fjárhagslegt tjón ferðaskrifstofa væri meira en ráð- ið yrði við, voru sett lög um Ferða- ábyrgðarsjóð. Með tilkomu sjóðsins var ferðaskrifstofum gefinn kostur á að sækja um lán sem ætlað er að standa undir lögbundnum endur- greiðslum til neytenda. Pakkaferðir sem annaðhvort var aflýst eða afbók- aðar vegna útbreiðslu kórónuveikinar á tímabilinu 12. mars til 31. júlí falla þar undir. Samkvæmt heimasíðu Ferða- málastofu, sem annast umsýslu lán- anna, höfðu í gær borist alls 23 um- sóknir að samtals fjárhæð rúmlega 1,6 milljarða króna. Fimm lán að upphæð samtals 496 milljónir hafa þegar verið afgreidd og átján eru í vinnslu eða bíða afgreiðslu. Ferðamenn leita réttar síns  Áhöld um hver skuli bera fjárhagslegt tjón vegna aflýstra pakkaferða  Nýlegir úrskurðir neyt- endum í vil  Mikið fjárhagslegt tjón ferðaskrifstofa  1,6 milljarðar sóttir í Ferðaábyrgðarsjóð Morgunblaðið/Eggert Ferðalög Margir hafa þurft að hverfa frá ferðaáætlunum sínum þetta árið og tjón ferðaskrifstofa er mikið „Stofnun Ferðaábyrgðarsjóðs var afar miklvæg og jákvæð aðgerð,“ segir Skapti Örn Ólafsson, upplýs- ingafulltrúi Samtaka ferðaþjónust- unnar. Ekki liggi endanlega fyrir hversu umfangsmiklar endurgreiðslur frá ferðaskrifstofum verði, en fyr- irkomulagið dragi úr spennu og veiti svigrúm til að vinna úr kröfum viðskiptavina. Hann segir nauðsyn- legt að endurskoða það tímabil sem sjóðnum er ætlað að taka til enda hafi aðstæður breyst frá þeim tíma sem lögin voru sett. Aðspurður um ákvarðanir Neyt- endastofu um fulla endurgreiðslu fargjalda, segir Skapti „mögulega hægt að fallast á það,“ eftir atvik- um þ.e. ef afpantanir eiga sér stað eftir að tilkynnt er um ferðatak- markanir á áfangastað. Hann segir það hins vegar skýran rétt ferða- skrifstofu að halda eftir þóknun ef afpantanir eru gerðar áður en til- kynning um lokanir eru staðfestar af yfirvöldum á áfangastað. Hvað varðar styttingu ferða segir Skapti að mögulega sé hægt að fallast á úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa er varða ófyrirséðar aðstæður. Hins vegar verði það svo að vera að ef farþegi ákveði sjálfur að hætta við ferð og fljúga fyrr heim, þá eigi ekki að skapast krafa um afslátt. Endurgreiðslur við réttar forsendur SAMTÖK FERÐAÞJÓNUSTUNNAR Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fjarðabyggð er að undirbúa flóða- varnir við Lambeyrará sem rennur í gegnum miðbæinn á Eskifirði. Gerð verður ný brú og farvegur ár- innar breikkaður og dýpkaður og veggir hans steyptir til þess að hann taki við meira vatnsmagni. Hætta af krapaflóðum Allmargir lækir og ár falla niður brekkuna ofan við byggðina í Eski- firði. Fimm þeirra hafa grafið sér gil og renna í grunnum farvegum í gegnum bæinn. Það eru Bleiksá, Grjótá, Lambeyrará, Ljósá og Hlíðarendaá. Hafa krapaflóð úr þessum ám valdið hættu fyrir byggð og stundum skemmdum á mannvirkjum. Skipulagðar eru rýmingar þegar flóðahætta er vegna úrhellisrigningar eða asa- hláku. Gerðar hafa verið varnir við þrjár af þessum ám en hættuleg- ustu krapafarvegirnir eru eftir, Lambeyrará og Grjótá. Verið er að hanna varnir við Grjótá en búið er að bjóða út framkvæmdir við Lambeyrará. Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur hjá Ofanflóðasjóði, segir að Norðfjarðarvegur liggi um framkvæmdasvæðið og hafi verið ákveðið að bíða með framkvæmdir við Grjótá og Lambeyrará þar til umferðin færðist í Norðfjarðar- göng. Einnig hafi verið talið æski- legt að fá reynslu á varnirnar við hina farvegina. Tilboð í varnir við Lambeyrará verða opnuð í næstu viku en fram- kvæmdinni á að vera lokið í desem- ber árið 2022. Fjarðabyggð stendur fyrir framkvæmdinni en Ofanflóða- sjóður styrkir verkefnið, eftir þeim reglum sem um slíkt gilda. Farvegur Lambeyrarár verður breikkaður og dýpkaður og botn og bakkar mótaðir með grjóthleðslum og steyptum veggjum. Efst verður austurhlið nýja farvegarins hlaðin úr grjóti sem og báðar hliðar neðsta hluta hans. Annars verða veggirnir steyptir. Leiðiveggir verða byggðir við efri hluta farveg- ar. Ný brú verður byggð á Strand- götu og tvær göngubrýr settar á ána, önnur þeirra á að vera akfær. Morgunblaðið/RAX Eskifjörður Ár og lækir í hlíðinni ofan Eskifjarðar hafa lengi verið til vand- ræða og skapað hættu. Nú er verið að hanna varnir við Grjótá. Varnir gegn flóðum í miðbæ Eskifjarðar  Farvegur Lambeyrarár víkkaður, hlaðinn og steyptur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.