Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020
Elsku Eva, ég er
svo þakklát fyrir
stundirnar sem við
áttum saman, faðm-
lögin og hlýjuna sem þeim
fylgdu. Að hafa fengið að kveðja
þig og segja þér hvað ég elska
þig mikið.
Eva, ég elska þig til tunglsins
og til baka, í dag, á morgun, allt-
af.
„Be magical, be you.“
Þú varst einfaldlega best
Þín guðdóttir,
Ragnheiður Katrín.
Elsku Eva frænka.
Sárt að hugsa til þess að þú
sért ekki hjá okkur lengur. Stórt
skarð í hjarta okkar sem ekki er
hægt að fylla.
Eva sagði við mig þegar hún
greindist með krabbameinið að
nú væri verkefni komið í hennar
hendur sem þyrfti að leysa, stórt
verkefni, en Eva ætlaði að
massa það. Sem hún gerði stór-
kostlega. Þvílík hetja. Allan tím-
ann í verkefninu þá gaf hún
aldrei eftir.
Minningarnar úr Nunnukoti,
aðstoðin við skólagönguna mína
og alla hjálpina með lífið. Allar
ferðirnar sem við fórum saman í
hvort sem það var niður í
miðbæ, lystigarðinn eða upp í
kjarna, en helst þá ferðin okkar
fræga til Danmerkur sem við
fjölskyldan fórum saman. Við
fórum í Tívolíið og ég fékk Evu
með mér í rússíbana, sem fór
ekki betur en svo að rafmagnið
sló út í miðri ferð vegna ausandi
rigningar og vagninn okkar
stoppaði vel hallandi í miðri
beygju, mikið hlegið og mögu-
lega smá hræðsla í okkur báð-
um. Frábær ferð með góðum
minningum sem ég mun ávallt
varðveita.
En þetta er bara brotabrot af
hlýjum minningum okkar Evu
sem sýnir hversu æðisleg og frá-
bær hún var.
Þvílíkur dugnaðarforkur og
drifkrafturinn í henni var rosa-
legur, hún náði svo langt í lífinu
Eva Björg
Skúladóttir
✝ Eva BjörgSkúladóttir
fæddist á Akureyri
27. apríl 1976. Hún
lést 15. ágúst 2020.
Útför hennar fór
fram 27. ágúst
2020.
og naut lífsins til
hins ýtrasta á
hverjum einasta
degi.
Hún er fyrir-
myndin mín og
hetja.
Eva okkar stofn-
aði æðislega fjöl-
skyldu með Gulla
sínum, Þorgeiri og
Þrúði. Alltaf gott að
vera hjá þeim.
Elsku Gulli, Þorgeir Viðar og
Þrúður Júlía, megi Guð veita
ykkur styrk á þessum erfiðu tím-
um.
Eva Björg Skúladóttir, minn-
ing þín lifir.
Læt fylgja með einkunnarorð
þín:
„Be magical, be you.“
Þinn frændi,’
Skúli Lórenz.
Elsku Eva mín.
Ég sakna þín svo mikið og ég
mun aldrei gleyma þér.
Ég ætla að vera dugleg að
hugsa um allt sem við gerðum
saman.
Ég elska þig svo mikið og
hugsa um þig á hverjum degi. Þú
varst falleg, skemmtileg, góð og
grínaðist mikið og það var alltaf
svo gaman að fá að gista hjá þér.
Þú varst uppáhaldsfrænka mín.
Þín
Sigríður María.
Elsku Eva, þú ert best, þú
hefur kennt mér svo mikið.
Elska þig svo mikið, ég lofa að
ég mun aldrei gleyma þér.
Eva hefur alltaf verið í miklu
uppáhaldi hjá mér.
Ljóð um Evu
Eva mín frábæra á þessum fallega
himni,
ég veit að þú ert þarna þótt það
dimmi,
þú ert fallegasta stjarnan í heimi
hér
og mundu að þú átt alltaf stóran
hlut í hjarta mér.
Mun alltaf elska þig.
(Valgerður Fríður)
Eva var alltaf með góð ráð, ég
er svo fegin að hafa fengið að
vera frænka þín.
Ég kveð hana með hennar ein-
kunnarorðum: „Be magical, be
you.“
Þín
Valgerður Fríður
Tryggvadóttir.
Nú þegar skólar landsins eru
að hefja nýtt skólaár kveðjum
við kæran samstarfsmann sem
starfaði sem námsráðgjafi við
skólann. Eva hafði veigamikið
hlutverk innan skólans, skilur
eftir sig stórt skarð og er sárt
saknað af nemendum og starfs-
fólki. Hún hafði einstaklega góða
og hlýja nærveru sem hún nýtti
vel í samskiptum við nemendur.
Þau fundu fyrir öryggi í návist
hennar og hún fann alltaf leiðir
til þess að nálgast þau. Kakó-
bolli í upphafi dags og smá
spjall um áhugamál eða tölvu-
leiki hjálpaði sorgmæddum
skjólstæðingi að takast á við
daginn og erfiða tilveru. Mikil
fagmennska einkenndi störf
Evu og hún vann ávallt af heil-
indum og einurð að hagsmunum
nemenda í samstarfi við starfs-
menn skólans. Hún ásamt fleiri
námsráðgjöfum var upphafs-
maður að Starfatorgi, þar sem
árlega fer fram kynning á
starfsgreinum í atvinnulífinu
fyrir nemendur í efri bekkjum
grunnskólans á Akureyri.
Við minnumst hennar ekki
síst sem skemmtilegrar konu
með leiftrandi húmor sem átti
sér margar skemmtilegar birt-
ingarmyndir, djarfir brandarar
og skemmtisögur úr daglegu líf-
inu. Eva hafði einstakt lag á að
sjá skoplegar hliðar á tilver-
unni. Hún var mikil félagsvera
og dugleg að standa fyrir og ýta
úr vör skemmtilegum uppákom-
um innan starfsmannahópsins.
Hún gerði starfsandann betri
með litlum atriðum eins og jóla-
pokum með góðgæti handa
hverjum starfsmanni á aðvent-
unni eða með því að hvetja fólk
til þess að hittast á barnum.
Orðatiltækið hafa skal gát í
nærveru sálar lýsir svo vel
hennar persónu og starfshátt-
um og hún kom vel fram við
alla. Skólasamfélag Nausta-
skóla syrgir góðan námsráð-
gjafa, samstarfsmenn skemmti-
legan vinnufélaga og góða
manneskju.
Starfsmenn Naustaskóla
senda fjölskyldu Evu innilegar
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd starfsfólks
Naustaskóla,
Bryndís Björnsdóttir
skólastjóri.
Í dag kveðjum við Evu okkar
Skúla, sjöusystur og vinkonu.
Þessi brosmilda og heillandi
kona með sinn dásamlega húm-
or hefur svo sannarlega snert
okkur allar. Líkja má Ladies
Circle-ferli Evu við blóm að vori
sem vex án þess að láta mikið á
sér bera en springur út og
blómstrar svo eftir sé tekið.
Hún hafði ekki verið lengi í
klúbbnum þegar hún tók að sér
formennsku eins og ekkert væri
sjálfsagðara. Þetta var upphafið
að ævintýralegu LC-ferðalagi
þar sem Eva sat við stýrið og
naut þess að fara út fyrir þæg-
indarammann og veigraði sér
ekki við ábyrgðarhlutverkum.
Eva sat í ráðstefnunefnd fyrir
Alheimsþing samtakanna sem
haldið var á Akureyri árið 2015
og var í forsvari fyrir skipu-
lagningu á landsfundarhelgi
LCÍ árið síðar. Þessi kraftmikla
kona gegndi embætti landsfor-
seta og sat í tæp þrjú ár í lands-
stjórn LCÍ. Sem landsforseti
lagði hún til að klúbbar innan
LCÍ stæðu fyrir innlendu góð-
gerðarverkefni líkt og tíðkast í
öðrum löndum. Óhætt er að
segja að allt það sem Eva tók
sér fyrir hendur var gert afar
vel enda metnaðurinn í fyrir-
rúmi. Hún er hvort tveggja í
senn hvatning og fyrirmynd
fyrir aðrar LC-konur.
Eva var í augum okkar
sjöanna einstök manneskja sem
tók öllum með opnum örmum.
Hún var svakalega skemmtileg
og átti gjarnan hnyttin tilsvör á
réttum tíma. Hún kom sínum
skoðunum á framfæri á mál-
efnalegan hátt og hefur þannig
haft áhrif innan samtakanna.
Til að mynda var Evu það mikið
í mun að klúbburinn væri með
fjáraflanir og skellti hún sér í
stórinnkaup á netinu á ýmsum
afar nauðsynlegum varningi,
líkt og múffu og málbandi, sem
að hennar mati þurfti að vera til
að hverju heimili. Á erlendum
vettvangi átti Eva stórleik í
pinna- og hattaskiptum við er-
lendar LC-konur og hvatti hún
aðra til að leika sama leikinn
enda heillaðist hún af þessu fyr-
irbæri sem alþjóðlegu fundirnir
eru. Hún talaði mikið fyrir því
að sem flestar LC-konur upp-
lifðu þessa viðburði og að það
væri ekki eftir neinu að bíða.
Það skein í gegn hvað Eva
var mikil fjölskyldumanneskja,
hún var afar stolt af börnunum
sínum tveimur og ást hennar á
Gulla sínum falleg, að ógleymdu
einstöku sambandi við foreldra
og systur. Auðséð er að miss-
irinn er mikill hjá þessari sam-
heldnu fjölskyldu og vottum við
þeim okkar dýpstu samúð á
þessum erfiðu tímum.
Elsku hjartans Evan okkar,
það er sárt að kveðja en minn-
ingar um þig og öll þín
skemmtilegu uppátæki verma
hjörtun okkar.
„Be magical, be you.“
(Sjöurnar.)
Aníta, Auður F., Auður S.,
Berglind, Elísabet, Erla,
Eva Ósk, Eva Reykjalín,
Fanney, Guðrún, Heiða,
Hildur, Hildur Björk, Hild-
ur Ýr, Hildur Þóra, Hrönn,
Lára, María, Regína og Ýr.
Tárin streyma, elsku yndis-
lega Eva Björg, mín kæra vin-
kona og „systir“ er fallin frá í
blóma lífsins. Ég var svo lánsöm
að kynnast henni í gegnum Sillu
æskuvinkonu, en Eva var yngst
af systrunum fjórum. Mér var
tekið opnum örmum og það var
ekki mál hjá foreldrum þeirra
að bæta einni stelpu við í hóp-
inn. Ég eignaðist því fjórar
„systur“ og vinkonur í einu. Við
Eva tengdumst nánum böndum
sem efldust eftir því sem árin
liðu. Ótal minningar koma upp í
huga minn, ferðirnar til Spánar
og Ítalíu. Þar með talin ferðin
þar sem farangari okkar var
stolið degi fyrir brottför en samt
fórum við og skemmtum okkur
vel. Þú að mála mig og greiða
fyrir partí, þú í glimmerkjól
dansandi og geislandi. Allar
garðsölurnar sem við vorum
með á Fiskidögunum á Dalvík
og ómetanlegar stundir yfir
kaffibollum þar sem málin voru
rædd, hláturinn og gleðin. Þú
einstaka Eva, alltaf svo örlát á
ráð og snjöll að draga fram það
jákvæða. Við vorum síðar svo
lánsamar að vinna á sama
vinnustað í Naustaskóla þar
sem þú vannst frábært starf
sem starfs- og námsráðgjafi,
bæði hafðir þú einstakt sam-
band við nemendur og
samstarfsfólk. Þið hjónin sam-
hent og fallegt heimilið sem þú
skapaðir ykkur, því fagurkeri
varst þú mikill og hafðir gott
auga bæði fyrir hlutum og föt-
um. Þið óluð upp yndislegu
börnin ykkar, Þorgeir Viðar og
Þrúði Júlíu, sem voru og verða
stolt þitt og yndi. Börnin mín
nutu líka góðs af vináttu okkar,
alltaf svo hlý og kærleiksrík og
sýndir þeim ávallt áhuga. Þú
greinist með liðagigt ung að ár-
um en aldrei heyrði ég þig
kvarta. Þegar þú gekkst í góð-
gerðarsamtökin Ladies Circle
opnaðist fyrir þér nýr heimur.
Þú varst fagleg og drífandi og
lagðir mikið af mörkum til
starfsins. Þú varst síðan kosin
landsforseti LC á Íslandi 2018-
2019, mikið var ég glöð og stolt
fyrir þína hönd. Einkunnarorðin
sem þú valdir þér, be magical be
you – vertu töfrandi vertu þú,
lifa sem leiðarljós fyrir okkur
öll. Allar hamingjustundirnar
með okkur systrum, hittast og
njóta lífsins.
Elsku Eva, ég mun sakna
allra þessara stunda, sakna þess
að fá ekki símtal og heyra þína
glaðværu rödd, sakna hlátursins
og þíns skemmtilega húmors.
Þú kenndir mér svo margt, þú
varst og ert mín fyrirmynd og
hetja. Æðruleysi þitt og styrkur
var ótrúlegur. Ég er þakklát
fyrir allar dýrmætu minning-
arnar. Þú verður ávallt í hjarta
mér, elsku fallega Eva mín.
Minning þín mun fylgja mér alla
tíð. Ég sakna þín, ég elska þig.
Hún var einstök perla.
Afar fágæt perla,
skreytt fegurstu gimsteinum
sem glitraði á
og gerðu líf samferðamanna hennar
innihaldsríkara og fegurra.
Fáar perlur eru svo ríkulega búnar,
gæddar svo mörgum af dýrmætustu
gjöfum Guðs.
Hún hafði ásjónu engils
sem frá stafaði ilmur
umhyggju og vináttu,
ástar og kærleika.
Hún var farvegur kærleika Guðs,
kærleika sem ekki krafðist endur-
gjalds.
Hún var vitnisburður
um bestu gjafir Guðs,
trúna, vonina, kærleikann og lífið.
Blessuð sé minning einstakrar perlu.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Með þessu ljóði kveðjum við
einstaka perlu.
Við Gestur og fjölskylda send-
um Gunnlaugi, Þorgeiri Viðari,
Þrúði Júlíu, Skúla, Nunnu, Sillu,
Öllu, Hófý og fjölskyldum okkar
dýpstu samúðarkveðjur og
kveðjum yndislegu Evu okkar
með söknuði, virðingu og þakk-
læti. Minning hennar mun lifa
um ókomna tíð.
Jóhanna, Gestur
og fjölskylda.
Falleg, glettnisleg augu.
Djúpir, sjarmerandi spékoppar.
Smitandi, prakkaralegur hlátur.
Eva setti svo sannarlega mark
sitt, hvert sem hún fór. Okkur
fylgdi hún í Agora, sem er fé-
lagsskapur sem tekur við af La-
dies Circle. Oft sagt í gríni að
það sé líf eftir LC-lífið og það
var alveg á hreinu að Eva vildi líf
eftir LC. Hún sá eftir því að hafa
ekki byrjað fyrr í Ladies Circle
enda varð hún strax LC-kona af
lífi og sál. Eva átti þann draum
að verða landsforseti samtak-
anna, vildi gefa af sér á sama
hátt og samtökin höfðu gefið
henni, og hún elti þann draum.
Hún setti sér einkunnarorðin
„Be Magical. Be you“, lifði sjálf
eftir þeim orðum og hvatti aðrar
konur til að vera besta útgáfan
af sjálfum sér. Hún stóð sig vel
sem landsforseti, var skipulögð,
átti auðvelt með að vinna með
öðrum og leit á aðra sem jafn-
ingja sína, ófeimin að leita ráða
og miðla af sinni reynslu, fé-
lagslynd, alltaf til í stuð en pass-
aði upp á að sinna hlutverki sínu
af ábyrgð og ætlaðist til þess
sama af öðrum. Hún ferðaðist
mikið á viðburði Ladies Circle,
bæði hér heima og erlendis, með
vinkonum og Gulla sínum. Fór
þar saman ferðagleðin og áhug-
inn á að kynnast nýju fólki.
Þessa dagana birtast minningar
frá slíkum atburðum á sam-
félagsmiðlum og er ljúfsárt að
rifja þær upp. Konur um allan
heim hafa einnig minnst Evu á
samfélagsmiðlum og ljóst að hún
snerti mörg hjörtu.
Haustið 2018 tóku nokkrar
LC-konur sig saman til að huga
að Agora framhaldslífi eftir LC.
Þó Eva ætti enn eftir nokkur ár
með Ladies Circle ákvað hún að
vera með frá byrjun, ætlaði svo
sannarlega ekki að missa af
neinu og sinnti því bæði starfi
með LC og Agora 7. Það var
okkar lán að hafa hana með,
bæði vegna þess að hún var virk
og hafði skoðanir á því hvernig
hlutirnir ættu að vera, en ekki
síður vegna þess að hún kom
alltaf með gleði með sér. Hún
hafði einstakan húmor og lét allt
flakka. Brandararnir áttu það
stundum til að vera dónalegir en
það var allt í lagi því þannig var
Eva. Hver kallar líka ekki háls-
menið sitt nafni sem þarf nánast
að ritskoða?
Við í Agora 7 vorum vígðar
inn í samtökin í maí 2019. Byrj-
uðum næsta starfsár á yndislegri
ferð til Húsavíkur. Enduðum
hana á líflegri búðarferð þar sem
Eva fór á kostum, eins og svo oft
í búðum. Í þessari ferð höfðum
við ákveðið að taka nýjar konur
inn í hópinn. Næsti fundur varð
þeirra fyrsti en Evu síðasti.
Kynni þeirra urðu því styttri en
þær hefðu viljað.
Eva bar sig alltaf vel, enda
var hún með langa reynslu af því
að vera veik. Hún lét það ekki
skilgreina sig, var aldrei sjúk-
lingur, kvartaði ekki þó líðanin
væri ekki góð. Lífsgleðin létti
henni baráttuna. Við fylgdumst
með úr mismikilli fjarlægð,
bjartsýnar á að hún hefði betur
og hlökkuðum til að fá hana með
okkur á fundi aftur. Það er þung-
bært að hefja nýjan vetur, vit-
andi að það verður án hennar.
Klúbburinn verður ekki samur
en starfar áfram í Evu anda,
með gleðina innanborðs og
kannski stöku sinnum dóna-
brandara. Ríkari eftir góð kynni.
Aðalheiður, Agla,
Erna, Guðrún, Hafdís,
Hildur Ýr, Ragnheiður,
Ragnhildur, Rósamunda
og Steinunn.
Eva Björg gekk í Ladies
Circle á Íslandi árið 2013. Ladies
Circle eru alþjóðleg góðgerðar-
og vináttusamtök kvenna.
Strax frá upphafi var Eva
Björg mjög virk í starfi samtak-
anna og var m.a. orðin formaður
LC7 á Akureyri árið 2014, ári
eftir að hún mætti á sinn fyrsta
fund. Þá starfaði hún einnig í
ráðstefnunefnd vegna alheims-
þings Ladies Circle sem haldið
var á Akureyri 2015. Hún starf-
aði í landstjórn Ladies Circle ár-
in 2017-2020.
Einkunnarorð Ladies Circle á
Íslandi eru vinátta og hjálpsemi.
Þessi orð endurspegluðust í Evu
Björgu og starfi hennar fyrir
samtökin. Hvar sem hún kom
var gleðin í fyrirrúmi og einlæg-
ur áhugi hennar á að kynnast
öðrum konum skein í gegn. Eva
Björg brann einnig fyrir góð-
gerðarmálum og vann ötullega
að því að stækka góðgerðarhlut-
ann innan LCÍ.
Eva Björg gegndi embætti
landsforseta LCÍ 2018-2019.
Einkunnarorð hennar sem
landsforseta voru „Be Magical,
Be You“. Einkunnarorð sem hún
lifði svo sannarlega eftir. Hún
var með skýra sýn á það hverju
hún vildi áorka sem landsforseti
LCÍ og eitt af hennar helstu
markmiðum var að setja af stað
verkefni sem snýr að góðgerð-
arstarfi samtakanna. Nú í vor
fór af stað langtímaverkefni und-
ir handleiðslu systra hennar í
LC7 sem Eva átti frumkvæði að.
Þetta verkefni mun lifa áfram og
verður hennar ávallt minnst fyr-
ir dugnað og elju við að koma því
af stað.
Eva Björg var mikil fyrir-
mynd fyrir aðrar LC-konur. Hún
mætti á alla formlega fundi sam-
takanna innanlands frá því að
hún byrjaði og var einnig dugleg
í að sækja alþjóðlega fundi er-
lendis. Þá sat hún sem fulltrúi
LCÍ á alþjóðlegum miðsvetrar-
fundum og aðalfundum sem
haldnir voru í Danmörku, Lúx-
emborg, Noregi, Litháen og Hol-
landi.
Það er stórt skarð höggvið í
hópinn okkar og mikill missir að
Evu sem var svo drífandi, fram-
takssöm og jákvæð en umfram
allt frábær og litríkur persónu-
leiki.
Við sem eftir stöndum erum
afskaplega þakklátar fyrir að
hafa fengið tækifæri til að kynn-
ast henni. Hennar verður sárt
saknað.
Hugur okkar er hjá fjölskyldu
hennar og vinum sem við send-
um okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Fyrir hönd Ladies Circle á Ís-
landi,
Guðbjörg Björnsdóttir,
landsforseti 2019-2020.
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Sálm. 6.3
biblian.is
Líkna mér, Drottinn,
því að ég er
magnþrota,
lækna mig, Drottinn,
því að bein mín
tærast af ótta.