Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020
H a m r a b o r g 1 2 • 2 0 0 K ó p a v o g u r • 4 1 6 0 5 0 0
Árangur í sölu fasteigna
Komdu með eignina þína til okkar
Óskar Bergsson löggiltur fasteignasali • Sími 893 2499 • oskar@eignaborg.is
Þrír skákmenn, GuðmundurKjartansson, HjörvarSteinn Grétarsson ogHelgi Áss Grétarsson, eru
efstir og jafnir þegar tvær umferðir
eru eftir í landsliðsflokki á Skák-
þingi Íslands. Seint í gærkvöldi lauk
síðustu viðureign sjöundu umferðar
milli Helga Áss Grétarssonar og
Margeirs Péturssonar með jafntefli
eftir 108 leiki. Helgi reyndi lengi að
vinna með kóng, riddara og hrók
gegn kóngi og hróki Margeirs.
Fyrir umferðina hafði Guð-
mundur Kjartansson ½ vinnings
forskot á Helga Áss en tapaði fyrir
Birni Þorfinnssyni. Þau úrslit ger-
breyttu stöðunni og þar sem Bragi
Þorfinnsson náði að vinna Þröst
Þórhallsson getur hann einnig
blandað sér í baráttuna um Íslands-
meistaratitilinn 2020.
Staðan fyrir áttundu og næstsíð-
ustu umferð sem fram fer í dag er
þessi:
1.-3. Guðmundur Kjartansson,
Hjörvar Steinn Grétarsson og
Helgi Áss Grétarsson 5 v. (af 7) 4.
Bragi Þorfinnsson 4½ v. 5.-6. Dagur
Ragnarsson og Björn Þorfinnsson 4
v. 7. Vignir Vatnar Stefánsson 3 v.
8. Margeir Pétursson 2 v. 9. Gauti
Páll Jónsson Jónsson 1½ v. 10.
Þröstur Þórhallsson 1 v.
Það eykur á spennuna að í loka-
umferðunum mætast efstu menn.
Helgi Áss teflir við Hjörvar Stein
Grétarsson í áttundu umferð í dag
og hefur svart. Bragi teflir við Mar-
geir Pétursson. Í lokaumferðinni
tefla Helgi Áss og Bragi og í sömu
umferð Guðmundur og Hjörvar
Steinn.
Það vakti nokkra athygli í upphafi
mótsins að Margeir Pétursson og
Þröstur Þórhallsson töpuðu öllum
skákum sínum í fyrstu fjórum um-
ferðunum. Því hefði ekki nokkur
maður trúað fyrir fram. Í sjöttu um-
ferð náði Margeir sér á strik og
vann Hjörvar Steinn Grétarsson í
góðum stíl.
Guðmundur Kjartansson stefnir
að sínum þriðja Íslandsmeistaratitli,
Helgi Áss vann Íslandsmótið í
fyrsta sinn árið 2018 en hvorki
Hjörvar né Bragi hafa orðið Ís-
landsmeistarar.
Lítum á skák Guðmundar við
Margeir Pétursson í þriðju umferð.
Guðmundur kom vel undirbúinn til
leiks:
Skákþing Íslands 2010; 3. um-
ferð:
Guðmundur Kjartansson – Mar-
geir Pétursson
Bogo-indversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4 4.
Rbd2 O-O 5. a3 Be7
Önnur leið er 5. … Bxd2+, 6. …
b6 o.s.frv. Þannig tefldi Margeir í
gamla daga en hann vissi að Guð-
mundur var vel undir það búinn.
6. e4 d6 7. Be2 Rfd7 8. O-O e5 9.
Rb1 a5 10. Rc3 exd4 11. Rxd4 Rc5
12. Be3 a4?!
Hæpið því það er hætta á því að
svartur tapi þessu peði.
13. Dc2 He8 14. Had1 Bd7 15.
Rdb5!
Óþægilegur leikur. Hvítur hótar
16. Bxc5.
15. … Rba6 16. Rxa4 Rxa4 17.
Dxa4 Bg5 18. Bxg5 Dxg5 19. Dc2
Bxb5 20. cxb5 Rc5 21. f3 De3+ 22.
Kh1 He5 23. Bc4 He7 24. Dd2
Það er eðlilegt að þvinga fram
drottningaruppskipti peði yfir.
24. … Dxd2 25. Hxd2 b6 26. Hc1
Kf8 27. g3 Ha7 28. Bd5
Eftir þetta er hvíta staðan tækni-
lega unnin. Hróknum á a7 er haldið
úti og hvítur á peði meira.
28. … g6 29. Kg2 f5 30. b4 Rd7
31. exf5 gxf5 32. Hc3 Rf6 33. Bc6
He1 34. Kh3 Ha1 35. Hdd3 Ha2 36.
g4 fxg4 37. fxg4 d5 38. Hf3 Kg7 39.
Hce3 Re4 40. Bxd5 Rg5 41. Kg3
Ha1 42. Hf5 h6 43. He7+ Kg6 44.
Bf7+ Kg7 45. Bb3+ Kg6 46. Bc2
Með þeirri hugmynd að svara 46.
… H1xc3+ eða 46. … H7xa3+ með
47. Hf3 fráskák og mátar.
46. … Ha2 47. h4!
– Snotur lokahnykkur. Nú er 47.
… Hxc2 svarað með 48. h5 mát.
Svartur gafst upp.
Þrír jafnir og efstir
á Skákþingi Íslands
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Vídalínspostilla er höf-
uðrit íslenskrar kristni
síðari alda við hlið Pass-
íusálma Hallgríms Pét-
urssonar. Passíusálmarnir
eru enn lesnir og reglu-
lega endurútgefnir. Vídal-
ínspostilla var mikið lesin í
nær tvær aldir. En post-
illan hefur í seinni tíð ekki
notið sömu vinsælda og
áður. Er Vídalínspostilla
aðeins vitnisburður um lið-
inn tíma eða hefur hún enn eitthvað
gildi? Þó viðmið fólks hafi breyst og
málfar okkar sé annað er bókin
klassík.
Þrjú hundruð ár eru liðin frá
dauða Jóns Vídalíns sem samdi post-
illuna. Hann lést 30. ágúst 1720. Ævi
Jóns Vídalíns var litrík. Þegar hann
lauk námi frá Skálholtsskóla var um
hann sagt að hann væri borinn til
stórvirkja. Jón var stefnufastur
maður mikilla hæfileika og varð einn
mesti ræðusnillingur Íslendinga.
Hann fæddist á Görðum á Álftanesi,
naut góðrar bernsku en missti föður
sinn aðeins ellefu ára. Þá tóku við
þeytings- og mótunarár. Hann var
sendur víða, austur á Fáskrúðsfjörð,
undir Eyjafjöll, að Þingvöllum, vest-
ur í Selárdal og út í Vestannaeyjar.
Jón mannaðist og menntaðist og fór
til náms í Kaupmannahöfn. Eftir að
hafa flækst í hermennsku kom hann
út til Íslands til prestsþjónustu og
varð einn yngsti biskup Íslendinga.
Postilluna gaf hann út og af miklum
metnaði á árunum 1718-20. Ræðu-
stef postillunnar tengjast reynslu
höfundarins. Sjúkdómar herjuðu á
landsmenn og stjórnvöld brugðust í
mörgu. Jón sá á eftir báðum börnum
sínum í dauðann. Vídalínspostilla
speglar lífsreynslu hans, háska fólks
og þjóðaraðstæður en líka þroskað-
an mann sem hafði unnið heimavinn-
una sína.
Og hvert er svo gildi Vídalínspost-
illu? Málfar hennar er safaríkt og
inntakið lífshvetjandi. Jón Vídalín
hafði gaman af stóryrðum og yddaði
til að ná eyrum fólks. Orðfæri postill-
unnar hafði áhrif á málnotkun til-
heyrenda og lifði meðal þjóðarinnar.
Ræðurnar eru kraftmiklar, snjallar,
vekjandi og skemmtilegar aflestar.
Postillan gefur góða
innsýn í hvernig
klassísk fræði, guð-
fræði og heimspeki
voru nýtt til fræðslu
og mannræktar. Hún
var því menntandi.
Jón Vídalín talaði
ákveðið inn í að-
stæður samtíðar
sinnar. Hann fæddist
á tíma einvaldskon-
ungs og notaði kon-
ungshugmyndir til
að túlka eðli og eigindir
Guðs, heims og manna. Í postillunni
er skýr siðfræði og hvernig siðferði
menn eigi að temja sér. Jón Vídalín
dró ekki af sér þegar hann benti á
ábyrgð fólks gagnvart öðrum og
samfélagi manna. Í postillunni er
djúp samfélagsspeki, gagnrýni á
vond stjórnvöld og Jesústefna um
vernd hinna máttlitlu. Í prédikunum
er talað með visku um lífshugmyndir
manna. Jón Vídalín skipaði ekki fólki
fyrir um trú þess eða afstöðu en
hvatti til skynsamlegrar og einlægr-
ar skoðunar fólks á stóru og smáu
málunum. Postillan var hvetjandi og
eflandi fremur en letjandi eða slæv-
andi. Mannlýsingar Jóns Vídalíns eru
litríkar og áhugaverðar. Jón Vídalín
lýsti mönnum sjálfselskunnar með
sjokkerandi nákvæmni. Hann hafði
mikil áhrif á hvernig fólk hugsaði um
sjálft sig og varnaði markalausri ein-
staklingshyggju.
Gildi Vídalínspostillu? Klassísk
verk hafa að geyma plús eða merk-
ingarbónus sem er óháður tíma.
Vídalínspostilla varpar upp mögu-
leikum á góðu mannlífi og heil-
brigðum sjálfsskilningi sem kallar
einstaklinga og samfélag til ábyrgð-
ar. Jón Vídalín lagði siðfræðilegan
grunn að samúðarþjóðfélagi okkar
Íslendinga. Lof sé honum og lesum
postilluna.
Jón Vídalín +300
Eftir Sigurð Árna
Þórðarson
» Vídalínspostilla
hafði mikil áhrif á
trú og menningu Ís-
lendinga … 300 ár eru
frá láti Jóns Vídalíns.
Sigurður Á.
Þórðarson
Höfundur er Hallgrímskirkjuprestur.
s@hallgrimskirkja.is
Arnór Tumason fæddist
1182. Foreldrar hans voru
hjónin Tumi Kolbeinsson, d.
1184, goðorðsmaður og bjó í
Ási í Hegranesi og seinni kona
hans, Þuríður Gissurardóttir,
sem var af ætt Haukdæla.
Arnór var goðorðsmaður á
Víðimýri og varð leiðtogi Ás-
birninga eftir að Kolbeinn
bróðir hans féll í Víðinesbar-
daga við Guðmund biskup Ara-
son 1208. Eftir bardagann
krafði biskup þá sem höfðu
barist á móti honum um fésekt-
ir. Það gátu höfðingjar ekki
sætt sig við og hrökktu Guð-
mund frá Hólum 1209. Biskup
fór á flakk en var sestur á ný að
Hólum 1218. Arnór kom þá aft-
ur að Hólum, leysti upp skóla
sem biskup hafði komið á fót og
hafði hann í haldi um veturinn.
Sumarið 1220 var biskup
með lið sitt í Þingeyjarsýslu við
litlar vinsældir bænda þar.
Leituðu þeir liðsinnis Arnórs
sem kom í Reykjadalinn þar
sem Guðmundur var að vígja
kirkju á Helgustöðum. Hófst
bardagi 29. ágúst sem hefur
verið nefndur Helgastaða-
bardagi. Menn biskups flúðu í
kirkjuna og fengu flestir grið.
Um Arnór segir í Sturlungu:
„hinn besti drengur og einurð-
armaður“.
Hann fór til Noregs haustið
1221 ásamt konu sinni, Ásdísi
Sigmundardóttur, ásamt tveim
yngstu börnum þeirra, Kol-
beini unga og Arnbjörgu. Arn-
ór dó í Noregi um jólin 1221.
Merkir Íslendingar
Arnór
Tumason
Víðimýrarkirkja Arnór var
goðorðsmaður á Víðimýri.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Maraþonskák Helgi Áss Grétarsson og Margeir Pétursson við taflið í gær.
fasteignir