Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 48
FRÉTTASKÝRING
Gunnar Valgeirsson
Í Los Angeles
Fyrir tveimur árum hafði eitt af
talandi höfðum Fox-fréttastöðv-
arinnar hér í landi á orði að at-
vinnuíþróttafók – sérstaklega
blökkumenn í NBA-deildinni –
ættu bara að „þegja og rekja bolt-
ann,“ í stað þess að láta skoðanir
sínar á þjóðfélagsmálum í ljós.
Þessi skoðun er algeng hjá eldri og
íhaldssamari borgurum hér í landi,
en er almennt talin vera úreld hjá
flestum öðrum. Í gegnum áratugina
var atvinnuíþróttafólki, sem lét
skoðun sína í ljós á þjóðfélags-
málum (s.s. Muhammad Ali, Arthur
Ashe, Billie Jean King, og hin
frægu mótmæli John Carlos og
Tommie Smith á Ólympíuleikunum
1968 í Mexíkó), mætt með tölu-
verðri gagnrýni í fjölmiðlum og leið
oft persónulega fyrir að láta skoð-
anir sínar í ljós á þjóðfélagsmálum
á almannafæri.
Í dag hefur þessi staða breyst
töluvert og er afreksfólk í íþróttum
farið að láta skoðanir sínar á ýms-
um þjóðfélagsmálum æ meira í ljós
á samfélagsmiðlum – stundum til
hins verra, en oftar en ekki sem
stuðning við jafnréttishugmyndir.
Þetta er vissulega umdeilt meðal
almennings, en margir benda á að í
lýðræðisþjóðfélagi hafi allir þegnar
rétt á að láta skoðanir sínar í ljós,
óháð bakgrunni.
Spurning er hvort einungis þeir
sem hafa starfa af því að vera í
stjórnmálum, starfandi fyrir stjórn-
völd, eða þeir sem virðast „sér-
fræðingar“ af fréttafólki, væru þeir
einu viðeigandi til að láta skoðanir
sínar í ljós í fjölmiðlum. Mörgum
finnst slíkt sjónarhorn ólýðræð-
islegt.
Langflestir NBA-leikmenn eru
blökkumenn (75-80%) og flestir
þeirra hafa alist upp í lægri stétt-
um. Af þeim sökum skilja flestir
þeirra það kynþáttamisrétti sem er
hér í landi og það ólöglega lög-
regluofbeldi sem margir minni-
hlutahópar í Bandaríkjunum –
sérstalega svartir – þurfa að eiga
við. Fyrir þessa leikmenn er kyn-
þáttamisrétti og hatur ekki óhlut-
stætt – þeir hafa ekki þann lúxus
að hunsa dæmið sem borgarar.
Lögregluofbeldi treður
sér inn að nýju
Það er í þessu samhengi sem
leikmenn NBA-deildarinnar ákváðu
fyrr í sumar að ef NBA-deildin
vildi hefja keppni að nýju til að
klára keppnistímabilið, hefðu þeir
ákveðin skilyrði um hvernig keppn-
in í „kúlunni“ svokallaðri skyldi
fara fram. Vegna aukinnar vitundar
almennt hér í landi á kynþáttamis-
rétti tengdu lögregluofbeldi, fengu
þeir deildina til að gefa þeim tæki-
færi á að láta skoðanir sínar á
þessu máli í ljós myndrænt á sjón-
varpsskjánum. Þeir sem horft hafa
á leikina hafa eflaust tekið eftir
stóra „Black Lives Matter“-letrinu
á leikvellinum og orðum um jafn-
rétti á skyrtum leikmanna. Leik-
menn hafa einnig verið óhræddir
að talað við fréttafólk á staðnum
um þessi mál, í stað þess að ein-
blína á leikina sjálfa.
Í upphafi keppninnar í Orlando
virtist keppnin í NBA-kúlunni vera
töluvert öðruvísi en venjuleg úr-
slitakeppni, en smám saman fóru
leikirnir sjálfir og staðan í úr-
slitakeppninni að taka mestu at-
hyglina. Maður var farinn að sjá
minna um mótmælin, og meira um
allt það sem venjulega þykir frétt-
næmt í keppninni sjálfri.
Það breyttist allt saman með
skotárás lögregluþjóna á blökku-
manninn Jacob Blake nálægt Mil-
waukee á sunnudagskvöld. Þetta
var enn eitt atvikið sem tekið var
upp á farsíma og smellt á netið þar
sem erfitt var að sjá af hverju lög-
regluþjónar gátu ekki fundið aðra
leið að eiga við borgarann en að
dæla sjö kúlum í bakið á honum
þegar hann var að reyna að huga
að grátandi smábörnum sínum inni
í bíl. Þrátt fyrir að ólögmætt of-
beldi og annað ólögmætt athæfi
lögregluþjóna hér í landi, sem kost-
ar skattgreiðendur hundruð millj-
óna dala hvert ár, virðist sem fram-
kvæmdarvaldið í ríkjum, sýslum og
borgarstjórnum sé hreinlega lamað
þegar kemur að því að draga þá til
ábyrgðar fyrir framferði sitt.
Það var þetta síðasta atvik og sú
reiði sem enn að nýju blossaði upp
hjá stórum hluta almennings í
framhaldi, sérstaklega hjá minni-
hlutahópum sem bera þungann af
þessu ofbeldi, sem enn að nýju
NBA heldur áfram,
svo og reiðin
Leikmenn stöðva úrslitakeppnina í tvo daga til að mótmæla kynþáttaóréttlæti
Stór hluti almennings fengið nóg af lögregluofbeldi Framhaldið stóð tæpt
AFP
NBA Luka Doncic og Kawhi Leonard hafa leikið vel að undanförnu.
minnti leikmenn á hvað þeir höfðu
lagt áherslu á þegar þeir hófu
keppni að nýju í Orlando.
Gerðist án skipulagningar
Þegar þetta er skrifað hefur ver-
ið tekin ákvörðun um að hefja leik
að nýju og um helgina, næsta víst í
dag [laugardag]. Í millitíðinni eru
þeir að reyna að finna nýjar leiðir
til að láta skoðanir sínar í ljós. Í
þessari stöðu allri voru ákvarðanir
einstakra leikmanna og liða ekki
skipulagðar.
Strax á þriðjudag byrjuðu leik-
menn Toronto Raptors og Boston
Celtics að ræða sín á milli hvað
gera ætti í stöðunni eftir að bæði
lið höfðu tryggt stöðu sína í ann-
arri umferðinni. Sjálfsagt á seinna
eftir að koma í ljós hvað var að
gerast bak við tjöldin almennt, en
það voru svo leikmenn Milwaukee
Bucks sem tóku af skarið á mið-
vikudagseftirmiðdag rétt fyrir
fimmta leik liðsins gegn Orlando
Magic. Þeir ræddu víst ákaft í tvo
klukkutíma og tóku þá ákvörðun
um að mæta ekki út á leikvöllinn,
þar sem leikmenn Magic voru að
klára upphitun.
Það vissi enginn annar af þessari
ákvörðun, en eftir að leikmenn til-
kynntu forráðamönnum deild-
arinnar á staðnum um ákvörðun
sína, fóru hlutirnir að gerast fljótt.
Leikmenn Orlando studdu mót-
herja sína og leikmenn annarra liða
í hinum tveimur leikjum kvöldsins
byrjuðu að ræða sín á milli hvað
gera ætti. (Að sögn fréttaritara hér
í Los Angeles vildu bæði LeBron
James hjá Lakers og Kawhi Leon-
ard hjá Clippers – báðir leiðtogar
liða sinna – hætta keppni og fara
heim til fjölskyldna sinna, en eftir
fund allra leikmanna seinna um
kvöldið ákváðu þeir að standa með
meirihluta leikmanna sem vildi
halda leik áfram).
Leikmenn Milwaukee tóku
ákvörðun eftir að hafa verið í síma-
sambandi við dómsmálaráðherra
Wisconsin um hvað hægt væri fyrir
stórn ríkisins að gera við lögreglu-
ofbeldinu. Að loknu símtalinu var
ljóst að sú leið myndi ekki leiða til
skjótra aðgerða og það hafði áhrif
á næsta skref leikmanna.
Áður en leikmenn komust að nið-
urstöðu á miðvikudagskvöld um
hvað gera ætti næst, kom tilkynn-
ing frá höfuðstöðvum deildarinnar
um að öllum leikjum dagsins væri
frestað. Á fimmtudag var leikjum
dagsins einnig frestað og nú er að
sjá hvað leikmenn gera næst þegar
keppnin heldur áfram.
Leikmenn geta verið hreyknir af
frammistöðu sinni hér. Þeir stóðu
frammi fyrir óeiningu um hvað
gera ætti, en eftir að öllum var
leyft að láta skoðun sína í ljós á
fundi leikmanna, ákváðu þeir sem
hópur að samheldni þeirra væri
mikilvægari en skoðanir ein-
staklinga. Óeining meðal þeirra
hefði eflaust opnað heiftarlega
gagnrýni í fjölmiðlum og opinberri
umræðu um málið. Tugir milljóna
aðdáenda NBA-boltans um heim
allan sjá íþróttahetjur sínar standa
saman um málstað sem er þjóð-
félagslega mikilvægari en íþrótt-
irnar.
NBA-leikmenn eru hluti af
stórum skemmtanaiðnaði – augljóst
daglega á samfélagsmiðlum – og
því að þeir hafi kosið á sinn hátt til
að opna augu almennings fyrir
kynþáttamisrétti og hatri ætti að
fagna og kannski taka til fyr-
irmyndar.
Adam Silver, forseti NBA, á
einnig hrós skilið, en hann hefur
gert leikmönnum kleift að taka
ákvarðanir án þrýstings.
Leikmenn í erfiðri stöðu
Þessi viðbrögð leikmanna NBA –
sem og hjá liðum í öðrum íþróttum
hér í landi frá því á miðvikudag –
komu eftir að einangrunin í kúlunni
í Orlando var farin að segja til sín
hjá leikmönnum. Margir þeirra
hafa saknað fjölskyldna sinna ákaft
undanfarið (það mun breytast um
helgina um leið og fyrstu umferð-
inni lýkur) og mörgum fannst þeir
hjálparvana gagnvart atvikum úti í
samfélaginu.
Á sama tíma hafa leikmannahóp-
ar og eigendur liðanna töluvert fé-
lagslegt vald í borgum þeirra.
Leikmenn vita þetta og spurningin
er ávallt sú hvort rétt sé að
stökkva beint inn í heita þjóð-
félagsumræðu. Á móti kemur sú
spurning af hverju ættu þeir ekki
að notfæra sér þessa sérstöðu? Ef
við viljum breyta þjóðfélaginu,
verðum við að krefjast aðgerða.
Þetta er það sem leikmennirnir eru
að krefjast nú. Eftir áratuga
48 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020
Pepsi Max-deild kvenna
Þór/KA – Valur......................................... 0:2
Staðan:
Valur 11 9 1 1 27:9 28
Breiðablik 10 9 0 1 43:2 27
Fylkir 9 4 4 1 13:12 16
ÍBV 10 5 1 4 13:18 16
Selfoss 9 4 1 4 12:10 13
Þór/KA 11 3 2 6 14:24 11
Stjarnan 10 2 2 6 17:25 8
KR 8 2 1 5 9:18 7
Þróttur R. 10 1 4 5 15:25 7
FH 10 2 0 8 6:26 6
Lengjudeild kvenna
Fjölnir – Völsungur.................................. 0:1
Tindastóll – Víkingur R. .......................... 3:0
Staðan:
Tindastóll 10 8 1 1 26:5 25
Keflavík 10 6 3 1 29:11 21
Haukar 10 6 2 2 18:9 20
Grótta 10 5 3 2 13:10 18
Afturelding 10 4 3 3 14:13 15
Augnablik 9 3 3 3 14:19 12
ÍA 10 1 6 3 16:18 9
Víkingur R. 10 2 2 6 11:20 8
Fjölnir 10 1 1 8 4:21 4
Völsungur 9 1 0 8 5:24 3
Lengjudeild karla
Leiknir R. – Keflavík ............................... 5:1
Staðan:
Keflavík 12 7 3 2 38:19 24
Fram 11 7 3 1 29:17 24
Leiknir R. 12 7 2 3 31:18 23
ÍBV 11 6 5 0 23:12 23
Grindavík 11 4 5 2 24:21 17
Þór 11 5 2 4 21:18 17
Vestri 11 4 4 3 13:15 16
Afturelding 11 3 3 5 22:17 12
Leiknir F. 11 3 1 7 13:26 10
Víkingur Ó. 11 3 1 7 14:28 10
Þróttur R. 11 2 1 8 9:23 7
Magni 11 0 2 9 7:30 2
2. deild karla
Njarðvík – Kórdrengir............................. 1:1
Haukar – Þróttur V.................................. 3:2
Frakkland
Lyon – Dijon ............................................. 4:1
Rúnar Alex Rúnarsson var varamark-
vörður Dijon.
Belgía
Oostende – Anderlecht ........................... 2:2
Ari Freyr Skúlason lék fyrstu 61 mín-
útuna með Oostende.
Danmörk
Bikarkeppni, 16-liða úrslit:
Lemvig – Tvis Holstebro .................... 26:30
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 3 mörk
fyrir Tvis Holstebro.
KNATTSPYRNA
Pepsi Max-deild karla:
Greifavöllurinn: KA – Stjarnan ..............S14
Meistaravellir: KR – ÍA ..........................S17
Vivaldivöllurinn: Grótta – Fylkir ......S19:15
Origo-völlurinn: Valur – HK..............S19:15
Pepsi Max-deild kvenna:
Jáverks-völlurinn: Selfoss – FH ............L14
Samsungvöllurinn: Stjarnan – ÍBV .......L14
Eimskipsvöllurinn: Þróttur R. – Fylkir L14
Lengjudeild karla:
Varmá: Afturelding – Fram ...................L14
Ólafsvík: Víkingur Ó. – ÍBV ...................L14
Grindavík: Grindavík – Vestri ................L14
Þórsvöllur: Þór – Þróttur R....................L15
Fjarðabyggðarh.: Leiknir F. – Magni...L16
2. deild karla:
Húsavík: Völsungur – Selfoss ................L14
Nesfisk-völlurinn: Víðir – FjarðabyggðL15
Dalvík: Dalvík/Reynir – ÍR ....................L16
Akraneshöllin: Kári – KF .......................L16
UM HELGINA!
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn
Kristinsdóttir úr GR fer vel af stað á
Tipsport Czech Ladies Open-mótinu
í LET-mótaröðinni í golfi á Bero-
unve-vellinum. Er Ólafía á meðal tíu
efstu eftir fyrsta hring.
Ólafía lék hringinn í gær á 67
höggum eða fimm höggum undir
pari. Fékk hún einn örn, fjóra fugla
og einn skolla á holunum átján. Er
hún í tíunda sæti ásamt Christine
Wolf frá Austurríki.
Íslandsmeistarinn Guðrún Brá
Björgvinsdóttir í GG náði ekki að
klára sinn hring þar sem þrumur og
eldingar gerðu kylfingum erfitt fyr-
ir. Var Guðrún á pari eftir 16 holur
af 18. Fékk guðrún tvo fugla og tvo
skolla á holunum 16.
Ólafía í
tíunda sæti