Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 50
50 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020
Vetrarsól er umboðsaðili
Sláttuvélar
& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
40 ár
á Íslandi
Sláttutraktorar
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Fegurðin er ekki skraut nefnist ný-
útkomin bók og sú fyrsta sem
Fagurskinna gefur út en Fagur-
skinna er nýtt útgáfumerki á vegum
Bjarts og Veraldar. Í bókinni fjalla
átta listfræðingar, sýningarstjórar
og aðrir fræðimenn um íslenska
samtíma-
ljósmyndun frá
ólíkum sjón-
arhornum og
setja í samhengi
við alþjóðlega
strauma í
ljósmyndun,
myndlist, heim-
speki og lista-
sögu og eðli
málsins sam-
kvæmt má í bók-
inni finna fjölda ljósmynda eftir
marga helstu ljósmyndara landsins.
Ritstjórar bókarinnar eru Sigrún
Alba Sigurðardóttir, menningar-
fræðingur og dósent við Listahá-
skóla Íslands og Æsa Sigur-
jónsdóttir, listfræðingur og dósent
við Háskóla Íslands og er bókin gef-
in út í samvinnu við FÍSL, Félag ís-
lenskra samtímaljósmyndara.
Vísar í ljóð eftir Sigurð
Titill bókarinnar er vísun í ljóð
eftir Sigurð Pálsson heitinn, „Radd-
ir í loftinu“: Hvað sem hver segir/er
fegurðin ekki skraut/heldur kjarni
lífsins. Sigrún valdi bókinni þennan
titil og spurð út í það val segir hún
að fólki hætti til að líta á ljósmynd-
un sem ákveðið skraut eða fegrun á
veruleikanum. „En við erum með
titlinum að benda á að raunveruleg
fegurð er eitthvað sem við þurfum
öll á að halda og það er ákveðin til-
hneiging í íslenskri samtímaljós-
myndun að draga fram fegurðina í
þessu sambandi okkar við veruleik-
ann og gildi þess smáa. Tilgangur-
inn með ljósmyndun, eða myndlist
yfirhöfuð, er ekki einungis sá að
hengja myndir upp á vegg til að
skreyta heldur ekki síður að fá fólk
til að sjá dýpra eða sjá eitthvað
nýtt, nýtt samhengi,“ segir hún.
–Þykir ykkur þá skorta virðingu
fyrir miðlinum?
„Hugmyndin er kannski meira sú
að ljósmyndun hefur ekki alltaf ver-
ið tekin alvarlega sem listmiðill og
þessi bók fjallar um ljósmyndun
sem listmiðil og afl sem getur hreyft
við einhverju og haft áhrif. Ljós-
myndun endurspeglar líka gild-
ismat og samtímann og getur á
sama tíma haft áhrif á og breytt því
hvernig við sjáum hlutina,“ svarar
Sigrún.
Bók sem þörf var á
Bókin innheldur átta fræðigreinar
um samtímaljósmyndun sem Sigrún
segir skrifaðar með aðgengilegum
hætti. Hugmyndin með bókinni hafi
engu að síður verið að skapa fræði-
lega umræðu um ljósmyndun og
veita henni sess innan myndlistar-
heimsins líka. „Það hefur líka vantað
mikið kennslubók á þessu sviði, bæði
fyrir háskóla og framhaldsskóla
þannig að við sjáum fyrir okkur að
hún geti fyllt upp í það hólf,“ segir
Sigrún og nefnir í framhaldi að í
fimm binda verkinu Íslensk lista-
saga, sem spannar tímabilið frá síð-
ari hluta 19. aldar til upphafs 21. ald-
ar og gefið var út árið 2011, hafi ljós-
myndun ekki verið gert hátt undir
höfði. FÍSL hafi í framhaldi af því
ákveðið að gefa út bók um íslenska
samtímaljósmyndun þar sem greini-
lega var þörf fyrir slíka útgáfu.
–Af hverju heldur þú að ljósmynd-
un hafi fengið svona litla athygli þeg-
ar íslensk listasaga var skrásett?
„Kannki vegna þess að miðillinn er
þessi eðlis að allir geta náð ákveðinni
færni í að nota hann, tæknilega séð.
Flestir geta í dag tekið fallegar
myndir þannig að það hefur svolítið
farið framhjá fólki hvernig margir
samtímaljósmyndarar nota ljós-
myndina sem listmiðil til að brjóta
eitthvað upp eða segja eitthvað nýtt,
hjálpa okkur að sjá lengra og segja
til dæmis sögur sem annars væru
ekki sagðar,“ svarar Sigrún.
Athygli á hið smáa
–Geturðu nefnt mér dæmi um ólík-
ar greinar í bókinni og nálganir?
„Já, Hanna Guðlaug Guðmunds-
dóttir skrifar til dæmis um hvernig
ljósmyndun hefur haft áhrif á sýn
okkar á íslenskt landslag. Einar Fal-
ur Ingólfsson er að fjalla um þessi
óljósu mörk milli heimildarljósmynd-
unar, fréttaljósmyndunar og skap-
andi ljósmyndunar og Brynja
Sveinsdóttir fjallar um hvernig ljós-
myndin hefur smám saman, þrátt
fyrir allt, verið að ryðja sér til rúms í
íslenskum myndlistarheimi með
stórum sýningum í helstu söfnum.
Svo er ég með grein um ljóðrænar
frásagnaraðferðir í íslenskri og nor-
rænni ljósmyndun en það má segja
að það sé ákveðin tilhneiging hjá
vissum samtímaljósmyndurum að
draga fram það ljóðræna sem mót-
vægi við öllum hörmungum heimsins
– eða nota ljóðrænuna jafnvel til að
fjalla um hluti á borð við loftslags-
breytingar eða samskiptavanda. Í
þessari ljóðrænu er athyglinni beint
að hinu smáa, hvort sem er í nátt-
úrunni eða hversdagslífinu og áhersl-
an lögð á samband einstaklingsins
við veruleikann. Þessi ljóðræna verð-
ur því ákveðið mótvægi við þann
straum af fréttaljósmyndum sem
blasir við okkur á hverjum degi af
hörmungum og ofbeldi – og annars
konar aðferð til að vekja máls eða
benda á vandamál samtímans,“ svar-
ar Sigrún.
Æsa, annar ritstjóri bókarinnar, á
líka grein í bókinni þar sem hún
fjallar um ímynd Íslands og fegurð-
arhugtakið út frá því hvernig ís-
lenskir ljósmyndarar hafa verið að
vinna með náttúruna í sínum verk-
um.
–Fegurðarhugtakið er nú alltaf
frekar óljóst og teygjanlegt …
„Já, einmitt, og af því þú spurðir út
í það í byrjun má nefna að það er í
raun undirliggjandi í bókinni að feg-
urðin sé ekki bara á yfirborðinu held-
ur geti líka falist í upplifun af um-
hverfi og veruleika og sambandi milli
fólks sem margir samtímaljósmynd-
arar eru að vinna með, þ.e. mannleg
samskipti og samskipti okkar við
náttúruna.“
Kynslóðaskipt sýn
–Nú virðist snjallsíminn að miklu
leyti búinn að taka við af myndavél-
inni hjá almenningi og fólk er alla
daga að birta myndir eftir sig með
alls konar filterum og brellum. Held-
urðu að sýn okkar á listformið hafi
ekki breyst mikið á seinustu árum?
„Jú en ég held að það sé svolítið
kynslóðaskipt,“ svarar Sigrún. „Nú
kenni ég líka í Listaháskóla Íslands
og ég held að ungt fólk sé mikið til að
nota síma bæði sem rannsóknartæki
og til að taka eftir hlutum í umhverf-
inu og þjálfa ákveðið fegurðarskyn í
gegnum það. En á heildina litið
treystir fólk svolítið á símann til að
hjálpa sér að muna og tekur myndir
af öllu mögulegu. Þessi Instagram-
kúltúr veldur því að það getur verið
erfitt að vera frumlegur á Instagram
og ég held að ljósmyndarar hafi verið
í dálítilli krísu fyrir fimm til tíu árum,
þegar símamyndir voru að verða al-
gengar og allir að taka myndir af
öllu. Ég held að núna hafi margir
ljósmyndarar fundið leið til að sýna
að ljósmyndin getur farið miklu
lengra en þetta, og ljósmyndin er
núna sem fyrr frábær miðill sem má
nota til að búa til frásagnir sem
hreyfa við, rugla okkur í ríminu og
miðla ákveðinni afstöðu til lífsins og
samfélagsins. Og með því að hafa al-
mennileg tök á tækninni á maður
auðveldara með að koma hugmynd-
um sínum í mynd, ef svo mætti að
orði komast.“
Sigrún segir bókina hugsaða fyrir
alla þá sem hafa áhuga á ljósmyndun
og þeirri spurningu hvað ljósmyndin
geti gert sem aðrir miðlar geti ekki
og hvers vegna hún sé merkilegur
listmiðill. „Og líka fyrir þá sem eru
að taka myndir og vilja fá hugmyndir
sem hjálpa þeim að komast lengra
með það,“ segir Sigrún að lokum.
Ljósmynd/Kristleifur Björnsson
Ljósmyndin er merkilegur miðill
Ljósmyndun getur haft áhrif á og breytt því hvernig við sjáum hlutina, segir einn ritstjóra
bókarinnar Fegurðin er ekki skraut Átta höfundar fjalla um íslenska samtímaljósmyndun
Sigrún Alba
Sigurðardóttir
Í Melabúðinni Í verki Kristleifs Björnssonar, Every other day, verður mynd af afgreiðslustúlku í matvöruverslun bæði
að fagurfræðilegum gjörningi og sviðsetningu sem bregður ljósi á gægjuþörf samtímans, eins og segir í bókinni.
Ljósmyndar-
arnir Jessica
Auer og Ívar
Brynjólfsson
bjóða í dag upp á
leiðsagnir um
ljósmynda-
sýningar í Þjóð-
minjasafni Ís-
lands. Jessica
mun kl. 14 veita
leiðsögn á ensku um ljósmynda-
sýningu sína Horft til norðurs /
Looking North.
Í verkum sínum fæst hún við
sjónræn áhrif fjöldaferðamennsku
og verk hennar tengjast í víðum
skilningi náttúrunni, samofinni
hinu mannlega.
Að lokinni leiðsögn Jessicu mun
Ívar fara með gesti um sýninguna Í
ljósmálinu og ræða um ákveðna
þætti í lífsstarfi áhugaljósmynd-
arans Gunnars Péturssonar.
Leiðsagnir tveggja
ljósmyndara
Jessica Auer
Nóvellan Tvöfalt
gler eftir Hall-
dóru K. Thor-
oddsen fær lof-
samlega
umfjöllun hjá
Thomas Breds-
dorff, bók-
mennta-
gagnrýnanda
Politiken, sem
gefur bókinni
fimm hjörtu af sex mögulegum.
Bendir hann á að bókin verði senn
gefin út í átta löndum til viðbótar
við Danmörku og tekur fram að það
sé verðskuldað. Segir hann Hall-
dóru hafa tekist að skapa sannfær-
andi mynd af eldri manneskju sem
takist sífellt að finna sér eitthvað til
að gleðjast yfir og hlakka til, sem
minni á stundum á Winnie í Ljúfum
dögum (Happy Days) eftir Samuel
Beckett.
Halldóru hrósað
fyrir Tvöfalt gler
Halldóra K.
Thoroddsen
Stefán Boulter
opnar sýninguna
Birtingarmyndir
í Hannesarholti í
dag kl.15. Verkin
á sýningunni eru
öll olíumálverk á
striga en Stefán
hefur kosið að
kalla það sem
hann gerir ljóð-
rænt raunsæi. Hann býr til tákn-
myndir sem eru frásagnarlegs
eðlis, bæði persónulegar og byggð-
ar á þekktum og fornum grunni,
segir í tilkynningu. „Hugleiðingar
um náttúruna, tilvist okkar í henni
og dýrkun hennar skipar þar stór-
an sess, með áherslu á dýrin og við-
veru hluta og áru þeirra. Hann hef-
ur einnig verið talsmaður nýrra og
breyttra heimspekilegra viðhorfa í
listsköpun og bera verk hans þess
merki,“ segir þar.
Stefán sýnir í
Hannesarholti
Stefán Boulter