Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020
Öryggi – Framsýni –
Þjónusta – Fag-
mennska. Þetta eru
einkunnarorð Vega-
gerðarinnar. Að und-
anförnu hefur með
ýmsum hætti verið
fjallað um öryggismál
er varða vegi og vega-
mannvirki sem eru á
ábyrgð Vegagerð-
arinnar. Þekkt er um-
ræðan um hála vegi í kjölfar hræði-
legs banaslyss á Kjalarnesi vegna
mistaka í endurnýjun á vegklæðn-
ingu, ábendingar slökkviliðsstjórans í
Fjallabyggð um öryggismál í veg-
göngum og alvarleg slys sem hafa
orðið við ákeyrslu á gangandi vegfar-
endur við Hörgárbraut á Akureyri og
þar er um að ræða a.m.k. þrjú tilfelli
síðan 2016. Þess skal getið að ekkert
af þessum málum er nýtt af nálinni
heldur hefur umfjöllun um þessi og
sambærileg mál komið upp með
reglulegum hætti til nokkurra ára án
úrbóta sem heitið getur. Af þessari
stuttu samantekt hér að framan er
ljóst að stjórnendur Vegagerðarinnar
eru ekki að vinna eftir þeim einkunn-
arorðum sem fyrirtækið hefur sett
sér, a.m.k. ekki um öryggi og fag-
mennsku og þá varla af mikilli fram-
sýni. Hvað raunverulega veldur því
að svo illa er haldið á málum er
ómögulegt að segja til um. Ljóst er að
Vegagerðin er ávallt tilbúin til að
verja sig fyrir allri gagnrýni því við
hvert mál sem upp kemur hefur við-
komandi rangt fyrir sér og er jafnvel
talinn fara með fleipur að sögn blaða-
fulltrúa eða sviðstjóra Vegagerð-
arinnar. Getur það verið réttlæt-
anlegt að það megi mæta gagnrýni og
réttmætum ábendingum um bætt
umferðaröryggi með vörnum og
skýringum sem vart standast skoðun
þegar betur er að gáð? Það er spurn-
ing sem forráðamenn Vegagerð-
arinnar ættu að spyrja sig og svara af
heiðarleika.
Okkar saga
Það hefur aldrei staðið til að segja
okkar sögu opinberlega en mér er
orðið svo misboðið af framgöngu
Vegargerðarinnar að ég tel alveg til-
efni til þess nú í þeirri von að vekja
athygli á hversu illa
gengur að fá forsvars-
menn Vegagerðarinnar
til að auka öryggi veg-
farenda á þeim stöðum
þar sem fullt tilefni er
til úrbóta.
Síðasta sunnudaginn
í júní 2019 vorum við
mótorhjólafélagarnir á
ferðalagi ásamt mök-
um. Þann dag misstum
við vin okkar og félaga í
hræðilegu slysi sem að
hluta til má kenna um
slælegum merkingum Vegagerð-
arinnar við einbreiða brú á Innst-
randarvegi, vegur nr. 68, skammt frá
vegamótunum inn á Djúpveg sunnan
megin við Hólmavík. Þannig háttar
að áður en komið er að þessari ein-
breiðu brú úr austurátt er blindhæð.
Frá toppi blindhæðarinnar hallar
bæði að blindhæðinni og niður að
brúnni og að brúarenda eru ca. 95
metrar frá blindhæðinni sjálfri. Eina
merkingin sem gefur til kynna að
framundan sé einbreið brú eru tvö
vegamerki ásamt upphróp-
unarmerki. Ekkert um að blindhæð
sé þar á milli eða hversu stutt er í
brúna frá vegamerkjunum eða blind-
hæðinni eða önnur tilheyrandi merki,
t.d. hraðatakmörkun eins og víða má
sjá við einbreiðar brýr. Þegar slysið
varð hafði umferð að austanverðu
stöðvast við brúna vegna umferðar að
vestanverðu og við brúna biðu þrjár
bifreiðar auk þeirrar vegalengdar
sem var frá fyrsta bíl að brú sem beið
við brúarendann að austanverðu. Ef
reiknað er með bilum á milli bifreiða
má ætla að frá aftasta bíl að blindhæð
hafi einungis verið um 20-30 metrar.
Við þessar aðstæður kemur félagi
okkar akandi að austanverðu yfir
blindhæðina og sér því miður að-
stæður allt of seint sem endar með
þessu skelfilega banaslysi.
Hér verður ekki lýst upplifun
þeirra sem viðstaddir voru slysið
sjálft eða okkar sem komum að því
skömmu síðar. Það getur hver sem er
ímyndað sér angistina og þá öm-
urlegu lífreynslu sem það er. Eitt-
hvað sem ekki er hægt að óska sínum
versta óvini að upplifa, eigi maður
slíkan.
Þegar frá leið þessu hörmulega
slysi var haft samband við forsvars-
mann Vegagerðarinnar fyrir norðan
og hann inntur eftir því hvort það
mætti ekki koma upp meiri og betri
merkingum við blindhæðina. Um
augljóslega slysagildru væri að ræða
en þá hafði einnig komið fram að áður
hefði komið til sambærilegra að-
stæðna sem enduðu með slysi, þó
ekki banaslysi. Var rætt um merk-
ingu blindhæðar, hraðatakmörk-
unarskilti til samræmis við það sem
er við margar einbreiðar brýr og
krappar beygjur á vegum landsins,
og jafnvel blikkljós. Vel var tekið í
þessar tillögur og rætt um að leita úr-
bóta. Meira aðhöfðumst við ekki í
þessu máli enda töldum við að eftir
slíkt banaslys færi fram rýni og end-
urskoðun á merkingum með tilliti til
öryggis við þessa tilteknu einbreiðu
brú.
Allt við það sama
Þennan sama sunnudag á þessu
ári, síðasta sunnudag júnímánaðar,
fórum við ásamt mökum og fjöl-
skyldu hins látna vinar okkar á slys-
stað til að setja upp minningarskjöld í
þeirri viðleitni að minnast síðasta
spalar vinar okkar og jafnframt til að
gera upp þennan leiða kafla í lífi okk-
ur í sameiningu, sem þó mun lifa með
okkur alla tíð. Þá, okkur til mikilla
vonbrigða og ekki síður undrunar,
hafði ekkert breyst með merkingar
og allar aðstæður þær sömu og árið
áður. Það er, nákvæmlega ári síðar
hafði ekkert af því sem rætt var um
verið framkvæmt til að auka öryggi
vegfarenda við þessar slæmu að-
stæður sem þarna eru til að fyrir-
byggja að slíkt gæti gerst aftur og
jafnvel ítrekað. Að nýju var haft sam-
band við Vegagerðina og hvert var
svarið? Jú, það hafði ekki fengist fjár-
magn til frekari merkinga. Öryggi –
Framsýni – Þjónusta –Fagmennska,
manni verður orðfall. Hvers virði er
mannslíf í augum Vegagerðarinnar?
Svo vildi til að á þessum sama degi,
síðasta sunnudag í júní, og á sama
tíma og við vorum að minnast vinar
okkar á slysstað, var hið sviplega bif-
hjólahjólaslys að eiga sér stað á Kjal-
arnesinu sem ætla má að megi rekja
til ófullnægjandi öryggis og fag-
mennsku við „vegabætur“. Hvað þarf
mörg banaslys í umferðinni til að
opna augu þessa fólks sem stjórnar
og ber ábyrgð á öryggismálum innan
Vegagerðarinnar? Er eitt slys ekki
nægjanlegt til að vekja fólk og gera
betur?
Um fjármagn til
öryggismála í vegamálum
Það er undarlegt að heyra að ekki
hafi fengist fjármagn í nokkur skilti
og jafnvel blikkljós því fyrr á þessu
ári, nánar tiltekið 19. febrúar sl.,
kynnti forstjóri Vegagerðarinnar
nýtt merki og ásýnd fyrirtækisins. Þó
ég þekki ekki nákvæmlega til kostn-
aðar við gerð nýrrar ásýndar og alls
þess hafurtasks sem því fylgir þá má
þó áætla að slíkt hlaupi á einhverjum
milljónum eða tugum milljóna þegar
allt er samantekið. Er það raunveru-
lega þannig að nýtt merki, sem þó er
byggt á gamla merkinu, sé framar í
forgangsröð í fjárhagsáætlun Vega-
gerðarinnar en að tryggja aukið ör-
yggi vegfarenda sem er eitt af ein-
kunnarorðum fyrirtækisins? Vera má
að nýtt merki sé dæmi um framsýni
Vegagerðarinnar en það er klárlega
ekki fagmennska að taka það fram
fyrir bætt öryggi á vegum úti, dæmi
þó hver fyrir sig.
Í sömu kynningu og birt var á
heimasíðu Vegagerðarinnar í tilefni
af kynningu nýs merkis
http://www.vegagerdin.is/
upplysingar-og-utgafa/frettir/nyju-
merki-vegagerdarinnar-vel-tekid
kom einnig fram að framundan
væru kynslóðaskipti innan stofnunar-
innar þar sem fjölmargir starfsmenn
hennar væru komnir á eftir-
launaaldur. Það er von mín að sú kyn-
slóð sem tekur við hafi annað og
betra skynbragð á virði mannslífs en
sú fyrri.
Ég skora á stjórnendur Vegagerð-
arinnar að taka til í eigin ranni og
gera allt til þess að uppfylla einkunn-
arorð stofnunarinnar svo koma megi í
veg fyrir að enn fleiri vegfarendur
slasist eða láti lífið, sem rekja má til
slóðaskapar, hugsunarleysis eða í
nafni sparnaðar í öryggismálum
Vegagerðarinnar.
Jafnframt skora ég á samgöngu-
málaráðherra að beita sér fyrir því að
tekið verði á öryggismálum innan
Vegargerðarinnar með festu og af
ábyrgð.
Áskorun um bætt umferðaröryggi
Eftir Ágúst Þór
Pétursson
» Skora ég á sam-
göngumálaráðherra
að beita sér fyrir því að
tekið verði á öryggis-
málum innan Vegagerð-
arinnar með festu og af
ábyrgð.
Ágúst Þór Pétursson
Höfundur er húsasmíðameistari,
bifhjólamaður og vegfarandi.
agustp@mannvit.is
Frá brúarenda að blindhæð eru u.þ.b. 65 metrar. Þegar fjórar bifreiðar eru stöðvaðar framan við brúna auk fjar-
lægðar að brú frá fyrstu bifreið má ætla að frá blindhæð að öftustu bifreið séu einungis 20-30 metrar.
Til sölu,
Njarðarbraut 20,
260 Njarðvík
Tjarnargata 12 ehf. og Reykjanesbær auglýsa til
sölu byggingu að Njarðarbraut 20, 260 Njarðvík.
Verið er að vinna nýtt deiliskipulag á svæðinu
og er byggingin samkvæmt því víkjandi.
Óskað er eftir tilboðum í eignina auk hugmynda
um nýtingu á svæðinu. Sérstaklega verður horft
til samspils áætlana við markmið fyrirhugaðs
deiliskipulags. Tilboðum skal skila inn eigi síðar
en mánudaginn 7. september 2020.
Nánari upplýsingar er hægt að fá í gegnum
netfangið fasteignir@reykjanesbaer.is
Margir greinast
með krabbamein af
ýmsum toga. Hvernig
reiðir öllu þessu fólki
af? Hver og einn á
sína persónulegu
sögu, sem er einstök.
En margt er líka sam-
eiginlegt. Hver er
reynslusjóður fólks
sem greinist með
krabbamein? Hvernig
hefur greiningin farið fram og
hvernig hefur meðferðin gengið?
Hvað reyndist vel og hvað hefði
mátt betur fara?
Hlutverk
Meginhlutverk Krabbameins-
félagsins er að stuðla að því að
færri greinist með krabbamein sem
hægt er að fyrirbyggja, að sem
flestir læknist og að
lífsgæði krabbameins-
greindra og aðstand-
enda þeirra séu sem
mest. Mikilvægt er að
fyrir liggi sem gleggst
þekking á líðan fólks
með krabbamein svo
unnt sé að beina
kröftum að þeim þátt-
um þar sem aðgerða
er þörf.
Sagan
Árið 1974 sýndu
rannsóknir að allt að helmingur 16
ára barna reykti daglega. Félagið
brást við með öflugu fræðslustarfi í
grunnskólum landsins. Félagið
hafði líka frumkvæði að skimun fyr-
ir legháls- og brjóstakrabbameini
eftir að rannsóknir höfðu bent til að
hægt væri að greina þessi mein á
frumstigum. Til að sinna óskum
sjúklinga og aðstandenda um
umönnun á heimilum stofnaði félag-
ið Heimahlynningu. Einnig hafði
Krabbameinsfélagið frumkvæði að
skipulagðri skráningu krabbameina
og til að ná því markmiði stofnaði
félagið Krabbameinsskrá. Við
mörgum þessara verkefna hefur
heilbrigðisþjónustan tekið eða gert
samninga við félagið um að sinna
starfseminni áfram í umboði stjórn-
valda.
Áttaviti Krabbameinsfélagsins
Til að fá sem gleggsta mynd af
reynslu og upplifun þeirra sem
greinast með krabbamein hefur
Krabbameinsfélagið sent út boðs-
bréf til allra sem greindust með
krabbamein á árunum 2015-2019.
Svör eru að berast, en mikilvægt er
að sem flestir svari til að fá sem
raunsannasta mynd af stöðu mála.
Hægt er að nálgast upplýsingar um
rannsóknina á krabb.is/rannsokn
og/eða hafa samband gegnum net-
póst: attavitinn@krabb.is.
Að ná áttum
Eftir Ásgeir R.
Helgason »Hver er reynslu-
sjóður fólks sem
greinist með krabba-
mein?
Ásgeir R. Helgason
Höfundur er dósent í sálfræði við
HR og sérfræðingur hjá Krabba-
meinsfélaginu.
asgeir@krabb.is
Vantar þig pípara?
FINNA.is