Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 46
46 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020 SMÁRALIND – KRINGLAN – DÚKA.IS BRÚÐKAUP – FERMING – JÓLIN Gjafalisti fyrir öll tilefni Allir sem gera gjafalista hjá DÚKA fá inneign að verðmæti 15% af því sem keypt er af gjafalistanum. 60 ára Dagný er Akur- eyringur en býr í Garða- bæ. Hún er með BA- próf í mannfræði frá HÍ, MA-próf í mannfræði frá UCONN í Connecti- cut og MA-próf í þýð- ingarfræði frá HÍ. Dagný er þýðandi hjá utanríkisráðuneytinu. Maki: Sverrir Konráðsson, f. 1953, ensku- fræðingur og með stýrimannapróf, starfar hjá Samgöngustofu. Dætur: Edda Rún, f. 1997, og Guðrún Lóa, f. 1999. Foreldrar: Þórgnýr Þórhallsson, f. 1933, d. 2020, fulltrúi hjá KEA, og Hekla Ragn- arsdóttir, f. 1937, fv. kaupkona, búsett á Akureyri. Dagný Björk Þórgnýsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú þarft að beina athygli þinni að málum sem snerta heimilið, fjölskylduna og þína nánustu. Sýndu ákveðni og gefðu eða hentu fimm hlutum í dag. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú nýtur þeirra stunda sem þú getur átt með sjálfum þér til fullnustu um þessar mundir. Fjarlægðu tvo hluti af listanum sem þú ert með í kollinum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert hæfileikaríkur og fólk dáist að hugmyndum þínum. Nú er sú törn á enda og komið að því að þú njótir næðis um stund. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er ekki til of mikils ætlast að vonast til að verkefni verði skemmtilegt og auðvelt. Sinntu líka fólkinu í kringum þig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú átt mjög auðvelt með að leysa af hendi þau verkefni sem þér eru falin. Ekki kaupa neitt án þess að hugsa þig tvisvar um. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér á eftir að líða mun betur á næst- unni en þér hefur liðið að undanförnu. Slík- ar breytingar þurfa hreint ekki að vera kostnaðarsamar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Margar ólíkar persónur eiga þátt í at- burðarásinni. Vertu á varðbergi gagnvart þeim sem vilja með gjöfum stjórna því hvað þú velur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú hefur búið svo um hnútana að fátt á að geta komið þér í opna skjöldu. Kannski af því að þú veist að jörðin undir þér er jafn breytileg og vatn. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þér er eiginlega sama hvað fólki finnst um þig. Lykilatriði er að greiða úr skipulaginu frá degi til dags. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert að springa úr krafti og bjartsýni á framtíðina og ekkert fær stöðv- að þig. Aðalatriðið er þó að halda sjálfum sér í jafnvægi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Notaðu tjáningarhæfileika þína til þess að koma máli þínu til skila. Veittu þessari sömu manneskju jafn mikla athygli og ef hún væri síðasta mannveran á jörð- inni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú gætir hitt gamla vini eða áhuga- vert ókunnugt fólk í dag. Láttu ekki fólk fara í taugarnar á þér heldur sýndu því skilning. því starfi til 2.9. 2013 er hann var skipaður dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. „Ég undi hag mínum vel í héraðsdómi með því frábæra fólki sem þar starfar.“ Þórður hafði fengið leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti Íslands 1994 og þau rétt- indi vakna upp aftur við starfslok hjá Héraðsdómi. Áhugamál Þórðar eru fjölmörg. „Þau helstu eru tónlist, skíði, hesta- mennska, ferðalög, útivist og hlaup. Ég hef einnig lengi verið í myndlist og sótt ótal námskeið á því sviði.“ Fjölskylda Eiginkona Þórðar er Anna Stella Snorradóttir, f. 23.8. 1958, skrif- 1986 var Þórður bæjarstjóri á Sauð- árkróki og var á því tímabili í stjórn Útgerðarfélags Skagfirðinga og jafn- framt formaður skólanefndar Fjöl- brautaskólans á Sauðárkróki. „Mér þótti störfin á Sauðárkróki ánægju- leg og eignaðist ég þar fjölmarga vini.“ Þegar Þórður hætti sem bæjar- stjóri 1986 var hann um skeið lög- maður Byggðastofnunar en fór síðan til starfa sem deildarlögfræðingur hjá lögreglunni í Reykjavík sem yfir- maður rannsóknardeildar og fíkni- efnalögreglu. „Ég hef alltaf litið á mig sem á heimavelli á þessu sviði.“ Árið 1987 var Þórður ráðinn bæjarlögmaður í Kópavogi og gegndi Þ órður Clausen Þórðarson fæddist 29. ágúst 1950 í Reykjavík en fluttist með foreldrum sínum í Kópavog 1951 þar sem hann bjó öll sín uppeldisár á Kárs- nesbraut. „Það var mjög strjálbýlt í Kópavogi á þessum árum og mikið frelsi fyrir hressa stráka að sigla á heimasmíðuðum fleytum og sigla um Fossvoginn.“ Þórður gekk í Kársnesskóla og síðan í Víghólaskóla og var einn vet- ur í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar í Reykjavík. Hann tók síðan inntöku- próf í Verzlunarskóla Íslands og lauk verslunarprófi 1970 og stúdentsprófi af hagfræðideild vorið 1972 og hóf síðan nám í lagadeild Háskóla Ís- lands. Þórður vann ýmis störf með námi, var í byggingarvinnu, verslun og vann tvö sumur í blikksmiðju. Fjór- tán ára fór Þórður að læra á tromm- ur og lék með ýmsum hljómsveitum og lék einnig um árabil í Lúðrasveit verkalýðsins. Lengst af spilaði Þórð- ur með Plöntunni, Hljómsveit Guð- mundar Sigurðssonar, Stuðlatríó, Ólafíu og hinum og þessum hljóm- sveitum í klúbbum hjá Kananum á Keflavíkurflugvelli. Þórður kenndi íslensku í 9. bekk Vogaskóla og síðan bókfærslu í Víghólaskóla í Kópavogi samhliða námi í lagadeild. Á háskóla- árunum var hann um tíma í stjórn Vöku og í ritstjórn og stjórn Knatt- spyrnudeildar Breiðabliks. Það var síðan árið 1973 að Þórður hóf störf í lögreglunni í Kópavogi, fyrst í almennri deild en var síðan í rannsóknadeild um árabil eða til 1975 en þá hóf Þórður störf í Rann- sóknarlögreglunni í Reykjavík og var í fullu starfi með náminu í þau fimm ár sem laganámið tók. Þórður lauk laganámi 25.6. 1977 og vann síð- an við fjármálarannsóknir hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins til 1978. Árin 1978 til 1982 var Þórður fulltrúi við Sakadóm í ávana- og fíkniefnamálum. „Ég dæmdi í ótal málum á þessum árum samhliða því að stjórna rannsóknum en réttarfar var með öðrum hætti en nú er.“ Þórður fékk leyfi til málflutnings fyr- ir héraðsdómi árið 1981. Árin 1982 til stofumaður og eiga þau 20 ára brúð- kaupsafmæli í dag. Þau fagna deg- inum á þeirra öðru heimili í Sitio de Calahonda á Costa del Sol á Spáni, en eru einnig búsett í Hveragerði. Fyrri makar Þórðar voru Elín H. Guðmundsdóttir, f. 19.3. 1954, og Linda Guðbjörg Leifsdóttir, f. 11.12. 1953. Dætur Þórðar eru 1) Sjöfn, f. 9.7. 1972, kennari og fjölmiðlakona, maki: Lárus B. Lárusson, f. 22.8. 1969, flugstjóri hjá Icelandair; 2) Thelma Clausen, f. 20.2. 1980, lög- fræðingur og mannauðsstjóri hjá Menntamálastofnun, maki: Daði Jónsson, f. 2.5. 1979, endurhæf- ingalæknir; 3) Dagmar Clausen, f. 15.12. 1981, lögfræðingur og for- stöðumaður á lögfræðisviði Íslands- banka, maki: Halldór E. Sigurðsson, f. 7.9. 1982, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Lócal. Stjúpson- ur Þórðar er Guðjón Leifur Gunn- arsson, f. 28.6. 1973, lýtalæknir í Noregi og trompetleikari með meiru, maki: Hulda Birna Eiríksdóttir, f. 12.10. 1975, heimilislæknir í Noregi. Stjúpdóttir er Emilíana Torrini, f. 16.5. 1977, tónlistarmaður, búsett á Íslandi, maki: Rowan Cain, f. 16.12. 1985, hönnuður hjá Össuri. Barna- börnin eru 11 talsins. Systkini Þórðar eru Guðmundur, f. 2.8. 1945, lögmaður og löggiltur fast- eignasali, búsettur í Kópavogi, maki: Þórður Clausen Þórðarson, fv. bæjarstjóri, bæjarlögmaður og héraðsdómari – 70 ára Hjónin Þórður og Anna Stella á Costa del Sol. Heldur upp á daginn á Spáni Trommuleikarinn Þórður á Glaumbæjarkvöldi með hljómsveitinni Plöntunni á „Týndu kynslóðinni“ í Hollywood árið 1987. Héraðsdómarinn Þórður lætur af störfum við héraðsdóm í dag. 50 ára Birna er Kópa- vogsbúi og ólst þar upp. Hún er viðskipta- fræðingur frá Háskóla Íslands og er löggiltur endurskoðandi. Birna er sviðsstjóri bókhalds- sviðs hja KPMG og sit- ur í framkvæmdastjórn KPMG. Maki: Arnfinnur Daníelsson, f. 1969, við- skiptafræðingur og nemi í Kvikmynda- skóla Íslands. Börn: Tinna Borg, f. 1989, Sara Lind, f. 1998, og Daníel, f. 2002. Barnabörnin eru Ómar Örn, Lísa María og Karen Mjöll, Foreldrar: Rannver Sveinsson, f. 1934, d. 2017, vélstjóri og verktaki, og Guðborg Siggeirsdóttir, f. 1929, d. 2010, húsmóðir. Þau voru búsett í Kópavogi. Birna Mjöll Rannversdóttir Til hamingju með daginn Kópavogur Brynjar Björn Snorrason fæddist 25. ágúst 2019 kl. 00.04 á Landspít- alanum. Hann vó 4.310 grömm og var 53,5 cm langur. Foreldrar hans eru Guðrún Ýr Skúladóttir og Snorri Birgisson. Nýr borgari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.