Morgunblaðið - 29.08.2020, Page 46

Morgunblaðið - 29.08.2020, Page 46
46 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020 SMÁRALIND – KRINGLAN – DÚKA.IS BRÚÐKAUP – FERMING – JÓLIN Gjafalisti fyrir öll tilefni Allir sem gera gjafalista hjá DÚKA fá inneign að verðmæti 15% af því sem keypt er af gjafalistanum. 60 ára Dagný er Akur- eyringur en býr í Garða- bæ. Hún er með BA- próf í mannfræði frá HÍ, MA-próf í mannfræði frá UCONN í Connecti- cut og MA-próf í þýð- ingarfræði frá HÍ. Dagný er þýðandi hjá utanríkisráðuneytinu. Maki: Sverrir Konráðsson, f. 1953, ensku- fræðingur og með stýrimannapróf, starfar hjá Samgöngustofu. Dætur: Edda Rún, f. 1997, og Guðrún Lóa, f. 1999. Foreldrar: Þórgnýr Þórhallsson, f. 1933, d. 2020, fulltrúi hjá KEA, og Hekla Ragn- arsdóttir, f. 1937, fv. kaupkona, búsett á Akureyri. Dagný Björk Þórgnýsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú þarft að beina athygli þinni að málum sem snerta heimilið, fjölskylduna og þína nánustu. Sýndu ákveðni og gefðu eða hentu fimm hlutum í dag. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú nýtur þeirra stunda sem þú getur átt með sjálfum þér til fullnustu um þessar mundir. Fjarlægðu tvo hluti af listanum sem þú ert með í kollinum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert hæfileikaríkur og fólk dáist að hugmyndum þínum. Nú er sú törn á enda og komið að því að þú njótir næðis um stund. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er ekki til of mikils ætlast að vonast til að verkefni verði skemmtilegt og auðvelt. Sinntu líka fólkinu í kringum þig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú átt mjög auðvelt með að leysa af hendi þau verkefni sem þér eru falin. Ekki kaupa neitt án þess að hugsa þig tvisvar um. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér á eftir að líða mun betur á næst- unni en þér hefur liðið að undanförnu. Slík- ar breytingar þurfa hreint ekki að vera kostnaðarsamar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Margar ólíkar persónur eiga þátt í at- burðarásinni. Vertu á varðbergi gagnvart þeim sem vilja með gjöfum stjórna því hvað þú velur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú hefur búið svo um hnútana að fátt á að geta komið þér í opna skjöldu. Kannski af því að þú veist að jörðin undir þér er jafn breytileg og vatn. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þér er eiginlega sama hvað fólki finnst um þig. Lykilatriði er að greiða úr skipulaginu frá degi til dags. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert að springa úr krafti og bjartsýni á framtíðina og ekkert fær stöðv- að þig. Aðalatriðið er þó að halda sjálfum sér í jafnvægi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Notaðu tjáningarhæfileika þína til þess að koma máli þínu til skila. Veittu þessari sömu manneskju jafn mikla athygli og ef hún væri síðasta mannveran á jörð- inni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú gætir hitt gamla vini eða áhuga- vert ókunnugt fólk í dag. Láttu ekki fólk fara í taugarnar á þér heldur sýndu því skilning. því starfi til 2.9. 2013 er hann var skipaður dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. „Ég undi hag mínum vel í héraðsdómi með því frábæra fólki sem þar starfar.“ Þórður hafði fengið leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti Íslands 1994 og þau rétt- indi vakna upp aftur við starfslok hjá Héraðsdómi. Áhugamál Þórðar eru fjölmörg. „Þau helstu eru tónlist, skíði, hesta- mennska, ferðalög, útivist og hlaup. Ég hef einnig lengi verið í myndlist og sótt ótal námskeið á því sviði.“ Fjölskylda Eiginkona Þórðar er Anna Stella Snorradóttir, f. 23.8. 1958, skrif- 1986 var Þórður bæjarstjóri á Sauð- árkróki og var á því tímabili í stjórn Útgerðarfélags Skagfirðinga og jafn- framt formaður skólanefndar Fjöl- brautaskólans á Sauðárkróki. „Mér þótti störfin á Sauðárkróki ánægju- leg og eignaðist ég þar fjölmarga vini.“ Þegar Þórður hætti sem bæjar- stjóri 1986 var hann um skeið lög- maður Byggðastofnunar en fór síðan til starfa sem deildarlögfræðingur hjá lögreglunni í Reykjavík sem yfir- maður rannsóknardeildar og fíkni- efnalögreglu. „Ég hef alltaf litið á mig sem á heimavelli á þessu sviði.“ Árið 1987 var Þórður ráðinn bæjarlögmaður í Kópavogi og gegndi Þ órður Clausen Þórðarson fæddist 29. ágúst 1950 í Reykjavík en fluttist með foreldrum sínum í Kópavog 1951 þar sem hann bjó öll sín uppeldisár á Kárs- nesbraut. „Það var mjög strjálbýlt í Kópavogi á þessum árum og mikið frelsi fyrir hressa stráka að sigla á heimasmíðuðum fleytum og sigla um Fossvoginn.“ Þórður gekk í Kársnesskóla og síðan í Víghólaskóla og var einn vet- ur í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar í Reykjavík. Hann tók síðan inntöku- próf í Verzlunarskóla Íslands og lauk verslunarprófi 1970 og stúdentsprófi af hagfræðideild vorið 1972 og hóf síðan nám í lagadeild Háskóla Ís- lands. Þórður vann ýmis störf með námi, var í byggingarvinnu, verslun og vann tvö sumur í blikksmiðju. Fjór- tán ára fór Þórður að læra á tromm- ur og lék með ýmsum hljómsveitum og lék einnig um árabil í Lúðrasveit verkalýðsins. Lengst af spilaði Þórð- ur með Plöntunni, Hljómsveit Guð- mundar Sigurðssonar, Stuðlatríó, Ólafíu og hinum og þessum hljóm- sveitum í klúbbum hjá Kananum á Keflavíkurflugvelli. Þórður kenndi íslensku í 9. bekk Vogaskóla og síðan bókfærslu í Víghólaskóla í Kópavogi samhliða námi í lagadeild. Á háskóla- árunum var hann um tíma í stjórn Vöku og í ritstjórn og stjórn Knatt- spyrnudeildar Breiðabliks. Það var síðan árið 1973 að Þórður hóf störf í lögreglunni í Kópavogi, fyrst í almennri deild en var síðan í rannsóknadeild um árabil eða til 1975 en þá hóf Þórður störf í Rann- sóknarlögreglunni í Reykjavík og var í fullu starfi með náminu í þau fimm ár sem laganámið tók. Þórður lauk laganámi 25.6. 1977 og vann síð- an við fjármálarannsóknir hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins til 1978. Árin 1978 til 1982 var Þórður fulltrúi við Sakadóm í ávana- og fíkniefnamálum. „Ég dæmdi í ótal málum á þessum árum samhliða því að stjórna rannsóknum en réttarfar var með öðrum hætti en nú er.“ Þórður fékk leyfi til málflutnings fyr- ir héraðsdómi árið 1981. Árin 1982 til stofumaður og eiga þau 20 ára brúð- kaupsafmæli í dag. Þau fagna deg- inum á þeirra öðru heimili í Sitio de Calahonda á Costa del Sol á Spáni, en eru einnig búsett í Hveragerði. Fyrri makar Þórðar voru Elín H. Guðmundsdóttir, f. 19.3. 1954, og Linda Guðbjörg Leifsdóttir, f. 11.12. 1953. Dætur Þórðar eru 1) Sjöfn, f. 9.7. 1972, kennari og fjölmiðlakona, maki: Lárus B. Lárusson, f. 22.8. 1969, flugstjóri hjá Icelandair; 2) Thelma Clausen, f. 20.2. 1980, lög- fræðingur og mannauðsstjóri hjá Menntamálastofnun, maki: Daði Jónsson, f. 2.5. 1979, endurhæf- ingalæknir; 3) Dagmar Clausen, f. 15.12. 1981, lögfræðingur og for- stöðumaður á lögfræðisviði Íslands- banka, maki: Halldór E. Sigurðsson, f. 7.9. 1982, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Lócal. Stjúpson- ur Þórðar er Guðjón Leifur Gunn- arsson, f. 28.6. 1973, lýtalæknir í Noregi og trompetleikari með meiru, maki: Hulda Birna Eiríksdóttir, f. 12.10. 1975, heimilislæknir í Noregi. Stjúpdóttir er Emilíana Torrini, f. 16.5. 1977, tónlistarmaður, búsett á Íslandi, maki: Rowan Cain, f. 16.12. 1985, hönnuður hjá Össuri. Barna- börnin eru 11 talsins. Systkini Þórðar eru Guðmundur, f. 2.8. 1945, lögmaður og löggiltur fast- eignasali, búsettur í Kópavogi, maki: Þórður Clausen Þórðarson, fv. bæjarstjóri, bæjarlögmaður og héraðsdómari – 70 ára Hjónin Þórður og Anna Stella á Costa del Sol. Heldur upp á daginn á Spáni Trommuleikarinn Þórður á Glaumbæjarkvöldi með hljómsveitinni Plöntunni á „Týndu kynslóðinni“ í Hollywood árið 1987. Héraðsdómarinn Þórður lætur af störfum við héraðsdóm í dag. 50 ára Birna er Kópa- vogsbúi og ólst þar upp. Hún er viðskipta- fræðingur frá Háskóla Íslands og er löggiltur endurskoðandi. Birna er sviðsstjóri bókhalds- sviðs hja KPMG og sit- ur í framkvæmdastjórn KPMG. Maki: Arnfinnur Daníelsson, f. 1969, við- skiptafræðingur og nemi í Kvikmynda- skóla Íslands. Börn: Tinna Borg, f. 1989, Sara Lind, f. 1998, og Daníel, f. 2002. Barnabörnin eru Ómar Örn, Lísa María og Karen Mjöll, Foreldrar: Rannver Sveinsson, f. 1934, d. 2017, vélstjóri og verktaki, og Guðborg Siggeirsdóttir, f. 1929, d. 2010, húsmóðir. Þau voru búsett í Kópavogi. Birna Mjöll Rannversdóttir Til hamingju með daginn Kópavogur Brynjar Björn Snorrason fæddist 25. ágúst 2019 kl. 00.04 á Landspít- alanum. Hann vó 4.310 grömm og var 53,5 cm langur. Foreldrar hans eru Guðrún Ýr Skúladóttir og Snorri Birgisson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.