Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020 VIÐ BJÖRGUM GÖGNUM af öllum tegundum snjalltækja Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a Tvær sýningar verða opnaðar í dag í Hafnarborg í Hafnarfirði. Í aðalsal er það haustsýningin Villiblómið, í sýningarstjórn Becky Forsythe og Penelope Smart og í Sverrissal sýn- ing Davíðs Brynjars Franzsonar, Borgarhljóðvist í formi ensks lysti- garðs. Hugmynd Becky Forsythe og Penelope Smart var valin úr fjölda innsendra tillagna að haustsýningu ársins 2020 og byggist Villiblómið á samstarfi alþjóðlegra listamanna og sýningarstjóra frá Kanada og Ís- landi. „Þar beina listamennirnir sjónum sínum að plönturíkinu og margræðum birtingarmyndum blóma á norðurslóðum. Sýningarsal- urinn umbreytist í engi fagurra blóma, sem maðurinn hefur skapað í ólíkum myndum og minna á teng- ingu okkar við umhverfið. Þar blómstra hugmyndirnar og upp spretta ýmsar spurningar um stöðu okkar í heimi sem tekur stöðugum breytingum. Þá verður villiblómið jafnt tákn um mátt og mýkt – hið hverfula og smáa jafnt sem hið óstöðvandi afl náttúrunnar,“ segir í tilkynningu. Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru Arna Óttarsdóttir, Asinnajaq, Eggert Pétursson, Emily Critch, Jón Gunnar Árnason, Justine McGrath, Katrina Jane, Leisure, Nína Óskarsdóttir, Rúna Þorkels- dóttir og Thomas Pausz. Villiblómið er fyrsta samstarfsverkefni For- sythe og Smart en samstarf þeirra byggist á nýju og kraftmiklu samtali um náttúru, vald og kvenleika. Báðar eru þær frá Kanada en kynntust fyr- ir nokkrum árum í Banff Centre for the Arts and Creativity. Þrívítt hljóðumhverfi Sýning Davíðs Brynjars Franz- sonar, Borgarhljóðvist í formi ensks lystigarðs, í sýningarstjórn Þráins Hjálmarssonar, beinir athygli sýn- ingargesta að þætti borgar- hljóðvistar í upplifun okkar af stað og tíma. Davíð hefur unnið þrívítt hljóðumhverfi úr hljóðritunum frá fjórum mismunandi borgum: Los Angeles, New York, Malmö og Reykjavík, að því er fram kemur í til- kynningu og hefur unnið að upptök- unum í samstarfi við listamenn frá borgunum fjórum. Hljómi borganna er „att saman við hljóðfæraleik flytj- enda, sem ferðast hægfara um rým- ið“, eins og því er lýst, og er þessu líkt við eins konar lystigarð hljóðs, sem gestir geta kannað á eigin forsendum jafnt í tíma og rúmi. Á sýningartímabilinu verða einnig haldnir sérstakir viðburðir þar sem samstarfsaðilar Davíðs koma fram og virkja sýninguna með hljóðfæra- leik. Samstarfsaðilar hans eru Halla Steinunn Stefánsdóttir fiðluleikari, búsett í Malmö, Júlía Mogensen sellóleikari, búsett í Reykjavík, Matt Barbier básúnuleikari, búsettur í Los Angeles og Russell Greenberg slagverksleikari, búsettur í New York. Sýningin er sett upp innan tón- leikaraðar Hafnarborgar, Hljóðanar, sem tileinkuð er samtímatónlist. Sýningarnar verða opnar á hefð- bundnum afgreiðslutíma safnsins og er aðgangur ókeypis og allir vel- komnir svo lengi sem húsrúm, fjar- lægðarmörk og fjöldatakmarkanir leyfa. Villiblóm Hluti verks eftir Örnu Óttarsdóttur á sýninguni Villiblóm. Villiblóm og borgarhljóðvist  Tvær opnanir í Hafnarborg í dag Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Við leggjum áherslu á húmorinn og næmi Þorvaldar á samfélagið og einstaklinginn. Þetta er það sem við viljum tjá,“ segir Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, sýningar- stjóri sýningarinnar Lengi skal manninn reyna sem verður opnuð í Listasafninu á Akureyri í dag, laugardaginn 29. ágúst. Um er að ræða umfangs- mikla yfirlitssýn- ingu um æviferil listamannsins Þorvaldar Þor- steinssonar sem lést árið 2013. Pálína segir aðdragandann að sýningunni hafa verið langan. Skipulagning hennar hófst ár- ið 2017 þegar setja átti upp smærri sýningu með verkum Þor- valdar. Þeirri sýningu var frestað og ákveðið að setja upp enn stærri sýningu en áætlað hafði verið árið 2020. Sýningin nær yfir alla efstu hæð safnsins, fimm rými, gang og svalir. Starfsmenn Listasafnsins á Akureyri hafa unnið í samstarfi við Ágústu Kristófersdóttur hjá Hafnarborg í Hafnarfirði og mun sýningin verða flutt þangað snemma á næsta ári. Pálína og Ágústa þekkja báðar vel til verka Þorvaldar og segir Pálína það hafa verið ánægjulegt fyrir þær að setja upp sýninguna. „Ágústa hafði áður verið sýningar- stjóri á stórri sýningu á verkum Þorvaldar í Hafnarhúsinu og þekkti afar vel til hans verka. Ég kannaðist við Þorvald frá Akureyri og við vorum skólasystkin í Jan van Eyck akademíunni í Hollandi. Svo ég umgekkst hann mikið í þrjú ár og hitti hann alltaf annað slagið þegar hann var með sýn- ingar hér á Akureyri. Þannig að ég fylgdist alltaf vel með honum.“ Uppsetning sýningarinnar mið- ast að einhverju leyti við aldur verkanna. Pálína nefnir sem dæmi fyrsta verkið sem Þorvaldur seldi Akureyrarbæ, árið 1987. Þá var hann nýútskrifaður úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands og að hefja framhaldsnám í Hollandi. „Það er stórt málverk sem hangir alltaf uppi á Amtsbókasafninu. Við fengum það lánað og höfum það í kaffihúsinu svo það er það fyrsta sem menn sjá þegar þeir koma inn. Það er þegar búið að vekja mikla hrifningu hjá mörgum og fyrirspurnir,“ segir sýningarstjór- inn. Pálína nefnir einnig að Þor- valdur hafi gefið Listasafninu á Akureyri verkið „7. nóvember“ þegar það var opnað 1993. Það hafi ekki verið sýnt síðan þá svo það sé ánægjulegt að það sé til sýnis núna. Verkin á sýningunni koma héð- an og þaðan; úr safnkosti Lista- safns Íslands, Listasafni Reykja- víkur og Listasafninu á Akureyri og frá einkaaðilum. Mikill hluti verkanna er úr eigu ekkju Þorvaldar, Helenu Jónsdótt- ur. „Hún kom með mikið af nýjum verkum sem ekki hafa verið sýnd hér og flest þeirra hefur enginn séð nema þau tvö. Hún hefur verið mjög öflug að hjálpa okkur með uppsetninguna og valið,“ segir Pálína. „Sýningin spannar feril Þorvald- ar og sýnir fjölbreytileika hans og hugsanir. Hann hafði einstakt skopskyn og næmi fyrir staðsetn- ingu og hlutverki einstaklingsins í samfélaginu,“ segir Pálína. Hún nefnir sem dæmi myndaseríuna „A-vaktina“, sem er í eigu Slökkvi- liðs Reykjavíkur og sýnir alla vega búninga tengda slökkviliðinu. „Hann sýnir hvað viðhorf okkar gagnvart einhverjum breytast eft- ir því hvort hann er í einkennis- búningi eða ekki. Hann vinnur með þetta með einstöku næmi.“ Þorvaldur vann með marga miðla á ferli sínum, auk þess að vera myndlistarmaður starfaði hann sem rithöfundur og samdi tónlist. Hann var meðal annars þekktur fyrir Vasaleikhúsið sem flutt var í Ríkisútvarpinu árið 1991, söguna Skilaboðaskjóðuna sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu við mikinn fögnuð árið 1993 og skáldsögurnar fjórar um Blíðfinn. Margir kannast við titil sýning- arinnar, Lengi skal manninn reyna. Þorvaldur notaði þetta orðatiltæki í Ósómaljóðum sínum sem eru þekkt í flutningi Megasar. „Þegar við þurftum að finna titil á sýninguna þá vildum við hafa eitt- hvað sem væri tengt einhverju sem hann hafði gert og þetta varð fyrir valinu eftir miklar vangavelt- ur,“ segir Pálína um tilurð titils- ins. Þannig vill til að Þorvaldur hefði orðið sextugur 7. nóvember næst- komandi ef honum hefði enst ævin. Af því tilefni hefur Pálína sett saman fyrirlestradagskrá þar sem fram koma Viðar Eggertsson, Ragna Sigurðardóttir, Finnur Arnar Arnarsson og Arna G. Vals- dóttir. Ágústa Kristófersdóttir mun stjórna dagskránni. Listaverk Verk Þorvaldar, Staða (skór) frá 1993, fjallar um vísbendingu mannsins um það hvernig raunveruleg staða raunverulegs manns er. Skopskyn og næmi Guðrún Pálína Guðmundsdóttir  Yfirlitssýning með verkum listamannsins Þorvaldar Þorsteinssonar opnuð í Listasafninu á Akureyri í dag Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Fjölhæfur Þorvaldur Þorsteinsson lést árið 2013, 52 ára að aldri. Sýning Lilýjar Erlu Adamsdóttur, Skrúðgarður, verður opnuð um leið og sýningin á verkum Þorvalds í Listasafninu á Akureyri í dag en í tilefni af 158 ára afmæli Akureyr- arbæjar og vegna Covid-19 verður Listasafnið opið til kl. 22 í kvöld og aðgangur að því ókeypis. Lilý vinnur á mörkum myndlistar, hönnunar og listhandverks, að því er fram kemur í tilkynningu og segir þar að yfirborð sé henni hugleikið, hvort sem um er að ræða yfirborð náttúrunnar eða mennskunnar. „Í verkum sínum skoðar hún handgerða endurtekningu, mögu- leika hennar og takmarkanir. Hvernig hið einstaka kallast á við fjöldann um leið og fjöldinn skapar einstakan samhljóm. Vinnuferli Lilýjar einkennist af stöðugu sam- tali við efnið, þar sem eitt leiðir af öðru. Undanfarið hefur hún nýtt sér eiginleika tufttækninnar til skoð- unar á þræðinum og sjónrænum áhrifum hans, þegar kemur að sam- spili lita og efniseiginleika. Lilý talar ýmist um verkin sín sem loðin mál- verk eða dansandi útsaum,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Lilý lauk BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2011 og hlaut meistaragráðu í listrænum textíl frá Textilhögskolan í Borås í Svíþjóð árið 2017. Yfirborð náttúru eða mennsku Mörk Lilý vinnur á mörkum myndlistar, hönnunar og listhandverks. Sýning Siggu Bjargar Innvortis út- vortis / Internal External, verður opnuð í dag kl. 14 í Listamönnum galleríi en vegna samkomutak- markana verður opnunartími gall- erísins lengdur til kl. 18. „Breyttur heimur liggur í loftinu, hann svífur yfir vötnum, hann ber með sér nýj- an andblæ, sveipuðum ljóma þeirra híbýla þar sem viskan býr. Þegar upp var staðið er „raunveruleik- inn“ bara bak- sýnisspegill þess sem á hann horf- ir – Ef horft er inn í híbýli hins óorðna, ófædda, óséða þarf maður fyrst og fremst að hafa hugrekki til þess að horfa á það sem er núna og það sem hefur breyst,“ skrifar Goddur m.a. um sýninguna. Innvortis útvortis í Listamönnum Sigga Björg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.