Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020 Oft er talað um systkinakærleika og víst er að sérstakur kærleikur var á milli systkinanna frá Sléttu. Þau létu sér annt hverju um annað og afkomendur hvert annars. Elsta barn Jónu (Sigurjónu) var Guðrún Sigríður sem við kveðjum nú, en foreldrarnir eign- uðust 9 börn og komust átta til fullorðinsára. Má segja að tíunda barnið hafi bæst við þegar Hulda og Hákon eignuðust Ernu Sig- rúnu sem lést 5. ágúst sl. en þau voru um sinn til heimilis hjá fjöl- skyldunni. Nokkru síðar tóku þau kornung að sér heimilið er Jóna lést fyrir aldur fram. Börn Jónu og Guðmundar báru svipmót foreldra sinna, voru ann- aðhvort dökk á brún og brá eða ljós og björt yfirlitum. Gunna fékk í vöggugjöf gullinn húðlit, dökkt hár, eilítið skásett augu og þótti einstaklega fallegt barn og síðar falleg kona. Hún var vel gefin til munns og handa, vel menntuð að heiman en hafði ekki mikla mögu- leika á skólanámi sem hún bætti úr á fullorðinsárum. Gunna var glaðlynd, róleg og yfirveguð í fasi og hafði einkar hlýja nærveru. Hún var ættrækin og ræktarsöm. Ung að árum hleypti hún heim- draganum og í Reykjavík kynntist hún mannsefninu Pétri Sæmund- sen frá Blönduósi. Bjuggu þau sér heimili í Reykjavík og átti stór- fjölskyldan ævinlega þar griða- stað. Þegar tækifæri gafst var skroppið á æskuslóðir Péturs og fjölskylda hans heimsótt en hann var ekki síður ættrækinn en Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir Sæmundsen ✝ Guðrún fædd-ist 1. ágúst 1926. Hún lést 12. ágúst 2020. Útför Guðrúnar fór fram 27. ágúst 2020. Gunna og sagði frænka mín stund- um „hann Pétur minn er svo mikill Húnvetningur“. En það var líka farið vestur og þá var hátíð í bæ hjá skyldmennunum þar og minnist ég þess hve foreldrum mínum þótti ánægjulegt að fá Gunnu og Pétur í heimsókn og eiga gefandi spjall um menn og málefni líðandi stundar. Eftir lát Péturs hélt Gunna við hinum góðu tengslum í Húna- vatnssýsluna og líka bernskuslóð- irnar fyrir vestan. Fannst henni skipta máli að synir hennar og fjölskyldur kynntust upprunan- um fyrir vestan og rifjaði hún oft upp þegar systkini hennar og fjöl- skyldur sameinuðust í ferð að Sléttu. Þegar Gunna lagði leið sína norður í land nutum við góðs af heimsóknum hennar. Oft gleymd- um við okkur í spjalli og meðfram fréttum af fjölskyldum okkar var komið víða við í þjóðfélagsumræð- unni. Fannst okkur við geta leyst ýmsan pólitískan vandræðagang í það og það skiptið. Um árabil bjuggu foreldrar mínir hér á Torfalæk og þótti gott að eiga stundir með Gunnu sinni. Sérstakur þráður var alla tíð á milli móður minnar og Gunnu enda hún viðstödd fæðingu henn- ar og alla tíð mikill samgangur hjá fjölskyldum foreldranna. Á milli heimsóknanna var síminn notað- ur og oft erfitt að slíta samtali. Seinni árin sótti hugur frænku minnar æ meira til æskuáranna á Ísafirði, foreldranna, systkinanna og afa okkar og ömmu, Þórunnar og Jónasar á Sléttu. Oft rifjuð upp seigla genginna kynslóða í okkar ranni og það þakklæti að njóta þess auðs sem fylgir því að gefast ekki upp þótt stundum blási í mót. Nú er komið að kveðjustund elskulegrar frænku minnar sem verið hefur fyrirmynd svo margra sem henni kynntust. Hlýjar kveðjur frá okkur Jó- hannesi til fjölskyldunnar, blessuð veri minning hennar. Elín Sigurlaug Sigurðardóttir. Nú er elsku Gunna dáin. Minn- ingarnar streyma fram og mér er efst í huga þakklæti. Ég var svo heppin að fá að vera hjá þeim Pétri, móðurbróður mínum, og henni Gunnu á mínum mennta- skólaárum. Þau tóku mér opnum örmum og létu mér líða eins og ég væri heima hjá mér. Þá grunaði mig ekki hve Gunna yrði stór hluti af lífi mínu, bæði í blíðu og stríðu. Ég gat talað við hana um allt milli himins og jarðar og hún kunni að hlusta. Hún siðaði mig og sýndi mér umhyggju og blíðu. Eftir að menntaskólaárunum lauk var ég alltaf velkomin á Háteigsveginn og seinna meir á Fjölnisveg, það notaði ég óspart, bæði vegna læknisheimsókna okkar mæðgna og innkaupaferða í borgina. Hún fræddi mig og sagði mér sögur frá því í gamla daga þegar hún var á Blönduósi, sögur af mömmu og pabba, Mæsu og Þormóði og síð- ast en ekki síst tengdamóður sinni, Þuríði Sæmundsen, sem hún kenndi mér að virða enn bet- ur. Gunna var alltaf tilbúin að út- rétta fyrir fjölskylduna norður á Blönduósi, panta í búðina fyrir ömmu og fyrir Mæsu þegar hún var með Blönduskálann. Þá hringdu þær mæðgur í hana, hún skrifaði niður og hringdi svo í hin ýmsu fyrirtæki og pantaði, þá var svo dýrt að hringja til Reykjavík- ur. Hún hélt alltaf tryggð við fjöl- skylduna og kom norður á meðan hún gat. Voru þá fagnaðarfundir og ýmsar sögur rifjaðar upp. Guðrún Sæmundsen var glæsi- leg kona, rökföst og hafði ríka réttlætiskennd en umfram allt svo hlý og góð. Við Einar sendum fjöl- skyldu hennar innilegar samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu hennar. Sigríður Hermannsdóttir. AKUREYRARKIRKJA | Laugardagur 29. ágúst. Fermingarmessa kl. 10.30 og 13.30. Prestar eru Svavar Alfreð Jónsson og Jón Ragnarsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Org- anisti er Sigrún Magna Þórsteins- dóttir. Sunnudagur 30. ágúst. Fermingar- messa kl. 10.30 og 13.30. Prestar eru Svavar Alfreð Jónsson og Jón Ragnarsson. Félagar úr Kór Akureyr- arkirkju syngja. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. ÁRBÆJARKIRKJA | Fermingarguðs- þjónustur kl. 10 og 11 árdegis. Ferm- ingarguðsþjónustur kl. 13 og 14. Prestar eru Þór Hauksson og Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. Organisti er Krisztina Kalló Szklenár. Félagar úr kirkjukór Árbæjarkirkju leiða almenn- an söng. ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta og ferm- ing kl. 11. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur, djákna Ássafnaðar. Kór Áskirkju syngur, org- anisti er Bjartur Logi Guðnason. 100 manns mega koma saman, en fólk er hvatt til að virða 2ja metra fjarlægð- armörk og hafa tiltæka grímu til að bregða fyrir vit sér. BESSASTAÐAKIRKJA | Ferming kl. 10.30, Margrét Gunnarsdóttir djákni og sr. Hans Guðberg Alfreðsson. Fé- lagar úr Álftaneskórnum leiða söng undir stjórn Ástvaldar Traustasonar organista. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Messa virka daga kl. 18, og má., mi. og fö. er messa kl. 8. Lau. kl. 18 er vigilmessa. DÓMKIRKJAN | Fermingarmessa klukkan 11. Prestur er Sveinn Val- geirsson, Dómkórinn og Kári Þormar er dómorganisti. FELLA- og Hólakirkja | Sunnudag- inn 30. ágúst er ferming kl. 11 og kl. 14. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og prédikar. Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar og prédikar. Fé- lagar úr kór kirkjunnar ásamt Arnhildi organista sjá um tónlistina. Með- hjálpari er Kristín Ingólfsdóttir. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Ferming- armessa 30. ágúst kl. 14. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson þjónar fyrir altari. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni. GARÐAKIRKJA | Minningarguðs- þjónusta kl. 11. 300 ár eru frá and- láti Jóns Vídalíns biskups en hann fæddist á Görðum. Af því tilefni verð- ur minningarguðsþjónusta í Garða- kirkju. Sr. Kjartan Jónsson þjónar fyrir altari. Jóhann Sigurðarson leikari flyt- ur lestra þar sem farið er yfir ævi Jóns sem Matthildur Bjarnadóttir æskulýðsfulltrúi Garðasóknar setti saman. Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson flytja sálmaspuna á milli lestra. Guðsþjónustunni er streymt á fésbókarsíðu Vídalínskirkju. GRENSÁSKIRKJA | Fermingarguðs- þjónusta kl. 11. Sr. María G. Ágústs- dóttir og Daníel Ágúst Gautason djákni þjóna ásamt Ástu Haralds- dóttur organista og Kirkjukór Grens- áskirkju. Kyrrðarstund á þriðjudag kl. 12. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta 30. ágúst kl. 11. Prestur er Leifur Ragnar Jónsson. Organisti er Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syngur. Fermingarbörn næsta árs, 2021, úr Dalskóla og for- eldrar þeirra eru boðin velkomin í messuna. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Ferm- ingarmessur kl. 11 og kl. 13. Vegna samkomureglna geta einungis ætt- ingjar fermingarbarnanna verið við messurnar. Almenn messa og sunnu- dagaskóli 6. september kl. 11. HALLGRÍMSKIRKJA | Fermingar- guðsþjónustur kl. 11 og kl. 13. Sr. Sigurður Árni Þórðarson flytur hug- vekju og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur og Kristnýju Rós Gústafsdóttur. Messuþjónar að- stoða. Félagar úr Mótettukór Hall- grímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnason- ar. Bænastundir kl. 12 miðvikudag, fimmtudag og föstudag. HÁTEIGSKIRKJA | Ferming kl. 11 og kl. 14. Félagar úr Kordíu, kór Há- teigskirkju, syngja. Jón Hafsteinn Guðmundsson leikur á trompet. Org- anisti er Guðný Einarsdóttir. Prestur er Helga Soffía Konráðsdóttir. KEFLAVÍKURKIRKJA | Laugardag- inn 29. og sunnudaginn 30. ágúst kl. 11, 12, 13 og 14 verða ungmenni fermd við hátíðarstundir í Keflavík- urkirkju. Kórfélagar syngja undir stjórn Arnórs Vilbergssonar org- anista. Sr. Fritz Már Jörgensson og sr. Erla Guðmundsdóttir þjóna. Vegna fjöldatakmarkana er einungis rými fyr- ir fjölskyldur fermingarbarna í kirkju- skipinu. KÓPAVOGSKIRKJA | Helgistund kl. 11 í safnaðarheimilinu Borgum. Hjör- dís Perla Rafnsdóttir guðfræðinemi flytur hugleiðingu. Sr. Sigurður Arn- arson leiðir stundina. Félagar úr Kór Kópavogskirkju leiða stundina undir stjórn Peter Maté. LANGHOLTSKIRKJA | Ferming- armessur kl. 11 og 13. Prestar Lang- holtskirkju, Guðbjörg Jóhannesdóttir og Aldís Rut Gísladóttir, þjóna. Fé- lagar úr Kór Langholtskirkju syngja undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 20. Óskar Einarsson sér um tónlist- ina ásamt söngvurum úr kór Linda- kirkju. Sr. Guðmundur Karl Brynj- arsson þjónar. NESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju syngja. Org- anisti er Steingrímur Þórhallsson. Prestur er Skúli S. Ólafsson. Kaffi- sopi. SANDGERÐISKIRKJA | Kósí kvöld- messa kl. 20. Almennur söngur við gítarundirleik. SELJAKIRKJA | Fermingarmessur kl. 10.30, 12 og 13.30. Prestar kirkj- unnar þjóna, Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsönginn við undirleik org- anistans Tómasar Guðna Eggerts- sonar. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðs- þjónusta kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarna- son þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng. Kaffiveitingar og sam- félag eftir athöfn í safnaðarheimilinu. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11, sérstaklega helguð 300. ártíð Jóns Þorkelssonar Vídalín Skálholts- biskups, sem andaðist í Biskups- brekku 30. ágúst 1720. Sr. Egill Hall- grímsson og sr. Kristján Björnsson annast þjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason sem leikur orgelverk frá tíma meistara Jóns. Um kl. 19 verður bæn við legstein Jóns biskups í kjall- ara Skálholtskirkju. ÞINGVALLAKIRKJA | Helgistund kl. 15.30, helguð 300. ártíð Jóns Þor- kelssonar Vídalín, Skálholtsbiskups, sem andaðist í Biskupsbrekku þenn- an dag árið 1720. Hringt verður klukku sem meistari Jón gaf til Þing- valla og lesið úr lagaræðunni sem hann flutti þar. Sr. Kristján Björnsson og sr. Elínborg Sturludóttir dóm- kirkjuprestur annast þjónustuna sem verður að hluta utandyra. Þennan dag kl. 17 verður vígður nýr kross og minnisvarði í Biskupsbrekku um bisk- up Jón sem Páll á Húsafelli hefur gert. ORÐ DAGSINS: Farísei og toll- heimtumaður. (Lúk. 18) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Breiðabólstaðarkirkja á Skógarströnd, Snæfellsnesi. HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Í hvert sinn er ég ek um Öxnadalinn og það er ósjaldan verður mér litið heim að Syðri-Bægisá, því fallega stórbýli sem Hulda frænka mín og Steinn Snorrason maður hennar byggðu upp svo stórmannlega að eftirtekt hefur löngum vakið. Þar hafa í áranna fjöld margar kýr og myndarskapur búsins unnið til verðlauna og framhald hefur verið á því eftir að Helgi Bjarni sonur þeirra og Ragnheiður tengdadótt- ir tóku við búi. Þessi myndarbú- skapur verður líklega stundaður áfram því dætur Helga og Ragn- Hulda Vordís Aðalsteinsdóttir ✝ Hulda VordísAðalsteins- dóttir fæddist 23. apríl 1928. Hún lést 11. ágúst 2020. Útför Huldu fór fram 24. ágúst 2020. heiðar hafa lýst op- inberlega yfir áhuga sínum á að taka við búi síðar. Það er frá- bært, enda er jörðin einstaklega góð og bæjarstæðið fallegt! Hulda var einstök kona fram á síðustu stund. Stundaði hún mjaltir og önnur störf við búið fram yfir nírætt og komst í fjölmiðla er eitt myndarlegasta „róbót“-fjós norðan heiða var reist á Syðri-Bægisá og Hulda varð elsta fjósakona landsins sem missti vinnuna samkvæmt frétt- um í fjölmiðlunum. Þar að auki var hún listræn með afbrigðum að því er varðar hannyrðir ýmiskonar, ekki síst listarlega málun postulíns. Það var ekki amalegt að koma í heim- sókn til hennar, því þó fyrirvari væri skammur voru veitingar ætíð bornar fram af þvílíkum gæðum og magni að maður átti erfitt með að standa upp frá borð- um og hafa sig heim. Áhrif hafði einnig hin óþreytandi frásagnar- gleði hennar og minni á menn og málefni alveg fram að því að hún veiktist af því meini sem varð henni að fjörtjóni á skömmum tíma. Raunar komst hún heim aft- ur af sjúkrahúsinu um tíma og „lék við hvurn sinn fingur“ er við hjónin og móðir mín heimsóttum hana í fallega húsinu hennar stuttu síðar og bar hún enn fram veitingar og spjallaði um heima og geima. Það var eftirminnileg stund. Ekki verður spornað við örlögunum, en ef þessi veikindi hefðu ekki komið upp hefði mað- ur ekki orðið hissa þó hún hefði lifað vel fram yfir tírætt og notið lífsins með afkomendum, vinum og ættingjum og glætt áfram líf okkar sem yngri erum. Ég votta Katrínu dóttur henn- ar, Helga Bjarna syni hennar, Ragnheiði konu hans og dætrum þeirra innilega samúð við fráfall þessarar heiðurskonu, frænku minnar. Haraldur Hauksson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.