Morgunblaðið - 15.10.2020, Síða 20
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2
TILBOÐ
20%afmælis afslátturí október
Áhudfegrun.is máfinna upplýsingar umallarmeðferðirnar!
20 ára
farsæl
reynsla
Af því tilefni bjóðumvið ykkur
20% afsláttaf öllummeðferðum
Húðslípun – Laserlyfting –Gelísprautun
Dermapen –Húðþétting –Háreyðing...
...sannarlega eitthvað fyrir alla!
Nýttu þér afmælistilboð okkar
bókaðu þínameðferð núna!
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Staðan er viðkvæm og ekkert má út af
bera,“ segir Pétur Heimisson, framkvæmda-
stjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Austur-
lands og umdæmislæknir sóttvarna í hér-
aðinu. Hvergi á landinu er staðan í
baráttunni við Covid-19 jafn góð og eystra.
Skv. tölum miðvikudags var aðeins einn á
svæðinu sýktur af veirunni og fimm í
sóttkví. Pétur vekur þó athygli á því að
þetta geti breyst í sviphendingu og talan
rokið upp. Nokkur smit hafi til dæmis verið
á svæðinu sl. vor, en vel hafi tekist að sigr-
ast á vandanum þá.
„Ég er þess ekki umkominn að geta út-
skýrt nákvæmlega af hverju staðan hér
eystra er jafn skapleg og nú,“ segir Pétur.
„Veit þó að forráðamenn í fyrirtækjum,
stofnunum og sveitarfélögum hér á svæðinu
hafa, eftir því sem ég veit, gætt vel að smit-
vörnum, vinnusvæðum er hólfaskipt og svo
framvegis. Smitvarnir hvers og eins, svo
sem handþvottur og -spritt og grímunotkun,
það er að gæta sín og taka tillit til annarra
er þýðingarmikið. Þá hafa íbúar hér líka
verið vel með á nótunum. Svo má líka benda
á að hér eystra er yfirleitt dreifbýlt og fólk
minna á ferðinni en áður, til dæmis í aðra
landshluta.“
Aðstæður vinna með sóttvörnum
Pétur segir að landfræðilegar aðstæður á
Austurlandi kunni að vinna með sóttvörnum.
Þó geti veiran gert usla í sambærilegum að-
stæðum, samanber hópsmit á nokkrum stöð-
um á landsbyggðinni síðasta vor. Einn smit-
aður geti haft mikil margfeldisáhrif, sé ekki
varlega farið. Mikilvægur liður í smitvörnum
eystra hafi líka verið virk aðgerðastjórn
vegna Covid-19 undir stjórn lögreglunnar.
Einnig samhæft sóttvarnastarf á landsvísu
undir stjórn sóttvarnalæknis og ríkislög-
reglustjóra. Góð staða ráðist því af mörgum
þáttum, og sennilega sé sumt heppni.
Starfsfólk heilsugæslu á Austurlandi hef-
ur verið mjög virkt í sýnatöku vegna ein-
kenna og líka komið að skimun fyrir veir-
unni. Sama starfsfólk sinnir líka landamæra-
skimun, bæði hvað varðar sýni 1 og 2. Þar
er stærsta einstaka verkefnið tengt viku-
legri komu Norrænu til Seyðisfjarðar, síðast
nú á þriðjudaginn. Þá komu um 70 farþegar
með skipinu en þeir voru um 700 þegar
mest var á nýliðnu sumri. Þá eru líka ein-
staka ferðir beint á Egilsstaðaflugvöll frá
erlendum flugvöllum sem kalla á skimun
farþega.
Daglegt líf samkvæmt hefðum
Í Snæfellsbæ voru engin virk smit í gær
né heldur neinn í sóttkví. „Ég hef enga
ákveðna skýringu á þessu, sennilega er
þetta að hluta til heppni. Varkárni og skyn-
semi íbúanna í smitvörnum hefur líka sitt að
segja,“ segir Kristinn Jónasson bæjarstjóri.
Daglegt líf á svæðinu segir hann ganga
hefðum samkvæmt, enda þótt margvíslegar
varúðarráðstafanir séu uppi gagnvart veir-
unni. Bátar fari á sjó og fiski ágætlega, sem
aftur skapi umsvif í vinnsluhúsum. Sjávar-
útvegurinn sé og verði alltaf mikilvægur í
bæjarfélaginu. Hinu sé ekki að leyna að
slegið hafi í bakseglin í ferðaþjónustunni, en
þegar best lét hafi um 800 þúsund ferða-
menn komið á Snæfellsnes á ári. Nú séu
þeir sárafáir enda séu ferðalög milli lands-
hluta í núverandi ástandi óskynsamleg.
Nærri því smitlaust svæði
Í gær voru tveir smitaðir á Norðurlandi
vestra og tveir aðrir í sóttkví.
„Við erum nærri því að teljast smitlaust
svæði, sem er mjög ánægjulegt“ segir Gunn-
ar Örn Jónsson lögreglustjóri. Aðgerða-
stjórn almannavarna í héraðinu hefur verið
mönnuð af lögreglu síðan neyðarástandi var
lýst yfir og fundar stjórnin daglega. Jafn-
framt eru vettvangsstjórnir reiðubúnar til
virkjunar ef þörf er á. Allur sé varinn góður,
sbr. umfangsmikla hópsýkingu í Húnaþingi
vestra í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldurs-
ins síðasta vor. Samfélagið sé að einhverju
leyti í hægari takti en endranær og jafn-
framt séu færri á ferðinni sem sé líklegt til
að draga úr útbreiðslu veirunnar. Í því sam-
bandi megi nefna að heildarsamdráttur um-
ferðar á Norðurlandi á milli ára nú sé um
50%, samkvæmt tölum Vegagerðarinnar.
Sóttvarnir, heppni og færri á ferð
Byggðir Egilsstaðir, til vinstri, og Ólafsvík eru meðal staða þar sem fá og jafnvel engin smit af Covid-19 eru virk. Engin einhlít skýring ræður því, en allur er varinn góður og smitvarnir sterkar.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Pétur
Heimisson
Kristinn
Jónasson
Gunnar
Örn Jónsson
Veiran misjöfn milli staða Handþvottur og grímur virka Góð staða á Austurlandi, Norðurlandi
vestra og í Snæfellsbæ Færri eru á ferðinni Annríki við sýnatökur hjá farþegum með Norrænu
Alls greindust 88 kórónuveirusmit
innanlands á þriðjudag. Af þeim
sem greindust var helmingur í
sóttkví við greiningu. Einn greind-
ist með mótefni við kórónuveirunni
í landamæraskimun. Beðið er eftir
niðurstöðu úr mótefnamælingu hjá
einum.
24 eru inniliggjandi á Landspít-
ala vegna Covid-19, þar af eru þrír
á gjörgæslu.
Af þeim sem greindust innan-
lands hafði 71 farið í einkenna-
sýnatöku en 1.238 slík sýni voru
tekin á þriðjudag. 17 greindust í
sóttkvíar- og handahófsskimun en
548 slík sýni voru tekin á þriðjudag.
Samtals eru 1.132 í einangrun,
smitaðir af kórónuveirunni. Alls
eru 3.409 í sóttkví og 1.739 í skim-
unarsóttkví. Á höfuðborgarsvæð-
inu eru 980 í einangrun og 2.801 í
sóttkví. Á Suðurlandi eru 61 í ein-
angrun og 80 í sóttkví.
Kórónuveirusmit á Íslandi
Staðfest smit frá 30. júní
3.757 staðfest smit
Heimild: covid.is
Nýgengi innanlands 13. október:
268,9 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa
24 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, þar af 3 á gjörgæslu
88 ný inn an lands smit greindust 13. október
316.008 sýni hafa verið tekin
Þar af í landamæraskimun
159.193
sýni, samtals í skimun 1 og 2
1.739 einstaklingar eru í skimunarsóttkví
100
80
60
40
20
0
99
75
16
3.409 einstaklingar eru í sóttkví
1.132 eru með virkt smit og í einangrun
júlí ágúst september október
Fjöldi smita
innanlands
Fjöldi smita á
landamærum
88 ný smit innanlands