Morgunblaðið - 15.10.2020, Side 30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
SANGSIN gæðavara frá Kóreu
BREMSU
VÖRUR
í flestar gerðir bíla
2012
2019
mánuði árins með loðnubresti og
erfiðum veðrum á fjarlægum kol-
munnamiðum hafi gengið vel síðustu
mánuði á makríl og síldarvertíð. Páll
segir að Eskja hafi framleitt tölu-
vert af makríl og síld á vertíðinni frá
byrjun júlí til loka september, alls
um 27 þúsund tonn af afurðum, og
tekið á móti um 38 þúsund tonnum
af hráefni til vinnslu á tímabilinu.
Skipin til síldveiða
Sölumál hafi verið í góðum farvegi
þrátt fyrir áskoranir vegna kórónu-
veirufaraldursins og ágætlega geng-
ið að selja framleiðsluna. Eigi að síð-
ur séu frystigeymslur vel nýttar og
ákveðið hafi verið að gera hlé á veið-
um á norsk-íslenskri síld í þrjár vik-
ur og nýta nýju frystigeymsluna fyr-
ir afurðir úr síðustu þrjú þúsund
síldartonnunum eða um tæplega
þriðjungi kvótans. Jón Kjartansson
fer til síldveiða í lok vikunnar og síð-
an Aðalsteinn Jónsson.
Reiknað er með tveimur túrum á
hvort skip, en eftir er að koma í ljós
hversu langt þarf að sækja síldina.
Fyrirhugað er að vinna aflann á dag-
vöktum í uppsjávarfrystihúsinu þar
sem tekur um tvo daga að vinna
hvern farm.
Gamla frystihúsið rifið
Fyrir ári gerðu Eskja og Fjarða-
byggð samning um kaup og maka-
skipti á nokkrum eignum og lóðum í
bænum. Meðal annars tók bærinn
yfir lóðir við Strandgötu í hjarta
bæjarins, þar sem gamla frystihúsið
og frystiklefi eru, en Eskja sér um
niðurrif húsanna. Páll segir að unnið
hafi verið að niðurrifi í áföngum, en
kórónufaraldurinn haf aðeins sett
strik í reikninginn. Ýmsir mögu-
leikar skapast á nýrri uppbyggingu
í miðbænum.
Páll segist reikna með að 30 ára
gamalli fresku eftir Baltasar á gafli
frystigeymslunnar verði fundinn
staður á nýja athafnasvæðinu. Þar
eru á 14 myndum sýndir þættir úr
atvinnusögu og umhverfi á Eski-
firði.
Löngu tímabær frystigeymsla
Eskja tekur í
notkun geymslu
fyrir níu þús. tonn
Ljósmynd/Gungör Tamzok
Athafnasvæði Eskju Næst er nýr frystiklefi, hægra megin við hann er uppsjávarfrystihús, sem tekið var í notkun 2016, og á milli er tengibygging, sem enn
vantar þakið á. Fjær er fiskimjölsverksmiðja með mjöl- og lýsistönkum og við bryggju er Guðrún Þorkelsdóttir SU. Á lóðunum fremst á myndinni á Eskja
lóðir þar sem áformað er að halda áfram uppbyggingu. Þarna eru einnig birgðastöð Skeljungs, nótastöð Egersund og starfsstöð Vélsmiðjunnar Hamars.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Mikil breyting verður hjá Eskju hf. á
Eskifirði á næstunni er hluti nýrrar
frystigeymslu verður tekinn í notk-
un. Alls er húsnæðið 3.400 fermetrar
og verður þar pláss fyrir um níu þús-
und tonn af afurðum.
Nú hefur Eskja alls rými í frysti-
geymslum fyrir sjö þúsund tonn; þrjú
þúsund tonn í geymslu við hlið upp-
sjávarfrystihússins, þrjú þúsund tonn
í frystihúsinu á Reyðarfirði og þús-
und tonn í frystiklefa í gamla frysti-
húsinu á Eskifirði. Þá hefur verið
leigð aðstaða erlendis eftir þörfum.
Páll Snorrason, framkvæmda-
stjóri rekstrar- og fjármálasviðs
Eskju, segir að fullbúin muni frysti-
geymslan kosta um hálfan annan
milljarð. Húsinu verður skipt í
tvennt fyrst í stað og hefjast prófanir
um miðja næstu viku. Byrjað er að
keyra frost á klefann, en það ferli
tekur nokkra daga, að sögn Páls.
Skutlur flytja afurðir
Starfsmenn verktakafyrirtækj-
anna Frosts, Rafeyrar, Verkþings og
Borgarafls hafa haft í nógu að snúast
undanfarið við lokafrágang á húsi og
frystiklefa. Fast rekkakerfi á fjórum
hæðum frá Rými hf. verður sett upp
í geymslunni fyrir áramót. Svokall-
aðar skutlur flytja afurðir á brettum
inn í rekkana, en lyftarar fæða skutl-
urnar. Páll segir að um sé að ræða
hagkvæma og tæknilega lausn og
góð nýting verði á plássi.
Páll segir þetta löngu tímabæra
fjárfestingu og þegar mikið sé fram-
leitt eins og í ár anni gömlu geymsl-
urnar engan veginn þörfinni. Nauð-
synlegt sé fyrir fyrirtækið að eiga
birgðir til að þjónusta viðskiptavini
allan ársins hring.
Þrátt fyrir erfiða byrjun fyrstu
Hafnar eru framkvæmdir við
stækkun á höfninni á Eskifirði, en
mikil starfsemi fer fram á at-
hafnasvæðinu innarlega í bæn-
um. Að sögn Jóns Björns
Hákonarsonar, bæjarstjóra í
Fjarðabyggð, eru framkvæmd-
irnar á Eskifirði meðal þeirra um-
fangsmestu í sveitarfélaginu í ár
og á næsta ári.
Samkvæmt uppfærðri kostn-
aðaráætlun fyrir stækkun Eski-
fjarðarhafnar verður heildar-
kostnaður við stækkunina um
einn milljarður króna og eru verk-
lok áætluð á vormánuðum 2022.
Kostnaður við hafnar-
framkvæmdirnar er alfarið
greiddur af Fjarðabyggðarhöfnum
eins og aðrar framkvæmdir á
þeirra vegum síðan 2006.
Meðal annars verður gerður
150 metra langur hafnarkantur,
dýpkað verður við bryggjuna og
gerður 165 metra leiðigarður.
Landfylling er áætluð 6.550 fer-
metrar að stærð og gert ráð fyrir
að efnismagn verði um 23 þúsund
rúmmetrar.
Tilboð í framleiðslu og rekstur
staura bárust frá þremur aðilum
og voru þau öll undir kostnaðar-
áætlun. Samið hefur verið við
lægstbjóðanda, Per Aarsleff A/S.
Gerð var verðkönnun í stálþils-
plötur í bakþil fyrir landvegg og
var tilboði undir kostnaðaráætlun
tekið frá Guðmundi Arasyni ehf.
Þetta eru þeir verkþættir sem
núna eru undir í verkefninu og
hafa aðrir áfangar verkefnisins
ekki verið boðnir út.
Milljarður
í höfnina
FRAMKVÆMDIR Á ESKIFIRÐI
Ljósmynd/Gungör
Útgerð Aðalsteinn Jónsson SU
11, eitt skipa Eskju á Eskifirði.