Morgunblaðið - 15.10.2020, Side 33

Morgunblaðið - 15.10.2020, Side 33
FRÉTTIR 33Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020 BAKSVIÐ Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Nú eru innan við þrjár vikur þar til kosið verður til forseta í Bandaríkj- unum, en flestallar skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, fram- bjóðandi Demókrataflokksins, hafi nú öll tögl og hagldir í baráttu sinni við Donald Trump Bandaríkjafor- seta og frambjóðanda Repúblikana- flokksins, en Biden mælist með um 9 prósentustiga forskot meðal líklegra kjósenda á landsvísu. Vert er að geta þess að kjósend- ur í hverju ríki Bandaríkjanna kjósa sér ekki beint forseta, heldur velur meirihluti í hverju ríki fyrir sig svo- nefnda kjörmenn, sem koma saman í desember og kjósa sér forseta. Þetta kerfi var sett á til þess að tryggja það að hvert ríki gæti haft eitthvað að segja um það hver gegnir æðstu stöðu Bandaríkjanna, en það þýðir einnig að ekki er tryggt að sá sem hljóti meirihluta atkvæða á landsvísu muni fá meirihluta kjörmanna. Hallar á Trump í lykilríkjunum Miðað við þann mikla fylgismun, sem er á Biden og Trump í skoðana- könnunum er talin borin von fyrir forsetann að ná meirihluta kjósenda, en hann gæti tryggt sér sigur engu að síður í kosningunum með því að vinna nokkur lykilríki á borð við Pennsylvaníu, Flórída, Ohio, Michig- an og Wisconsin á sitt band. Tækist það yrði Trump eini forsetinn í sög- unni sem hefði setið án þess að fá meirihluta atkvæða hjá þjóðinni í kosningum. Biden leiðir hins vegar nú í öllum þessum lykilríkjum. Þegar rýnt er í spálíkan heima- síðunnar fivethirtyeight.com, sem tölfræðingurinn Nate Silver hefur haldið úti undanfarin ár, sést einnig hversu brött brekkan er fyrir Trump til að ná endurkjöri, en líkanið herm- ir margoft eftir líklegum niðurstöð- um kosninga og reynir að gera ráð fyrir ýmsum þáttum sem gætu haft áhrif á niðurstöðuna. Spálíkanið gef- ur Trump nú einungis um 17% líkur á sigri í kosningunum og Biden um 83%, en ýmislegt gæti auðvitað breyst á næstu vikum. Þau ríki þar sem líklegur munur á frambjóðendunum er 12 prósentu- stig eða meira má kalla svo gott sem örugg fyrir þann frambjóðanda. Strax þar sést að Biden getur nánast gert tilkall strax til 203 kjörmanna af þeim 538 sem eru í boði, á meðan Trump hefur einungis öruggt tilkall til 73 kjörmanna. Þar sem munurinn á milli fram- bjóðendanna er á bilinu 5-12 pró- sentustig er hægt að telja líklegt að þau muni falla þeim í skaut sem fleiri atkvæði fær. Þar á meðal eru nú lyk- ilríkin Wisconsin, Michigan og Penn- sylvanía, sem saman ráða yfir 46 kjörmönnum. Allir myndu þeir renna til demókrata ef kosið væri í dag, og þegar önnur líkleg ríki eru tekin með í myndina væri Biden þá þegar kom- inn með 279 kjörmenn, eða níu fleiri en þarf til þess að tryggja sér for- setaembættið. Lykilríkin Arisóna, Norður- Karólína og Flórída hallast þá einnig öll að Biden, það er, fylgismunurinn þar er á bilinu 2-5 prósentustig. Öll þessi ríki gætu hæglega fallið Trump í skaut, og raunar er forsetinn ekki talinn eiga möguleika nema Flórída með sínum 29 kjörmönnum velji repúblikana. Varnarbarátta í helsta víginu Það undirstrikar svo hversu brött brekkan er fyrir vonir Trumps, að Texas, sem löngum hefur þótt eitt helsta vígi Repúblikanaflokksins, er samkvæmt könnunum nú metið í hópi þeirra ríkja þar sem of mjótt er á mununum til þess að segja til um úrslit, en forysta Trumps á Biden þar er nú um 1,9% og hefur farið minnkandi. Demókratar hafa því varið miklum fjármunum til barátt- unnar í Texas-ríki, en ein afleiðing þess er sú að forsetinn þarf að eyða meiri tíma og peningum í ríki þar sem hann annars hefði ekki þurft á slíku að halda. Allar líkur eru á því að Texas- búar kjósi Trump, en ríkið hefur ekki stutt demókrata til forseta í fjörutíu ár. Engu að síður sýnir staðan þar að forsetinn á í vök að verjast, þegar innan við þrjár vikur eru til stefnu. Enn getur þó allt gerst. Útlitið dökkt fyrir Trump  Biden með sterka stöðu á kjörmannakortinu þegar þrjár vikur eru til stefnu Líkleg niðurstaða forsetakosninganna ef kosið væri nú 203 76 55 88 43 73 Örugg ríki fyrir Biden Líkleg Hallast að Biden Mjótt á munum Líkleg Örugg ríki fyrir Trump Heimild: Spálíkan fivethirtyeight.com 9 3 11 6 55 9 29 16 4 20 11 6 6 8 8 4 16 10 6 10 3 56 4 5 29 15 3 18 7 7 20 9 3 11 38 6 3 13 12 5 10 3 4 2 1 1 2 1 11 11SC 14NU 4RI 3DE 7CT 10MD 3DC WA OR NV CA AZ AK HI UT ID MT WY CO NM ND SD NE KS OK TX MN IA WI IL MI IN KY WV VA NC SC GAMS AR MO LA FL AL TN OH PA NY VT ME NH Kjörmenn demókrata / Joe Biden: 334 Kjörmenn repúblikana / Donald Trump: 116 270 kjörmenn þarf til að ná kosningu Stjórnvöld í Aserbaídsjan tilkynntu í gær að þau hefðu eyðilagt eldflauga- skotpalla innan landamæra Arme- níu, sem Aserar sögðu að hefðu verið að skjóta á borgir í Aserbaídsjan. Ar- menar staðfestu að ráðist hefði verið á hernaðarskotmörk innan landa- mæra sinna, en neituðu ásökunum um að hersveitir sínar hefðu skotið á Aserbaídsjan. Vöruðu Armenar við því að þeir kynnu að svara fyrir sig. Tíðindin urðu til þess að vekja ótta um að átökin um hið umdeilda Na- gornó-Karabak-hérað í Aserbaíd- sjan, kynnu að leiða til almennra stríðsátaka milli Kákasus-ríkjanna tveggja, sem aftur gætu sogað bandamenn þeirra eins og Tyrki, sem stutt hafa við Asera, eða Rússa, sem eru í varnarbandalagi við Ar- mena, í stríðið. Vopnahléið engu skilað Þá hefur vopnahlé það, sem samið var í Moskvu, höfuðborg Rússlands, skilað nær engum árangri, þar sem skærur hafa brotist út á hverjum einasta degi síðan það var samþykkt. Rússnesk stjórnvöld hafa reynt að fá báðar þjóðir aftur að friðarborð- inu, og ræddi Sergei Shoigu, varn- armálaráðherra Rússlands, símleiðis í gær við kollega sína í Armeníu og Aserbaídsjan og hvatti þá til þess að virða vopnahléið. Sergei Lavrov, ut- anríkisráðherra Rússa, sagði þá að Rússar væru tilbúnir að senda „hernaðarlega eftirlitsmenn“ til átakasvæðanna til þess að tryggja friðinn. Tyrknesk stjórnvöld lögðu aftur á móti til að friðarviðræður færu fram milli Armena og Asera, sem bæði Tyrkir og Rússar ættu líka aðild að. Réðust á skot- mörk í Armeníu  Óttast að átökin muni breiðast út AFP Átök Særður armenskur hermaður fær hér aðhlynningu lækna í Na- gornó-Karabak-héraði. Stjórnvöld í nokkrum ríkjum Evr- ópu gripu í gær til hertra sóttvarna- aðgerða í þeirri von að hægt yrði að koma böndum á nýjustu bylgju kór- ónuveirufaraldursins. Krár og veit- ingahús eru nú lokuð víðs vegar um álfuna, og hafa sum ríki gripið til herts samkomubanns í vissum hér- uðum. Yfirvöld í Katalóníu tilkynntu til dæmis í gær að allar krár og veit- ingahús yrðu lokuð næstu 15 daga hið minnsta, en nærri 900.000 manns hafa smitast í héraðinu og rúmlega 33.000 manns látist. Stjórnvöld í Hollandi ákváðu að takmarka sölu áfengis og setja á aukna grímuskyldu á almannafæri, og allir staðir sem selja áfengi verða lokaðir á Norður-Írlandi næsta mán- uðinn. Í Tékklandi hafa sömuleiðis verið settar hömlur á áfengisneyslu á almannafæri og þeim stöðum sem selja áfengi lokað. Flest ný tilfelli frá því í vor Þá hermdu heimildir AFP- fréttastofunnar að stjórnvöld í bæði Frakklandi og Þýskalandi væru að íhuga hertar aðgerðir, en Angela Merkel Þýskalandskanslari er sögð vilja samkomubann og víðtækari grímuskyldu. Greint var frá því í gær að rúmlega 5.000 ný tilfelli hefðu bæst við í Þýskalandi, en það er hið mesta frá í vor. Þá tilkynnti Emmanuel Macron Frakklandsforseti í gærkvöldi um útgöngubann í París og öðrum borg- um, en þar hafði þegar verið gripið til lokana á börum og kaffihúsum. AFP Faraldur Grímuskylda hefur víða rutt sér til rúms í Evrópu. Hert á að- gerðum víða um Evrópu  Krám og veit- ingastöðum lokað Snjallari lausnir í greiðslumiðlun á Íslandi Fjártæknilausnir Rapyd bjóða þér upp á snjallari greiðslumiðlun. Við bjóðum upp á fjölmargar greiðsluleiðir og virðisaukandi þjónustur sem henta þínum rekstri. Við setjum þjónustu við söluaðila í fyrsta sæti. Vertu í sambandi 558 8000 | hallo@rapyd.net | rapyd.net/is Einfaldari Snjallari Betri Leyfðu okkur að þjónusta þig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.