Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020 Sími 557 8866 | pantanir@kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími8.00-16.30 Hakk, gúllas, bjúgu og bara nefndu það Kjötbúð Kjötsmiðjunnar – Ekki bara steikur NETKAST 7.- 12. okt. Skechers RelmentVerð 16.995.- Stærðir 4 1 - 47,5 Vatnsheldir og léttir herra gönguskór FRÍ HEIMSENDING „Umhverfismálið hefur það að markmiði að út- rýma einnota kaffimálum á Íslandi. Við trúum því að samfélagsleg ábyrgð og sjálfbærni séu lykillinn að grænni framtíð og sækjum inn- blástur í hringrásarhagkerfið,“ segja þeir Sindri Már Hannesson, Skúli Bragi Geirdal og Elís Orri Guðbjartsson sem eru mennirnir á bak við Um- hverfismálið. Sindri er með meistaragráðu í við- skiptum frá ESADE-háskólanum í Barcelona, Skúli er grafískur hönnuður og dagskrárgerð- armaður á N4 og Elís Orri er með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá London School of Economics. Bakgrunnur þeirra er því ólíkur en samlegðaráhrifin henta vel verkefni sem þessu. Þeir félagar segja mikilvægt nú sem aldrei fyrr að fólk sýni samfélagslega ábyrgð og hlúi að umhverfinu. Framtíðin sé ekki einnota og mik- ilvægt sé að temja sér þann þankagang. „Umhverfismálið, sem er búið til úr endur- unnum kaffikorgi ásamt öðrum náttúrulegum bindiefnum, er eins umhverfisvænt og það gerist og því „umhverfismál“ í orðsins fyllstu merk- ingu, segja þeir og bæta því við að það sé allt öðruvísi upplifun að drekka kaffið úr Umhverf- ismálinu. „Upplifunin er hreinlega allt önnur, og mikið umhverfisvænni. Ímyndaðu þér að drekka kaffi úr kaffi. Kaffimálið sem þú drekkur úr var eitt sinn kaffið í kaffibollanum þínum, segja þeir en Umhverfismálið er famleitt í Berlín af litlu ný- sköpunarfyrirtæki sem einblínir á að framleiða vörur sem stuðla að hringrásarhagkerfinu. Kaffi- korgurinn, sem er aðaluppistaðan í Umhverf- ismálinu, sækja þau á hjólum hjá nærliggjandi kaffihúsum. Umhverfisþáttum er því gert eins hátt undir höfði og mögulegt er við framleiðsl- una. Til að binda saman kaffikorginn eru notaðar niðurbrjótanlegar líffjölliður (e. biopolymers) sem eru unnar úr beðmi, sterkju, viði, nátt- úrulegri kvoðu og olíum. Því er bindiefnið al- gjörlega laust við alla hráolíu, melamínkvoðu eða plastagnir. Umhverfismálið má setja í upp- þvottavél, er 100% endurvinnanlegt og brotnar niður í náttúrunni. Einstakt Umhverfismál sem gerir kaffisopann betri Góður kaffibolli er nauðsynlegur og flest harðkjarna kaffidrykkjufólk á sitt fjölnota kaffimál sem það hefur ætíð með í för. Nú hafa íslenskir þremenningar stigið skrefinu lengra og kynna til sög- unnar Umhverfismálið sem unnið er úr endurunnum kaffikorgi. Ljósmynd/Aðsend Hvert mál skiptir máli Í hvert skipti sem þú notar Umhverfismálið sparar þú umhverfinu rusl í formi einnota kaffimáls. Með því að nota Umhverfismálið færðu 40 kr. afslátt hjá t.d. Te og kaffi og Kaffitári. Áhugi Íslendinga á neyslu þara er mikill og eykst sífellt; ekki síst í ljósi þess að joð- skortur er í fyrsta skipti mælanlegur hér á landi en þari inniheldur einmitt mikið af joði og öðrum lífsnauðsynlegum steinefnum. Kar- en Jónsdóttir, sem á og rekjur Kaju Organic og Matbúr Kaju á Akranesi, hefur sett á markað þarapasta sem er framleitt af henni sjálfri og lífrænt. Um er að ræða hefðbundið ferskt lífrænt tagliatelli-pasta sem búið er að setja þaraduft saman við. Útkoman er að sögn Kaju einstaklega vel heppnuð og hafa viðtökurnar verið framar björtustu vonum. Pastað sé afar bragðgott og með þessu móti geti fólk fengið sinn ráðlagða dagskammt af joði. Pastað er fáanlegt í Melabúðinni og Hag- kaup. Ljósmynd/Aðsend Frábær máltíð Þarapastað þykir sérlega bragðgott og nóg er að snöggsjóða það og bera fram með góðri olífuolíu, sjávarsalti og ferskum parmesan. Íslenskt þarapasta á markað Nýtt íslenskt pasta hefur litið dagsins ljós sem er í senn ein- taklega bragðgott, lífrænt og ákaflega hollt. Atvinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.