Morgunblaðið - 15.10.2020, Side 43
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020
✝ Guðni Hann-esson fæddist í
Reykjavík 3. jan-
úar 1944. Hann
lést á heimili sínu í
Reykjavík 6. októ-
ber 2020. Hann var
sonur hjónanna
Hannesar Guðjóns-
sonar, f. 12.8. 1911,
d. 23.5. 1994, og
Svanlaugar Pét-
ursdóttur, f. 27.12.
1910, d. 3.2. 1991.
Bræður hans voru Guðjón
Hermann, f. 8.8. 1932, d. 11.5.
2014, Tryggvi Þórir, f. 29.4.
1935, d. 9.12. 2012, og Grétar,
Barnabörn Guðna eru tólf og
barnabarnabörn eru átta.
Guðni starfaði alla sína tíð
hjá Reykjavíkurborg, m.a. við
malbikunarstöðina, vélamið-
stöð og lengst af starfaði hann
sem verkstjóri yfir gatna-
hreinsun, m.a. við snjómokst-
ursvakt.
Hann var virkur í félags-
störfum hjá Verkstjórafélagi
Reykjavíkur, varaformaður í
stjórn til margra ára ásamt
fleiri störfum og gerður heið-
ursfélagi Brúar, félags stjórn-
enda, 2014.
Útför Guðna fer fram frá
Árbæjarkirkju í dag, 15. októ-
ber 2020, klukkan 15. Vegna
aðstæðna geta aðeins nánustu
ættingjar og vinir verið við-
staddir athöfnina.
f. 9.4. 1937, d.
22.7. 2012.
Fyrri eiginkona
Guðna var Stein-
unn Inger Jörg-
ensdóttir, f. 19.4.
1944. Þeirra börn
eru Svanlaug, f.
30.3. 1962, Jörgen
Már, f. 30.11. 1968,
og Einar, f. 28.2.
1974.
Eftirlifandi
eiginkona Guðna er Valgerður
Jónsdóttir, f. 21.10. 1957, þau
giftust 19.7. 1980. Synir þeirra
eru Arnar, f. 11.3. 1983, og
Heiðar, f. 12.4. 1985.
Kveðja frá eiginkonu:
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Hvíldu í friði elsku Guðni
minn.
Valgerður Jónsdóttir.
Það verður erfitt að fylla það
tómarúm sem varð við fráfall
þitt. Þú varst sá albesti faðir og
fyrirmynd sem hugsast getur.
Alltaf svo fórnfús og tilbúinn að
gera allt fyrir mig, hvort sem það
var að skutlast með mig upp á
flugvöll um miðjar nætur, passa
barnabörnin eða hvað sem maður
bað þig um. Alltaf vorum við fjöl-
skyldan í forgangi hjá þér.
Ég á svo ótrúlega margar góð-
ar minningar með þér pabbi
minn. Þegar þú fórst með okkur
á hverjum sunnudegi í fjölda ára
niður á tjörn að gefa öndunum,
öll tjaldferðalögin, veiðiferðirn-
ar, utanlandsferðirnar, sumarbú-
staðaferðirnar og allar hvers-
dagsstundirnar sem við áttum
saman.
Við gátum eytt ómældum tíma
í að skoða bíla saman, hvort sem
var í tímaritum, bókum, netinu, á
sýningum eða á götunum. Við lét-
um svo draum okkar beggja ræt-
ast þegar við keyptum okkur
saman rauðu blæju Ölfuna okk-
ar.
Við áttum góðan tíma saman
upp í Öndverðarnesi. Fyrst við
að bygga bústað og svo að njóta
þess að vera í honum.
Þú varst alltaf svo jákvæður,
lífsglaður og einstaklega spaug-
samur.
Þín verður sárt saknað en
minnst með brosi. Þinn sonur
Arnar Guðnason.
Elskulegi tengdapabbi, ég
hugsa til þín með söknuði og hlý-
hug. Þú varst alltaf skemmtileg-
ur með góðan húmor og hafðir
líka gaman af því að stríða manni.
Það var alltaf gott að vera í
kringum þig og þakka ég fyrir
þær góðu stundir sem við áttum
saman. Hákon datt í lukkupott-
inn að eignast einn bónus-afa, þú
tókst honum opnum örmum og
fékk hann þau forréttindi að
verða einn af afastrákunum þín-
um. Þú skilur eftir stórt skarð í
fjölskyldunni og mikinn söknuð.
Með sorg í hjarta kveð ég elsku-
lega tengdapabba minn. Þín
minning er ljós sem lifir og lýsir
um ókomna tíð.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
(Bubbi Morthens)
Þín tengdadóttir og barna-
barn,
Sigríður Mist og Hákon Ari.
Elsku afi.
Við systkinin erum svo heppin
að hafa fengið þig sem afa því
betri afa er ekki hægt að finna.
Þú varst alltaf svo hress og
skemmtilegur og til í allskonar
vitleysu með okkur. Það var ekk-
ert betra en að fá að gista hjá
ykkur ömmu og vakna við söng-
inn í þér á morgnana, eða sitja
með ykkur á kvöldin og spila ól-
sen-ólsen eða tíu. Afi hélt því líka
fram að hann væri margfaldur
meistari í þeim spilum eins og í
mörgu öðru sem hann þóttist
vera bestur í.
Þau voru mörg ferðalögin sem
við fórum í saman, endalausu
sumarbústaðaferðirnar, utan-
landsferðirnar og ferðirnar í
Ikea að borða.
Hvert sinn sem þú heyrðir
gott lag varstu fljótur út á gólf að
taka sporin og voru þau ófá lögin
sem þú samdir.
En það sem afi kunni best var
að dekra við okkur systkinin.
Hann bar pokana í verslunar-
ferðunum, bauð okkur heim í há-
degismat, klæddi okkur í sokka
þegar við vorum vakin en það
allra besta fannst okkur knúsið
hans.
Elsku afi, takk fyrir allt. Við
munum aldrei gleyma þér og
þinni ást.
Við elskum þig að eilífu og vit-
um að þú fylgist með okkur frá
himnum.
Farinn ertu jörðu frá
og sárt ég þín sakna
stundum þig ég þykist sjá
á morgnana þegar ég vakna
Ég veit þér líður vel, afi minn.
vertu nú hress og kátur
innra með mér nú ég finn
þinn yndislega hlátur
Fyrir sál þinni ég bið
og signa líkama þinn
í von um að þú finnir frið
og verðir engillinn minn
Hvert sem ég fer
ég mynd af þér
í hjarta mér ber.
(Hanna)
Þín barnabörn,
Guðrún Inga Arnarsdóttir
og Ívar Páll Arnarsson.
Guðni var einstakur maður.
Ég kynntist honum fyrst þegar
ég var 17 ára gömul og tók hann
mér strax með opnum örmum og
bauð mig velkomna í fjölskyld-
una.
Hann talaði oft um það hvað
honum þætti vænt um það hvað
ég og börnin tækjum mikið þátt í
lífi hans og Völu.
Börnin mín tvö eru sko sann-
arlega heppin að hafa átt þennan
frábæra afa. Það er mér mikill
heiður að hafa fengið að kynnast
svona dásamlegum manni með
svona stórt hjarta. Hann hafði
mikla ást að gefa og tók ég sér-
staklega eftir því þegar við
bjuggum hjá þeim um tíma hvað
hann og Vala voru náin og flott
hjón. Ég hugsa oft með mér að
svona vil ég verða, sitja með mín-
um maka, ræða um daginn og
veginn og spila yatzy.
Það er mikið sem hann Guðni
gaf mér og mun ég alltaf vera
þakklát fyrir það. Allar bústaða-
ferðirnar sem við fórum í með
fjölskyldunni, allir bíltúrarnir,
sunnudagsmatarboðin og svo
margt margt fleira. Guðni var
einstaklega glettinn og gaman
var að eyða tíma með honum því
hláturinn var aldrei langt undan.
Guðni mun alltaf eiga stóran
hluta af hjarta mínu og munum
við börnin ávallt hafa hann í
hugsunum okkar og minnast alls
hins góða sem hann gaf okkur.
Góða ferð, elsku Guðni.
Þótt sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý.
Því burt varst þú kallaður á örskammri
stundu,
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga
og góða,
svo fallegur, einlægur og hlýr.
En örlög þín ráðin – mig setur hljóða,
við hittumst samt aftur á ný.
Megi algóður guð þína sálu nú geyma,
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár.
Þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höf. ókunnur.)
Margrét Pálsdóttir.
Fallinn er nú frá góður vinur,
Guðni Hannesson, eftir stutta en
snarpa baráttu við illvígan sjúk-
dóm.
Kynni okkar Guðna hófust
þegar ég flutti til Reykjavíkur og
gekk í raðir Verkstjórafélags
Reykjavíkur 1992. Þar var Guðni
í hinum ýmsu trúnaðarstörfum
fyrir VFR/BFS og vorum við
saman í stjórn, hann sem vara-
formaður og ég sem ritari og síð-
an gjaldkeri, störfuðum við sam-
an í mörg ár. Guðni var gerður að
heiðursfélaga BFS 2014, enda
var hann vel að því kominn,
tryggur og trúr félaginu. Hann
var mikill áhugamaður um sum-
arbústaði félagsins, hugsaði um
þá eins og þeir væru hans eigin.
Einnig var hann í orlofsheimila-
nefnd og tengiliður stjórnar í
mörg ár. Allt sem hann tók sér
fyrir hendur leysti hann af alúð
og hugsaði vel um alla í nærum-
hverfi sínu. Gott var að leita ráða
hjá Guðna þegar kom að því að
velja mat og drykk enda var hann
þar á heimavelli, mikill smekk-
maður í þeim efnum. Leitaði
maður oft í hans viskubrunn þeg-
ar halda átti gleðskap og veislu.
Við Guðni ásamt eiginkonum
okkar áttum margar góðar sam-
verustundir bæði utan- sem inn-
anlands. Vorum í matarklúbb,
bústaðaferðum ásamt því að hitt-
ast oft þar fyrir utan. Alltaf glatt
á hjalla, enda var Guðni mikill
húmoristi og traustur félagi. Vil
þakka þær ánægjustundir sem
við áttum með Guðna og Völu.
Einnig færðar kærar þakkir frá
Verkstjórafélagi Reykjavíkur,
sem síðar varð Brú, félag stjórn-
enda, fyrir frábært og óeigin-
gjarnt starf í þágu félagsins. Það
er alltaf sárt að horfa á eftir góð-
um félaga en lífið er ekki alltaf
eins og maður vill hafa það.
Nú kveð ég kæran félaga með
söknuði og votta eiginkonu hans,
Völu Jónsdóttur, og öðrum ætt-
ingjum mína dýpstu samúð.
Jóhann Baldursson.
Hann Guðni vinur okkar hefur
kvatt þetta líf og það er erfitt að
sætta sig við það. Við áttum eftir
að gera svo margt, ferðast svo
víða og njóta svo margra hluta
saman. Hugur okkar og hjarta
eru full af sorg og söknuði. En
líka full af þakklæti fyrir öll árin
sem við erum búin njóta saman
og vera vinir. Og það eru margar
góðar minningar sem milda
þessa sorgardaga. Við munum
ótal sumarbústaðaferðir t.d. í
Skorradalinn þegar við vorum
ung og strákarnir okkar litlir.
Svo löngu seinna komu heim-
sóknir í sælureitinn þeirra Völu í
Öndverðanesinu. Við munum all-
ar utanlandsferðirnar. Fyrstu
ferðirnar fyrir löngu með strák-
unum okkar og svo seinni árin oft
við fjögur saman. Guðna fannst
gaman að ferðast og honum þótti
ekki leiðinlegt að þeysa um Evr-
ópu – helst á hraðbrautum
Þýskalands þar sem ekki þurfti
að velta mikið fyrir sér hámarks-
hraðanum. Stundum kom nú
smá-kurr frá aftursætisbílstjóra
við slík tækifæri. Hann Guðni
hafði gaman af hraðskreiðum bíl-
um, já og bara öllum bílum. Við
munum ótal matarboð í stærri og
smærri hópum, þar var Guðni
hrókur alls fagnaðar. Hann naut
þess að borða góðan mat, fá sér
góðan eftirrétt eða köku með
miklum rjóma og enda svo á ein-
um G&T í góðra vina hópi. Hann
var sælkeri par excellence. Hann
var örlátur og naut þess að gera
vel við sig og sína. Við munum
eftir fyrstu ferðinni okkar út á
golfvöll. Það var auðvitað með
þeim heiðurshjónum. Og margar
ánægjustundirnar áttum við
saman úti að leika í golfinu. Það
er ekki sjálfsagt að eiga vini til
margra áratuga, þeir eru gull og
gott til þess að hugsa að ekki féll
skuggi á okkar vináttu. Ekki er
þar með sagt að allir hafi alltaf
verið sammála.
Guðni vinur okkar gat verið
ákveðinn og hafði sterkar skoð-
anir á mönnum og málefnum og
hann var nú ekki einn um það í
þessum vinahópi. Oft gátum við
hlegið og gert grín að því, að ef
svo ólíklega hefði nú viljað til að
við vinirnir hefðum víxlast í
hjónalífinu, þá hefðu Gulli og
Vala aldeilis átt rólega og náð-
uga daga en það hefði líklega
ekki verið alveg eins náðugt hjá
Guðna og Hildu. Nú horfum við á
undurfallega útskorna lóu, sem
stendur hér á hillunni, keik hjá
sjómanni í gulum stakk – dásam-
lega fallegir munir úr bílskúrs-
smiðju Guðna vinar okkar. Á
þessum hæfileika sínum lúrði
hann þar til fyrir stuttu þegar
hann fór á útskurðarnámskeið
og spratt fram fullnuma í listinni.
Við grátum yfir dauðanum, en
gleðjumst yfir lífinu hans Guðna
vinar okkar og öllu því góða sem
hann skilur eftir sig. Elsku Vala,
Arnar, Heiðar, Svana, Jörgen,
Einar, makar, barnabörn og
barnabarnabörn. Hugur okkar
er hjá ykkur.
Guðlaugur og Hildigunnur.
Við duttum sannarlega í
lukkupottinn að kynnast honum
Guðna „okkar“ þar sem við unn-
um hjá Verkstjórafélagi Reykja-
víkur (Brú félagi stjórnenda) og
Guðni var félagi þar.
Oft kíkti hann við hjá okkur á
skrifstofunni, kom við til að
spjalla og hlúa að okkur, kom
jafnvel við í bakaríi og færði okk-
ur góðgjörning. Glettinn á svip,
með stríðnisglampa í augum gat
hann komið með skondnar at-
hugasemdir og var oft á tíðum
mikið hlegið. Guðni var einstak-
lega bóngóður félagi og oft þurfti
maður ekki einu sinni að koma
með beiðni út af einhverju, held-
ur var hann mættur með það
sem þurfti og gerði sér þá sér-
staka ferð með það til okkar.
Verkstjórafélag Reykjavíkur
naut krafta hans til margra ára
og var hann boðinn og búinn til
allra hluta, enda í ráðum og
nefndum félagsins frá 1991 til
dauðadags. Hann var gerður
heiðursfélagi Brúar á 94. aðal-
fundi félagsins 2014, þá sjötugur.
Við vorum svo heppnar að fá
einnig að kynnast Völu, konu
Guðna, á þingum Sambandsins
og einnig svona „einka“. þau eru
sannir og góðir vinir og einstak-
lega góð heim að sækja.
Tekið var vel á móti manni,
jafnvel með rauðan dregil. Fram-
reiddir gómsætir réttir og mikill
léttleiki og hlýleiki við borðstofu-
borðið.
Hjá Guðna var máltíðin full-
komin þegar hann gat fengið sér
koníakstár og ilmandi vindil.
Síðastliðið haust náðum við
loksins að fara saman í siglingu
um Miðjarðarhafið, sú ferð hafði
verið á teikniborðinu nokkuð
lengi. Það er svo ómetanlegt að
hafa fengið þá ferð með í minn-
ingapakkann sem gott er að ylja
sér við.
Við kveðjum góðan vin og vott-
um Völu og fjölskyldunni allri
innilega samúð.
Gjöfin
Ég veit ekki hvort þú hefur
huga þinn við það fest
að fegursta gjöf sem þú gefur
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andartaki,
augað sem glaðlega hlær,
hlýja í handartaki,
hjarta sem örar slær.
Allt sem þú hugsar í hljóði
heiminum breytir til.
Gef þú úr sálarsjóði
sakleysi, fegurð og yl.
(Úlfur Ragnarsson)
Eygló og Erna.
Guðni Hannesson
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir,
tengdafaðir og afi,
LÚÐVÍK VILHJÁLMSSON
flugumferðarstjóri,
Maríubaugi 39, Reykjavík,
lést mánudaginn 12. október.
Ingveldur Fjeldsted
Vilhjálmur Albert Lúðvíksson
Kristín Lúðvíksdóttir Björn Ágúst Björnsson
Guðrún Karítas Bjarnadóttir Halldór Sveinn Kristinsson
og barnabörn
Elskulegur sonur, eiginmaður, faðir, bróðir,
tengdasonur og afi,
BJÖRN JÓNSSON
tölvunarfræðingur,
lést laugardaginn 3. október.
Útförin fer fram þann 16. október í
Bústaðakirkju klukkan 13. Vegna aðstæðna verða aðeins
nánustu ættingjar og vinir viðstaddir.
Athöfninni verður streymt á slóðinni: www.sonik.is/bjornj.
Hafdís Hlíf Sigurbjörnsdóttir
Anna Kristín Daníelsdóttir
Sigurður Björn Björnsson
Margrét Kristín Björnsdóttir Arnar Ingi Halldórsson
Hafdís Sól Björnsdóttir
Breki Björnsson
Heiða Dóra Jónsdóttir Julian Smith
Daníel Jón Jónsson
Óskar Örn Jónsson Gerður Ríkharðsdóttir
Sigmar Jónsson Birna Björg Másdóttir
Daníel Jón Kjartansson
og barnabörn