Morgunblaðið - 15.10.2020, Side 45
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
✝ Jón ThorbergFriðþjófsson
fæddist 6. ágúst
1940 á Ísafirði.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi 4.
október 2020.
Foreldrar hans
voru Friðþjófur
Þorbergsson vél-
virki, f. 29. nóv-
ember 1915, d. 17.
ágúst 1972, og Anna María
Maríanusdóttir húsmóðir í
Reykjavík, f. 14. maí 1919, d.
18. júlí 1997.
Systkini Jóns eru óskírð
stúlka, f. 3. nóv. 1936, d. 26. júlí
1938, Júlíana Svanlaug, f. 15.
mars 1943, Bergljót, f. 6. júlí
1946, Hörður, f. 9. júlí 1948,
Ingi, f. 24. nóv. 1951, Hildur, f.
Jón fluttist ungur að árum
frá Ísafirði til Reykjavíkur og
ólst þar upp. Hann lærði húsa-
smíði í Iðnskólanum og útskrif-
aðist þaðan með sveinspróf
1966. Árið 1968 hóf hann störf
hjá Lögreglunni í Reykjavík og
starfaði þar óslitið þar til hann
fór á eftirlaun. Jafnframt lög-
reglustarfinu vann hann við
smíðar og önnur verkefni því
tengd. Þau hjónin bjuggu öll sín
hjúskaparár á höfuðborgar-
svæðinu og síðustu 30 árin í
Grafarvogi.
Útför Jóns verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag, 15.
október 2020, og hefst athöfnin
kl. 13. Vegna aðstæðna í þjóð-
félaginu verða eingöngu nán-
ustu ættingjar og vinir við-
staddir.
Streymt verður frá útförinni:
Facebook / Útför Jón Thor-
bergs:
https://www.facebook.com/
groups/jon.thorberg
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á
https://www.mbl.is/andlat
12. feb. 1955, Ólaf-
ur, f. 8. okt. 1957,
og Guðrún Agnes,
f. 7. sept 1960.
Jón kvæntist 11.
des. 1965 Hönnu
Maríu Tómasdótt-
ur, f. 21. maí 1940.
Börn þeirra eru: 1)
Kolbrún Elsa, f. 18.
ágúst 1960, maki
Guðlaugur Pálsson,
f. 18. janúar 1963.
Þeirra börn eru Jón Örn, f. 19.
janúar 1987, Þorsteinn Már, f.
24. nóv. 1989 og Guðrún Ósk, f.
7. nóv. 1991. 2) Friðþjófur
Helgi, f. 16. okt. 1965. Börn
hans eru Auður Hanna, f. 22.
júní 1988, Jón Thorberg, f. 29.
júní 1990 og Rakel, f. 25. júlí
1996. Barnabarnabörnin eru
orðin átta talsins.
Það er með mikilli virðingu og
eftirsjá sem ég minnist tengda-
föður míns. Ég kynntist honum
fyrir 36 árum og það hafa verið
mikil forréttindi að fá að vera
partur af hans lífi. Það eru fáir
sem eru jafn traustir, duglegir,
vandvirkir og hjálpsamir eins og
hann tengdafaðir minn, hann var
alltaf boðinn og búinn til að koma
og aðstoða og oftar en ekki óum-
beðinn.
Hann var lögreglumaður en
einnig menntaður smiður, sem
hann vann við alla tíð og sérstak-
lega eftir að hann fór á eftirlaun
frá lögreglunni. Hann var mikill
hagleikssmiður og byggði t.d.
raðhúsalengju í Grafarvogi með
öðrum í lögreglunni og seinna
sumarbústað í Grímsnesinu.
Þegar við fjölskyldan ákváðum
svo að byggja okkur bústað þá
var hann fyrstur manna kominn
til að aðstoða og gefa góð ráð.
Einhvern tíma minntist ég á að
gott væri að eiga kerru til að fara
með dót í bústaðinn.
Ekki voru liðnir nema nokkrir
dagar þegar hann var búinn að
safna öllu saman sem þurfti til að
byggja eitt stykki kerru og við
hjálpuðumst svo að við að smíða
hana. Það voru ófáar stundirnar
sem við sátum og ræddum um
smíðar og byggingu húsa enda
hann allra manna fróðastur um
þau málefni.
Það var í uppáhaldi hjá mér að
koma í heimsókn til tengdafor-
eldra minna enda var alltaf vel
tekið á móti öllum sem komu,
sem var oft í bústaðnum í Gríms-
nesi þar sem hann vildi helst
vera. Barnabörn og barnabarna-
börn áttu stóran sess í hjarta
hans sem sást greinilega þegar
þau komu í heimsókn, þá glaðn-
aði mikið yfir honum og hann
ávallt tilbúinn að ærslast og leika
við þau. Ég mun sárt sakna allra
okkar samræðna og mun minn-
ast hans með mikilli væntum-
þykju og hlýhug.
Guðlaugur.
Elsku besti afi okkar, mikið
rosalega er erfitt að skrifa þessi
orð.
Þú varst svo einstaklega lífs-
glaður, mikill húmoristi, hrein-
skilinn en fyrst og fremst ljúfur.
Þegar við vorum litlar gafstu
þér tíma til að kynna okkur þitt
helsta áhugamál á þeim tíma,
sem voru hestarnir. Við elskuð-
um hesthúsið, að hoppa í heyinu,
fara á bak meðan þú reiddir okk-
ur og fá svo swiss miss í kaffi-
aðstöðunni.
Báðar eigum við margar
minningar úr Garðhúsunum
enda bjuggum við þar báðar á
einhverju tímabili. Ófáir dúrarn-
ir voru teknir á sófanum í faðmi
þínum, hundsins Cesars og kis-
unnar Tinnu. Dúkkuhúsið sem
þú smíðaðir fyrir okkur sló í
gegn og við lékum okkur mikið
þar. Enn þann dag í dag er þetta
dúkkuhús til og eigum við það til
að keyra framhjá til að sjá það.
Aldrei munum við gleyma því
þegar þú komst heim á löggu-
bílnum og leyfðir okkur að sitja í
bílnum og prófa sírenuna. Það
var ekki leiðinlegt að geta sagt
við hina krakkana „afi minn er
sko lögga“ og það var notað
óspart.
Þótt þú, elsku afi, hafir haft
nóg fyrir stafni varstu alltaf
tilbúinn til að sleppa öllu og
mæta og hjálpa okkur hvort sem
það var að mála, draga okkur
upp úr snjóskafli eða redda okk-
ur þegar við urðum bensínlausar.
Þú réttir alltaf fram hjálparhönd,
spurður eða óspurður. Við viss-
um alltaf að við gætum treyst á
þig í einu og öllu.
Ekki varstu bara góður afi,
heldur líka einstaklega góður
langafi. Þú hafðir alltaf tíma fyrir
langafabörnin þín, hvort sem það
var að gefa hestunum brauð hjá
bústaðnum, fara í fótbolta eða
horfa á þau hoppa á trampólín-
inu. Okkur þykir svo vænt um
hvað þú varst alltaf glaður að
eyða tíma með þeim.
Minningarnar um þig eru svo
margar og erfitt að rifja þær all-
ar upp á þessum tímum en:
„Mér hefur lærst að fólk mun
gleyma því sem þú segir, fólk
mun gleyma því sem þú gerðir,
en fólk mun aldrei gleyma því
hvernig því leið í návist þinni.“
(Maya Angelou).
Elsku hjartans afi okkar, við
erum þakklátar fyrir þann tíma
sem við fengum með þér þótt erf-
itt sé að kveðja.
Elskum þig. Þangað til næst,
Auður Hanna og
Guðrún Ósk.
Kæri bróðir.
Sól er hnigin til viðar í ævi
Jóns bróður míns, lífið er í senn
undarlegt ferðalag þótt ekkert sé
í raun eðlilegra en að fólk kveðji
þennan heim er komið er að
kveldi ævi þess, erum við samt
sem áður óundirbúin.
Veikindi hans bar snöggt að
og sterkur og öruggur mætti
hann drottni sínum.
Með þessum fátæklegu orðum
langar mig að kveðja þig kæri
bróðir, megir þú hvíla í landi
ljóss og friðar. Votta ég eigin-
konu og börnum og fjölskyldum
þeirra mína dýpstu samúð. Læt
ég sálmaskáldin um restina af
kveðjunni.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig)
Takk fyrir tímann sem með þér við
áttum,
tímann, sem veitti birtu og frið.
Ljós þitt mun loga og leiðbeina
áfram,
lýsa upp veg okkar fram á við.
Gefi þér Guð og góðar vættir
góða tíð eftir kveðjuna hér.
Þinn orðstír mun lifa um ókomna
daga
indælar minningar hjarta okkar ber.
(P.Ó.T.)
Hinsta kveðja, þín
Guðrún systir.
Við kveðjum þig með söknuði,
elsku afi. Við erum svo þakklátir
fyrir allar góðu stundirnar sem
við áttum saman, þakklátir fyrir
að hafa getað litið upp til þín.
Betri afa er ekki hægt að finna.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(HJH)
Takk fyrir allt.
Við sjáumst aftur seinna.
Jón Örn og
Þorsteinn (Steini).
Þegar leiðir skilur vakna
minningarnar til lífsins.
Nú þegar stóri bróðir hefur
kvatt sína jarðvist rifjast margar
upp frá bernskuárum og ég vel
að kveðja minn góða bróður með
minningum frá fyrri tíma.
Nonni var mér alltaf góður
bróðir og leyfði mér að vera sér
samferða við ýmis tækifæri þeg-
ar við vorum krakkar.
Eitt sinn var Nonni sendur í
mjólkurbúðina sem var langt í
burtu frá heimili okkar að mér
fannst sem barni. Ég vildi endi-
lega fá að fara með honum. Hann
var átta ára en ég fimm.
Þá var mjólkin afgreidd í
þriggja lítra brúsum. Á leiðinni
heim segir Jón: Ég er svo þyrst-
ur að ég verð að fá mér mjólk.
Ég líka, sagði ég. Svo það skipti
engum togum, hann opnaði brús-
ann og hellti í lokið. Síðan drukk-
um við til skiptis og rifum í okkur
franskbrauð með, sem við höfð-
um líka keypt.
Sama ár og þetta gerðist, Jón
þá átta ára, mætti hann ekki í
kvöldmatinn. Það var kallað og
kallað og krakkar spurðir en
enginn hafði séð Jón í lengri
tíma. Svo kom að því að ég átti að
fara að sofa. Lögreglan búin að
koma og allir að leita.
Morguninn eftir er Nonni
kominn heim. Ég var voða ánægð
að hann var fundinn og spurði
hvar hann hefði verið. Þá sagði
hann að sig hefði langað að prófa
að vera týndur og fór inn í
geymslu á ganginum. Þar beið
hann og beið eftir því að finnast
en sofnaði svo bara værum
svefni.
Þegar fjölskyldan var nýflutt í
Miðtúnið og margir krakkar
voru úti að leika sér skeði óhapp
einn daginn. Búið var að grafa
skurð eftir götunni og var tölu-
vert vatn í skurðinum en stærri
krakkarnir voru að hoppa yfir
skurðinn. Þá var Nonni svona 10
ára og ég 7 ára. Við vorum að líta
eftir Herði bróður sem var eins
og hálfs árs. Allt í einu sé ég hvar
Hörður dettur aftur fyrir sig í
skurðinn og ég kalla og kalla:
Hann datt í skurðinn. Þá kom
stór strákur og fer að klæða sig
úr skóm og sokkum. Ég held
áfram að kalla og sé Nonna koma
hlaupandi og stökk hann beint
ofan í skurðinn og bjargaði
barninu. Mér fannst Nonni vera
alger hetja.
Svona gæti ég haldið áfram
með minningabrotin en Nonni
hefur alltaf verið hetja í mínum
augum og ég leit alltaf upp til
hans sem stóra bróður míns.
Við Nonni bróðir vorum alltaf
náin og þegar hann kynntist
Hönnu og þau giftust og stofn-
uðu heimili varð Hanna vinkona
mín og kær mágkona. Minn
kraftmikli bróðir átti sinn sælu-
reit sem hann unni í sveitinni.
Sumarbústaðurinn var hans líf
og yndi og þar dvaldi hann
löngum stundum ásamt Hönnu.
Stundum finnst manni kallið
koma of fljótt en Drottinn gefur
og Drottinn tekur.
Elsku Hanna, ég og fjölskylda
mín vottum þér og þínum inni-
lega samúð við fráfall mannsins
þíns og megi Guð styrkja þig og
blessa.
Svanlaug Friðþjófsdóttir.
Látinn er starfsfélagi, Jón
Thorberg Friðþjófsson, fv. lög-
regluvarðstjóri.
Það kemur ávallt við mann að
frétta af fráfalli vina sem maður
hefur talið hina bröttustu til
heilsu og langlífis.
Jón var einn þeirra, sam-
starfsmaður til margra ára á D-
vakt lögreglunnar við Hverfis-
götu og víðar.
Þar var oft glatt á hjalla og
samstaðan góð til að takast á við
erfið og krefjandi verkefni.
Minnisstæðar eru t.d. miðnæt-
urkaffistundirnar þótt oft væru
þær stuttar vegna anna sem og á
stöðinni á öðrum tímum þegar
betri tími gafst til.
Oft var stigið frá borði eftir
létt spjall með bros á vör til að
takast á við hin ýmsu verkefni
smá og stór, en eftir krefjandi og
erfið mál/verkefni gat umræðan
verið djúpstæð og þögul.
Þessar samverustundir léttu
oft á mönnum eftir erfið verk-
efni, komu jafnvel í stað nútíma-
áfallahjálpar.
Jón var ekki refsiglaður lög-
reglumaður, vildi leysa hlutina
með hófsemd og viðræðum ef
hægt var að koma því við, en
harður í horn að taka þegar á
þurfti að halda og ef ekki var
hlustað á ábendingar til betri
vegar.
Jón var auk þess lærður húsa-
smiður og vann við þá iðn í fríum
og fórst það verk afar vel úr
hendi ásamt félaga sínum Guð-
mundi Einarssyni, merkja þess
hef ég fengið að njóta við hús
mitt.
Jafnframt var Jón útivistar-
maður til veiða, hjólreiða og fleiri
íþrótta og ekki er svo langt síðan
ég taldi mig sjá hann þeysast
áfram á hjóli sínu um hjólastíg
við Elliðavog.
En svo koma heilsubrestir því
miður þrátt fyrir góða heilsu-
rækt og að manni finnst að árin
hefðu átt að vera mörg eftir hjá
Jóni við góða heilsu og áhuga-
verk.
Reyndar er það svo að margir
lögreglumenn missa heilsuna á
besta aldri, væntanlega vegna
álags og fleiri þátta.
Eftir lifa góðar minningar með
Jóni í starfi, veiðiferðum og fleiru
ásamt góðum starfsfélögum á D-
vaktinni, sem margir eru því
miður fallnir frá.
Megi Guð vernda Jón Thor-
berg og minningu hans og ann-
arra látinna samstarfsfélaga.
Við fjallavötnin fagurblá
er friður, tign og ró.
Í flötinn mæna fjöllin há
með fannir, klappir, skóg.
Þar líða álftir langt í geim
með ljúfum söngva klið,
og lindir ótal ljóða glatt
í ljósrar næturfrið.
(Hulda.)
Með þökk og virðingu kveð ég
góðan samstarfsfélaga með þess-
um fátæklegu línum og votta eig-
inkonu, börnum, fjölskyldu og
vinum innilega samúð mína.
Ómar G. Jónsson.
Okkur hjónin langar að minn-
ast Jóns, því allt frá því að við
kynntumst 1968 er hann hóf
störf á Greipsvakt lögreglustöðv-
arinnar í Pósthússtræti höfum
við átt margar ánægjulegar sam-
verustundir með honum og
Hönnu konu hans. Við ferðuð-
umst mikið saman til Spánar,
Kanaríeyjar og margra annarra
staða í svokölluðum Gylfa-ferð-
um.
Innanlands fórum við í margar
eftirminnilegar veiðiferðir, svo
sem lax-, rjúpu- og gæsaveiðar.
Eftir að við hættum störfum
vegna aldurs hittumst við ásamt
Hirti vaktarfélaga okkar flesta
virka morgna á kaffihúsi.
Þar hittum við marga félaga
okkar sem vissu af okkar föstu
veru þar. Jón! Þín verður sárt
saknað.
Innilegar samúðarkveðjur til
fjölskyldunnar.
Sigrún Geirsdóttir.
Jón Thorberg
Friðþjófsson
gafst var dásamlegt að kíkja í kaffi
og heyra sögur af nýjustu
hrekkjabrögðunum. Í minni síð-
ustu heimsókn sagði hann mér frá
því hlæjandi hvernig hann, nánast
sjónlaus, hafði blekkt starfsmann
með því að það væri lifandi fugl
laus í herberginu sínu. Í herberg-
inu voru nokkrir uppstoppaðir
fuglar og einn gervifugl sem gaf
frá sér mjög raunverulegt tíst sem
afi gat sett í gang án þess að nokk-
ur sá til.
Þrátt fyrir að andlátið hafi ekki
komið á óvart er það sárt að
kveðja góðan afa. Afi Jónas hefur
sameinast ömmu Guðrúnu í eilífð-
inni en minning þeirra mun lifa
um ókomna tíð í hjörtum okkar
ástvina.
Elísabet Hugrún
Georgsdóttir.
Heimili afa og ömmu í Gerð-
hömrum var algjör ævintýraheim-
ur. Þar var fullt af plöntum, fugl-
um og skrautlegum munum sem
þau höfðu sankað að sér á ferða-
lögum sínum um heiminn og fisk-
ar í tjörn úti í garði sem höfðu at-
hvarf í keri undir pallinum. Ég
held að ég hafi litið á afa Jónas og
ömmu Guðrúnu sem vini mína
frekar en eitthvað annað þegar ég
var að alast upp. Hjá þeim var
maður umvafinn svo mikilli hlýju
og það var alltaf hægt að hafa
gaman. Afi gerði hluti með manni
sem hljómuðu eins og ævintýri í
eyrum vina minna, eins og að fara
að veiða á báti eða að klappa geit-
um og refum. Það var æðislegt að
koma heim eftir veiðidag og borða
glænýjan fisk með afa og ömmu.
Ég var einu sinni í pössun hjá
afa þegar hann spurði mig hvort
mig langaði ekki í kanínu. Ég var
um það bil 6 ára þá og fannst þetta
fáránleg spurning. Auðvitað lang-
aði mig í kanínu. Úr varð að við
keyrðum heim til fólks sem var að
losa sig við kanínu og tókum hana
heim. Foreldrar mínir voru víst
ekki hafðir með í ráðum svo kan-
ínan Úlfur fékk að deila búri með
tveimur refum á Reynisvatni. Ref-
irnir stríddu kanínunni minni svo
mikið að afi fann til með henni og
brá á það ráð að byggja búr með
litlu húsi fyrir hana svo hún gæti
búið í garðinum okkar. Mamma
var með svo mikið ofnæmi að hún
gat ekki verið inni hjá okkur en í
búrinu var ljós svo þar var hlýtt.
Afi var nefnilega svo handlaginn
og lausnamiðaður og virtist geta
smíðað hvað sem var. Hvort sem
það var borð fyrir Silvania-húsið
mitt eða fellihýsi þá gat afi smíðað
það. Það var ekkert til sem afi gat
ekki búið til eða lagað og hann
virtist geta töfrað fram hvað sem
er úr engu.
Afi sagði líka frábærar sögur
og lék persónurnar oft fyrir mig.
Hann lék líka oft atriði þar sem
hann þóttist ætla að borða á okkur
stóru tána, oft með svo miklum til-
burðum að hann bað ömmu um að
koma með tómatsósu svo hann
gæti fengið sér smá sósu með.
Þegar ég gisti hjá þeim fyrir jólin
fékk afi kartöflu í skóinn. Allt var
svo skemmtilegt og allt var svo
mikill leikur. Seinna sagði hann
mér sögur af alls konar atvikum
sem komu upp í starfi hans sem
lögreglumanns sem voru oft
skrautleg. Afi var frábær sögu-
maður og það var svo gaman að
hlusta á hann.
Við Helga Soffía fengum að
kíkja til afa í lok september. Afi
var orðinn svolítið þreyttur en
hann kveikti alveg á því hver
Helga Soffía var og bauðst til að
hafa hana í pössun yfir helgina á
Hrafnistu. Það varð vissulega
ekkert úr þeirri helgarpössun en
það er ofsalega lýsandi fyrir það
hversu mikil barnagæla afi var.
Að alast upp með afa og ömmu í
lífi mínu voru forréttindi. Núna er
afi kominn til ömmu og eins erfitt
og það er að kveðja hann þá vona
ég að hans síðasta ferðalag verði
þeim ánægjulegt og að honum hafi
þótt tími sinn hér jafn mikið æv-
intýri og okkur.
Þín
Gígja.