Morgunblaðið - 15.10.2020, Side 56

Morgunblaðið - 15.10.2020, Side 56
56 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Stundum fer svo að manns bestu fyrirætlanir eru misskildar og gera aðeins illt verra. Sinntu því vinum þínum og gefðu þér tíma til að hlusta á þá. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert svo næmur á líðan annarra að þú verður að gera eitthvað til að verjast því svo það dragi ekki úr þér allan mátt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Veittu eigum þínum eftirtekt í dag. Eftir hressandi kaffibolla og morgun á réttum vinnuhraða gæti verið að þú sæir vinnuna sem blessun en ekki byrði. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Krafturinn liggur í loftinu, taktu af skarið og náðu forskoti. Nú er sú törn á enda og komið að því að þú njótir næðis um stund. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þótt það sé stundum gott að fá at- hygli skaltu gæta þess að það sé ekki á annarra kostnað. Stjórnendur, áhrifafólk og foreldrar sjá þig í jákvæðu ljósi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú annt vinum þínum og vanda- mönnum en þegar þeir segja þér fyrir verkum skaltu bara hrista höfuðið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þig langar til þess að ná til annarra í dag og ættir að leggja þig fram um það. Þú færð meiri yfirsýn yfir það sem gerist á meðan. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú nærð mjög vel saman við vissa manneskju, sem gæti gert aðra af- brýðisama. Notaðu hana öðrum til góðs og þú munt hafa meiri áhrif á gang mála. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Stundum er munur á því sem fólk sér í þér og því sem þú ert í raun og veru. Ef friðsæld er það sem þú þráir þarftu að stýra umhverfi þínu af vægð- arleysi. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft að sinna samskiptum við aðra betur ef þú vilt ná til þeirra með málflutningi þínum. Sveigjanleiki þinn ger- ir þig að frábærum liðsmanni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er sagt að ást sé að um- bera endalausa sérvisku ástvinar. Stund- um finnst manni bara maður þurfa að eignast eitthvað. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þær áköfu samræður sem þú átt við ástvin eiga eftir að koma þér úr jafn- vægi, jafnvel klukkustundum eftir á. Pressuna, Vikublaðið og Helgar- póstinn. „Ég tók við ritstjórn Viku- blaðsins, sem Alþýðubandalagið gaf út, lærði af mönnum eins og Einari Karli og Ólafi Ragnari, en varð frá- bitinn beinni þátttöku í pólitík. Ákveðnar manntegundir gera sig í pólitík. Gera þarf sér að góðu að sitja endalausa fundi, smáspjalla við fólk sem maður nennir annars ekki að tala við, gera bandalög þvers og kruss og fórna einkalífinu. Hug- sjónir sem fólk kemur með inn í pólitík víkja fyrir köldum veruleika hagnýtra stjórnmála. Ég ber virð- Aftur fór Páll til Noregs, í þetta sinn í blaðamennskunám. „Ég var með í að stofna Suðurnesjapóstinn 1981, með Jóni Ólafssyni skólastjóra og Arnóri Ragnarssyni, og vann síð- ar á Víkurfréttum í Keflavík, fékk bakteríuna. Fyrir blaðamennsku hef ég orðið svo frægur að RÚV stefndi mér fyrir dóm. Held raunar að það segi meira um RÚV en mig.“ Eftir tvö ár í Noregi og tveggja ára nám í blaðamennsku og fjöl- miðlafræði við Minnesota-háskóla í Bandaríkjunum kom Páll heim og starfaði sem blaðamaður við DV, P áll Vilhjálmsson fæddist í Reykjavík 15. október 1960, elstur fjögurra systkina. Foreldrar Páls fluttu til Noregs þegar hann var tveggja ára og þar fædd- ust systkinin Hanna Björg og Garð- ar. Vilhjálmur, faðir þeirra, lærði tæknifræði við Tækniháskólann í Osló. Fjölskyldan kom heim 1967 og settist að á Túngötu 11 í Keflavík, þar sem Vilhjálmur gegndi stöðu bæjartæknifræðings. Yngri systir Páls, Inga María, fæddist Keflvík- ingur. „Mamma hélt heimili, pabbi kom heim í hádeginu en vann lang- an vinnudag eins og tíðkaðist. Þetta var huggulegasta tilvera. Fjaran var leikvöllur og maður dorgaði á bryggjunni. Trillur stóðu í vör, stundum lönduðu bátar afla sín- um þarna þótt aðalhöfnin væri ekki lengur í gamla bænum. Keflavík var á þessum tíma útgerðabær ásamt því að skaffa vinnuafl í herstöðina á Miðnesheiði. Maður vann í „háeff“ eins og frystihúsið við Íshússtíg var kallað.“ Páll gekk í Barnaskóla Keflavík- ur, Gagnfræðaskólann og nýstofn- aðan Fjölbrautaskóla Suðurnesja. „Ég var ekki fyrirmyndarnemandi og hvarf úr skóla eftir tvö ár ólík- legur til að útskrifast í bráð. Pabbi stakk upp á að ég færi til Noregs í lýðháskóla. Útivist og bókmenntir voru í hávegum. Höfundurinn Jens Björneboe átti hug minn, meðfram skíðagöngu, boltaíþróttum og kanó- róðri.“ Eftir ársdvöl ytra kom Páll heim og lauk stúdentsprófi. „Ég vann með skóla. Vorið sem ég útskrifaðist var ég á sjó, á Hinriki KE 200. Hefði kannski orðið frambærilegur sjómaður. Ég var líka kominn með áhuga á pólitík, herstöðvaandstæð- ingur og hallaði mér til vinstri.“ Páll innritaðist í Háskóla Íslands 1983 í sagnfræði og heimspeki. „Ég fékk handleiðslu manna eins og Gunnars Karlssonar, Páls Skúlason- ar og Þorsteins Gylfasonar. Ásamt Jóni Bö., sem kenndi mér Njálu í Keflavík, og Ásgeiri sögukennara í Gaggó Kef eru þetta eftirminnileg- ustu kennararnir. Allt vinstrimenn hlynntir fullveldi.“ ingu fyrir mörgum stjórnmála- mönnum en pólitísk atvinna hefði farið með geðheilsu Keflvíkingsins.“ Páll sagði ekki skilið við pólitík undir eins. Hann er fyrsti formaður Samfylkingarfélags Seltirninga. „Ég var fótgönguliði í umbyltingu á vinstri kantinum um aldamótin. Helstið þar var að tveir flokkar skiptu um nafn. Alþýðuflokkurinn varð Samfylking og Alþýðubanda- lagið Vg. Ég lenti Samfylkingar- megin, sem var félagslegt verkefni, en Vg er höfundarverk Steingríms J. og Ögmundar. Þegar Samfylking varð málpípa auðmanna og kynnti ESB-fagnaðarerindið sendi ég inn úrsögn mína í kringum 2004. Síðan hef ég ekki gert nokkrum flokki þann grikk að biðjast inngöngu.“ Páll er einn af stofnendum Heimssýnar, sat í stjórn og var framkvæmdastjóri í þrjú ár. „Stein- grímur J., af öllum mönnum, hringdi í mig og spurði hvort ég væri til í stofnun félags ESB- andstæðinga. Þetta var sumarið 2002. Undirbúningsfundur var á skrifstofu á Hverfisgötu sem Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar, útvegaði. Potturinn og pannan í öllu fyrirtækinu var Ragn- ar Arnalds, fyrsti formaðurinn. Fé- lagið varð breiðfylking sem sigraði umræðuna þegar aðild komst á dag- skrá 16. júlí 2009 með ESB-umsókn Samfylkingar. Merkilegur dagur, 16. júlí, afmælisdagur Tyrkjaráns- ins 1627.“ Hjá Rannís starfaði Páll í rúman áratug við útgáfu- og upplýsinga- störf en söðlaði um rétt fyrir hrun og lærði til kennsluréttinda. Frá 2008 er hann kennari við Fjöl- brautaskólann í Garðabæ. „Við eldri systkinin þrjú erum kennarar og Inga María félagsráðgjafi. Kenn- arinn í okkur er frá Færeyjum. Absalon langalangafi kenndi fær- eysku í berhögg við danska yfirvald- ið. Í móðurætt ber meira á verslun og viðskiptum. Páll afi var aðal- gjaldkeri Flugfélags Íslands og kaupmannssonur, Þorsteinn móð- urbróðir var kaupfélagsstjóri KÁ. Jóhanna amma er kaupmannsdóttir. Það eru forréttindi að vera kenn- ari. Kaupið er lygilega gott miðað Páll Vilhjálmsson kennari – 60 ára Fjölskyldan Sveinn Ragnar og Vinga til vinstri, Elísabet í fangi Boggu ömmu, Egill Páll á öxlum afmælisbarnsins, Inga Þóra fremst og Lovísa til hægri. Guðmundur Óskar, elsta barnið, er myndasmiður. Hann er KR-ingur og lætur ekki taka mynd af sér á Nesinu. Trönuvinafélaginu er þökkuð falleg umgjörð. Merkingariðjan ættuð frá Færeyjum Til hamingju með daginn Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt 40 ára Þormóður fæddist í Stokkhólmi og flutti í vesturbæ Reykjavíkur þriggja ára gamall. Hann er vef- stjóri hjá Matís, mat- vælarannsóknum. Hann var í hljómsveit- inni Jeff Who, Skakkamanage, og er núna í Tilbury. Maki: Sigurbjörg Birgisdóttir, f. 1982, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. Sonur: Dagur, f. 2014. Foreldrar: Ingibjörg Hjartardóttir, f. 1952, rithöfundur og Dagur Þorleifsson, f. 1933, blaðamaður og háskólakennari. Stjúpfaðir Þormóðs er Ragnar Stef- ánsson, f. 1938, jarðskjálftafræðingur. Þormóður Dagsson 40 ára Ellert ólst upp á Seltjarnarnesi en býr núna í Garðabæ. Hann er hagfræðingur og starfar hjá Gildi lífeyr- issjóði. Ellert hefur mikinn áhuga á golfi, knattspyrnu og kvik- myndum. Hann er harður KR-ingur og Man.Utd-aðdáandi. Maki: Guðlaug Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 1980, sölusnillingur hjá Danól og stílisti. Dætur: Kamilla Inga, f. 2009, og Amelía Edda, f. 2012. Foreldrar: Guðjón Sigurðsson, f. 1946, fv. forstjóri Hvítlistar, og Ingibjörg Sig- urðardóttir, f. 1949, fv. kennari og deild- arstjóri í Hvítlist. Ellert Guðjónsson Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.