Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 56
56 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Stundum fer svo að manns bestu fyrirætlanir eru misskildar og gera aðeins illt verra. Sinntu því vinum þínum og gefðu þér tíma til að hlusta á þá. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert svo næmur á líðan annarra að þú verður að gera eitthvað til að verjast því svo það dragi ekki úr þér allan mátt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Veittu eigum þínum eftirtekt í dag. Eftir hressandi kaffibolla og morgun á réttum vinnuhraða gæti verið að þú sæir vinnuna sem blessun en ekki byrði. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Krafturinn liggur í loftinu, taktu af skarið og náðu forskoti. Nú er sú törn á enda og komið að því að þú njótir næðis um stund. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þótt það sé stundum gott að fá at- hygli skaltu gæta þess að það sé ekki á annarra kostnað. Stjórnendur, áhrifafólk og foreldrar sjá þig í jákvæðu ljósi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú annt vinum þínum og vanda- mönnum en þegar þeir segja þér fyrir verkum skaltu bara hrista höfuðið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þig langar til þess að ná til annarra í dag og ættir að leggja þig fram um það. Þú færð meiri yfirsýn yfir það sem gerist á meðan. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú nærð mjög vel saman við vissa manneskju, sem gæti gert aðra af- brýðisama. Notaðu hana öðrum til góðs og þú munt hafa meiri áhrif á gang mála. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Stundum er munur á því sem fólk sér í þér og því sem þú ert í raun og veru. Ef friðsæld er það sem þú þráir þarftu að stýra umhverfi þínu af vægð- arleysi. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft að sinna samskiptum við aðra betur ef þú vilt ná til þeirra með málflutningi þínum. Sveigjanleiki þinn ger- ir þig að frábærum liðsmanni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er sagt að ást sé að um- bera endalausa sérvisku ástvinar. Stund- um finnst manni bara maður þurfa að eignast eitthvað. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þær áköfu samræður sem þú átt við ástvin eiga eftir að koma þér úr jafn- vægi, jafnvel klukkustundum eftir á. Pressuna, Vikublaðið og Helgar- póstinn. „Ég tók við ritstjórn Viku- blaðsins, sem Alþýðubandalagið gaf út, lærði af mönnum eins og Einari Karli og Ólafi Ragnari, en varð frá- bitinn beinni þátttöku í pólitík. Ákveðnar manntegundir gera sig í pólitík. Gera þarf sér að góðu að sitja endalausa fundi, smáspjalla við fólk sem maður nennir annars ekki að tala við, gera bandalög þvers og kruss og fórna einkalífinu. Hug- sjónir sem fólk kemur með inn í pólitík víkja fyrir köldum veruleika hagnýtra stjórnmála. Ég ber virð- Aftur fór Páll til Noregs, í þetta sinn í blaðamennskunám. „Ég var með í að stofna Suðurnesjapóstinn 1981, með Jóni Ólafssyni skólastjóra og Arnóri Ragnarssyni, og vann síð- ar á Víkurfréttum í Keflavík, fékk bakteríuna. Fyrir blaðamennsku hef ég orðið svo frægur að RÚV stefndi mér fyrir dóm. Held raunar að það segi meira um RÚV en mig.“ Eftir tvö ár í Noregi og tveggja ára nám í blaðamennsku og fjöl- miðlafræði við Minnesota-háskóla í Bandaríkjunum kom Páll heim og starfaði sem blaðamaður við DV, P áll Vilhjálmsson fæddist í Reykjavík 15. október 1960, elstur fjögurra systkina. Foreldrar Páls fluttu til Noregs þegar hann var tveggja ára og þar fædd- ust systkinin Hanna Björg og Garð- ar. Vilhjálmur, faðir þeirra, lærði tæknifræði við Tækniháskólann í Osló. Fjölskyldan kom heim 1967 og settist að á Túngötu 11 í Keflavík, þar sem Vilhjálmur gegndi stöðu bæjartæknifræðings. Yngri systir Páls, Inga María, fæddist Keflvík- ingur. „Mamma hélt heimili, pabbi kom heim í hádeginu en vann lang- an vinnudag eins og tíðkaðist. Þetta var huggulegasta tilvera. Fjaran var leikvöllur og maður dorgaði á bryggjunni. Trillur stóðu í vör, stundum lönduðu bátar afla sín- um þarna þótt aðalhöfnin væri ekki lengur í gamla bænum. Keflavík var á þessum tíma útgerðabær ásamt því að skaffa vinnuafl í herstöðina á Miðnesheiði. Maður vann í „háeff“ eins og frystihúsið við Íshússtíg var kallað.“ Páll gekk í Barnaskóla Keflavík- ur, Gagnfræðaskólann og nýstofn- aðan Fjölbrautaskóla Suðurnesja. „Ég var ekki fyrirmyndarnemandi og hvarf úr skóla eftir tvö ár ólík- legur til að útskrifast í bráð. Pabbi stakk upp á að ég færi til Noregs í lýðháskóla. Útivist og bókmenntir voru í hávegum. Höfundurinn Jens Björneboe átti hug minn, meðfram skíðagöngu, boltaíþróttum og kanó- róðri.“ Eftir ársdvöl ytra kom Páll heim og lauk stúdentsprófi. „Ég vann með skóla. Vorið sem ég útskrifaðist var ég á sjó, á Hinriki KE 200. Hefði kannski orðið frambærilegur sjómaður. Ég var líka kominn með áhuga á pólitík, herstöðvaandstæð- ingur og hallaði mér til vinstri.“ Páll innritaðist í Háskóla Íslands 1983 í sagnfræði og heimspeki. „Ég fékk handleiðslu manna eins og Gunnars Karlssonar, Páls Skúlason- ar og Þorsteins Gylfasonar. Ásamt Jóni Bö., sem kenndi mér Njálu í Keflavík, og Ásgeiri sögukennara í Gaggó Kef eru þetta eftirminnileg- ustu kennararnir. Allt vinstrimenn hlynntir fullveldi.“ ingu fyrir mörgum stjórnmála- mönnum en pólitísk atvinna hefði farið með geðheilsu Keflvíkingsins.“ Páll sagði ekki skilið við pólitík undir eins. Hann er fyrsti formaður Samfylkingarfélags Seltirninga. „Ég var fótgönguliði í umbyltingu á vinstri kantinum um aldamótin. Helstið þar var að tveir flokkar skiptu um nafn. Alþýðuflokkurinn varð Samfylking og Alþýðubanda- lagið Vg. Ég lenti Samfylkingar- megin, sem var félagslegt verkefni, en Vg er höfundarverk Steingríms J. og Ögmundar. Þegar Samfylking varð málpípa auðmanna og kynnti ESB-fagnaðarerindið sendi ég inn úrsögn mína í kringum 2004. Síðan hef ég ekki gert nokkrum flokki þann grikk að biðjast inngöngu.“ Páll er einn af stofnendum Heimssýnar, sat í stjórn og var framkvæmdastjóri í þrjú ár. „Stein- grímur J., af öllum mönnum, hringdi í mig og spurði hvort ég væri til í stofnun félags ESB- andstæðinga. Þetta var sumarið 2002. Undirbúningsfundur var á skrifstofu á Hverfisgötu sem Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar, útvegaði. Potturinn og pannan í öllu fyrirtækinu var Ragn- ar Arnalds, fyrsti formaðurinn. Fé- lagið varð breiðfylking sem sigraði umræðuna þegar aðild komst á dag- skrá 16. júlí 2009 með ESB-umsókn Samfylkingar. Merkilegur dagur, 16. júlí, afmælisdagur Tyrkjaráns- ins 1627.“ Hjá Rannís starfaði Páll í rúman áratug við útgáfu- og upplýsinga- störf en söðlaði um rétt fyrir hrun og lærði til kennsluréttinda. Frá 2008 er hann kennari við Fjöl- brautaskólann í Garðabæ. „Við eldri systkinin þrjú erum kennarar og Inga María félagsráðgjafi. Kenn- arinn í okkur er frá Færeyjum. Absalon langalangafi kenndi fær- eysku í berhögg við danska yfirvald- ið. Í móðurætt ber meira á verslun og viðskiptum. Páll afi var aðal- gjaldkeri Flugfélags Íslands og kaupmannssonur, Þorsteinn móð- urbróðir var kaupfélagsstjóri KÁ. Jóhanna amma er kaupmannsdóttir. Það eru forréttindi að vera kenn- ari. Kaupið er lygilega gott miðað Páll Vilhjálmsson kennari – 60 ára Fjölskyldan Sveinn Ragnar og Vinga til vinstri, Elísabet í fangi Boggu ömmu, Egill Páll á öxlum afmælisbarnsins, Inga Þóra fremst og Lovísa til hægri. Guðmundur Óskar, elsta barnið, er myndasmiður. Hann er KR-ingur og lætur ekki taka mynd af sér á Nesinu. Trönuvinafélaginu er þökkuð falleg umgjörð. Merkingariðjan ættuð frá Færeyjum Til hamingju með daginn Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt 40 ára Þormóður fæddist í Stokkhólmi og flutti í vesturbæ Reykjavíkur þriggja ára gamall. Hann er vef- stjóri hjá Matís, mat- vælarannsóknum. Hann var í hljómsveit- inni Jeff Who, Skakkamanage, og er núna í Tilbury. Maki: Sigurbjörg Birgisdóttir, f. 1982, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. Sonur: Dagur, f. 2014. Foreldrar: Ingibjörg Hjartardóttir, f. 1952, rithöfundur og Dagur Þorleifsson, f. 1933, blaðamaður og háskólakennari. Stjúpfaðir Þormóðs er Ragnar Stef- ánsson, f. 1938, jarðskjálftafræðingur. Þormóður Dagsson 40 ára Ellert ólst upp á Seltjarnarnesi en býr núna í Garðabæ. Hann er hagfræðingur og starfar hjá Gildi lífeyr- issjóði. Ellert hefur mikinn áhuga á golfi, knattspyrnu og kvik- myndum. Hann er harður KR-ingur og Man.Utd-aðdáandi. Maki: Guðlaug Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 1980, sölusnillingur hjá Danól og stílisti. Dætur: Kamilla Inga, f. 2009, og Amelía Edda, f. 2012. Foreldrar: Guðjón Sigurðsson, f. 1946, fv. forstjóri Hvítlistar, og Ingibjörg Sig- urðardóttir, f. 1949, fv. kennari og deild- arstjóri í Hvítlist. Ellert Guðjónsson Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.