Morgunblaðið - 15.10.2020, Síða 57
DÆGRADVÖL 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020
Gjafalisti
Einfalt að sníða sinn
jólagjafalista á duka.is
Allir sem gera gjafalista hjá Dúka
fá inneign að verðmæti 15% af
því sem keypt er af listanum
KRINGLAN – SMÁRALIND – DUKA.IS
við að starfið nærir, kætir og bætir,
ætti nánast að vera sjálfboðavinna.
Samstarfsfólkið er hvert öðru ynd-
islegra og skólastjórnendur metn-
aðarfullir þótt íhaldi eins og mér
finnist stundum fullmikil ákefð í að
stokka upp og breyta. En Kristinn
skólameistari og hans fólk er far-
sælt í starfi og lendir málum af
skynsemi og fagmennsku.“
Páll skrifar moggablogg og hefur
gert í rúman hálfan annan áratug.
„Að skrifa er að læra, segi ég nem-
endum mínum. Bloggið er merking-
ariðja líkt og kennsla. Líf án merk-
ingar er fánýtt.“
Fjölskylda
Páll er kvæntur Guðbjörgu R.
Guðmundsdóttur blaðamanni er
starfar á skrifstofu forstjóra Grund-
arheimilanna, f. 6.2. 1961, dóttir
hjónanna Ingibjargar Þ. Hann-
esdóttur handavinnukennara, f.
16.8. 1933, og sr. Guðmundar Ósk-
ars Ólafssonar prests, f. 25.11. 1933,
d. 17.12. 2003. Þau voru búsett
lengst á Skólavörðustíg í Reykjavík
og á Seltjarnarnesi.
Börn Páls og Guðbjargar eru: 1)
Guðmundur Óskar viðskiptafræð-
ingur, í sambúð með Lovísu Krist-
ínu Sigurjónsdóttur lækni og eiga
þau Elísabetu. Búa í Vesturbænum.
2) Vigdís Ingibjörg markaðsstjóri, í
sambúð með Sveini Ragnari Sig-
urðssyni viðskiptafræðingi og eiga
þau Egil Pál. Búa á Seltjarnarnesi.
3) Inga Þóra, laganemi við HÍ. Býr
á Seltjarnarnesi.
Systkini Páls eru Hanna Björg
kennari, f. 27.8. 1963; Garðar kenn-
ari, f. 25.12. 1966; og Inga María fé-
lagsráðgjafi, f. 1.3. 1971.
Foreldrar Páls eru hjónin Vigdís
Pálsdóttir húsmóðir og skrif-
stofukona, f. 27.11. 1943, d. 5. 2.
2020, og Vilhjálmur Grímsson
tæknifræðingur, f. 3.8. 1942, d.
12.11. 2011. Þau bjuggu lengst af í
Keflavík en síðustu árin í Breiðholti
í Reykjavík.
Páll
Vilhjálmson
Ása Jóhannsdóttir
húsfreyja í Rvk. frá Hofi á Eyrarbakka
Símon Jónsson
kaupmaður í Rvk. frá Bakka í Ölfusi
Jóhanna Símonardóttir
húsmóðir í Reykjavík
Páll Þorsteinsson
aðalgjaldkeri Flugfélags Íslands,
frá Búðareyri, en búsettur í Reykjavík
Vigdís Pálsdóttir
húsmóðir og skrifstofukona
í Keflavík
Áslaug Katrín Maack Pétursdóttir
frá Grunnavík, húsfreyja í Reyðarfirði
Þorsteinn Pálsson
kaupmaður í Ekru í Reyðarfirði
Magdalena Brekkman
húsfreyja í Færeyjum
Mortan Mörk
útgerðarmaður og
skipstjóri í Færeyjum
Ingibjörg Mörk
húsmóðir í Keflavík og síðar Reykjavík
Grímur Eysturoy Guttormsson
kafari og skipasmiður frá Færeyjum, bús. á Íslandi
frá 1945 í Keflavík og síðar Rvk.
Sara Maria Johnson
húsfreyja í Þórshöfn í Færeyjum
Guttormur Eysturoy
snikkari í Þórshöfn í Færeyjum
Úr frændgarði Páls Vilhjálmssonar
Vilhjálmur Grímsson
tæknifræðingur í Keflavík
„JÁ, ÞETTA ER ÓHEPPILEGT – EN ÞETTA
VAR BARA TOPPURINN Á ÍSJAKANUM. ÉG
ER VISS UM AÐ ÞAÐ TEKUR ENGINN EFTIR
ÞVÍ AÐ HANN ER HORFINN.”
„ÉG ÆTLA AÐ SLEPPA EFTIRRÉTTI. MÉR
FINNST SVO ÓÞÆGILEGT AÐ HLAUPA MEÐ
MAGANN FULLAN.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... það sem telur.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÞAÐ ER ÁHUGAVERT AÐ EIGA
KÆRUSTU SEM ER DÝRA-
LÆKNIR
HÚN ER EKKI BARA KLÁR,
HÚN ER LÍKA SKEMMTILEG
ÞÚ SEGIR
ÞAÐ NÚNA …
BÍDDU ÞAR TIL HÚN MÆLIR ÞIG
HÉR ER KEMUR BRANDARI – ÞRÍR
VÍKINGAR LÖBBUÐU ÚT AF KRÁ!
ÉG FATTA HANN EKKI?
VÍKINGARNIR LÖBBUÐU ÚT! ÞEIR ULTU
EKKI, SKJÖGRUÐU, DUTTU, RÚLLUÐU NÉ
SKRIÐU ÚT!
Maðurinn með hattinn yrkir áBoðnarmiði:
Ég læt mig oft um dömur dreyma
djarfur kvölds í húminu.
Indælt væri að una heima
með einni þar í rúminu.
Konur get ég elskað alla stund,
og allsber verið hjá þeim framá nætur.
Að lokum síðan eftir ástarfund
er ætíð kvöl að þurfa að skríða á fætur.
Þessu svaraði Kerlingin á Skóla-
vörðuholtinu:
Bjástrið fór úr böndum
við baldna draumafrúna,
harðsperrur í höndum
hefur greyið núna.
Guðmundur Arnfinnsson leggur
fram tillögu um mannanöfn í sléttu-
böndum:
Tarfur, Hækja, Skratti, Skömm,
Skolli, Krækja, Tittur,
Skarfur, Dækja, Vambi, Vömm,
Vindur, Skækja, Pyttur.
Pyttur, Skækja, Vindur, Vömm,
Vambi, Dækja, Skarfur,
Tittur, Krækja, Skolli, Skömm,
Skratti, Hækja, Tarfur.
Í Sögu Sjómannafélagsins 1915-
2015, „Frjálsir menn þegar aldir
renna“, segir frá því, að Guðmundur
Björnsson landlæknir hafi sumarið
1910 farið eina nótt með togaranum
Snorra Sturlusyni út á Svið. „Jeg hef
hvorki utanlands nje innan sjeð fríð-
ari og röskari verkamannasveit en
þessa skipshöfn,“ skrifaði hann og
kvað togarasjómennina „verða
þjóðinni til stórsóma með dugnaði
sínum“. Þá varð til þessi vísa:
Lengjast skuggar, lækkar sól,
leggjum út á Svið,
óþarft er að gefa
þeim gula næturfrið.
Köstum voð, tökum tak,
togum út við hraun.
Aldrei bregðast aflamönnum erfiðislaun.
Oddur sterki af Skaganum tók
miklu ástfóstri við Sjómannafélag
Reykjavíkur. Rifjaðar eru upp tvær
vísur úr Vantraustsræðu Odds eftir
Örn Arnarson:
Vandasamt er sjómannsfag,
sigla og stýra nótt og dag.
Þeir, sem stjórna þjóðarhag,
þekkja varla áralag.
Eftir mikið þras og þóf
þingið upp til valda hóf
menn, sem hafa ei pungapróf,
piltar, það er forsmán gróf!
Reyr frá Drangsnesi skaut inn
„einni gamalli“:
Flýgur suður fugl á ný
fölna jurtir allar
og dagur styttist stöðugt því
stjarnan okkar hallar
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Gott er að láta sig dreyma