Morgunblaðið - 15.10.2020, Side 61
MENNING 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
AÐRAR MYNDIR Í
SÝNINGU:
* The New Mutants
* Trolls World Tour
* Hvolpasveitin
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS
Nýjasta Meistaraverk
Christopher Nolan
★★★★★
★★★★★
★★★★★
The Guardian
The Times
The Telegraph
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
MÖGNUÐ MYND SEM
GAGNRÝNENDUR HLAÐA LOFI :
★★★★★
★★★★★
★★★★★
Roger Ebert.com
San Fransisco Cronicle
The Playlist
88%
SPLÚNKUNÝ MYND FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI.
MYNDIN SEM HEFUR SLEGIÐ Í GEGN
Í EVRÓPU UNDANFARNAR VIKUR.
FORSÝNINGAR UM HELGINA.
Bandaríska kvikmynda-gerðarkonan KirstenJohnson hefur starfað viðkvikmyndatöku
heimildarmynda í hartnær þrjá ára-
tugi og hefur á ferli sínum myndað
fjölbreytt efni á víð og dreif um
hnöttinn við ýmsar aðstæður. Í kvik-
mynd sinni Myndavélamanneskja
(Cameraperson, 2016) notaði hún
myndbrot úr fjölda þessara mynda
til að setja saman nýja heild sem
gerði myndavélina, manneskjuna á
bak við hana og sambandið við við-
fangið að viðfangsefni sínu. Mynda-
vélamanneskja vakti mikla athygli í
kvikmyndaheiminum vestanhafs
sem og víðar og hlaut meðal annars
góðar undirtektir hérlendis á kvik-
myndahátíðinni Stockfish. Nú hefur
Johnson fylgt velgengninni sem leik-
stjóri eftir með heimildarmyndinni
Dick Johnson er dauður, en hún er
framleidd af (og nýlega aðgengileg
á) streymisveitunni Netflix.
Líkt og Myndavélamanneskja er
Dick Johnson er dauður sjálfsævi-
söguleg en þó á mun persónulegri og
beinskeyttari hátt. Titilpersónan
Dick Johnson er geðlæknir að hætta
störfum á níræðisaldri og jafnframt
faðir Kirsten Johnson, leikstjóra
myndarinnar. Dick hefur greinst
með heilabilunarsjúkdóm og því
fram undan sú erfiða en óhjákvæmi-
lega hrörnun og vitræna skerðing
sem svo margir þurfa að ganga í
gegnum. Dick og Kirsten þekkja þá
reynslu mætavel sem aðstandendur
en eiginkona Dicks og móðir Kirst-
enar þjáðist af alzheimersjúkdómn-
um í sjö ár og lést af hans völdum ár-
ið 2007. Myndskeið af langt leiddri
móður Kirstenar voru persónuleg-
asti hluti Myndavélamanneskju og
rifjar hún hér upp viðlíka átakanlegt
atriði þar sem móðirin man ekki
nafn dóttur sinnar. Sögumannsrödd
Kirstenar lýsir eftirsjá yfir því að
ekki sé til myndefni sem sýni móður
hennar í fullu fjöri. Ætlun Dick
Johnson er dauður er því að fanga
persónuna Dick Johnson áður en
það er um seinan. Í gerð mynd-
arinnar er þar með fólgin nokkurs
konar sameiginleg barátta feðgin-
anna gegn því sem þau standa
frammi fyrir – „hvarfi“ Dicks John-
sons. Þau ætla ekki að taka því með
sátt eins og sögumannsrödd Kir-
stenar lýsir í upphafi myndar.
Myndin er ansi fjörleg og mein-
fyndin á köflum, þótt það kunni að
skjóta skökku við. Leikgleði hennar
er meðal annars að finna í fjöl-
breyttum dauðasenum þar sem
dauði Dicks er sviðsettur á ýktan,
galgopalegan og jafnvel teikni-
myndalegan máta. Líklegt er að
áhorfendum bregði í fyrsta tilfellinu
þegar loftræstikerfi dettur af himn-
um ofan á höfuð Dicks en í kjölfarið
er tilbúningurinn látinn í ljós í atriði
þar sem feðginin vinna með áhættu-
leikurum sem ganga í spor föðurins.
Þessi aðferðafræði er gegnumgang-
andi og í henni felst jafnframt eitt
helsta þema myndarinnar – eðli
kvikmyndagerðarinnar og tilbúning-
urinn sem í henni felst – sem og
hvaða áhrif hún hefur á lifandi líf.
Kirsten Johnson lætur sér þó ekki
nægja að drepa föður sinn ítrekað
heldur sendir hún hann einnig til
ímyndaðs himnaríkis sem einkennist
af litadýrð, fjörugri tónlist, dansi og
súkkulaðipoppkornsregni. Þessar
fantasíusenur eru kjánalega fallegar
og skemmtilegar og gegna mikil-
vægu hlutverki innan frásagnarinn-
ar til að gefa grið frá raunveruleik-
anum. Þó var einni þeirra ofaukið en
það er einungis smávægilegt um-
kvörtunarefni.
Milli þess að feðginin taka upp
dauða- og himnaríkissenur gengur
lífið sinn vanagang. Dick þarf að
pakka saman skrifstofu sinni þar
sem hann tók á móti skjólstæðingum
sínum áratugum saman. Bíllinn hans
er seldur. Hann flytur frá heimili
sínu á vesturströnd Bandaríkjanna í
Seattle austur til New York í íbúð
Kirstenar þar sem hún býr ásamt
tveimur börnum. Þennan hluta frá-
sagnarinnar mætti telja til hefð-
bundnari heimildamyndargerðar og
myndar hann hryggjarstykki mynd-
arinnar. Í honum kemur greinilega
fram hvað Dick Johnson er frábær
karl – kærleiksríkur og lífsglaður
með gegnheil viðhorf og hvað sam-
band feðginanna er náið og opin-
skátt. Mynd sem þessi myndi aldrei
ganga upp á þann hátt sem hún ger-
ir ef persónurnar og sambandið
þeirra á milli væri ekki með þessu
móti. Áhrifaríkastar eru senurnar
milli föður og dóttur þegar þau ræða
málin á hreinskilinn máta og hætt er
við að nokkur tár falli við áhorfið.
Rödd Kirsten brestur þegar þau tala
um fráfall móðurinnar og flutn-
ingana og enn átakanlegra er þegar
faðirinn skilur ekki af hverju bíllinn
hefur verið seldur og þau átta sig í
sameiningu á frelsismissinum sem í
því felst.
Dick Johnson er dauður er í senn
verk sjálfsskoðunar og raunveru-
leikaflótta þeirra sem eiga í hlut.
Með ferlinu eru Kirsten Johnson og
fjölskylda að horfast í augu við það
sem er óumflýjanlegt en líka að
dreifa huganum með listræna ferl-
inu. Sviðsetning atburða í myndinni
vekur óneitanlega siðferðileg álita-
mál, sem kvikmyndagerðarfólkið er
líklega meðvitað um, og er hluti af
inntaki verksins. Óhætt er að mæla
heils hugar með myndinni með þeim
fyrirvara að fjallað er um viðkvæm
málefni sem eru þó svo hversdagleg
í eðli sínu og ættu þar með að ná til
margra. Framvinda myndarinnar er
einnig nokkuð útsmogin og kom
gagnrýnanda skemmtilega á óvart.
Dauði og upprisa (poppkorn á himnum)
Dauður Dick Johnson í einu af mörgum sviðsettum andlátsatriðum myndarinnar. Hér liggur Dick dauður eftir að hafa fengið loftræstitæki í höfuðið.
Netflix
Dick Johnson er dauður/
Dick Johnson Is Dead bbbbn
Leikstjóri: Kirsten Johnson. Handrit:
Nels Bangerter, Kirsten Johnson. Klipp-
ing: Nels Bangerter. Bandaríkin, 2020.
89 mínútur.
GUNNAR
RAGNARSSON
KVIKMYNDIR