Morgunblaðið - 19.11.2020, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020
Héraðsdómur Reykjaness hefur úr-
skurðað að bú félagsins Stuðmenn
ehf. skuli tekið til gjaldþrotaskipta.
Hólmgeir El. Flosason lögmaður
er skiptastjóri búsins. Í tilkynningu í
Lögbirtingablaðinu skorar hann á
alla þá, sem telja til skulda eða ann-
arra réttinda á hendur búinu eða
eigna í umráðum þess, að lýsa kröfum
sínum innan tveggja mánaða frá fyrri
birtingu innköllunar.
Fyrirtækið Stuðmenn ehf. var
stofnað í október 2016. Tilgangur fé-
lagsins var rekstur rafverktakafyrir-
tækis, innflutningur raflagnaefnis og
þjónusta varðandi nýlagningu og við-
hald raflagna og tengist á engan hátt
hljómsveit með sama nafni.
Stuðmenn
gjaldþrota
Skipholti 29b • S. 551 4422
SKOÐIÐ LAXDAL.IS
Sparidressin
komin
Hátíðarnar
nálgast
t í næsta
óteki
Kemur sem hentugur úði en honum er spreyjað yfir augnlokin þ.e. á lokuð augun.
Úðann má nota með farða og augnlinsum.
Fæs
Ap
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Falleg jólaföt
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna
Netverslun á www.belladonna.is
Erum að taka upp jólalínuna frá og
Fæst í
netverslun
belladonna.is
Íslenskmyndlist
25%Afsláttur afinnrömmuní nóvember
Vilt þú bóka ÞINN tíma
ramma@simnet.is
Síðumúla 34 • Sími 533 3331
Allt um sjávarútveg
Málþing um börn foreldra með
geðrænan vanda, undir yfirskrift-
inni: Taktu eftir mér, hlustaðu á
mig, fer fram á Facebook-síðu Geð-
hjálpar í dag og hefst klukkan
12:30.
Málþingið fjallar um stöðu þess-
ara barna, hvernig hún er í dag og
hvernig hún ætti að vera. Mál-
þingið er öllum opið og geta áhorf-
endur tekið þátt og sent inn spurn-
ingar. Fundar- og pallborðsstýra er
Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir.
Leitað er til innlendra og er-
lendra aðila sem hafa þekkingu á
lögum og reglum annars vegar og
hafa reynslu af aðferðum og leiðum
hins vegar. Farið verður yfir nýleg
lög er varða réttindi barna sem að-
standenda og kannað hvað þurfi að
gera til þess að unnið sé eftir þeim
í einu og öllu. Einnig verður litið á
strauma og stefnur og nýjar rann-
sóknir skoðaðar. Málþingið er sam-
starfsverkefni Geðhjálpar og Geð-
verndarfélags Íslands.
Málþing um
geðrænan
vanda
Facebook vett-
vangur umræðna
Geðhjálp Skorað er á stjórnvöld að
setja geðheilbrigðismál í forgang.