Morgunblaðið - 19.11.2020, Side 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020
Streita er eitthvað sem allirkannast við að hafa upplifaðog nú á tímum Covid-19 erumargir að upplifa streitu í
mun meira mæli en áður. Streita er
viðbragð líkamans við álagi og gegnir
því hlutverki að undirbúa okkur fyrir
komandi átök og getur hún því vissu-
lega verið gagnleg en hún getur einn-
ig orðið hamlandi. Þegar ein-
staklingur upplifir streitu til lengri
tíma getur það aukið líkur á bæði lík-
amlegri og andlegri vanlíðan. Nú þeg-
ar álag í daglegu lífi hefur aukist tölu-
vert er mikilvægt að huga að því sem
við getum gert til að takmarka
streitu. Hér á eftir koma nokkur ráð
til þess að draga úr streitu í daglegu
lífi.
Skipulag veitir öryggi
Rútína og skipulag veita öryggi,
bæði fyrir börn og fullorðna. Mik-
ilvægt er að hafa í huga hvað skiptir
þig máli að hafa í föstum skorðum,
þetta getur verið eitthvað sem er nú
þegar komið í ákveðna rútínu eða
jafnvel eitthvað sem hefur verið að
valda streitu og væri gagnlegt að
koma rútínu á. Mörgum finnst gott að
hafa til dæmis ákveðna daga fyrir
heimilisþrif, matarinnkaup og hreyf-
ingu. Einnig hentar oft vel að hafa
ákveðinn matseðil fyrir vikuna, skipu-
leggja gæðastundir með fjölskyld-
unni auk þess að gæta að rútínu á
svefn- og vökumynstri. Ef fólk er
mikið heima fyrir skiptir höfuðmáli að
fara út, til dæmis í göngutúr einu
sinni á dag, í minnst 30 mínútur.
Taktu frá tíma
Nú sem aldrei fyrr er gríðarlega
mikilvægt að gleyma ekki að hugsa
vel um sjálfan sig. Taktu frá tíma á
hverjum degi fyrir þig og nýttu í eitt-
hvað sem veitir þér vellíðan og gerir
þér gott. Hér má fara í slakandi bað,
fara í göngutúr eða stunda aðra lík-
amsrækt, mála, hugleiða eða jafnvel
hlusta á hljóðbók.
Mikilvægt er að huga að heilbrigðu
mataræði og reglulegum máltíðum,
fara á svipuðum tíma í háttinn og
reyna að ná 7-8 klst. svefni á nóttu.
Einnig getur það reynst vel fyrir
marga að draga úr notkun frétta-
miðla og samfélagsmiðla og reyna að
lesa ekki né hlusta mikið á fréttir yfir
daginn, ágætt er að miða við einn
fréttatíma á dag.
Vinnudagur í skýran ramma
Skildu vinnuna eftir í vinnunni þeg-
ar unnið er heima eins og hefur færst
í vöxt. Er mikilvægt að setja vinnu-
deginum skýran ramma. Sem dæmi
að vakna á sama tíma, klæða sig í
vinnufötin, reyna að afmarka vinnu-
rýmið og taka sér matar- og kaffitíma
í öðru rými, ásamt því að viðhalda
ánægjulegum samskiptum við sam-
starfsfólk. Mörgum hættir til að
halda áfram að hugsa um vinnuna eft-
ir að vinnudegi er lokið og eru þá í
aukinni hættu á hamlandi streitu og
neikvæðum áhrifum hennar.
Mikilvægt er að reyna að finna leið-
ir til að hugsa um það sem við erum
þakklát fyrir og gefur lífinu gildi.
Fólk vill oft ætla sér of mikið og í nú-
tímasamfélagi eru kröfurnar ansi
miklar. Það er hins vegar í lagi að
vera ekki 100% á öllum sviðum. Drög-
um úr kröfunum til sjálfra okkar og
njótum líðandi stundar.
Leita ráða við hamlandi streitu
Streita getur dregið úr lífsgæðum.
Þegar þetta ástand er orðið hamlandi
er því mikilvægt að leita aðstoðar. Til
dæmis er hægt að hringja og ráðfæra
sig við hjúkrunarfræðing á heilsu-
gæslustöð eða á Mínum síðum á
heilsuvera.is til að óska eftir aðstoð
um hvernig bæta megi lífið.
Streitustjórnun
og meiri lífsgæði
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Mannlíf Létt á fæti á leið yfir brúna á fallegum degi við Reykjavíkurtjörn.
Unnið í samstarfi við Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins.
Heilsuráð
Hildur Ósk Gunnlaugsdóttir, sálfræð-
ingur, Sigrún Skúladóttir hjúkr-
unarfræðingur og Ólöf Birna Björns-
dóttir fjölskyldufræðingur,
Geðheilsuteymi HH suður.
Gróður Litbrigði náttúrunnar eru fjölbreytt og falleg rétt eins og mannlífið.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Við erum allar reynslumiklarhúsmæður með mikinnáhuga á mat og matreiðslu.Á ferðum okkar um landið
höfum við oft keypt einhverja frá-
bæra matvöru af smáframleiðendum,
á Erpsstöðum, Akureyri, Mývatni,
Egilsstöðum eða annars staðar, en
þegar okkur langaði seinna í meira
eftir að heim var komið, þá var oft
torvelt að nálgast hana,“ segja þær
vinkonur Anna Júlíusdóttir, Jóhanna
Björnsdóttir og Sveinbjörg Jóns-
dóttir sem tóku til sinna ráða og
stofnuðu saman verslunina Gott og
blessað í Hafnarfirði, sem og vef-
verslunina gottogblessad.is. Verslun
þeirra er eins konar „bændamarkað-
ur á netinu sem hefur að markmiði að
kynna og selja vörur íslenskra smá-
framleiðenda og heimavinnsluaðila
og selja sælkeravörur frá framleið-
endum sem nota íslenskt hráefni,“
eins og segir á síðunni þeirra.
„Þetta hefur verið hugsjón hjá
okkur í mörg ár, að koma slíkum
matvörum undir einn hatt, þar sem
auðvelt er að nálgast þær. Við erum
með búðina á stærsta markaðs-
svæðinu, hér í þéttbýlinu, en okkar
sérstaða er að við seljum einvörð-
ungu íslenska matvöru frá mörgum
framleiðendum, og við erum alltaf að
bæta við okkur. Það gefur okkur mik-
ið að finna hvað fólk er ánægt, við er-
Fólk er svo
þakklátt og
allir jákvæðir
Þrjár vinkonur opnuðu verslun þar sem einvörðungu
er boðið upp á íslenskar matvörur smáframleiðenda.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bændamarkaður F.v. Sveinbjörg, Jóhanna og Anna. „Fólk leggur sál og hjarta í þessa framleiðslu,“ segja þær.
FJÖLHÆFUR OG
FRÁBÆRLEGA HOLLUR
Vissir þú að möguleikar KEFIR í matargerð eru nánast endalausir?
Njóttu hollustunnar sem KEFIR hefur upp á að bjóða með því nota
drykkinn út á morgunkorn eða múslí, í hvers konar smúðinga,
næturhafra, brauð og bakstur, jafnvel til ísgerðar. Hann er líka
frábær einn og sér enda stútfullur af góðgerlum og margvíslegum
nauðsynlegum bætiefnum.
KEFIR - KOMDU HEILSUNNI Í JAFNVÆGI