Morgunblaðið - 19.11.2020, Side 15
DAGLEGT LÍF 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020
um að auðvelda smáframleiðendum
að koma vörum sínum til viðskipta-
vina, sem þurfa ekki að bíða í marga
daga eftir að fá þær heim til sín,“
segja þær og bæta við að viðskipta-
vinir geti valið hvort þeir fá heim-
sendingu eða sæki vörur í vöruhúsið í
Hafnarfirði.
„Við sendum um land allt og
flestar vörur er hægt að panta sam-
dægurs. Fólk er svo þakklátt og frá
því að við byrjuðum höfum við fengið
já frá öllum þeim framleiðendum sem
við höfum leitað til. Þetta hefur verið
dásamlegt verkefni að stofna þetta
fyrirtæki, þetta er tóm gleði. Allir eru
svo jákvæðir, bæði framleiðendur og
viðskiptavinir, og ekki skemmir að
vera vinkonur saman í þessu.“
Skiptir máli að kaupa innlent
Hér á landi rétt eins og út um
víða veröld er vaxandi áhugi og krafa
frá fólki að fá matvöru beint frá býli
og úr sem mestri nálægð við fram-
leiðslustað, þannig er það líka um-
hverfisvænt.
„Við Íslendingar búum svo vel
að því dýrmæti að vera með hreint
vatn og hreint loft, og fyrir vikið er ís-
lensk matvara miklu hreinni vara en
sú sem er innflutt. Okkur finnst óboð-
legt að þegar við verslum í íslenskum
matvörubúðum þá getum við lent í
því að vita ekki að við kaupum
kannski danska nautalund eða þýskt
kjöt, því það er ekkert endilega tekið
fram hvar varan er framleidd. Þetta
pirrar okkur sem neytendur. Hvers
vegna ættum við að eyða gjaldeyri í
að flytja inn matvöru sem við getum
framleitt sjálf? Hvers vegna erum við
að menga með því að fljúga með mat
yfir hálfan heiminn sem við getum
framleitt sjálf? Við eigum að styðja
við hvert annað og umhverfið með því
að kaupa matvöru sem við fram-
leiðum sjálf. Við erum svo heppin að
geta brauðfætt okkur sjálf, það er
dýrmætt og umhugsunarvert nú á
veirutímum.“
Þær segja að það hafi komið
þeim á óvart hversu fínar gæða-
matvörur og fjölbreyttar eru fram-
leiddar á Íslandi. „Þessir smáfram-
leiðendur eru miklir meistarar í
okkar huga, það er hreint unaðslegt.
Það er gaman hjá okkur á hverjum
degi að fá nýjar, flottar, fallegar og
vel gerðar vörur. Vegna Covid mun
ekki vera árlegur matarmarkaður í
Hörpu fyrir jólin, en við seljum tölu-
vert af þeim vörum sem hafa verið til
sölu þar,“ segja þær og bæta við að
allir sem vilji koma sinni matvöru á
framfæri hjá þeim séu velkomnir.
„Við erum með opinn faðminn gagn-
vart þessu yndislega fólki sem leggur
á sig að framleiða íslenska matvöru.“
Þær segja að það hafi komið
þeim á óvart hversu margir smá-
framleiðendur hér á landi búi til osta.
„Þetta eru ótrúlega góðir ostar,
og fjölbreytileikinn í matvörunum
kom okkur líka á óvart, allt frá hun-
angi upp í fínustu nautasteikur, til-
búnar súpur, gómsætur plokkfiskur
og fiskbollur, frosið brauð frá Dalvík,
svo fátt eitt sé nefnt. Fólk leggur sál
og hjarta í þessa framleiðslu, rétt
eins og þegar við sjálf eldum mat
heima hjá okkur. Við fáum þessa
góðu tilfinningu fyrir öllu sem kemur
hingað í hús til okkar. Það er svo mik-
il ást og kærleikur í þessu sem fólk er
að framleiða, við erum alveg heillaðar
af því. Við viljum vera í sama liði og
þau. Samskiptin verða líka svo per-
sónuleg, og það finnst okkur frábært.
Þetta er gaman og gefandi.“
Gott og blessað Fjölbreytileiki hjá þeim er mikill, þar fæst allt frá hunangi upp í fínustu nautasteikur, tilbúnar súpur, gómsætan plokkfisk og fiskibollur, olíur, te, söl og ótalmargt fleira.
Verslunin Gott og blessað er til
húsa í Flatahrauni 27 í Hafnarfirði.
Vefsíðan er: gottogblessad.is.
mjolka.is
Fylgdu okkur á
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Uppskriftirnar eru sígildarog áþekkar þótt til-brigðin við þær séumörg. Í ár framleiðum
við og steikjum laufabrauð í um tíu
útgáfum og undir nokkrum vöru-
merkjum. Fólk er fastheldið á brauð
og bragð og þeim óskum þarf að
mæta,“ segir Pétur Sigurbjörn Pét-
ursson, framleiðslustjóri hjá Ömmu-
bakstri-Gæðabakstri sem einnig rek-
ur Kristjánsbakarí á Akureyri. Þar
hófst laufabrauðsgerðin strax í sept-
ember og stendur fram á síðustu
daga fyrir jól.
Í dunkum og boxum
Framleiðslan er komin í versl-
anir: laufabrauð í dunkum og bitar í
boxum. Fleira sem minnir á jólin er
raunar þegar komið í búðir, til dæmis
klementínur, konfekt, kjöt ýmiss
konar og fleira góðgæti. Norður í
landi er laufabrauðshefðin sterk, svo
sem í Þingeyjarsýslum og við Eyja-
fjörð. Forðum daga voru laufa-
brauðskökurnar raunar gjarnan
kallaðar fátækrabrauð meðal Norð-
lendinga. „Kúnstin liggur meðal
annars í því hve þunnar kökurnar
eru, sem fer að vísu eftir smekk
hvers og eins. Einhvern tíma var
sagt að væri úr svo þunnu bakað að
þú gætir lesið Moggann í gegnum
kökurnar væri baksturinn nánast
fullkominn. Ég skal ekki segja, sitt
sýnist hverjum. Svo ræður feitin eða
tólgin sem kökurnar eru steiktar í
alltaf nokkru um hvernig til tekst,“
segir Pétur
Menning á landsvísu
Menning tengd laufabrauði nær
til landsins alls og í mörgum fjöl-
skyldum er siður að hittast í upphafi
aðventu í laufabrauðsskurði. Fyrir
marga markar það upphaf jóla-
undirbúnings. Margir vilja svo þegar
að útskurðinum kemur hafa deigið
tilbúið og kaupa því frosið deig til að
spara sér tíma og fyrirhöfn.
„Á síðustu árum hefur vegan-
laufabrauð komið mjög sterkt inn hjá
okkur. Þá er haframjólk sett í deigið í
staðinn fyrir kúamjólk, sem gefur
kökunum annað bragð og áferð en
flestir þekkja. Neytendur spyrja
mikið um vegan, vilja þannig vörur
og þeim óskum er að sjálfsögðu
mætt,“ segir Pétur sem ætlar að hjá
Ömmubakstri og Kristjánsbakaríi
verði framleidd um ein og hálf millj-
ón laufabrauðskaka fyrir þessi jól.
Laufabrauð
sígilt fyrir jól
Morgunblaðið/Eggert
Framleiðsla Kúnstin liggur meðal annars í því hve þunnar kökurnar eru, segir Pétur Sigurbjörn Pétursson.
Bakstur Marina Do Carmo Teixeira Antune með kökurnar.
Annir eru hjá Ömmubakstri. Þar eru steiktar 1,5
milljónir af laufabrauðskökum fyrir jólin. Kúnstin
liggur í þunnum kökum sem margir vilja vegan.