Morgunblaðið - 19.11.2020, Síða 43

Morgunblaðið - 19.11.2020, Síða 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020 mergð, alveg þannig að tala má um barnasamfélag, en handan við götuna var KR, sem manni fannst miðpunktur alheimsins. Hinum megin við blokkina var hins vegar sundlaugartúnið, vendilega afgirt en með göt í barnastærð á réttum stöðum, þar sem við lékum okkur árið um kring. Dóra hafði því meira en nasa- sjón af barnauppeldi, þegar hún eignaðist sjálf börn, en henni varð þriggja sona auðið, þeirra Gríms Jónssonar, Magnúsar og Helga Helgasona. Hins vegar voru djúp skörð höggvin í fjölskylduna þeg- ar hún missti Solveigu systur sína og Þórð bróður sinn með skömmu millibili, 1982 og 1985. Þeim mikla harmi tók hún af þeirri stillingu, sem henni var töm, en þungbært var það samt sem áður. Hún var skarpgáfuð og íhugul, en hafði líka næmt auga fyrir hinu spaugilega. Hún lagði tölv- unarfræði fyrir sig, sem féll vel að hæfileikum hennar og hugsana- gangi, og starfaði lengst af í hug- búnaðardeild Landspítalans. Sjálfsagt var það sama gáfa, sem gerði hana að leiknum bridge- spilara, en sú íþrótt var eitt henn- ar helsta áhugamál, heima og heiman. Síðustu ár var Dóra heltekin af krabbameini, sem lék hana afar grátt og hefur nú dregið hana til dauða. Þeim örlögum mætti hún af sama æðruleysi og öðrum áföll- um í lífinu. Ég er hryggur þegar ég skrifa þessi orð um frænku mína, en líka angurvær um liðna og góða daga; æsku, aldur og lífs- ins gang, frændgarðinn og þá góðu frænku sem við kveðjum nú. Andrés Magnússon. Halldóra eða Dóra, eins og hún var ávallt kölluð, hefur verið hluti af okkar vinkvennahópi í yfir hálfa öld. Við höfum verið vinkon- ur síðan í Hagaskóla og sumar okkar frá því í barnaskóla. Margt var brallað á þessum árum sem tengdi okkur enn nánari vináttu- böndum. Eftirminnilegast eru allar sumarútilegurnar og ferðalögin. Dóra var sjálfstæð og ákveðin og fór sínar eigin leiðir. Á sumrin réð hún sig oft í sumarvinnu úti á landi og var því oft fjarri góðu gamni. Vináttan, trúnaðurinn og traustið á milli okkar var þó alltaf jafn mikið. Fáir voru trygglynd- ari og hjálpsamari en Dóra þegar á reyndi. Tíminn leið og við tóku menntaskólaárin með spenningn- um sem því fylgdi. Vinahópurinn var stór og kom víða að. Þá var sungið, faðmast og kysst, eins og segir í ljóðinu. Við lukum menntaskóla og héldum áfram á lífsins braut, hófum starfsferil, fórum í háskóla, eignuðumst maka og börn. Dóra var harðdug- leg, eldklár og metnaðarfull í starfi og leik en lífið var ekki allt- af auðvelt. Hún missti tvö systk- ini sín með stuttu millibili bæði rúmlega tvítug og markaði það djúp spor í líf hennar og fjöl- skyldunnar. Dóra var fyrst okkar til að eignast barn, hann Grím og síðar bættust Magnús og Helgi við. Dóra ól að mestu leyti ein upp þessa flottu stráka en átti hauk í horni hjá ástríkum foreldrum og umhyggjusamri stórfjölskyldu. Hún var traust og tryggur vinur vina sinna. Þótt oft liði langur tími á milli símtala eða heimsókna var alltaf eins og við hefðum sést í gær. Við vinkonurnar höfðum þann hátt á að hittast yfir kvöldverði nokkrum sinnum á ári. Þar var Dóra hrókur alls fagnaðar enda naut hún þess að segja frá. Í menntaskóla lærði Dóra að spila bridds og má segja að þar hafi hún fundið sína fjöl í lífinu. Hún var alla tíð mikil áhuga- og keppnismanneskja um bridds og tók þátt í mótum innan- og utan- lands eins oft og færi gafst og eignaðist þar góða vini. Fyrir nokkrum árum byrjaði Dóra að spila golf og þar eins og í bridds- inu sýndi hún mikinn metnað við að ná árangri. Fyrir 12 árum greindist Dóra með krabbamein og náði sér nokkuð vel, vann, spilaði bridds og golf og naut lífsins eins og heilsan leyfði. Fyrir rúmum tveimur árum tók meinið sig upp aftur af enn meiri þunga. Það hefur verið erfitt fyrir okkur vinkonurnar að fylgjast með þeirri Dóru sem við þekktum og þótti undur vænt um hverfa frá okkur smám saman. Traustir vinir þeir eru Guðs gjöf. Englar sem létta undir og geta skipt sköpum um líðan fólks. Einkum í hremmingum, þegar heilsan svíkur eða á efri árum þegar fjaðrirnar taka að reytast af hver af annarri. Þá fyrst kemur í ljós hverjir eru vinir í raun. (Sigurbjörn Þorkelsson) Vonandi tókst okkur að vera Dóru slíkir vinir. Nú er Dóra okkar komin á betri stað og er vonandi búin að hitta ástkær systkini sín og móð- ur og farin að spila bridds við græna borðið og golf á iðjagræn- um völlum. Við vottum sonum Dóru, Magnúsi stjúpföður hennar, föð- ur hennar, systkinum, öðrum ættingjum og vinum okkar dýpstu samúð. Þórunn, Soffía Steinunn og Hafdís. Okkar fyrstu kynni af Hall- dóru voru í gegnum bridgehreyf- inguna í kringum aldamótin og varð hún strax mikil áhugamann- eskja um bridge og var mikil ker- fiskona. Við fórum saman á mörg mótin, bæði innanlands og út um heim og í margar sumarbústaða- ferðir til að spila. Skemmtilegast- ar voru ferðirnar til Madeira, þessarar fallegu blómaeyju, og mikið blómstraði Halldóra í sól- inni. Þar keypti hún sér fjólubláa kjólinn, hún elskaði fjólubláa lit- inn, og mikið leit hún vel út. Það var farið í keppnisferð til Svíþjóð- ar og þar var mikil spilamennska en samt var aðeins skoðað í búðir og viti menn, Halldóra náði sér í fjólubláa peysu. Svo sást fjólublár kjóll hangandi í Rammagerðinni á Hótel Sögu, hringt var í Hall- dóru, sem bjó í næstu götu, og hún brunaði að sjálfsögðu til að kaupa hann. Þegar Halldóra veiktist fyrst var hún svo ákveðin í því að ná sér, hún var hörkutól og sýndi enga uppgjöf. Hún hélt áfram að spila bridge og náði sér svo vel að hún fór að spila golf líka og skellti sér í golfferð til Spánar. Þegar ljóst var hvert stefndi í veikindunum heimsóttum við hana gjarnan heim til hennar á Kaplaskjólsveginn og þar sat hún í hægindastólnum góða sem synir hennar gáfu henni og sagðist varla standa upp úr honum, hún hefði þar allt til alls, hannyrðir, sjónvarpsfjarstýringu og kaffið sitt. Hún var það mikil hannyrða- kona að eitt árið gerði hún sér lít- ið fyrir og heklaði eldhúsgardínur fyrir eina okkar. Hún treysti sér ekki mikið til þess að fara út undir það síðasta áður en hún fluttist á hjúkrunar- heimili, þótt hana langaði til þess, en kom þó með á frábæra tón- leika Röggu Gísla á Gljúfrasteini einn sumardaginn og mikið var hún ánægð og talaði um það lengi vel á eftir hvað þetta hefði verið góður dagur. Við þökkum elsku Halldóru fyrir allar góðar stundir og send- um allri fjölskyldunni samúðar- kveðjur. Guðný Guðjónsdóttir, Soffía Daníelsdóttir, Sigrún Þorvarðsdóttir, Hanna Friðriksdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir. Með harmi kveðjum við Dóru, okkar góðu vinkonu til áratuga. Það var átakanlegt fyrir okkur vinahópinn að horfa upp á veik- indi hennar síðustu tvö árin en hún tókst á við þá baráttu af æðruleysi. Þetta var ekki hennar fyrsta orrusta við skæðan sjúk- dóm því fyrir um áratug barðist hún við krabbamein – og hafði betur. Dóra var dugnaðarforkur sem fór ótroðnar slóðir; bráðgreind, heilsteypt og góðhjörtuð. Flestir í hópnum kynntust Dóru á menntaskólaárunum en þar kynntist hún fyrri manni sín- um, Jóni Árnasyni. Eftir stúdentspróf lá leið þeirra saman í Kennaraháskól- ann. Árið 1977 eignuðust þau Grím son sinn en leiðir Dóru og Jóns skildi skömmu síðar. Eftir kennslu á Húsavík sá hún að kennslan dygði skammt til fram- færslu og hóf nám í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Hún lauk náminu með sóma og starfaði ætíð síðan sem tölvunarfræðing- ur; lengst af við Landspítalann þar sem hún gat sér gott orð. Eftir að makar bættust í hóp- inn var stofnaður matarklúbbur sem nefndur var Pítsaklúbburinn enda var markmiðið að hittast og skemmta sér saman og panta pítsur. Fljótlega hurfu flatbök- urnar og eldhústöfrar tóku við. Dóra hafði þá gifst Helga Ragn- arssyni, sögumanni miklum – og hvílíkar sögur þau sögðu við veisluborðið; allar skemmtilegar, en margar hverjar vel skreyttar. Það var kátt og dátt á hjalla. Dóra hafði fína frásagnargáfu og var yfirleitt vel að sér um flest málefni. Dóra og Helgi eignuðust tvo syni, Magnús og Helga. Helgi lést fyrir nokkrum árum, en leið- ir þeirra Dóru hafði þá skilið og syrgja þeir bræður nú báða for- eldra sína sem látist hafa um ald- ur fram. Dóra elskaði bridge og þar var hún á heimavelli. Hún spilaði keppnisbridge um áratuga skeið. Framtakssemi og dugnaður hennar komu m.a. fram í því að hún fór á námskeið um keppn- isstjórn og var um tíma keppn- isstjóri; sennilega fyrst kvenna hér á landi. Við tókum upp á því að fara í golfkennslu fyrir rúmum tuttugu árum. Dóra var ekki með í byrjun en svo kolféll hún fyrir hvítu kúl- unni; þessari göfugu íþrótt og útivist. Setbergsvöllurinn var hennar og þar lék hún ófáa hringi. Vinahópurinn hefur brallað margt saman; eins og gengur. Við höfum farið í útilegur, sum- arbústaðaferðir, spilað golf víða um land, sótt tónleika, farið út að borða á veitingastöðum og hvað eina sem góðir vinir taka sér fyrir hendur. Eftirminnileg er ferð um verslunarmannahelgi á Hellna á Snæfellsnesi til Dóru sem hafði aðgang að fínu húsnæði í þessu stórbrotna landslagi. Við kveðjum núna vinkonu okkar með sorg í hjarta og þökk- um henni samfylgdina. Pítsa- klúbbur, matarklúbbur, golfhóp- ur; nafnið skiptir ekki máli – fyrst og fremst kær vinahópur. Í gegnum erfið veikindi studdu synir og foreldrar Dóru hana einstaklega vel og stjúpfað- ir hennar Magnús Hjálmarsson var sannarlega hennar stoð og stytta. Sonum hennar Grími, Magn- úsi, Helga og fjölskyldunni allri sendum við okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Hildur og Halldór, Birna og Aðalsteinn, Helga og Jón G., Sjöfn og Jón.  Fleiri minningargreinar um Halldóru Magnús- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, RAGNAR GUÐMUNDUR JÓNASSON, fyrrverandi slökkviliðsmaður, sem lést laugardaginn 7. nóvember, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, þriðjudaginn 24. nóvember klukkan 13. Vegna aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir en útförinni verður streymt á facebook.com/groups/UtforRagnarsJonassonar/ Guðrún Árnadóttir Hannes Arnar Ragnarsson Halldóra S. Lúðvíksdóttir Jónas Ragnarsson Ragnhildur Sigurðardóttir Guðmundur Ingi Ragnarsson Sigrún Kristjánsdóttir Hermann Ragnarsson Sóley Víglundsdóttir Halldór Karl Ragnarsson Sigurður Vignir Ragnarsson Valdís I. Steinarsdóttir Unnar Ragnarsson María Guðmundsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR ÁRNI SVEINSSON skipstjóri, Bogabraut 17, Skagaströnd, verður jarðsunginn frá Hólaneskirkju laugardaginn 21. nóvember klukkan 14. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir en athöfninni verður streymt á Facebook-síðu Skagastrandarprestakalls. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Björgunarsveitina Strönd. Hjördís Bára Þorvaldsdóttir Gunnar Þór Gunnarsson Bryndís Björk Guðjónsdóttir Anna Elínborg Gunnarsdóttir Matthías Björnsson Áslaug Sif Gunnarsdóttir Örn Torfason Tinna, Frímann, Sveinn Kristófer, Katla, Brynja, Diljá, Bára Sif, Gunnar Þór Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN VILHJÁLMSSON rafmagnsverkfræðingur, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 13. nóvember. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju mánudaginn 23. nóvember klukkan 13. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Útför verður streymt af: youtu.be/JLunPCX_xik Jóhanna Rósa Arnardóttir Vilhjálmur Jónsson Svavar Brynjúlfsson Erna Dís Brynjúlfsdóttir Valur Tómasson Birta Rós, Brynjar Smári og Sóldís Rún Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA STEINUNN GÍSLADÓTTIR frá Skáleyjum, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ, lést á heimili sínu mánudaginn 16. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Leifur Kr. Jóhannesson Jóhanna Rún Leifsdóttir Kristján Á. Bjartmars Sigurborg Leifsdóttir Hörður Karlsson Heiðrún Leifsdóttir Lárentsínus Ágústsson Eysteinn Leifsson Guðleif B. Leifsdóttir Jófríður Leifsdóttir Ingimundur Jónsson barnabörn og barnabarnabörn Elsku móðir mín, stjúpmóðir, tengdamóðir, systir, amma og langamma, ANNA LÍSA ÁSGEIRSDÓTTIR, fyrrverandi kaupmaður, Kirkjuvegi 5, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 3. nóvember. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Oddfellowreglunnar eða HSS. Anna Birgitta Nicholson Björn Línberg Jónsson María Waltersdóttir Erla Waltersdóttir Vilhjálmur Waltersson Helga E. Jónsdóttir Hildur Waltersdóttir systir, barnabörn og langömmubörn Hægt er að panta ljósin á vefsíðunni jolaljosin.is Vegna Covid verður afgreiðslan lokuð, en hægt er að panta ljósin í síma 5717255 frá 13 til 18 alla daga. Gleðileg jól

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.