Morgunblaðið - 19.11.2020, Qupperneq 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020
✝ Þórhallur Ara-son var fæddur
á Vatneyri við Pat-
reksfjörð 28.júlí
1923. Hann lést á
Landakoti 8. nóv-
ember 2020.
Foreldrar hans
voru hjónin Helga
Jónsdóttir, f. 10.3.
1893, d. 9.5. 1962,
frá Patreksfirði,
ættuð frá Djúpadal,
Gufudalssveit, og Ari Jónsson, f.
9.11. 1883, d. 24.8. 1964, frá Pat-
reksfirði, ættaður frá Vattarnesi,
Múlasveit.
Systkini Þórhalls eru þessi: 1)
Ingólfur, f. 1921, d. 2018, 2)
Steingrímur Einar, f. 1925, d.
2012, 3) Una Guðbjörg, f. 1927, 4)
Jón Þorsteinn, f. 1930, 5) Júlíana
Sigríður, f. 1932, 6) Erna, f. 1934,
d. 2000.
Þórhallur kvæntist Katrínu
Maríu Ármann, f. 29.6. 1923, d.
3.4. 2013, fæddri á Hellissandi.
Börn þeirra eru:
1) Ágúst Ármann, f. 1950,
kvæntur Hallberu Friðriks-
dóttur. Börn: a) Þórhallur kvænt-
ur Helgu Brynjólfsdóttur, b.
Tjörvi, Embla og Kristín Hall-
bera. b) Katrín María, sambýlis-
maður Gunnar Ingi Briem, b.
Bríet. Sonur Gunnars er Eyþór.
Fyrir átti Hallbera, kona
Ágústs, Tinnu Sigurðardóttur,
sem gift er Jasoni Guðmunds-
syni, b. Atli, Petra og Nanna.
2) Helgi, f. 1956, kvæntur
Bryndísi Þorvaldsdóttur, Börn:
arbræðra á Patreksfirði, til að
kynna sér breska togaraútgerð,
og starfaði hjá tryggingafélagi,
sem vátryggði 250 togara þar.
Heim kom hann haustið 1948 og
hóf starf hjá Vatneyrarbræðrum.
Árið 1950 fluttist hann til
Reykjavíkur og hóf störf hjá
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
og sá um útreikninga vegna svo-
nefnds bátagjaldeyriskerfis.
Árið 1955 stofnaði hann,
ásamt Ásbirni Björnssyni, fyrir-
tækið Solido. Hófu þeir fram-
leiðslu á barnafatnaði og síðar
öðrum fatnaði. Var komið á fót
fataverksmiðju í húsnæði fyrir-
tækisins að Bolholti 4 með 62
starfsmönnum. Auk þess voru
opnaðar tvær verslanir í Að-
alstræti 9 og á Laugavegi 31. Ull-
arfatnaður var m.a. fluttur út til
Ameríku og Norðurlandanna í
samstarfi við Álafoss.
Þórhallur ritaði tvær bækur.
Fyrri bókin ber nafnið Saga og
ættir Vertshússystkina og sitt-
hvað fleira. Sú seinni er Fimmtíu
ára starfsaga Lionsklúbbsins
Ægis í máli og myndum.
Þórhallur gekk í Lionsklúbb-
inn Ægi árið 1973. Hann gegndi
ýmsum trúnaðarstörfum þar,
m.a. sem fjölumdæmisstjóri
svæðis 109A 1986-1987.
Útförin fer fram frá Bústaða-
kirkju í dag, 19. nóvember 2020,
klukkan 13. Vegna aðstæðna
verða aðeins nánustu aðstand-
endur viðstaddir.
Athöfninni verður streymt á
slóðinni:
http://beint.is/streymi/thorhallur
Virkan hlekk á streymið má
ennig nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat
a) Helga Sif, gift
Gylfa Braga Guð-
laugssyni, b. Egill
Kári, b) Atli Elfar.
Áður átti Helgi c)
Ragnheiði Láru,
gifta Sigurði Hólm
Gunnarssyni. b.
Birgir Orri, Bjartur
Hólm og Máni
Hólm. Áður átti
Bryndís, kona
Helga, Fróða Stein-
grímsson, sem kvæntur er Önnu
Hlín Gunnarsdóttur, b. Finnur,
Stella Margrét, Stormur Freyr
og Baldur.
3) Valdimar Ármann, f. 1956,
kvæntur Nínu Ármann. Börn m.
f. konu sinni Hrönn Valent-
ínusdóttir: a) Valentínus Þór,
kvæntur Erlu Þóru Guðjóns-
dóttur, b. Guðjón Atli og Ármann
Óli, b) Ari Freyr, sambýliskona
Svana Kristinsdóttir. b. Kristín
Hrönn og Valþór Daði. c) Hafdís
Erla, gift Þórhalli Magnúsi
Sverrissyni. b. Matthías Heiðar.
d) Þórir Ármann.
Sextán ára fór Þórhallur sem
kokkur á togara í maímánuði
1940 til Fleetwood. Þetta var í
byrjun stríðsins og heppnaðist
ferðin vel.
Haustið 1940 fór hann til náms
í Laugarvatnsskóla og var þar
tvo vetur. Árið 1942 hóf hann
nám við Verslunarskólann, lauk
verslunarprófi vorið 1945 og
stúdentsprófi vorið 1947.
Um haustið fluttist hann til
Grimsby á vegum Vatneyr-
Það að kveðjast er mér alltaf
erfitt, en að þurfa að kveðjast
gegnum plast og einangrunarbún-
ing er enn erfiðara. Fá ekki að
kveðjast og finna fyrir hinum
deyjandi manni, strjúka kinn eða
halda í hönd, er ómannúðlegt.
Þannig þurfti ég að kveðja
tengdaföður minn, tengdaföður
sem mér þótti svo vænt um. Alveg
frá því að ég kynntist tengdafor-
eldrum mínum náðum við Þórhall-
ur vel saman. Við urðum góðir vin-
ir. Hann var alltaf fyrstur til að
hjálpa ef eitthvað bjátaði á. Aldrei
get ég fullþakkað þeim hjónum
hve vel og innilega þau tóku litlu
dóttur minni, sem ég lagði til með
mér inn í fjölskylduna. Aldrei var
hægt að finna annað en hún væri
jöfn systkinum sínum í öllu.
Vinátta okkar Þórhalls var
djúp þótt stundum slægi í brýnu,
þá gengum við sátt frá borði,
kannski svolítið fúl, en fýlan var
aldrei djúpstæð. Meðan hann
hafði starfsorku var hann alltaf
fyrstur til að koma og aðstoða og
var hamhleypa til vinnu. Ef hann
hefði ekki haft þennan dugnað til
að bera hefði hann ekki náð mark-
miðum sínum. Kom upp fallegu
húsi fyrir fjölskylduna, sem þau
hjónin í sameiningu innréttuðu af
einstakri smekkvísi. Einnig rak
hann fyrirtækið Solido, ásamt vini
sínum Ásbirni Björnssyni, af
miklum myndarskap. Það má með
sanni segja að þau hjón hafi séð
um að klæða börnin okkar, bæði
með fallegum fötum úr Solido og
einnig voru ferðatöskurnar fullar
af alls konar spennandi hlutum og
fötum þegar þau komu úr utan-
landsferðum. Þau hjón ferðuðust
mjög víða og börnin biðu spennt
eftir ömmu og afa, hvað kæmi nú
upp úr töskunum. Og það var allt-
af mikil gleði með það sem birtist.
Mig langar líka að minnast heim-
sókna þeirra til okkar þegar við
bjuggum í Svíþjóð, og hve við nut-
um þess að geta farið í stuttar
ferðir með þeim, þau svo þakklát
og við svo glöð að geta verið sam-
an.
Þórhallur bjó einn, fyrst eftir
að Katrín dó, og alltaf var snyrti-
legt og hreint hjá honum, hann
kunni öll þessi handtök sem þarf
til að halda heimili hreinu. En því
miður fór svo að halla undan fæti
hjá honum, og leiðin niður á við
var honum erfið, tími sem ein-
kenndist af óöryggi og vanlíðan.
Svo kom reiðarslagið Covid-19,
sem endanlega hafði yfirhöndina.
Þórhallur Arason kvaddi þenn-
an heim saddur lífdaga 8. nóvem-
ber, 97 ára gamall.
Ég mun sakna náins samferða-
manns og góðs vinar.
Hallbera Friðriksdóttir.
Þórhallur afi minn var alveg
risastór og skemmtilegur karakt-
er. Hann varð afi minn þegar ég
var um ársgömul, þegar ég eign-
aðist hann og ömmu Kötu og þau
eignuðust mig. Það varð fljótt
ljóst að litla stelpan var meira en
velkomin inn í lífið þeirra.
Afi og amma ferðuðust mikið
og gjarnan á framandi slóðir þess
tíma. Þá var gaman fyrir okkur
systkinin að sjá hvað kom upp úr
töskunum, bæði minjagripir og
aðrar skemmtilegar gjafir. Mér er
sérstaklega minnisstæður græn-
lenskur sela- og hvalveiðikajak,
með öllum smáatriðum til veiða,
sem kom með heim úr einni reis-
unni. Þessi gripur var stundum
tekinn niður af veggnum og var afi
óþreytandi að útlista fyrir okkur
hvernig Grænlendingar báru sig
að við veiðar.
Fallega raðhúsið þeirra við
Hvassaleiti var okkar griðastaður
þegar við komum heim í jólafrí frá
Svíþjóð, þar sem foreldrar okkar
voru við nám. Þetta hús var mikill
ævintýraheimur fyrir okkur Þór-
hall bróður minn, endalausir
krókar og kimar að leika sér í,
leikföngin frá bræðrum pabba
sem höfðu verið vel geymd og
tröppurnar sem pössuðu akkúrat í
leikinn gulur, rauður, grænn og
blár. Ekki var nú verra þegar afi
bauð okkur í bíltúr á ameríska
drekanum og kom við í vinnunni
sinni sem í okkar augum var sam-
bland af saumastofu og risastór-
um nammilager.
Gamlárskvöld hefur alltaf skip-
að sérstakan sess hjá okkur. Þeg-
ar amma og afi bjuggu í Hvassa-
leitinu var ekki annað tekið í mál
en að vera hjá þeim og var afi
býsna rausnarlegur þegar kom að
flugeldunum. Ekki skemmdi fyrir
að það var hægt að standa í stofu-
glugganum og horfa beint út á
áramótabrennuna. Eftir að við
fjölskyldan fluttum í Laugardal-
inn var ákveðið að endurvekja
þessar áramótaveislur. Þá má
segja að dæmið hafi snúist við. Nú
vorum það við sem buðum ömmu
og afa heim ásamt allri fjölskyld-
unni. Þetta voru veislur þar sem
afi naut sín í botn. Og eins víst og
að nýtt ár var að ganga í garð, þá
stóð afi upp og hélt áramótaræðu.
Þær innihéldu í bland gamlar
minningar, grínsögur og kannski
einn dónabrandara eins og hann
sagði sjálfur.
Og þegar kveikt var upp í
brennunni hér í Laugardalnum,
þá labbaði afi að stofuglugganum
og fylgdist með loganum þaðan -
eins og við gerðum heima hjá hon-
um og ömmu á árum áður.
Snemma árið 2013 kom afi að
máli við mig og spurði hvort við
Jason myndum veita honum afnot
af húsinu okkar til að halda upp á
90 ára afmæli ömmu Kötu. Það
þótti mér mikill heiður og við afi
ætluðum að skipuleggja litla veislu
henni til heiðurs með fjölskyldunni
og nánustu vinum. Af veislunni
varð nú aldrei því elsku amma lést
tæpum þremur mánuðum fyrir af-
mælið sitt. Hann afi saknaði ömmu
sárt og hélt minningu hennar á
lofti. Það hafa orðið fagnaðarfund-
ir þegar þau hittust aftur í sum-
arlandinu og eru alveg örugglega
farin að kanna framandi slóðir þar
eins og þau gerðu hérna megin.
Elsku afi minn, mikið óska ég
þess að kveðjustundin okkar hefði
getað verið öðruvísi. Að við fjöl-
skyldan hefðum mátt vera hjá þér,
að ég hefði fengið að halda í hönd-
ina þína og kyssa þig bless. Góða
ferð, elsku besti. Þín
Tinna.
Að kveðja afa sinn þegar maður
er kominn á fimmtugsaldur eru
forréttindi. Að kveðja afa sinn sem
hefur lifað viðburðaríku lífi í nær
heila öld, orðinn saddur lífdaga,
eru forréttindi. Að kveðja afa sinn
sem hefur deilt með manni fjölda
frásagna, upplifana og atvika sem
spanna meirihluta 20. aldarinnar
er ómetanlegt. Ég hef orðið allra
þessara forréttinda aðnjótandi.
Og þó hann afi hafi dáið við
sviplegar aðstæður sem maður
velti fyrir sér hvort ekki hefði ver-
ið hægt að koma í veg fyrir, þá átti
hann gott líf. Hann átti afar við-
burðaríkt líf. Og ég segi það, því ég
veit það. Og ég veit það af því hann
sagði mér það. Hann afi var
óþreytandi að segja frá litlum og
stórum atvikum úr ævi sinni. Sem
krakki á Patreksfirði á 3. áratug
20. aldarinnar, eltandi geitur langt
upp á heiði og í þverhnípt kletta-
beltin fyrir ofan þorpið. Hann
sagði mér frá fyrstu sjóferðunum,
lífsháska sem 12 ára gamall háseti
og hvernig hann var munstraður
upp sem kokkur, þá aðeins ung-
lingur. Hann sagði mér frá ferða-
lögunum til Englands í stríðinu,
þar sem hættan á kafbátaárásum
var raunveruleg. Hann sagði mér
frá skólavistinni á Laugarvatni og
Versló, húsnæðisvandræðunum
sem beindu honum á endanum inn
á Klapparstíg, þar sem hann
kynntist loks ömmu.
Hann sagði mér frá vinnu sinni í
Bretlandi, stofnun eigin rekstrar
hér heima og öllu sem því fylgdi.
Hann sagði mér meira að segja frá
því (oftar en einu sinni) hvernig
hann frétti af fæðingu minni. Sím-
skeyti barst til Jersey um að
drengur hefði fæðst, 13. ágúst
1974. Þetta fékk ég að heyra svo
oft.
Smalastrákur, háseti, kokkur,
námsmaður, framkvæmdarstjóri,
iðnrekandi, eiginmaður, faðir, afi.
Afi minn. Allt eru þetta atburðir
sem áttu sér stað á fyrri hluta síð-
ustu aldar, sumir nær því að vera
aldargamlir. Samt tókst honum
afa að blása í þær glæður á þann
hátt að allt lifnaði við. Og þess
vegna sit ég hér á 3. áratug 21. ald-
ar og finnst eins og ég hafi upplifað
þetta sjálfur. Og slíkt er svo ómet-
anlegt, svo ótrúlega dýrmætt.
Þessi örfáu fátæklegu orð mín
og stutta upptalning segir ekki
hálfa sögu um það sem hann afi
minn var. Stór karakter með enn
stærra skaplyndi, en að sama
skapi ótrúlega hlýr og innilegur.
Alltaf var það hans mesta gleði-
stund að fá að hitta fjölskylduna
sína. Hann beinlínis ljómaði upp á
aðfangadag þegar öll strollan
flykktist til hans í Espigerðinu og
smellti á hann jólakveðju. Og
þetta skýrðist einfaldlega af því
hversu stoltur hann var af fjöl-
skyldunni sinni allri. Og stolt var
eitthvað sem hann afi kærði sig
ekki um að fela.
En stoltið er mitt. Ég er stoltur
að hafa getað kallað hann Þórhall
Arason afa minn og ég gleðst yfir
því að hafa með mér í farteskinu
sögur, frásagnir og augnablik úr
hans viðburðaríku ævi, sem ég get
svo auðveldlega komið frá mér til
næstu kynslóða. Því æviskeið afa
markar að mörgu leyti sögu 20.
aldarinnar á Íslandi. Það markar
dugnað, ósérhlífni, baráttu, ást og
hlýju, allt á sama tíma. Og þetta er
saga sem við verðum að varðveita.
Elsku afi, hvíldu í friði.
Þórhallur.
Kynni okkar Þórhalls hófust
fyrir rúmum 70 árum þegar ég
fæddist á efri hæðinni á Klappar-
stíg 38 en þar bjuggu foreldrar
mínir ásamt Arndísi systur. Á
miðhæðinni bjuggu Þórhallur og
Katrín föðursystir okkar.
Mjög náið og gott samband var
innan fjölskyldunnar. Fyrstu
minningar mínar af Þórhalli og
Katrínu voru jólin. Alltaf var fjöl-
skyldan saman yfir hátíðarnar.
Hélst þessi hefð í mörg ár þó svo
að við flyttumst þaðan.
Eigum við Arndís góðar minn-
ingar frá þessum tíma með þeim
og drengjunum þeirra Ágústi,
Valdimar og Helga.
Þórhallur var einstaklega rétt-
sýnn, stálminnugur, framsýnn,
áræðinn, mjög ritfær, góður
ræðumaður, mikill athafnamaður
og með sterkar skoðanir.
Árið 1942 byrjaði Halli í Versl-
unarskólanum. Sessunautur hans
leigði lítið herbergi í kjallaranum
á Klapparstíg 38 og bauð hann
Halla að búa hjá sér. Leyfið var
veitt af Maríu og Ágústi Ármann
sem voru föðursyskini Katrínar
en hún ólst upp hjá þeim.
Heimasætan bjó því á hæðinni
fyrir ofan. Þórhallur og Katrín
felldu hugi saman. Stór og glæsi-
leg fjölskylda er frá þeim komin.
Þau hjónin höfðu mikla ánægju
af að ferðast bæði innanlands og
erlendis.
Fyrir 10 árum fórum við Anna
María í afar skemmtilega ferð um
alla Vestfirði með þeim hjónum í
mjög góðu veðri. Þau voru full af
fróðleik og þekkingu um land og
þjóð. Ógleymanleg ferð.
Árið 1973 gekk Þórhallur í
Lionshreyfinguna. Hann hreifst
af hugsjón Lions sem beinist að
því að styðja góð málefni undir
einkunnarorðunum „við leggjum
lið“.
Halli varð fljótt einn af mátt-
arstólpum í Lionsklúbbnum Ægi
og gegndi þar meðal annars for-
mennsku.
Undir forystu Halla réðst
klúbburinn í að endurnýja sund-
laugina á Sólheimum í Grímsnesi
og var hún vígð árið 1980. Þórhall-
ur var mikill stuðningsmaður Sól-
heima.
Þórhallur ritaði glæsilega bók
um fimmtíu ára starfssögu Ægis.
Sannkallað stórvirki. Fleiri bækur
ritaði hann.
Þórhallur tók virkan þátt í yf-
irstjórn Lions á Íslandi og varð
meðal annars umdæmisstjóri,
sem er eitt veigamesta embætti
hreyfingarinnar. Stofnaði hann
nokkra Lionsklúbba. Þórhallur
fór sem fulltrúi Lions á mörg nor-
ræn Lionsþing sem og á Alþjóð-
legt þing í New Orleans.
Fyrir yfir 40 árum bauð Halli
mér að ganga í Ægi sem ég þáði.
Það var góð ákvörðun og höfum
við átt margar ánægjulegar
stundir með félögum og eiginkon-
um.
Nú verður ekki lengur komið
við í Espigerði á leið á Lionsfund.
Þess verður saknað.
Lífsviðhorf okkar hafa fallið
mjög vel saman og við fylgt bláa
litnum. Chelsea, félag okkar á
Englandi, leikur í bláum treyjum.
Halli horfði á flesta leiki liðsins og
þekkti leikmenn með nafni.
Þá fylgdist hann mjög vel með
þjóðmálum. Las blöðin nákvæm-
lega og rak mig oft á gat í þeim
málum.
Þórhallur lifði langa og við-
burðaríka ævi og var heilsu-
hraustur.
Margs er að minnast þegar ég
lít yfir öll þessi ár með Halla og er
það ánægjan ein og þakklæti að
hafa fengið að lifa svo nærri þess-
um stórbrotna manni.
Lionsfélagar í Ægi þakka mjög
vel unnin störf og vináttu.
Við Anna María vottum fjöl-
skyldu Þórhalls okkar dýpstu
samúð.
Ágúst M. Ármann.
Þórhallur Arason, föðurafi
okkar, var merkilegur og góður
maður. Hann var af þeirri kynslóð
sem upplifði miklar breytingar á
lífsháttum á sinni löngu ævi.
Hann fæddist á Patreksfirði árið
1923 og var alla tíð mjög stoltur af
heimabæ sínum þrátt fyrir að
hafa flutt þaðan sem ungur mað-
ur.
Afi var mikill sögumaður sem
hafði gaman af því að fræða og
segja okkur frá því sem á daga
hans hafði drifið. Sögur afa voru
svo margar að auðvelt hefði verið
að fylla heila bók.
Nokkrar af þeim sögum sem
okkur eru minnisstæðar eru bar-
næskan á Patreksfirði, sveita-
mennskan á Saurbæ, sjómennsk-
an í seinni heimsstyrjöldinni,
búseta í Bretlandi, viðskipti í
kalda stríðinu, fyrirtækjarekstur,
ræðuhöld og Lions-sögur. Afi
hafði einnig mikið yndi af því að
segja sögur af foreldrum,
systkinum, börnum eða öðrum
ættmennum og fyrirmönnum sem
hann hafði mætt á sinni áhuga-
verðu ævi.
Það eru forréttindi að fá að
kynnast afa sínum sem barn, ung-
lingur og síðan sem fullorðin
manneskja.
Við systkinin litum ekki bara á
hann sem afa heldur einnig góðan
vin sem sýndi okkur systkinun-
um, mökum og börnum alltaf mik-
inn áhuga. Afi var líka mikil
barnagæla sem hafði unun af því
að hafa barnabörnin nálægt sér.
Hann var mikill ævintýramaður
og þau amma ferðuðust um öll
heimsins lönd og höf líkt og heim-
ili þeirra bar glöggt merki.
Þrátt fyrir fráfall ömmu hætti
hann ekki að ferðast og brá sér
meðal annars í stærsta rússíban-
ann í skemmtigarðinum Liseberg
í Svíþjóð, þá 91 árs gamall.
Frá því við munum eftir var
alltaf gaman að koma í heimsókn
til ömmu og afa. Afi gaf sér ávallt
góðan tíma í að spyrja um okkar
hagi sem og að segja sögur og
fréttir af frændfólki okkar. Hann
var ekki aðeins vel gefinn heldur
einnig ákaflega hjartahlýr og
ræddi ávallt við okkur á jafningja-
grundvelli.
Heimsóknir okkar systkinanna
til ömmu og afa einkenndust af
gleði og virðingu og áttum við
margar af okkar bestu stundum
með þeim.
Ást ömmu og afa var einstök.
Þau unnu mjög hvort öðru í öll
þau mörgu ár sem þau voru gift.
Afi var trúaður og ræddi oft um
að amma vekti yfir honum og tal-
aði við hann eftir að hún lést. Við
ímyndum okkur að það hafi orðið
miklir fagnaðarfundir nú þegar
þau hafa sameinast aftur.
Kærleikur og viska afa mun
fylla anda þeirra sem þekktu
hann um ókomna tíð. Hvíldu í friði
og takk fyrir allar okkar góðu
stundir.
Valentínus Þór
Valdimarsson,
Ari Freyr Valdimarsson,
Hafdís Erla
Valdimarsdóttir,
Þórir Ármann
Valdimarsson.
Þórhallur Arason
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts
SÉRA ÁRNA SIGURÐSSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
Litlu-Grundar.
Aðstandendur
Við þökkum samúð og hlýhug við andlát
okkar ástkæru eiginkonu, móður,
tengdamóður og ömmu,
AMALÍU BERNDSEN,
Lundi 7, Kópavogi.
Sveinbjörn Þór Haraldsson
Inga Björk Sveinbjörnsdóttir Ágúst Heiðdal Friðriksson
Haraldur Þór Sveinbjörnsson Edda Þöll Hauksdóttir
Berglind Berndsen Sveinbjörnsdóttir, Steinar V. Ægisson
og barnabörn