Morgunblaðið - 19.11.2020, Side 52

Morgunblaðið - 19.11.2020, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020 Gæða- og öryggisstjóri Nánari upplýsingar: Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember 2020 Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is Landhelgisgæsla Íslands er löggæslu- stofnun sem samkvæmt lögum er falið að gæta ytri landamæra og standa vörð um fullveldisrétt Íslands á hafsvæðinu kringum landið. Landhelgisgæslan sinnir meðal annars löggæslu, eftirliti, leit og björgun á hafi auk þess að annast daglega framkvæmd öryggis- og varnartengdra verkefna hér á landi samanber heimild í varnarmálalögum. Hjá Landhelgisgæslunni starfar rúmlega 200 manna samhentur hópur sem hefur að leiðarljósi slagorðið: Við erum til taks. Gildi Landhelgisgæslunnar eru: Öryggi – Þjónusta - Fagmennska Nánari upplýsingar um Landhelgisgæslu Íslands má finna á: www.lhg.is Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Landhelgisgæslan áskilur sér rétt til að láta umsóknir gilda í sex mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðuneytis. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. • Umsjón með gæðakerfi Landhelgisgæslunnar • Umsjón með öryggisstjórnunarkerfi og öryggisnefndum Landhelgisgæslunnar • Yfirumsjón með framkvæmd úttekta samkvæmt verkferlum og reglugerðum • Aðstoð við gerð og þróun gæðahandbóka og verkferla • Vinnsla áhættumata og þátttaka í neyðarstjórnun • Önnur tilfallandi verkefni sem falla undir verksvið gæða- og öryggisstjóra Landhelgisgæsla Íslands leitar að metnaðarfullum og kraftmiklum einstaklingi í starf gæða- og öryggisstjóra. Viðkomandi hefur yfirumsjón með gæða- og öryggiskerfum stofnunarinnar með áherslu á gæðakerfi flugdeildar. Gæða- og öryggisstjóri þarf að hljóta samþykki Samgöngustofu vegna starfsleyfa flugdeildar. Viðkomandi þarf að geta staðist öryggisvottunarkröfur samkvæmt lögum nr. 52/2006 og 34/2008. Helstu viðfangsefni og ábyrgð: Menntunar- og hæfniskröfur: • Menntun sem nýtist í starfi • Góð þekking og reynsla á sviði gæða- og öryggisstjórnunar • Góð þekking og reynsla af reglugerðum EASA og Samgöngustofu, er beinast að flugrekstri, þjálfun og viðhaldi loftfara er skilyrði • Reynsla á sviði flugmála er æskileg • Þekking á uppbyggingu, þróun og stjórnun gæða- og öryggiskerfa • Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Góð almenn tölvufærni • Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti Rafkaup óskar eftir að ráða starfsmann til bókhalds, innflutnings og tollamála. Um er að ræða vinnu við almennt bókhald, afstemmingar og uppgjör. Ásamt vinnu við pantanir, innflutning, samskipti við erlenda birgja, tollskýrslu- gerð, launavinnsla, umsjón talninga og fleira. Hæfniskröfur: • Reynsla af sambærilegu starfi • Góð tölvukunnátta • Sjálfstæð vinnubrögð • Góð þjónustulund • Reglusemi og góð ástundun • Gott skipulag • Góð íslensku og ensku kunnátta skilyrði Um 100% starf er að ræða. Einungis reyklausir einstaklingar eldri en 25 ára koma til greina og þarf viðkomandi að hafa hreint sakavottorð. Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á atvinna@rafkaup.is fyrir 20. nóvember 2020 Bókhald og innflutningur Okkur á hjúkrunarheimilinu Seltjörn á Seltjarnarnesi vantar hjúkrunardeildar- stjóra til að stýra og reka 20 manna heimiliseiningu. Starfið er laust frá og með 1. febrúar 2021, en æskilegt að viðkomandi geti hafið störf eitthvað fyrr. Sótt er um starfið á sunnuhlid.is. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Nýtt ár • Nýjar áskoranir Ef óskað er nánari upplýsinga hafið samband við Svanlaugu Guðnadóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar í síma 864-4184 eða svana@sunnuhlid.is.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.