Morgunblaðið - 19.11.2020, Síða 60
Á HLÍÐARENDA
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Valskonur eru úr leik í Meistara-
deild Evrópu í knattspyrnu eftir
mikla dramatík í fimm stiga frosti á
Hlíðarenda í gær. Framlengdan leik
og framlengda vítaspyrnukeppni
þurfti til að skera úr um úrslit. Eftir
sex umferðir í vítaspyrnukeppninni
hafði Glasgow City betur og kemst
áfram í 3. umferð keppninnar.
Leikmenn Vals, og aðstandendur
liðsins, geta borið höfuðið hátt þar
sem Valur mætti ágætu liði við erf-
iðar kringumstæður. Valsliðið er
auðvitað ekki í leikæfingu. Íslenskt
lið myndi sjaldnast vera það 18.
nóvember því þá er Íslandsmótinu
yfirleitt löngu lokið. Ekki hjálpar
heldur til að liðið gat ekki æft um
tíma en fékk þó undanþágu og hafði
tíu daga til undirbúnings. Eftir að
hafa fylgst með jöfnum leik liðanna
í gær læðist að mér sá grunur að
Valur hefði slegið Glasgow City út
ef þau hefðu mæst þegar Valsliðið
var í leikæfingu.
Að því er hins vegar ekki spurt
og árangur Glasgow City í Meist-
aradeildinni á síðustu árum er svip-
aður árangri íslensku liðanna. Valur
var síðast með í keppninni árið 2011
og þurfti þá einnig að falla úr
keppni gegn Glasgow City.
Þegar nokkuð var liðið á venju-
legan leiktíma í gær þótti mér ekki
sérlega ósanngjarnt að Valur væri
að tapa. Liðið var þá 1:0 yfir og
hafði ekki skapað sér afgerandi
marktækifæri. Nokkrum sinnum
hafði liðið komist í góða stöðu á vell-
inum en því lauk sjaldan með mark-
skoti. Valsliðið varðist þó vel en
meiri ró vantaði hjá leikmönnum
þegar Valur fékk boltann. Ég hefði
viljað sjá Val ná betri tökum á miðj-
unni.
Þrátt fyrir þetta náði Valur að
setja kraft í leikinn síðasta kortérið
og jafna. Í framhaldinu var liðið
betri aðilinn á vellinum í framleng-
ingunni. Að framlengingunni lokinni
fannst mér Valur eiga skilið að
komast áfram.
Sandra Sigurðardóttir sýndi í
vítaspyrnukeppninni hvað í henni
býr og varði tvær vítaspyrnur. Sam-
herjar hennar höfðu þá brennt af
fyrstu tveimur spyrnum Vals og
Sandra þurfti að laga stöðuna. Vert
er að geta þess að síðari markvarsl-
an var stórglæsileg og ekki fyrir
hvern sem er að leika eftir.
Vörslur Söndru ekki nóg
Morgunblaðið/Eggert
Systur Málfríður Anna Eiríksdóttir hughreystir yngri systur sína Örnu Eiríksdóttur í leikslok á Hlíðarenda.
Varði tvær spyrnur en Valur féll samt úr keppni eftir vítaspyrnukeppni
Valskonur lentu undir en unnu sig inn í leikinn þótt leikæfinguna vanti
60 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020
Þjóðadeild UEFA
A-deild, 2. riðill:
England - Ísland....................................... 4:0
Belgía - Danmörk ..................................... 4:2
Staðan:
Belgía 6 5 0 1 16:6 15
Danmörk 6 3 1 2 8:7 10
England 6 3 1 2 7:4 10
Ísland 6 0 0 6 3:17 0
A-deild, 1. riðill:
Bosnía - Ítalía............................................ 0:2
Pólland - Holland ..................................... 1:2
B-deild, 1. riðill:
Austurríki - Noregur ............................... 1:1
Norður-Írland - Rúmenía........................ 1:1
B-deild, 2. riðill:
Tékkland - Slóvakía.................................. 2:0
Ísrael - Skotland....................................... 1:0
B-deild, 3. riðill:
Ungverjaland - Tyrkland......................... 2:0
Serbía - Rússland ..................................... 5:0
B-deild, 4. riðill:
Írland - Búlgaría....................................... 0:0
Wales - Finnland ...................................... 3:1
C-deild, 2. riðill:
Armenía - Norður-Makedónía ................ 1:0
Georgía - Eistland .................................... 0:0
C-deild, 3. riðill:
Grikkland - Slóvenía................................. 0:0
Kosovó - Moldóva ..................................... 1:0
C-deild, 4. riðill:
Albanía - Hvíta-Rússland ........................ 3:2
Kasakstan - Litháen................................. 1:2
EM U21 karla
Undankeppnin, 1. riðill:
Armenía - Ísland.............................. Frestað
Ítalía - Svíþjóð .......................................... 4:1
Lúxemborg - Írland ................................. 1:2
Staðan:
Ítalía 10 8 1 1 27:5 25
Írland 10 6 1 3 15:8 19
Ísland 9 6 0 3 16:12 18
Svíþjóð 9 5 0 4 28:12 15
Armenía 8 1 0 7 4:7 3
Lúxemborg 10 1 0 9 3:29 3
Meistaradeild kvenna
2. umferð:
Valur - Glasgow ....................................... 1:1
Valur er úr leik eftir 5:4-tap í vítakeppni.
Anderlecht - SL Benfica ......................... 1:2
Cloé Lacasse lék allan leikinn með SL
Benfica.
Noregur
B-deild:
Lilleström - Jerv ...................................... 1:0
Tryggvi Hrafn Haraldsson lék fyrstu 88
mínúturnar fyrir Lilleström. Arnór Smára-
son og Björn Bergmann Sigurðarson voru
ekki í leikmannahópi liðsins.
Meistaradeild karla
B-RIÐILL:
Aalborg - Veszprém ............................ 27:33
Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal-
borg.
Danmörk
Aarhus United - Nyköbing ................. 23:20
Thea Imani Sturludóttir skoraði 1 mark
fyrir Aarhus United.
Noregur
Sandefjord - Drammen....................... 28:36
Óskar Ólafsson skoraði 3 mörk fyrir
Drammen.
Ungverjaland
Pick Szeged - Eger.............................. 47:27
Stefán Rafn Sigurmannsson var ekki í
leikmannahópi Pick Szeged.
VALUR – GLASGOW CITY 1:1
0:1 Leanne Crichton 51.
1:1 Mist Edvardsdóttir 79.
Glasgow City áfram í 32-liða úrslit
eftir vítakeppni.
Valur: (4-3-3) Mark: Sandra Sigurðar-
dóttir. Vörn: Elísa Viðarsdóttir, Arna
Eiríksdóttir, Lillý Rut Hlynsdóttir,
Hallbera Guðný Gísladóttir. Miðja: Mist
Edvardsdóttir (Diljá Ýr Zomers 106),
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Málfríður
Anna Eiríksdóttir. Sókn: Hlín Eiríks-
dóttir, Elín Metta Jensen, Ásdís Karen
Halldórsdóttir.
MM
Sandra Sigurðardóttir
M
Arna Eiríksdóttir
Lillý Rut Hlynsdóttir
Elín Metta Jensen
Dómari: Aleksandra Cesen, Slóveníu.
Áhorfendur: Ekki leyfðir.
Mohamed Salah,
framherji Liver-
pool í ensku úr-
valsdeildinni í
knattspyrnu, fór í
aðra skimun
vegna kórónu-
veirunnar í
gærmorgun og
greindist já-
kvæður.
Salah greindist með veiruna í
heimalandi sínu Egyptalandi í síð-
ustu viku þar sem hann var staddur í
landsliðsverkefni. Hann missir því af
toppslag Liverpool og Leicester á
Anfield í úrvalsdeildinni um næstu
helgi en Leicester er í efsta sæti
deildarinnar með 18 stig á meðan
Liverpool er með 17 stig í öðru sæt-
inu. Þá er ljóst að Salah missir einn-
ig af leik Liverpool og Atalanta í
Meistaradeildinni á Anfield hinn 25.
nóvember en þar sem hann þarf að
eyða næstu tíu dögum í sóttkví.
Egyptinn með
kórónuveiruna
Mohamed Salah
í gær en hann var að leika sinn 87.
landsleik. Þetta var að öllum lík-
indum hans síðasti landsleikur en
hann hefur verið lykilmaður í
hjarta varnarinnar undanfarin ár.
Íslenska liðið leikur í B-deild
Þjóðadeildarinnar, tímabilið 2022-
23 eftir tvö tímabil í A-deildinni án
sigurs og stiga.
Kvöddu án sigurs og stiga
Íslenska karlalandsliðið leikur í B-deild Þjóðadeildar UEFA tímabilið 2022-23
Erik Hamrén stýrði sínum síðasta leik með liðið og er óvíst hver tekur við
AFP
Vonbrigði Markaskorarinn Phil Foden, til vinstri, glottir við tönn á meðan
Birkir Bjarnason, fyrir miðju, á erfitt með að leyna vonbrigðum sínum.
ENGLAND – ÍSLAND 4:0
1:0 Declan Rice 20. með skalla í
fjærhornið eftir aukaspyrnu.
2:0 Mason Mount 24. með skoti af
stuttu færi eftir að boltinn datt fyrir
hann í teignum.
3:0 Phil Foden 80. með skoti af
stuttu færi eftir undirbúning Jadon
Sancho.
4:0 Phil Foden 84. með frábæru
vinstrifótarskoti rétt utan teigs.
M
Ögmundur Kristinsson
Kári Árnason
Guðlaugur Victor Pálsson
Rautt spjald: Birkir Már Sævars-
son 54.
Dómari: Fabio Verissimo, Portúgal.
Áhorfendur: Engir.
ÞJÓÐADEILDIN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Ófarir íslenska karlalandsliðsins í
knattspyrnu í Þjóðadeild UEFA
héldu áfram þegar liðið heimsótti
England á Wembley-leikvanginn í
London í gær.
Leiknum lauk með 4:0-sigri
enska liðsins sem var með tögl og
hagldir á vellinum frá fyrstu mín-
útu til þeirrar síðustu.
Staðan að loknum fyrri hálfleik
var 2:0 og ekki hjálpaði það liðinu
að missa Birki Má Sævarsson af
velli með sitt annað gula spjald í
upphafi síðari hálfleiks.
Erik Hamrén, þjálfari liðsins,
var að stýra íslenska liðinu í sínum
síðasta leik en hann tilkynnti það á
dögunum að hann ætlaði sér að
láta af störfum eftir þennan til-
tekna landsleikjaglugga.
Freyr Alexandersson, aðstoð-
arþjálfari liðsins, fagnaði 38 ára
afmæli sínu í gær. Hann mun einn-
ig láta af störfum en hann verður
næsti aðstoðarþjálfari Heimis
Hallgrímssonar hjá Al-Arabi í Kat-
ar.
Kári Árnason, sem er orðinn 38
ára gamall, fór fyrir íslenska liðinu