Morgunblaðið - 19.11.2020, Síða 61

Morgunblaðið - 19.11.2020, Síða 61
ÍÞRÓTTIR 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020 Í gær fór fram Evrópuleikur í knattspyrnu á Íslandi. Eru það tíðindi út af fyrir sig á tímum heimsfaraldursins og strangra aðgerða sóttvarnayfiralda hér- lendis og erlendis. Þegar ég var á leið frá Hlíð- arenda í gær, eftir að hafa fylgst með Valskonum falla úr keppni í Meistaradeild Evrópu eftir fram- lengda vítaspyrnukeppni, þá fór ég að velta því fyrir mér hvort knattspyrnuguðunum sé eitt- hvað uppsigað við okkur hér á eyjunni um þessar mundir. Íslendingar höfðu þá tapað þremur knattspyrnuleikjum í al- þjóðlegum keppnum eftir drama- tíska atburðarás á innan við viku. Karlalandsliðið fékk á sig mörk í uppbótartíma sem réðu úrslitum í leikjunum í Búdapest og í Kaup- mannahöfn. Í gamla höf- uðstaðnum var það vítaspyrna sem réð úrslitum. Valur tapaði svo í Meistaradeildinni eftir framlengda vítaspyrnukeppni. Lukkudísirnar umtöluðu eru í það minnsta víðs fjarri. Ef til vill nenntu þær ekki að standa í því að koma til landsins í gær með þeirri sóttkví sem því fylgir. Ég fer ekki ofan af því að miðað við gang mála þegar leið á leik- ina í Búdapest og í Reykjavík, þá hefði Ísland átt skilið að komast á EM og Valur átt skilið að fara áfram í Meistaradeildinni. Eftir að hafa velt þessu fyrir mér þá rakst ég á frétt um það að U21 árs landsliðið hafi komist áfram í lokakeppni EM. Var það ljóst eftir sigur Ítala á Svíum. Tilgáta mín um meint tómlæti knattspyrnuguðanna í okkar garð hélt því ekki almennilega vatni. Ekki frekar en aðrar til- gátur mínar um hið óútskýrða í þessu lífi. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Ís- landsmeistari í golfi úr Keili, er í 29.-36. sæti eftir fyrstu tvo keppn- isdagana á The Saudi Ladies Team International-mótinu sem hófst í fyrradag. Leikið er á Royal Greens- vellinum en mótið fer fram í Sádi- Arabíu. Guðrún Brá lék á samtals þremur höggum undir pari vallars- ins á fyrsta keppnisdegi en fataðist flugið í gær og lék á fimm höggum yfir pari. Hún er því á samtals tveimur höggum yfir pari en Guð- rún Brá var í þriðja sæti mótsins eftir fyrsta keppnisdaginn. Fataðist flugið í Sádi-Arabíu Sigfús Gunnar Íslandsmeistari Guðrún Brá keppti á öðru móti sínu í Vestur-Asíu. Bakvörðurinn Hjörtur Logi Val- garðsson hefur skrifað undir nýjan samning við FH sem gildir út næstu leiktíð. Hjörtur er uppalinn í Hafn- arfirðinum og hefur aldrei spilað með öðru liði hér á landi. FH-ingar staðfestu þetta á samfélagsmiðlum sínum í gær. Hjörtur á alls 120 leiki í efstu deild á Íslandi og í þeim fimm mörk. Hann spilaði 14 leiki fyrir FH á nýliðinu tímabili og hefur verið mikilvægur hlekkur í liðinu frá því að hann sneri heim úr atvinnu- mennsku fyrir tveimur árum. Morgunblaðið/Kristinn Magnúss. FH-ingur Hjörtur hefur gert nýjan samning við uppeldisfélagið. Hjörtur Logi áfram í FH Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður Ros- engård í Svíþjóð, er tilnefnd sem besti varnar- maður sænsku úrvalsdeild- arinnar. Þetta var tilkynnt í gær. Glódís hefur átt frábært tíma- bil í Svíþjóð en hún lék alla leiki Rosengård á tímabilinu. Liðið hafn- aði í öðru sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Gautaborg- ar. Ásamt Glódísi eru þær Josefine Rybrink, leikmaður Kristianstad, og Natalia Kuikka, leikmaður Gautaborgar, einnig tilnefndar sem varnarmenn ársins. Þá er Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í Svíþjóð, til- nefnd sem besti þjálfari deildar- innar en undir hennar stjórn endaði liðið í þriðja sæti og leikur í Meist- aradeild Evrópu á næstu leiktíð í fyrsta sinn í sögu félagsins. Elísabet var að ljúka sínu tólfta tímabili í Svíþjóð en Maria Nilsson, þjálfari Vaxjö, og Mats Gren og Jörgen Ericsson, þjálfarar Svíþjóð- armeistara Gautaborgar, eru einn- ig tilnefndir. Elísabet var kjörinn þjálfari ársins í sænsku úrvalsdeild- inni tímabilið 2017 en þá hafnaði Kristianstad í fimmta sæti deild- arinnar. Tilnefndar í Svíþjóð Glódís Perla Viggósdóttir U21 LANDSLIÐIÐ Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Íslenska U21-árs karlalandsliðið í knattspyrnu mun að öllum líkindum leika í lokakeppni EM í annað sinn á næsta ári en keppnin fer fram í Ung- verjalandi og Slóveníu. Þessi staða varð ljós eftir að Ítalía vann 4:1- heimasigur á Svíþjóð í lokaumferð- inni í gær og tryggði sér toppsætið. Undankeppnin samanstóð af níu riðlum, í átta þeirra voru sex lið og í einum fimm lið. Þau níu lið sem unnu riðla sína fara beint á EM. Þá fara þau fimm lið sem hafa bestan árang- ur í öðru sæti einnig áfram í loka- keppnina og verður íslenska liðið væntanlega eitt af þeim en þó verður að bóka sæti okkar í lokakeppninni með fyrirvara. Ísland átti að mæta Armeníu á Kýpur í lokaleiknum í gær en vegna stríðsástandsins í Armeníu var síð- ustu leikjum liðsins aflýst. Eins og staðan í riðlinum er akkúrat núna, þá situr Ítalía á toppnum með 25 stig og Írland er í öðru sæti með 19 stig er bæði lið hafa spilað alla tíu leikina sína. Ísland er í þriðja sæti með 18 stig og níu leiki spilaða. Gert er ráð fyrir því að Íslandi verði úrskurð- aður 3:0-sigur gegn Armeníu og með því færi liðið upp í annað sætið og væri jafnframt eitt af þeim fimm lið- um með bestan árangur þar. Verði raunin þessi fer Ísland á EM. „Það er nú þannig í fótboltanum að gera aldrei ráð fyrir neinu, en skilningurinn er þannig,“ sagði Eið- ur Smári Guðjohnsen, annar þjálf- ara U21 árs landsliðsins í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þú mátt óska mér til hamingju með sætið á EM og ég segi takk með fyrirvara.“ Lærdómsríkt ferðalag Eiður og Arnar Þór Viðarsson tóku við þjálfun liðsins í ársbyrjun 2019. Liðið hóf svo undankeppnina fyrir EM í september sama ár og var verkefnið ærið, enda Ísland með Ítalíu, Írlandi og Svíþjóð í riðli. „Írland var fyrir neðan okkur í styrkleikaflokki þegar það er dregið í þennan riðil og svo reynast þeir vera eitt sterkasta liðið. Þetta voru fjögur lið að berjast um tvö sæti, það sést á stigatöflunni,“ sagði Eiður sem kveðst stoltur af árangri liðsins. „Ef við gefum okkur það að við hefðum unnið Armeníu í síðasta leiknum, ég tel að við hefðum gert það, þá erum við að vinna sjö leiki af tíu í riðlinum. Og þetta er alveg djöf- ullegur riðill! „Við fengum einn skell í Svíþjóð en lagfærum það strax, vinnum þá heima og Íra. Það var margt lær- dómsríkt í þessu ferðalagi.“ Vonir Íslands um að komast í lokakeppnina urðu fyrir smá áfalli þegar liðið tapaði 2:1-gegn Ítalíu í Fossvoginum í síðustu viku þar sem gestirnir skoruðu sigurmarkið í blá- lokin. Leikmennirnir sýndu hins vegar gríðarlegan karakter nokkr- um dögum síðar og unnu Írland í Dublin, 2:1, til að halda draumnum lifandi en Valdimar Þór Ingimund- arson skoraði sigurmark leiksins í uppbótartíma. „Þetta er ótrúlegur hópur og það hefur verið frábært andrúmsloft hjá okkur. Við þjálfararnir getum sýnt leikmönnunum nokkrar færslur og pælingar en svo er það undir okkur öllum komið að búa til stemninguna og taka á því jákvæða og neikvæða sem ein heild. „Ef við horfum á liðið í síðustu leikjum, það var svo lítið sem þurfti að lagfæra. Ég myndi segja að við höfum bara ekki átt skilið að tapa gegn Ítölum í síðustu viku eins og sá leikur spilaðist. Og það sýnir kannski hvert við erum komnir, þetta er Ítalía, ein af stórþjóðum heimsins í íþróttinni,“ sagði Eiður sem vildi ekki spá of mikið í spilin varðandi lokakeppnina. Ísland hefur einu sinni áður leikið á lokakeppni EM en það var í Danmörku árið 2011. Þá komst liðið ekki áfram úr riðlinum sínum. Bestu þjóðir Evrópu Eins og fyrr segir fer hún fram í Ungverjalandi og Slóveníu en henni er skipt í tvennt. Riðlakeppnin verð- ur spiluð 24.-31. mars. þar sem 16 lið skipta fjóra riðla. Fjórðungsúrslitin hefjast svo ekki fyrr en 31. maí og lýkur keppninni með úrslitaleik 6. júní. „Ég er bara himinlifandi að þessi keppni fari fram, að hún verði ekki strokuð út vegna ástandsins í heim- inum. Mér líst ágætlega á þetta fyr- irkomulag, við nýtum lands- leikjaglugga til að spila. Þetta er ekkert minna spennandi og ekkert minna afrek að komast í keppnina, þótt henni sé skipt í tvennt. Í þessari lokakeppni eru 16 bestu þjóðir Evrópu og hver einasti leikur verður erfiður, það er sama hvar og hvenær.“ Þá vill hann ekki staðfesta að hann muni hætta með landsliðið eftir lokakeppnina en Eiður verður einn aðalþjálfari FH á Íslandsmótinu næstu tvö árin. „Það er allt of snemmt að ræða það. Við leyfum þessari keppni að ljúka og núna vit- um við, nánast, að við erum að fara á EM,“ sagði Eiður Smári við Morg- unblaðið. Ísland nær öruggt á EM  Ísland fer væntanlega í lokakeppnina í Ungverjalandi og Slóveníu á næsta ári  Eiður Smári er stoltur af liðinu sem stóð sig vel í gríðarlega erfiðum riðli Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Lokakeppnin Willum Þór Willumsson fagnar marki Íslands gegn Ítalíu á Víkingsvelli í síðustu viku. Allar líkur eru á því landsliðið sé að fara á EM.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.