Morgunblaðið - 19.11.2020, Side 62
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Þess er minnst í dag með marg-
víslegum hætti, bæði hér á landi og í
Danmörku, að 250 ár eru liðin frá
fæðingu myndhöggvarans merka
Bertels Thorvaldsens (1770-1844).
Síðdegis verður meðal annars boðið í
göngu milli verka listamannsins sem
má sjá í miðborg Reykjavíkur og þá
efnir Listasafn Íslands, í samstarfi
við mennta- og menningarmálaráðu-
neytið, til hátíðardagskrár og mál-
þings í tilefni af 250 ára afmælinu.
Fjölbreytileg erindi á málþingi
Málþingið verður haldið í Lista-
safni Íslands við Fríkirkjuveg og
hefst kl. 10. Viðburðinum verður
streymt á Facebook-síðu safnsins.
Þingið hefst með ávarpi safnstjóra
Listasafns Íslands, Hörpu Þórs-
dóttur. Þá taka til máls Lilja Dögg
Alfreðsdóttir, mennta- og menning-
armálaráðherra, og Eva Egesborg
Hansen, sendiherra Danmerkur á
Íslandi. Áshildur Haraldsdóttir
flautuleikari og Svanur Vilbergsson
gítarleikari flytja nokkur lög sem
veita innsýn í líf og samtíma Bertels
og þá flytur Annette Johansen, safn-
stjóri Thorvaldsen-safnsins í Kaup-
mannahöfn, á ensku erindið „Líf og
list Bertels Thorvaldsen í nýju sam-
hengi. Hvernig og af hverju á Thor-
valdsen erindi við okkur í dag?“
Sigurður Egill Þorvaldsson lækn-
ir flytur þá, einnig á ensku, erindið
„Á slóðum Thorvaldsens í Kaup-
mannahöfn, Reykjavík og Róm“.
Loks flytur Ólafur Gíslason listfræð-
ingur á ensku erindið „Thorvaldsen,
Canova og endalok listasögunnar“.
Málþinginu lýkur um kl. 12 en fund-
arstjóri verður Guðrún Jóna Hall-
dórsdóttir frá Listasafni Íslands.
Gengið milli verka og ævisaga
Síðdegis í dag og í kvöld býður
Listasafn Reykjavíkur í samstarfi
við sendiráð Danmerkur á Íslandi
upp á tvær göngur þar sem farið
verður á milli listaverka Bertels í
miðborginni. Auk þess sem verkin
verða skoðuð verður fjallað um feril
listamannsins, sem var einn kunn-
asti listamaður Dana en af íslensku
faðerni, eins og minnst er hér á landi
í dag. Hann bjó lengst af í Róm og
var einn fremsti myndhöggvari ný-
klassíska stílsins.
Vegna fjöldatakmarkana verða
tvær göngur, kl. 18 og 20 og er
skráning nauðsynleg á vef Lista-
safns Reykjavíkur: listasafn-
reykjavikur.is/dagskra.
Þá er ónefnt í tengslum við afmæli
listamannsins að í dag verður opnuð
á vefsíðunni Sarpur.is vefsýning um
Bertel Thorvaldsen. Þar gefst tæki-
færi til þess að skoða verk lista-
mannsins í Listasafni Íslands og
Þjóðminjasafninu auk muna og ljós-
mynda sem tengjast Bertel og verk-
um hans hér á landi. Bókaútgáfan
Sæmundur endurútgefur líka ævi-
sögu Bertels eftir Helga Konráðsson
í dag, með formála Guðna Th. Jó-
hannessonar, forseta Íslands, eftir-
mála Stefanos Grandesso og með
nýju myndefni.
Var mikilvæg fyrirmynd
„Bæði var Bertel Thorvaldsson
ættaður héðan og mikilvæg fyrir-
mynd frumherja íslenskra lista-
manna sem héldu utan til náms fyrir
og upp úr aldamótum 1900, orðstír
hans á þeim tíma var svo mikill og
listræn arfleifð hans enn svo sterk
og safnið í Kaupmannahöfn um verk
hans merkur staður,“ segir Harpa
Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Ís-
lands, þegar spurt er um mikilvægi
Bertels fyrir íslenska listasögu.
Harpa bendir á hversu glæstir
sigrar Bertels hafi verið í Rómar-
borg, þá nær fjóra áratugi sem hann
bjó þar og starfaði, og varð, ásamt
ítalska myndhöggvaranum Canova,
annar helsti myndhöggvari nýklass-
íska stílsins.
„Þótt Bertel hafi fæðst fyrir 250
árum þá ber okkur að setja afrek
hans á sínum tíma í samhengi lista-
sögunnar,“ segir hún. „Bertel Thor-
valdsen var gríðarlega virtur og vin-
sæll og sem dæmi um það þá er hann
eini listamaðurinn sem ekki er kaþ-
ólskur sem var falið að gera stórt
minnismerki um Píus páfa VII. í
sjálfri Péturskirkjunni í Vatíkaninu
sem var ein mesta upphefð sem
listamanni gat hlotnast. Það segir
sitt um mikilvægi Bertels á þeim
tíma.“
Aðspurð segir Harpa að hún
hlakki ekki síst til að hlusta í dag á
erindi safnstjóra Thorvaldsen-
safnsins í Kaupmannahöfn, um
hvernig þar sé tekist á við arfleifð
listamannsins og tengja hana við
samtímann, sem geti verið erfið
áskorun.
„Þó að Bertel hafi aldrei komið til
Íslands þá var tenging okkar vita-
skuld sterk við Danmörku, þar sem
hann ólst upp í okkar höfuðborg, og
hann var frumherjum okkar hvatn-
ing til dáða og þeir voru stoltir af
þessum fræga landa sínum. Og við
eigum að vera stolt af því að eiga
þennan hlut í þessum meistara, rétt
eins og Danir eru stoltir af honum,“
segir Harpa.
Gríðarlega virtur og vinsæll
Í dag eru 250 ár frá fæðingu myndhöggvarans hálfíslenska Bertels Thorvaldsens Málþingi um
listamanninn, verk hans og áhrif, streymt frá Listasafni Íslands Gengið milli verka Bertels síðdegis
Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Magnús Ólafsson
Listamaðurinn Sjálfsmynd Bertels Thorvaldsens stóð lengi á Austurvelli en
þar styður hann sig við verk sitt Von. Ljósmyndin er frá byrjun 20. aldar.
Ganýmedes Marmaraverk eftir
Thorvaldsen sem má sjá í Safnahús-
inu við Hverfisgötu. Frummyndina
gerði hann í Róm árið 1804.
Adonis Bronsafsteypa af verkinu,
sem er frá 1808, stendur á horni
Skothúsvegar og Fríkirkjuvegar.
62 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020
Albert Thorvaldsen (1770-1844) var
sonur Gottskálks Þorvaldssonar frá
Reynistað í Skagafirði og Karenar
Degnes frá vesturströnd Jótlands.
Gottskálk starfaði við myndskurð í
Kaupmannahöfn og hafði lært hjá
formanni myndhöggvaragildisins í
borginni. Á tólfta ári fékk Bertel að
byrja að hjálpa föður sínum við tré-
skurð. Hann naut þess líka að teikna
og fékk hann að hefja nám við Fag-
urlistaskólann í Kaupmannahöfn ár-
ið 1781. Í skólanum hreppti hann
fjölda verðlauna en mest munaði um
„stóru gullverðlaunin“ er hann
hreppti árið 1793 fyrir lágmynd um
efni úr Biblíunni. Þeim fylgdi utan-
fararstyrkur og þremur árum síðar
hélt Bertel til Rómar. Þar sló hann í
gegn og starfaði í Róm í nær fjóra
áratugi. Hann var með stóra vinnu-
stofu og fjölda aðstoðarmanna og
þótti með merkustu myndhöggv-
urum síns tíma. Verk hans dreifðust
víða og er hann eini listamaðurinn
sem ekki var kaþólskur sem gerði
verk fyrir Péturskirkjuna.
Árið 1838 flutti Bertel aftur heim
til Kaupmannahafnar og var fagnað
sem þjóðhetju. Tekið var að reisa
Thorvaldsen-safnið um verk hans og
þar er hann líka grafinn.
Einn dáðasti lista-
maður síns tíma
Listamaðurinn Bertel Thorvaldsen á ljósmynd frá 1843, daguerrótýpu,
líklega elstu portrettmynd sem varðveist hefur á Norðurlöndum.