Morgunblaðið - 26.11.2020, Síða 2

Morgunblaðið - 26.11.2020, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ástæða þess að stefnu meirihlutans í Reykjavík og samþykkt borgar- stjórnar um að stytta tímann á milli ferða á völdum leiðum Strætó hefur ekki verið hrint í framkvæmd er kostnaður og tafir í umferðinni. Hins vegar kemst loforð um að frítt verði í Strætó fyrir börn undir tólf ára aldri til framkvæmda við gjaldskrárbreyt- ingar um komandi áramót. Ekki trúverðugt Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn Reykjavíkur, vakti athygli á því í pistli í Frétta- blaðinu í gær að umrædd kosninga- loforð meirihlutans vegna Strætó hefðu ekki verið efnd. Eyþór segir í samtali við Morgunblaðið að í meiri- hlutasáttmála flokkanna sem fara með stjórn borgarinnar hafi því verið lofað að tíðni á helstu stofnleiðum yrði aukin í 7,5 mínútur á háannatím- um. Málið hafi verið tekið upp í borg- arstjórn um haustið og samþykkt með 22 atkvæðum. Rætt hafi verið um þrjár helstu leiðir Strætó. „Reykjavíkurborg er stærsti eig- andi Strætó og töldum við að málið væri klappað og klárt. Svo var ekki heldur hefur ferðum þvert á móti ver- ið fækkað á þessu ári og það rökstutt með kórónuveirufaraldrinum,“ segir Eyþór. Hann heldur áfram. „Í stað þess að standa við það sem lofað var tvisvar er bara talað um borgarlínu. Maður spyr sig hversu trúverðugt það er að standa ekki við það sem lofað er og samþykkt er í borgarstjórn og lofa í staðinn að borgarlínan muni leysa öll samgönguvandamálin. Það er ekki trúverðugt. Það er oft meira að marka það sem fólk gerir en það sem það segist ætla að gera.“ Stefnan óbreytt Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stjórnar Strætó, segir það rétt að aukin tíðni Strætó hafi verið á stefnu- skrá meirihlutans og í samþykkt borgarstjórnar. Hann segir að stjórn Strætó hafi beðið um að reiknaður yrði út kostnaðarauki við að auka ferðatíðni á völdum stofnleiðum. „Kom í ljós að kostnaðurinn er býsna mikill, samanlagt nokkur hundruð milljónir króna. Þar við bætist að einn meginvandi Strætó í umferðinni er skortur á sérreinum. Hætt er við að vagnarnir sitji fastir í umferðinni og þá er til lítils að auka tíðnina. Þetta eru ástæðurnar fyrir því að ekki hef- ur orðið af þessu ennþá,“ segir Hjálmar. Hann tekur fram að meirihlutinn hafi ekki breytt um stefnu í þessu máli, vilji sé til þess að auka tíðni í 7,5 mínútur á helstu stofnleiðum og bæt- ir því við að þegar borgarlínan fari af stað sé miðað við 7 mínútna tíðni á há- önn. Vonast Hjálmar til að hægt verði að auka tíðnina fyrir lok kjörtímabils- ins en treystir sér ekki til að lofa því. Hjálmar getur þess að tíðni á leið- um 1 og 6 hafi verið aukin á síðasta kjörtímabili. Þar aka vagnarnir á tíu mínútna fresti. Þarf því aðeins að auka tíðni þar um tvær og hálfa mín- útu. Aftur á móti er ekið á fimmtán mínútna fresti á leið 3 og þar þarf að auka tíðnina um sjö og hálfa mínútu. Börnin fá frítt í Strætó Varðandi hitt loforð meirihlutans um Strætó að börn undir tólf ára aldri fái frítt í strætó í fylgd með fullorðn- um, segir Eyþór að börn þurfi enn að borga. „Svo kann að fara að þessu verði lofað yfir á næsta kjörtímabil, allavega er þetta ekki enn komið í framkvæmd þótt langt sé liðið á kjör- tímabilið,“ segir Eyþór. „Eins og Eyþór veit er að koma ný gjaldskrá og gjaldskrárstefna um áramótin. Þar er gert ráð fyrir að börn undir 12 ára aldri fái frítt í strætó. Það gengur því eftir sem tal- að var um,“ segir Hjálmar. Ekki búið að auka tíðni Strætó  Eyþór Arnalds kallar eftir efndum á loforðum meirihluta borgarstjórnar um aukna ferðatíðni Strætó  Hjálmar Sveinsson segir að aukin tíðni kosti hundruð milljóna og vagnar sitji fastir í umferðinni Hjálmar Sveinsson Eyþór Arnalds Guðni Einarsson gudni@mbl.is Mjög dró úr alvarlegum sýkingum af völdum þriggja algengra baktería þegar gripið var til sóttvarnaað- gerða gegn útbreiðslu kórónuveiruf- araldursins fyrr á þessu ári. Karl Gústaf Kristinsson, yfir- læknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans og prófessor við Há- skóla Íslands, segir að þetta hafi komið fram í fjölþjóðlegri rannsókn sem Ísland tók þátt í. Hún náði til 26 landa í sex heimsálfum og er samstarf rannsóknastofanna kallað IRIS. „Þetta eru mikilvægar bakteríur sem geta leitt til sýkinga í blóði, lungnabólgu og heilahimnubólgu. Þessar algengu bakteríur eru pneumókokkar (Streptococcus pneumoniae), Haemophilus influenzae og meningókokkar (Neisseria men- ingitidis). Þetta eru allt bakteríur sem við bólusetj- um fyrir núna og þess vegna er t.d. heilahimnubólga orðin mjög sjald- gæf hér á landi. Allar þessar bakt- eríur geta einnig valdið blóðsýking- um, sérstaklega pneumókokkarnir.“ Karl sagði rannsóknina sýna að sýkingum af völdum þessara þriggja baktería hefði fækkað mjög mark- tækt mikið á liðnu vori, á Íslandi eins og í öðrum löndum. Það gerðist án tillits til þess hvað sóttvarnaað- gerðir voru strangar í einstökum löndum, t.d. hvort skólum var lokað eða ekki. Rannsökuð var til samanburðar baktería (S. agalactiae) sem er al- geng í þvagfærasýkingum, en getur valdið alvarlegum sýkingum hjá ný- burum og hjá öldruðum. Engin breyting varð á útbreiðslu hennar þrátt fyrir sóttvarnaaðgerðirnar. „Við viljum meina að ástæðan sé sú að þessir þrír sýklar sem fækkaði í vor smitast um öndunarfærin, gjarnan með dropasmiti, eins og kórónuveiran sem veldur Covid-19. Aðgerðirnar sem gripið var til vegna heimsfaraldursins virðast hafa haft áhrif á útbreiðslu þessara baktería og minnkað dreifingu þeirra,“ sagði Karl. Hann sagði þessa niðurstöðu ekki koma á óvart en það væri ánægjulegt að fá þetta staðfest. Færri bakteríusýkingar  Sóttvarnaaðgerðir drógu úr útbreiðslu algengra sýkla Karl G. Kristinsson Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, greindist í gær með kórónu- veirusmit. Hann hafði þá verið í sóttkví frá mánu- degi. Víðir hefur verið fremstur í flokki í barátt- unni við kórónu- veirufaraldurinn og segir sitt smit sýna hversu lúmsk veiran er. Á því hafi hann hamrað síðan í febrúar. „Í mínu tilfelli finnum við ekki hvaðan við fengum þetta smit. Við hjónin erum með þetta og það er búin að vera mikil smitrakning og skimun í kringum okkur en það finnst ekkert,“ sagði Víðir í samtali við mbl.is í gær. Sjö kórónuveirusmit greindust innanlands í fyrradag. Fimm voru utan sóttkvíar við greiningu en hin- ir tveir í sóttkví. Tvö smit greindust við landamæraskimun. Annað smit- ið er virkt en hitt gamalt. 736 sýni voru tekin innanlands í gær og 157 í landamæraskimun. 176 eru í einangrun, 291 í sóttkví og 878 í skimunarsóttkví. 45 liggja á sjúkrahúsi en þar lágu 43 í fyrra- dag. Víðir með veirusmit Víðir Reynisson Eftir 40 daga siglingu frá Guangzhou í Kína er Brúarfoss, nýtt gámaskip Eimskips, komið til landsins. Karl Guðmundsson skipstjóri sést hér sigurreifur eftir að hafa stigið í land við komuna í gærkvöldi. Brúarfoss staldrar þó stutt við og er förinni nú heitið rakleiðis til Nuuk á Grænlandi. Nýjasta gámaskip Eimskips loksins komið í höfn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.