Morgunblaðið - 31.12.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.12.2020, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020 og það voru nokkrar stöður uppi. Mér fannst ég kannast við eina þeirra, þegar hún lék h4 snemma. Svo fór ég að fletta þessu upp í gagnagrunninum og þá passaði þetta – þetta var skák Friðriks Ólafssonar gegn Mikaíl Tal,“ segir Ingvar. Og engin venjuleg skák. Friðrik Ólafsson ættu flestir að kannast við. Ásamt því að hafa verið fyrsti stór- meistari okkar Íslendinga var hann um tíma á meðal þeirra bestu í heim- inum, auk þess sem hann gegndi embætti forseta alþjóðaskák- sambandsins um hríð. Á minning- armóti um Aljekín í Moskvu árið 1971 mætti Friðrik lettneska stór- meistaranum og fyrrverandi heims- meistaranum Mikaíl Tal, sem var gjarnan kallaður „töframaðurinn frá Riga“ enda með töfrandi og takt- ískan skákstíl. Skákinni lauk með látum, Tal lék illa af sér og þegar litið er á loka- stöðuna í skák Harmon gegn félaga sínum Benny Watts er ekki um að villast – hér á ferð var skákin þar sem Friðrik lagði Tal sögulega að velli. Þarna gæti verið um að ræða versta afleik Tals á hans afreksferli. Í nýrri bók Helga Ólafssonar um Friðrik Ólafsson lýsir Friðrik, sem stýrði hvítu mönnunum, andrúms- loftinu eftir að hann lék 21. He4 en hrókur Tals var enn á a8: „Hrók- urinn stillir sér upp fyrir framan biskupinn og í augnablikinu er h7- reiturinn tiltækur svarta kónginum. En það er blekking. Ég gekk frá borði eftir þennan leik. Hafði séð gildruna, sem Tal gat fallið í, og vildi ekki að hann skynjaði á látbragði mínu að hætta væri á ferðum. Ég var búinn að ganga um salinn í dá- góða stund þegar ég heyrði þung andvörp frá áhorfendum. Þá sá ég að Tal var búinn að leika.“ Tal lék 21. … Hc8. Eftir næsta leik hvíts gaf svartur. Sjá stöðumynd Leikurinn sem gerir út um skák- ina er Dxc8! Tal horfði ábúðarfullur á Friðrik, og um leið og Friðrik ætl- aði að leika gaf Tal skákina, enda vilja hátt skrifaðir skákmenn sjaldn- ast láta máta sig. En svona var þetta nú. Í bókinni endar skýringin á þess- um orðum: Loksins, loksins náði ég að leggja „töframanninn frá Riga“. Þegar Friðrik lagði töframanninn frá Riga  Leitað var í smiðju íslenska stórmeistarans Friðriks Ólafssonar í skák í sjónvarpsþáttunum Queen’s Gambit  Skák þar sem Mikaíl Tal gekk í gildru Friðriks fyrir 49 árum er notuð í þáttunum Mát Skákin í sjónvarpsþættinum. Hún varð einum leik lengri en þegar Frið- rik og Tal tefldu hana á minningarmótinu um Aljekín í Moskvu. Skákmeistarar Þeir Friðrik Ólafsson og Mikhaíl Tal háðu marga hildi við taflborðið á síðustu öld. Tal lést árið 1992, aðeins 55 ára að aldri. BAKSVIÐ Veronika Magnúsdóttir veronika@mbl.is Þegar ég horfði fyrst á skákþættina Queen’s Gambit taldi ég mig nokk- urn veginn vita við hverju var að bú- ast. Ég horfi á stöðurnar, leita að mistökum eða skringilegheitum og finn þau alltaf. Þetta gerist auðvitað trekk í trekk en þegar Tobey Ma- Guire stúderaði 1. h4 h5 í mestu makindum í hlutverki Bobbys Fisch- ers í skákmyndinni Pawn Sacrifice, þá varð öll von úti, enda aldrei snið- ugt að leika h-peðinu í fyrsta leik. Það er eitthvað sem MaGuire hefur kannski sjálfum dottið í hug og ég erfi það ekki við hann, blessaðan. Queen’s Gambit hefur nú slegið áhorfsmet og er með mest áhorf af öllum þáttaröðunum á efnisveitunni Netflix. Þættirnir eru virkilega vandaðir og þess vegna hefði sögu- hetjan Beth Harmon ekki eytt einni mínútu í að stúdera 1. h4 líkt og gerðist í Pawn Sacrifice. Í þess stað voru skákir hennar byggðar á raun- verulegum skákum, sögulegum hug- smíðum okkar mestu skáksnillinga, þar á meðal okkar eigin Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Ís- lendinga. Ingvar Þór Jóhannsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í skák, var líklega sá fyrsti til þess að koma auga á kunnuglega stöðu þegar Harmon lék vissulega h4, auðvitað ekki í fyrsta leik: „Hún er að tefla hraðskákfjöltefli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.