Morgunblaðið - 31.12.2020, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 31.12.2020, Blaðsíða 67
MENNING 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020 Bandaríski gítarleikarinn Tony Rice, einn kunnasti flytj- andi bluegrass-tónlistar síðustu hálfa öldina, er látinn 69 ára að aldri. Rice var þekktur og dáður fyrir flæðandi tóna og einstaka tækni, eins og unnendur hans hafa minnst síðustu daga, þar á meðal kvikmynda- og banjó- leikarinn Steve Martin. „Stórkostlegur tónlistarmaður,“ segir Martin um Rice og segist hafa hlýtt á tónlist hans „alla ævi“. Rice sendi á ferlinum frá sér fjölda hljóm- platna, oft í samstarfi við margra aðra helstu flytjendur bluegrass- tónlistar vestanhafs. Hann lék til að mynda einnig með Jerry Garcia og Dolly Parton og hlaut fjölda viðurkenninga fyrir leik sinn. Gítarleikarinn Tony Rice allur Tony Rice Meðal ljósmyndanna sem myndstjórar AFP-fréttaveit- unnar hafa valið þær bestu sem þeir miðluðu á einstöku fréttaári er þessi af tveimur aðaldönsurum Bolshoi- ballettsins í Moskvu. Igor Tsvirko og Margarita Shrain- er búa saman og í apríl síðastliðnum þegar íbúum borg- arinnar bar að halda sig heima vegna kórónuveirufarald- ursins beittu þau hugvitssamlegum ráðum til að halda sér í dansformi. Auk þess að dansa við eldhússtörfin, eins og hér má sjá, settu þau upp hefðbundnari æfinga- aðstöðu í svefnherbergi íbúðarinnar. AFP/Kirill Kudryavtsev Eldhússtörf ballettmeistaranna Plötur ársins Þótt lítið hafi verið um tónleika og tónlistaruppákomur í raunheimum á þessu pestarári var plötuútgáfa með blómlegasta móti. Vel á fimmta hundrað kom út af plötum af öllum stærðum og gerðum, flestum rafrænum þó. Árni Matthíasson rýndi útgáfubunkann og valdi það sem honum hugnaðist best. Salóme Katrín Magnúsdóttir hóf sinn tónlistarferil á síðasta ári, en fyrsta breiðskífan kom út á þessu ári og heitir Water. Eftir það hefur henni gengið flest í haginn, fékk til að mynda Kraumsverðlaunin í byrjun mánaðar- inms. Tónlistin sem hún spilar er innhverft tilfinningaþrungið popp með flæðandi laglín- um. Hún er fínn lagasmiður og afbragðs söngkona. Hlustið líka á gúrkuplast Hidlar, sem er Hildur Sverrisdóttir, og lágstemmdar til- raunir Ásu Ólafsdóttur, Asalaus, á Aaleysing. Nýliði ársins Konsulat lét fyrst í sér heyra fyrir fimm árum. Frá þeim tíma eru út- gáfurnar orðnar tólf, breiðskífur og smáskífur, og liðs- mennirinir orðnir þrír, Kolbeinn Soffíuson, Þórður Grímsson og Arnljótur Sigurðsson. Tónlistin hefur líka þróast, er betur mótuð og taktviss- ari, en líka vel krydduð glettni og gam- ansemi. No. 7 er frábært dæmi um það Hlustið líka á First Contact með Bjarg- mundi Inga Kjartanssyni, sem kallar sig Vol- ruptus, og V.H.S. Volcanic / Harmonic / Sounds með Buspin Jieber / Guðmundi Inga Guðmundssyni. Raftónlist ársins Tónskáldið Bára Gísladóttir er af- kastamikil og til- raunagjörn. Plata hennar HIBER er gott dæmi um það, tilraunakennd og ögrandi. Á vefsetri sínu segir hún verkið rannsókn á áferð og myrkri og að heiti verksins, sem er í átta hlutum, vísi til þess að liggja í híði. Til að byrja með eru hlutar þess líka óþægilegir áheyrnar, ofsarok og grimmdarfrost, en inni á milli eru vetrarstillur og kyrrðin á milli stormsveipanna. Hlustið líka á Atonement þar sem Caput og Tui Hirv flytja verk Páls Ragnars Pálssonar. Klassík ársins Fyrir fimm árum gaf Hafdís Bjarna- dóttir úr skemmti- lega skífu sem hét Sounds of Iceland, enda voru á henni upptökur Hafdísar af umhverfis- hljóðum á hringferð um Ísland sem hún fór frá vori til vetrar. Á þessu ári valdi hún síð- an úr umhverfishljóðunum og prjónaði úr því sex verk með norska spunatróinu Parallax sem hún gaf út á plötunni Lighthouse. Verkin eru djassskotin og falla vel saman við óreiðu- kenndan undirleik náttúrunnar. Hlustið líka á summa&ötres eftir Guðmund Arnalds og Sprungur eftir Heklu. Tilraunir ársins Trommuleikari ársins er Magnús Trygvason Elias- sen sem er alls staðar, spilar allt með öllum. Ein af þeim fjölmörgu plötum sem hann kom að á árinu var platan Sölvi Kol- beinsson Magnús Trygvason Eliassen. Þeir Sölvi og Magnús eru ekki beinlínis að spinna því þeir eru að túlka alkunna slagara úr bandarískri djasssögu, leika sér með laglínur, toga þær og teygja. Hlustið líka á nýja plötu hist og, hits of, þar sem Magnús fer á kostum með Eiríki Orra Ólafssyni og Róbert Reynissyni. Spunadjass ársins 2020 var árið henn- ar Bríetar Ísis Elf- ar; hún gaf út sína fyrstu breiðskífu og var undireins á allra vörum, bæði fyrir lögin sín og sem söngkona með öðrum listamönn- um. Á plötunni Kveðja, Bríet glímir hún við erfiðar tilfinn- ingar en í nokkrum laganna pakkar hún þeim tilfinningum inn í dansvænt popp af bestu gerð. Hlustið líka á Listen to this Twice með Guð- laugu Sóleyju Höskuldsdóttur, sem notar lista- mannsnafnið gugusar, og Vision of Ultraflex með íslensk-norska diskótvíeykinu Ultraflex. Popp ársins Öfgar göfga sem sannast í íslensku öfgarokki sem hef- ur sótt í sig veðrið á síðustu árum. Mikið af þeirri tón- list verður til í svefnherbergjum tónsmiðanna og þeir eru líka oftar en ekki í mörgum sveitum samtímis eða gefa út undir mörgum nöfnum. Hljómsveitin 0 sendi frá sér sína fyrstu plötu á árinu og heit- ir Entity. Um 0 veit ég annars lítið nema það að liðsmenn tengjast þeirri frábæru hljóm- sveit Misþyrmingu og Vánagandr-útgáfunni. Hlustið líka á ÞRETTÁN TÓLF með hljóm- sveitinni MENGUN sem ég veit annars hvorki haus né sporð á, en það er tryllingur í lagi. Öfgarokk ársins Þeir Kristinn Óli Haraldsson, Króli, og Jóhannes Pat- reksson, JóiPé, voru varla byrjaðir að semja saman músík þegar þeir slógu svo rækilega í gegn að annað eins hefur varla þekkst. Í miðjum kjarnorkuvetri er fjórða plata þeirra á þremur árum og sú besta. Sam- skipti kynjanna eða samskiptaleysi er þeim ofarlega í huga í textum en tónlistin er fjöl- breyttari, ekki síst fyrir einvalalið gesta. Það þarf dirfsku til að breyta formúlunni, en borgar sig svo sannarlega. Hlustið líka á Vacation, þemaplötu Cyber. Hipphopp ársins Ingibjörg Elsa Turchi er áþekk Magnúsi Trygvasyni Eliassen trommuleikara að því leyti að hún er alls staðar, það vilja allir spila með henni eða fá hana til að spila með sér. Ingibjörg er enda frábær bassaleikari, en hún er líka afbragðs- tónskáld eins og heyra má á plötunni Meliae, hennar fyrstu breiðskífu. Meliae vísar að vissu leyti til smáskífunnar Wood/ Work, sem kom út 2017 í takmörkuðu upplagi, en á Meliae eru nokkrar nýjar útgáfur af lögum af Wood/ Work. Á Meliae er hlustandinn leiddur í ferða- lag á mörkum rafmagnaðra hljóma og náttúrulegra, því lögin mynda eins konar heild, þar sem hugmyndir tengjast inn- byrðis eða kallast á. Basssinn er yfir, undir og allt um kring, hlýr og umfaðmandi, þungur eða leikandi léttur eftir því sem við á hverju sinni. Hlustið líka á KAST SPARK FAST, af- bragðsplötu Benedikts Hermanns Her- mannssonar, Benna Hemm Hemm, og Without Listening með Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni. Plata ársins Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 KIEL/ - OG FRYSTITJEKI ., '*-�-,�rKu Kæli- & frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.