Morgunblaðið - 31.12.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.12.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur saman, sýnir stuðning og samhug eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur JÓLASÖFNUN „Ferðin gekk betur en við bjuggumst við, bæði að koma taug á milli skipanna og heimförin sjálf,“ segir Ásgeir Erlendsson upplýsinga- fulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við Morgunblaðið. Lagarfoss kom í höfn í Reykja- vík um tvöleytið í gær, en flutningaskipið varð vélarvana um 230 sjómílum suðvestur af Garð- skaga á sunnudag. Þegar ljóst var að viðgerðir hefðu ekki borið árangur var varðskipið Þór kallað út til aðstoðar, og hélt það af stað í átt til höfuðborgarinnar aðfaranótt 29. desember með Lagarfoss í eftirdragi, sem er 17.600 tonn að stærð. Áætlað var að skipin kæmu ekki til Reykjavíkurhafnar fyrr en í dag, gamlársdag, en Þór gekk á 8-9 hnútum alla leiðina. Taug- inni milli Þórs og Lagarfoss var þó sleppt klukkan hálftvö í gær þar sem hafnsögubátar tóku við flutningaskipinu, og var ferðalagið frá Garðskaga til Reykjavíkur því ekki lengra en einn og hálfur sólarhringur. jonn@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Þór dró Lagarfoss frá Garðskaga til Reykjavíkur Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Seldir voru hátt í 30 þúsund miðar á þrenna streymistónleika sem haldnir voru á vegum Senu Live. Tónleikarnir sem um ræðir eru jólatónleikar Bubba Mort- hens, Björgvins Halldórssonar og Jóhönnu Guð- rúnar. Stærstir voru jóla- tónleikar Björg- vins þar sem um fjórtán þúsund miðar seldust. Á tónleika Bubba voru seldir um tíu þúsund miðar og hjá Jóhönnu voru þeir um tvö þúsund talsins. Þá hafa tónleikarnir verið leigðir nokkur hundruð sinnum yfir jólahátíðina. Að sögn Ísleifs Þórhallssonar, framkvæmdastjóra Senu Live, gekk sala á tónleikana mun betur en hann þorði að vona. „Salan er miklu meiri en á venjulega tón- leika. Nú er um að ræða heimili þannig að salan margfaldaðist. Í upphafi vissum við ekki hvernig fólk myndi taka í þetta en þetta fór langt fram úr björtustu vonum,“ segir Ísleifur, en ljóst er að tekjur af tónleikunum hlaupa á tugum milljóna króna. Samkvæmt grófum útreikningum Morgunblaðsins eru heildartekjur af umræddum streymistónleikum tæplega hundr- að milljónir króna. Aðspurður seg- ir Ísleifur að tekjur af tónleikunum séu farnar að nálgast hefðbundið ár. „Miðaverðið er lægra en salan aftur á móti miklu meiri. Við vild- um halda verðinu niðri og reyna þannig að selja meira en áður. Það tókst heldur betur og tekjurnar eru farnar að slaga í venjulegt ár.“ Streymt í 25 löndum Að hans sögn myndi aldrei ganga að selja 14 þúsund miða á hefðbundna jólatónleika hjá Björg- vini Halldórs. „Svona mikið magn af miðum þýðir að við þyrftum að leigja Eldborgarsal Hörpu tíu sinnum. Það myndi auðvitað aldrei ganga,“ segir Ísleifur og bætir við að framvegis verði boðið upp á streymi frá tónleikum. Það verði áfram gert eftir að faraldrinum lýkur. „Þetta hefur opnað nýjar víddir fyrir okkur. Fólk er greini- lega til í að sitja heima og kaupa miða á streymi. Við seldum miða í 25 löndum þannig að við náum að selja miða ansi víða. Streymið verður klárlega áfram í boði eftir að allt fer á fullt. Það er komið til að vera þótt það komi auðvitað aldrei neitt í staðinn fyrir að sitja í salnum.“ Streymistónleikar skila nær hundrað milljónum  Hátt í 30 þúsund miðar seldust á þrjá streymisviðburði Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tónleikar Bubbi Morthens hélt vel heppnaða tónleika á Þorláksmessu. Ísleifur Þórhallsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.