Morgunblaðið - 31.12.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.12.2020, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Veitur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, eru með það til skoð- unar að bora eftir heitu vatni í Krýsuvík fyrir suðursvæði höfuð- borgarsvæðsins, Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð. Krýsuvík er jarð- hitasvæði á Reykjanesskaga, sunn- an við Kleifarvatn. Heitavatnsnotkun höfuðborgar- svæðins hefur nánast tvöfaldast frá árinu 1990 og vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hefur notkunin verið sérstaklega mikil á þessu ári. Því þurfa Veitur að huga að aukinni vatnsöflun næstu áratugina. „Við höfum enn stækkunarmögu- leika á varmastöð Hellisheiðarvirkj- unar og þessar hugmyndir (um Krýsuvík) eru hluti af framtíðarsýn til áratuga,“ segir í svari Breka Logasonar, sérfræðings í sam- skiptum hjá Veitum við fyrirspurn Morgunblaðsins. Verkefnið á byrjunarreit Hugmyndirnar séu enn á þróun- arstigi en HS Orka er með rann- sóknarleyfi í Krýsuvík. „Þar sem verkefnið er á byrjunarreit höfum við enn sem komið er ekki sett fé í að hanna veituna. Það er til dæmis enn óljóst hvaða hitastig við værum að fá en hvorttveggja kæmi til greina af okkar hálfu að sækja í háhita með svipuðum hætti og á Nesjavöllum og Hellisheiði eða í lægri hita sem kann að vera norðan við háhitasvæðið. Nýtingin væri þá meira í ætt við það sem við sjáum á vatninu úr Mosfells- bænum og af Laugarnessvæðinu,“ segir í svari Breka. Staða hitaveitunnar komst í frétt- irnar í byrjun desember þegar spáð var miklu kuldakasti og Veitur báðu fólk að fara sparlega með vatnið. Veðurspár í gerðu ráð fyrir að á höf- uðborgarsvæðinu yrði allt að 12 stiga frost í nokkra daga, að við- bættri vindkælingu. Þessar spár gengu ekki eftir og frostið var 3,5-4 gráðum minna en búist var við. „Almenningur brást vel við kalli okkar og nýting á vatni var alveg innan þess sem Veitur ráða við. Í kuldakastinu var mest verið að nota um 15.000 rúmmetra af vatni á klukkustund. Það er svipað og Laug- ardalslaugin sé fyllt 10 sinnum. Reyndar þarf alltaf að nýta heita vatnið skynsamlega, rétt eins og aðrar auðlindir,“ var haft eftir Ólöfu Snæhólm Baldursdóttur, upplýs- ingafulltrúa OR, í Morgunblaðinu. Vatnið er leitt langar leiðir Borholur í Mosfellsbæ og Reykja- vík sjá noðursvæði höfuðborg- arinnar fyrir heitu vatni. Heita vatn- ið á suðursvæðum höfuðborgar- svæðisins kemur í dag frá virkjunum á Nesjavöllum og Hellisheiði. Heita vatnið er leitt um Nesjavallaæð (25 km) eða Hellisheiðaræð (19 km) að heitavatnsgeymum og dælustöð á Reynisvatnsheiði. Þaðan er svo um 20 kílómetra lagnaleið að nýbygg- ingarsvæðunum á Völlunum í Hafn- arfirði. Heita vatnið er þá búið að fara um 39-45 km leið frá virkjun til viðskiptavina. Án þess að nokkrar lagnaleiðir frá hugsanlegu nýtingarsvæði í Krýsu- vík hafi verið skoðaðar, hvað þá ákveðnar, segir Breki Logason að samt sem áður megi áætla að lagna- leið frá Krýsuvík til höfuðborgar- svæðisins yrði á bilinu 25-35 km löng. „Það er hlutverk okkar að vera með sýn fyrir hitaveitu höfuðborg- arsvæðisins til langs tíma. Þá erum við að tala um allt að hundrað ár fram í tímann. Í því samhengi er mikilvægt að horfa bæði til eft- irspurnar og náttúruváar eins og átakshópur Stjórnarráðsins um úr- bætur í innviðum í kjölfar fárviðr- isins 2019 benti á. Nýlegar jarð- hræringar á Suðurnesjum hafa sett orkuöryggi hitaveitu fyrir almenn- ing á fjölmennasta svæði landsins í kastljósið ásamt því að mikil eft- irspurnaraukning eftir heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu kallar á að horft sé til fleiri svæða en Heng- ilsins,“ segir Breki. Hitar vatn frá Krýsuvík húsin?  Veitur eru með til skoðunar að bora eftir heitu vatni í Krýsuvík fyrir suðursvæði höfuðborgar- svæðsins  Hugmyndin er enn á þróunarstigi  Vatnsöflun skoðuð allt að 100 ár fram í tímann Morgunblaðið/Árni Sæberg Krýsuvík Öflugt jarðhitasvæði á Reykjanesskaga. Möguleg uppspretta á heitu vatni fyrir íbúa höfuðborgarsvæðis. Uppruni heita vatnsins á höfuðborgarsvæðinu MOSFELLSBÆR REYKJAVÍK KÓPAVOGUR GARÐABÆR Reykjahlíð Reykir Grafarholt Öskjuhlíð Elliðaárdalur Reynisvatnsheiði HAFNARFJÖRÐUR Laugarnes Heitt vatn frá borholum í Laugarnesi, Elliðárdal og Mosfellsbæ Upphitað grunnvatn frá Nesjavöllum og Hellisheiði Möguleg nýting vatns frá Krýsuvík (engin lagnaleið ákveðin) Nesjavallaæð Hellisheiðaræð K o rt a g ru n n u r: O R Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur í fjögur emb- ætti héraðsdómara, sem auglýst voru laus til umsóknar í september sl. Frá þessu er greint á heimasíðu dóms- málaráðuneytisins en dómsmálaráð- herra skipar í embættin. Um er að ræða tvö embætti dóm- ara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, eitt emb- ætti dómara með fyrsta starfsvett- vang hjá Héraðsdómi Reykjaness og eitt embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Norð- urlands eystra. Umsóknarfrestur var til 12. októ- ber 2020. Samtals bárust 26 umsóknir um embættin fjögur en sex umsækj- endur drógu umsóknir sínar síðar til baka. Það er niðurstaða dómnefndar að Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, og Jóhannes Rúnar Jó- hannsson lögmaður séu hæfastir um- sækjenda til að hljóta skipun í emb- ætti tveggja héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og embætti eins héraðs- dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjaness og að ekki séu efni til að greina á milli hæfni þeirra tveggja. Jafnframt er það niðurstaða dóm- nefndar að Björn Þorvaldsson sak- sóknari og Hulda Árnadóttir lögmað- ur komi næst þeim tveimur og ekki séu efni til að greina á milli hæfni þeirra tveggja. Loks er það niðurstaða dómnefnd- ar að Arnbjörg Sigurðardóttir, að- stoðarmaður dómara, og Hlynur Jónsson lögmaður séu hæfust um- sækjenda um embætti eins héraðs- dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Norðurlandi eystra og ekki séu efni til að greina á milli hæfni þeirra tveggja. Dómnefndina skipuðu: Eiríkur Tómasson formaður, Heiðrún E. Jónsdóttir, Kristín Benediktsdóttir, Ragnheiður Harðardóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Þór Metin hæfust í emb- ætti héraðsdómara  Fjögur embætti voru auglýst laus ...algjör snilld! Hlaða Draga út og vefja Þrýsta og skera Geyma • Klippir plastfilmur og ál • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setja í uppþvottavél Engar flæk jur Ekkert vese n Ómissandi í eldhúsið Fæst í FK, Hagkaupum, Byko, Nettó, Krónunni og Húsasmiðjunni www.danco.is Heildsöludreifing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.