Morgunblaðið - 31.12.2020, Side 22

Morgunblaðið - 31.12.2020, Side 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Veitur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, eru með það til skoð- unar að bora eftir heitu vatni í Krýsuvík fyrir suðursvæði höfuð- borgarsvæðsins, Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð. Krýsuvík er jarð- hitasvæði á Reykjanesskaga, sunn- an við Kleifarvatn. Heitavatnsnotkun höfuðborgar- svæðins hefur nánast tvöfaldast frá árinu 1990 og vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hefur notkunin verið sérstaklega mikil á þessu ári. Því þurfa Veitur að huga að aukinni vatnsöflun næstu áratugina. „Við höfum enn stækkunarmögu- leika á varmastöð Hellisheiðarvirkj- unar og þessar hugmyndir (um Krýsuvík) eru hluti af framtíðarsýn til áratuga,“ segir í svari Breka Logasonar, sérfræðings í sam- skiptum hjá Veitum við fyrirspurn Morgunblaðsins. Verkefnið á byrjunarreit Hugmyndirnar séu enn á þróun- arstigi en HS Orka er með rann- sóknarleyfi í Krýsuvík. „Þar sem verkefnið er á byrjunarreit höfum við enn sem komið er ekki sett fé í að hanna veituna. Það er til dæmis enn óljóst hvaða hitastig við værum að fá en hvorttveggja kæmi til greina af okkar hálfu að sækja í háhita með svipuðum hætti og á Nesjavöllum og Hellisheiði eða í lægri hita sem kann að vera norðan við háhitasvæðið. Nýtingin væri þá meira í ætt við það sem við sjáum á vatninu úr Mosfells- bænum og af Laugarnessvæðinu,“ segir í svari Breka. Staða hitaveitunnar komst í frétt- irnar í byrjun desember þegar spáð var miklu kuldakasti og Veitur báðu fólk að fara sparlega með vatnið. Veðurspár í gerðu ráð fyrir að á höf- uðborgarsvæðinu yrði allt að 12 stiga frost í nokkra daga, að við- bættri vindkælingu. Þessar spár gengu ekki eftir og frostið var 3,5-4 gráðum minna en búist var við. „Almenningur brást vel við kalli okkar og nýting á vatni var alveg innan þess sem Veitur ráða við. Í kuldakastinu var mest verið að nota um 15.000 rúmmetra af vatni á klukkustund. Það er svipað og Laug- ardalslaugin sé fyllt 10 sinnum. Reyndar þarf alltaf að nýta heita vatnið skynsamlega, rétt eins og aðrar auðlindir,“ var haft eftir Ólöfu Snæhólm Baldursdóttur, upplýs- ingafulltrúa OR, í Morgunblaðinu. Vatnið er leitt langar leiðir Borholur í Mosfellsbæ og Reykja- vík sjá noðursvæði höfuðborg- arinnar fyrir heitu vatni. Heita vatn- ið á suðursvæðum höfuðborgar- svæðisins kemur í dag frá virkjunum á Nesjavöllum og Hellisheiði. Heita vatnið er leitt um Nesjavallaæð (25 km) eða Hellisheiðaræð (19 km) að heitavatnsgeymum og dælustöð á Reynisvatnsheiði. Þaðan er svo um 20 kílómetra lagnaleið að nýbygg- ingarsvæðunum á Völlunum í Hafn- arfirði. Heita vatnið er þá búið að fara um 39-45 km leið frá virkjun til viðskiptavina. Án þess að nokkrar lagnaleiðir frá hugsanlegu nýtingarsvæði í Krýsu- vík hafi verið skoðaðar, hvað þá ákveðnar, segir Breki Logason að samt sem áður megi áætla að lagna- leið frá Krýsuvík til höfuðborgar- svæðisins yrði á bilinu 25-35 km löng. „Það er hlutverk okkar að vera með sýn fyrir hitaveitu höfuðborg- arsvæðisins til langs tíma. Þá erum við að tala um allt að hundrað ár fram í tímann. Í því samhengi er mikilvægt að horfa bæði til eft- irspurnar og náttúruváar eins og átakshópur Stjórnarráðsins um úr- bætur í innviðum í kjölfar fárviðr- isins 2019 benti á. Nýlegar jarð- hræringar á Suðurnesjum hafa sett orkuöryggi hitaveitu fyrir almenn- ing á fjölmennasta svæði landsins í kastljósið ásamt því að mikil eft- irspurnaraukning eftir heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu kallar á að horft sé til fleiri svæða en Heng- ilsins,“ segir Breki. Hitar vatn frá Krýsuvík húsin?  Veitur eru með til skoðunar að bora eftir heitu vatni í Krýsuvík fyrir suðursvæði höfuðborgar- svæðsins  Hugmyndin er enn á þróunarstigi  Vatnsöflun skoðuð allt að 100 ár fram í tímann Morgunblaðið/Árni Sæberg Krýsuvík Öflugt jarðhitasvæði á Reykjanesskaga. Möguleg uppspretta á heitu vatni fyrir íbúa höfuðborgarsvæðis. Uppruni heita vatnsins á höfuðborgarsvæðinu MOSFELLSBÆR REYKJAVÍK KÓPAVOGUR GARÐABÆR Reykjahlíð Reykir Grafarholt Öskjuhlíð Elliðaárdalur Reynisvatnsheiði HAFNARFJÖRÐUR Laugarnes Heitt vatn frá borholum í Laugarnesi, Elliðárdal og Mosfellsbæ Upphitað grunnvatn frá Nesjavöllum og Hellisheiði Möguleg nýting vatns frá Krýsuvík (engin lagnaleið ákveðin) Nesjavallaæð Hellisheiðaræð K o rt a g ru n n u r: O R Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur í fjögur emb- ætti héraðsdómara, sem auglýst voru laus til umsóknar í september sl. Frá þessu er greint á heimasíðu dóms- málaráðuneytisins en dómsmálaráð- herra skipar í embættin. Um er að ræða tvö embætti dóm- ara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, eitt emb- ætti dómara með fyrsta starfsvett- vang hjá Héraðsdómi Reykjaness og eitt embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Norð- urlands eystra. Umsóknarfrestur var til 12. októ- ber 2020. Samtals bárust 26 umsóknir um embættin fjögur en sex umsækj- endur drógu umsóknir sínar síðar til baka. Það er niðurstaða dómnefndar að Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, og Jóhannes Rúnar Jó- hannsson lögmaður séu hæfastir um- sækjenda til að hljóta skipun í emb- ætti tveggja héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og embætti eins héraðs- dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjaness og að ekki séu efni til að greina á milli hæfni þeirra tveggja. Jafnframt er það niðurstaða dóm- nefndar að Björn Þorvaldsson sak- sóknari og Hulda Árnadóttir lögmað- ur komi næst þeim tveimur og ekki séu efni til að greina á milli hæfni þeirra tveggja. Loks er það niðurstaða dómnefnd- ar að Arnbjörg Sigurðardóttir, að- stoðarmaður dómara, og Hlynur Jónsson lögmaður séu hæfust um- sækjenda um embætti eins héraðs- dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Norðurlandi eystra og ekki séu efni til að greina á milli hæfni þeirra tveggja. Dómnefndina skipuðu: Eiríkur Tómasson formaður, Heiðrún E. Jónsdóttir, Kristín Benediktsdóttir, Ragnheiður Harðardóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Þór Metin hæfust í emb- ætti héraðsdómara  Fjögur embætti voru auglýst laus ...algjör snilld! Hlaða Draga út og vefja Þrýsta og skera Geyma • Klippir plastfilmur og ál • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setja í uppþvottavél Engar flæk jur Ekkert vese n Ómissandi í eldhúsið Fæst í FK, Hagkaupum, Byko, Nettó, Krónunni og Húsasmiðjunni www.danco.is Heildsöludreifing

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.