Morgunblaðið - 31.12.2020, Blaðsíða 12
Úti að leika Ingibjörg með smalahundinum Kötu úti í snjónum.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ingibjörg svaraði fúsleganokkrum spurningum blaða-manns um sauðfé, jólasveina,Grýlu, jólaköttinn, álfa og
ósýnilega vini.
Hvað áttu margar kindur og
hvað heita þær?
„Ég á fimm kindur, ein heitir
Rósmaría, hún er ekki gömul. Svo
á ég Elínu, hún er eldri og stærri
og með ljósmórauðar doppur á bak-
inu og kringum augun. Móbauga er
fyrsta kindin mín og hún er alveg
eins og Elín, nema með dekkri
bauga og hleypur oftast frá mér
þegar ég ætla að kíkja á hana. Kar-
en á ég líka en ég þekki hana ekki
vel, hún er hvít. Ég á eina sem
fæddist í fyrra og heitir Klafna og
er svolítið reið við mig og ég er
smá hrædd við hana, en hún er
samt falleg, með horn. Ég átti kind
sem hét Mía-Litla og hún var
skemmtileg, góð og falleg. Hún var
mamma Klöfnu.“
Eru kindurnar þínar spakar og
getur þú klappað þeim?
„Þær eru ekki allar spakar.
Elín er mjög róleg og góð og það
er allt í lagi að klappa henni, en
henni finnst það ekki mjög gaman.
Hún borðar mél úr hendinni minni.
Mér finnst skemmtilegra að klappa
Grameðlu, hún er gömul og góð
kind sem mamma á. Hún er frek
og hún borðar stundum úr vösun-
um á gallanum hennar mömmu.
Keisari er hrúturinn hennar
mömmu, hann er spakur og fullorð-
inn, með stutt horn. Það þurfti að
laga þau svo þau meiddu hann
ekki. Hann kemur alltaf og talar
við okkur, hann elskar krakka og
hann er aldrei óþekkur, nema einu
sinni þegar við vorum að reka hrút-
ana út á tún, þá stoppaði hann og
vildi ekki fara. Við vorum smá
hrædd við hann og stoppuðum en
þá stökk hann yfir girðinguna og
fór. Við leyfðum honum að ráða,
það er alltaf best að leyfa honum
að ráða. Við pabbi sóttum hann svo
seinna og settum hann inn hjá
kindunum, hann vildi frekar vera
þar heldur en hjá hinum hrút-
unum.“
Hvað gerðir þú til að gleðja
kindurnar þínar um jólin?
„Ég hef verið að gefa þeim
mél og ég ætla að gefa þeim meira
í dag. Þeim finnst það mjög gott.
Allar kindurnar fá sérstaklega gott
jólahey, mínar líka.“
Kom Stekkjastaur í fjárhúsin
hjá þér fyrir jól, eða annar jóla-
sveinn? Heyrðir þú eitthvað í þeim
eða sást til þeirra?
„Þó vísan segi að Stekkjastaur
fari í fjárhúsin, þá gerir hann það
ekki í alvöru heldur setur bara í
skóinn. Giljagaur gæti þó verið að
fara aðeins í fjárhúsið en hann fer
örugglega í fjós. Það er ekki til fjós
hjá okkur af því við eigum ekki
kýr, en amma og afi áttu kýr einu
sinni. Ef fólk á ekki fjárhús og ekki
fjós, þá fer Giljagaur í hesthúsin.
Ef fólk á ekkert svoleiðis hús þá
setur hann bara í skóinn. Ég hef
bara séð jólasveina í leikskólanum
og hjá ömmu, en ekki í fjárhúsinu,
þeir setja ekkert í skóinn þar. Kjöt-
krókur stal kjöti í gamla daga, en
núna stela hundarnir kjöti. Kannski
afi hafi tekið hangikjöt líka, ég er
ekki alveg viss. Egill bróðir minn
sá einu sinni jólasvein taka skyr,
þeir labba bara um jólasveinarnir
og taka allskonar en það er ekki í
lagi þó þeir þekki alla. Það má ekki
stela, en jólasveinarnir gera það af
því það er hægt að kaupa nýtt í
staðinn. Ég skrifaði bréf til eins
jólasveins og bað hann um að gefa
mér krípí dúkku, en hann tók bréf-
ið og gaf mér blýant. Einu sinni
áttum við fjögur rauð kerti og svo
vantaði í þau. Kertasníkir hefur
tekið þau, en ekki étið þau, bara
kveikt á þeim uppi á fjalli.“
Varðst þú eitthvað vör við jóla-
köttinn núna?
„Ég hef ekki séð jólaköttinn!
Hann hefur aldrei komið en
kannski eru allir kettir jólakettir,
eða bara þeir sem ég þekki. Ég
held að kötturinn okkar, hann Út-
lagi, sé kannski jólaköttur. Lang-
amma mín átti hann, en hann býr
núna hjá okkur. Systir mín sagði
mér að Útlagi væri jólakötturinn
og að hann mundi borða mig ef ég
fengi ekki mjúka pakka með fötum.
Það var gott að ég fékk mjúka
pakka, hann var að bíða. Hann er
alveg góður núna. Hann er samt
sterkari en litlir krakkar og litlir
hundar. Hann hefur stokkið á mig
og bitið mig, en það var samt ekk-
ert mjög fast.“
Í bæjargilinu heima hjá þér
eru klettar sem heita Grýla og
Leppalúði, heldur þú að þau fari
kannski á stjá um áramótin?
„Grýla var einu sinni að ferð-
ast um allan heiminn og kom við á
öllum bæjum til að sækja krakka,
en hún fann engan svo hún dó. Hún
var að labba í gilinu hér og þá kom
sól og þá varð hún að steini.
Leppalúði var svo leiðinlegur við
Grýlu, vildi ekki borða börn svo
hann varð að steini líka. Grýla lifn-
ar kannski við ef krakkar eru nógu
mikið óþægir, en annars verður
hún alltaf steinn. Grýla í gilinu er
mjög löng og ljót og ég vil aldrei
sjá hana. Ég sá tröllaspor í Reyk-
holti þegar ég var í göngutúr þar
með vinkonu minni, það var eftir
stærra tröll en Grýlu og Leppa-
lúða.“
Nú flytja álfar alltaf búferlum
um áramót, heldurðu að þú eigir
eftir að hitta álfa í kvöld?
„Álfarnir koma líklega úr eld-
inum á áramótabrennunni. Allir
sem hafa farið á áramótabrennu
hafa séð það gerast. Það er erfitt
að vita hverjir eru álfar og hverjir
eru mannfólk svo ég veit ekki hvort
ég mundi þekkja þá eða hvort ég
gæti talað við þá, þeir eru alveg
eins og fólk. Þeir eru samt góðir og
vilja alveg hitta og sjá fólk. Ég veit
alveg að litlu punktarnir sem koma
frá brennunni eru álfar, en það veit
það enginn annar.“
Hefur þú einhvern tíma heyrt
álfasöng í álfhól eða kletti, eða orð-
ið vör við huldufólk?
„Nei, ég veit ekki hvað huldu-
fólk er. Magnús bróðir minn lék sér
ofan á álfasteini og eftir það var
hann óheppinn. Egill bróðir minn
var að hvíla sig hjá steini og settist
og heyrði þá smá tal sem kom úr
steininum. Þeir halda að álfar bölvi
fólki.“
Hefur þú eða einhver sem þú
þekkir átt ósýnilegan vin?
„Já, ég á ósýnilega vini. Þeir
búa annars staðar. Þeir heita ekk-
ert en ég ræð hvað þeir heita þegar
þeir koma. Ég bý þá til og þess
vegna sér þá enginn. Þá ræð ég
öllu og ég get stjórnað þeim. Ég vil
að þeir komi þegar ég er ein, sem
er ekki oft.“
Þú og fjölskylda þín ætlið að
kveikja stórt bál í kvöld á gamlárs-
kvöld til að kveðja árið, ætlar þú að
bjóða álfakóngi og álfadrottningu
velkomin þangað?
„Já, en ég held að bara ég
muni sjá þau. Þau munu ekki koma
ríðandi, örugglega frekar á hest-
vagni og fyrir vagninum verða hvít-
ir hestar með vængi. Álfarnir munu
klæðast sparikjólum og ég ætla líka
að vera í kjól og heilsa álfunum, en
við þurfum ekki að tala saman. Ef
álfakóngur og álfadrottning koma
þá hlakka ég til.“
Álfarnir koma líklega úr eldinum
Ljósmyndir/Kristín Sigríður Magnúsdóttir
Sæl Ingibjörg kann vel við sig í fjárhúsinu með kindunum, hér er hún nýbúin að gefa hey á garðann með mömmu.
Ingibjörg Elín Traustadóttir er fimm ára sauðfjárbóndi í Austurhlíð í Biskupstungum. Hún hefur séð tröllaspor eftir stærra tröll en Grýlu
og Leppalúða. Hana grunar að afi hennar hafi kannski tekið hangikjötið en ekki Kjötkrókur. Hún á ósýnilega vini sem hún getur stjórnað.
Þegar kveikt verður í áramótabrennu heima hjá henni í kvöld ætlar hún að vera í kjól og hún hlakkar til að heilsa álfunum sem koma.
Dekur Ingibjörg réttir kind tuggu.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020