Morgunblaðið - 31.12.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.12.2020, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Stefnt er að því að nýr leikskóli og fjölskyldumiðstöð rísi árið 2022 á reit sem kenndur er við Njálsgötu- róló. Reiturinn afmarkast af Grett- isgötu, Njálsgötu, Rauðarárstíg og Snorrabraut og mun byggingin rísa fyrir aftan Austurbæjarbíó. Á næsta ári verður unnið við hönnun hússins og framkvæmdin undirbúin fyrir útboð. Vonast er til að fram- kvæmdir geti hafist síðla árs 2021. Reykjavíkurborg í samstarfi við Arkitektafélag Íslands efndi í sum- ar til opinnar hönnunar- og fram- kvæmdasamkeppni um nýjan mið- borgarleikskóla og fjölskyldu- miðstöð á reitnum og voru úrslit kunngjörð rétt fyrir jólin. Fyrstu verðlaun hlutu Basalt arkitektar og Landslag. 2.-3. verð- laun hlutu THG arkitektar og Landform og Andrúm arkitektar. Undirbúningur að byggingu á nýjum miðborgarleikskóla á Njáls- göturóló hófst árið 2018 þegar stýri- hópurinn Brúum bilið var stofn- aður. Hópnum var falið að finna leiðir til að brúa bil á milli fæðing- arorlofs og leikskóla. Eitt af áhersluatriðum var að fjölga leik- skólaplássum í borginni. Gert er ráð fyrir að nýr miðborgarleikskóli rúmi um 116 börn á aldrinum eins til sex ára. Einnig verður starfrækt fjölskyldumiðstöð í byggingunni. Fjölmargir arkitektar og hönnuðir sýndu þessu verkefni áhuga. Inn- sendar tillögur voru 29 talsins og komu víðsvegar að úr heiminum. Keppendur settu fram hug- myndir sínar í samræmi við keppn- islýsingu, s.s. byggingarform, innri og ytri tengingar, stærðir og um- hverfi. Í leikskólanum Miðborg hef- ur starfsfólk þróað flæði í leik og námi barna. Það felur í sér að börn- in fái sjálf að velja sér viðfangsefni og flæða áfram í leiknum án leið- sagnar og kennslu. Sjálfræði skipar þar stóran sess því börnin fá að vera leiðtogar í eigin námi, segir í frétt frá borginni. „Tillagan er einstaklega vel unnin og svarar mjög vel áherslum í for- sögn og þörfum starfseminnar. Byggingarform er fágað og látlaust með ávölum hornum og umlukt málmmöskva, sem skapar áhuga- vert spil skugga, sjónrænnar dýpt- ar, lokunar og gagnsæis. Litaval er lágstemmt en þó líflegt. Byggingin fer einstaklega vel í götumyndinni. Innri rýmismyndun byggingarinnar skapar áhugavert mótvægi við ytri ásýnd, en rifjur úr krosslímdu timbri gefa rýminu allt í senn hlý- leika, hrynjandi og uppbrot. Þessar andstæður gefa byggingunni sér- stöðu, á áhrifaríkan hátt þegar horft er inn frá leikskólalóð og þakgörð- um,“ segir meðal annars í umsögn dómnefndar. Byggingin er á þremur hæðum. Aðalinngangur er úr garði, sem tengir lóð og leikskóla. Á annarri hæð verða heimastofur elstu barnanna ásamt aðstöðu starfsfólks. Fjölskyldumiðstöð verður á þriðju hæð og tengist þakgarði. Nýr leikskóli rís á Njálsgöturóló  Basalt arikektar og Landslag hlut- skörpust í samkeppni Tölvumynd/Basalt arkitektar Njálsgöturóló Litaval er lágstemmt en þó líflegt og byggingin fer einstaklega vel í götumyndinni segir í niðurstöðu dómnefndar arkitektasamkeppninnar. Óskum landsmönnum farsældar á nýju ári 2021
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.